Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.10.1989, Blaðsíða 34
ð'4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 1989 VIÐSKIPTAFRÆÐINGAR FJÁRMÁLAFÓLK Láttu dæmið ganga upp með HEWLETT-PACKARD Viðskiptaráðgjafa II HP viðskiptaráðgjafinn Business Consulant II er einstök tölva sem hægt er að nýta á ótal vegu. Hann hefur innbyggð töl- fræðiforrit, fjármálaforrit og viðskiptaforrit ásamt dagbók. Einnig er hægt að nota eigin formúlur sem geymast í minni tölvunnar (6,5 Kb). Hægt er að fá lítinn jsráðlausan prentara sem tengist við tölvuna. HP Viðskiptaráðgjafi II er kærkomið hjálpartæki fyrir athafna- fólk í fjármálaheiminum. Verð kr. 16.900,- Laugavegi 8, sími 1 7812 TÖLVUVERSLUN REYKJAVÍKUR r i """N n 'aa 'mm\ ■■ ma *m' ma_ _au~ M 1 1 rJidSist ll iTTl l. Jóhann Karl Birgis- son - Minning Fæddur 2. nóvember 1972 Dáinn 13. október 1989 Jóhann Karl Birgisson fæddist 2. nóvember 1972 í Neskaupstað og ólst þar upp þangað til þrettánda þessa mánaðar að hann kvaddi jarð- lífið. Það var ótímabær kveðja ungs drengs. Jóhann Karl átti elskulega for- eldra, Birgi Siguijónsson og Sigrúnu S. Jóhannsdóttur, sem eignuðust, auk Jóhanns, börnin Kristínu Stein- unni, Söndru og Sindra. Á heimili Sigrúnar og Bigga í Star- mýri 15 var jafnan líflegt og fjör- ugt. Vinir Jóhanns, jafnt sem yngri systkina hans, voru velkomnir þang- að og komu oft og nutu þar góðra samverustunda. Þegar ég rifja upp eiginleika Jó- hanns Karls kemur mynd í hugann af tilfinninganæmum, samviskusöm- um og duglegum dreng, sem var sannkallaður vinur vina sinna. Af dreng sem fór í veiðiferðir til Vopna- fjarðar með fjölskyldu sinni, ömmum og öfum, dreng sem iðkaði skíða- íþróttir af kappi og vann reglulega til verðlauna. Jóhann Karl hafði farið nokkrar ferðir til sjós sér til ánægju með föð- ur sínum áður en hann réðst sem háseti á togara síðastliðið vor. Hann átti reyndar ekki langt að sækja áhuga á sjósókn, en Birgir er stýri- maður og afi hans og nafni er fyrr- verandi sjómaður. Þeim nöfnunum kom vel saman og oft spiluðu þeir saman á síðkvöldum. Föðurömmu sína missti Jóhann Karl þegar hann var fjórtán ára en með henni og móðurömmu sinni átti hann margar góðar og gefandi stundir. Iðulega leitaði Jóhann Karl til þeirra sem jafnan áttu góðsemi og hlýju. Jóhann Karl var bæði greindur og kappsamur og hafði m.a. áhuga á að læra ensku og sumarið 1987 fór hann til Englands á sumarskóla og bætti tungumálakunnáttu sína. Þá dvaldi Jóhann Karl ásamt fjölskyldu sinni um stund heima hjá mér og Marteini frænda sínum og minnist ég þess hve Jóhann var þá glaðlegur og ánægður með líf og tilveru. Marteinn, Silja og ég sendum hug- heilar samúðaróskir til ættingja og vina sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Jóhanns Karls. Sorg þín er sár elsku mágkona og vona ég að lífskraftur fylgi þér, Birgi svila mínum og börnunum í nútíð sem í framtíð. Minning lifir um einlægan bróður, ljúfan og bjartan son. Minning um Jóhann Karl. Megi hann hvíla í friði. Ágústína Jónsdóttir Þig lofar faðir líf og önd, þín likn oss alla styður. Þú réttir þína helgu hönd af himni til vor niður. Og föðurelska þóknan þín, í þínum syni til vor skín, þitt frelsi náð og friður. (Þbj. K) Okkur er harmur í huga er við kveðjum Jóhann K. Birgisson, sem hrifinn var burt í blóma lífsins. Jó- hann fæddist 2. nóvember 1972, son- ur hjónanna Sigrúnar Jóhannsdóttur ■eg Birgis Sigutjónssonar. Var hann elstur barna þeirra, en hin eru Kristín Steinunn 14 ára, Sindri 9 ára og Sandra 8 ára. Jóhann ólst upp í faðmi fjölskyldu sinnar og fylgdumst við oft með er fjölskyldan kom saman á heimili Jó- hanns K. Sigurðssonar og Kristínar Marteinsdóttur sem nú sjá á bak elskulegum dóttursyni. Sár er sökn- uður fjölskyldu hans og vina. Við viljum með þessum fátæklegu orðum minnast Jóhanns heitins. Megi góður Guð styrkja fjölskyldu hans og ástvini og sefa þá sáru sorg sem ríkir í hugum þeirra. Blessuð sé minning hans. Guðríður, Sveinn og börn, Neskaupstað. Þegar maður er rétt 15 ára og vinur manns tæpra 17 ára og kaldur nár, verður manni ljóst á miskunnar- lausan hátt að lífið á sér sínar skuggahliðar. Staðreyndin er sú að dauðinn er óumflýjanlegur, okkur öllum, en hann er óréttlátur að taka burtu 17 ára vin okkar. Jóhann Karl er farinn og eftir er minning um góðan vin og skemmti- legan. félaga. Hans skarð fyllir eng- inn. Aldrei heyrum við hláturinn sem kom okkur öilum í gott skap, aldrei eigum við eftir að bíða í ofvæni eftir að hann komi í land. Sársaukinn og söknuðurinn er óbærilegur. Við, sem fengum að kynnast honum, þökkum samfylgdina, og megi minning hans lifa um ókomin ár. Við sendum foreldrum og systkin- um- okkar dýpstu samúðarkveðjur, megi guð biessa þau í sorginni. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka.' Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (E.B.) Kolla og Heiðrún Ali álegg . hefurðu smakkað eitthvað betra?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.