Morgunblaðið - 24.10.1989, Síða 12

Morgunblaðið - 24.10.1989, Síða 12
MORGÚNBLADIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1989 FEGURÐ DUMBUN GSIN S ________Myndlist BragiÁsgeirsson Því verður ekki á móti mælt, að landið á sér ótal fagrar hliðar, sem birtast manni við hin margbreyti- legustu veðurskilyrði. Sá er á leið um Skúlagötu verð- ur þess fljótt var, að sjórinn breyt- ir í sífellu um lit og kannski verður hann fallegastur í hávaðaroki eða á köldum en björtum vetrardegi. Ég hef aldrei sundurgreint það sérstaklega, en þessi fegurð birtist manni þó síst, er sól skín í heiði á heitum sumardegi, því að þá er hafið yfirleitt grátt óg litlítið. Dumbungurinn og þokan, sem leggst yfir landið, fela í sér miklar myndrænar stemmningar og koma hugarfluginu á hreyfingu. Þá er eins og að náttúran vakni og það er ótrúlega mikið líf í gróandanum. — Allt þetta og margt fleira kom mér í hug við skoðun sýningar Torí'a Jónssonar í Gallerí Borg, er var opnuð sl. fimmtudag og stend- ur til þriðjudagsins 24. október. Torfí er löngu þekktur fyrir vatnslitamyndir sínar, sem áður voru ljóðrænar og litríkar, enda sumar gerðar undir áhrifum frá sólríkari breiddargráðum, t.d. Kanaríeyjum. En nú hefur Torfi uppgötvað, að fegurð og síbreytilegt svipmót landsins er ekki síður verðugt við- fangsefni en fjarlægar slóðir og að þeta er gullnáma, 'sem gömlu meistararnir höfðu síður en svo þurrausið. Að mínu mati botnlaus náma, sem vekur hjá skoðandanum hinar ólíkustu kenndir, jafnt hug- lægar sem hlutlægar, skáldlegar sem fræðilegar. Sýning Torfa' kemur manni nokkuð á óvart, sakir þess hve myndir hans hafa tekið miklum breytingum, frá því að hann sýndi síðast. Að þessu sinni leitar hann meira til grárra og þokukenndra tilbrigða og ofumæms yfirgangs litbrigð- anna og nær að töfra fram alveg nýja hlið á landinu, sem ég minnist ekki að hafa séð túíkaða á þennan hátt áður í myndum íslenzkra mál- ara, þótt vissulega hafi þeir tekið rigninguna og dumbunginn fyrir. Torfí lætur veðrið vinna með sér að myndsköpun sinni í bókstaflegri merkingu, notar vindinn til að þurrka pappírinn og ómengað vatn- ið úr bergvatnsánum til að blanda litinn með. Veðrið truflar hann ekki, nema þegar hann er of hvass til að hægt sé að hemja rissblokk- ina. Þetta hafa fleiri gert, og víst er, að það má nota náttúruna á beinan hátt sem lið í myndsköpun sinni, svo sem Þjóðveijinn Mario Reis gerði um árið, er hann lát árnar, straumþunga þeirra svo og framstreymandi efriismagn skapa tilbrigði á baðmullardúka, er hann strengdi á ramma og staðsetti í vatnsföll um gjöi’vallt landið. Segja má að myndirnar á sýning- unni séu mjög misjafnar, en þegar best lætur eru þær mjög athyglis- verðar og verðmætt framlag til íslenzkra núlista. Ég segi og skrifa núlista, því að slíkar myndir eiga sér jafnt tíma í fortíðinni sem nút- ímanum. Það er einkum þegar myndefnið er meðhöndlað eins og það liggur fyrir í heild sinni, en ekki sem bein- ar staðarlýsingar, að Torfi nær langsamlega hrifmestum árangri og einkum kemur þetta fram í myndinni „Á flörukambinum. Ingj- aldssandur" (11), en einnig í mynd- um líkt og „Éjárhús. Ingjaldssand- í anddyri Norræna hússins stendur yfir sýning fjögurra nor- rænna atvinnuljósmyndara, sem hefur hlotið nafnið „Öðruvísi fjöl- skyldumyndir“. Sýningin er komin frá ljósmyndasafninu í Óðinsvéum, nánar tiltekið Klæðaverksmiðju Brandts (Brandts Klædefabrik) eins og menningarsetrið nefnist og er víða þekkt og annálað, en ekki þekki ég söguna á bak við það ennþá. Hér er ekki um að ræða fyrir- fram tilbúið þema, heldur hafa all- ir ljósmyndararnir, og hver á sinn hátt, ögrað hinni viðurkenndu ímynd um slíka tegund ljósmynda. Fyrir þeim vakir að gefa mynd- unum meira og dýpra innihald, segja einhveija sögu, um leið og myndin er tekin, og skjaifesta á þann hátt hverfult augnablikið fyr- ir eilífðina eins og það heitir. Ljósmyndararnir eru Tone Arst- ila frá Finnlandi, Jim Bengtson ur“ (12), „Þoka í Dýrafirði“ (14), „Seftjörn í Haukadal“ (19) og fleiri slíkum skynrænt máluðum mynd- um. Þá vöktu og sérstaka athygli frá Noregi, Nanna Buchert frá Danmörku og Frank Watson frá Svíþjóð. Áf myndunum að ráða má sjá, að allt eru þetta leiknir ljósmyndar- ar, sem fara sínar eigin leiðir og nálgast myndefnið af yfirvegun og alúð. Hér er það ijósið og myndbygg- ingin ásamt fijálsu hugarfluginu, sem öllu máli skiptir, enda vinna listamennimir allir í svart-hvítu og stækka myndirnar út yfir allar leik- reglur fjölskyldualbúmsins. Allir vilja þeir viðhalda hinu sérstaka andrúmi, sem er yfir fjölskyldu- myndunum, en storka þó hefðinni, svo sem verða vill, t.d. em myndir Tone Arstila með slíka skírskotun til ástarinnar og tímgunariögmáls- ins, að þær væru bannvara í flest- um fjölskyldualbúmum, þótt ekki geti þær með nokkm móti talist hneykslanlegar. Þetta eru þannig allskonar til- mína myndirnar „Mórilla í Kalda- lóni“ (3) og „Fjara við Unaðsdal" (6), sem em staðbundnar en ákaf- lega hreint og fersklega málaðar. raunir með miðilinn í anda hins innilega og nálæga, afhjúpun væntumþykjunnar til myndefnis sem miðils. Þetta mun vera hluti af stærri sýningu og virkar hún dálítið vand- ræðaleg og sundurlaus í anddyrinu, enda er alltaf mikill vandi samfara grisjun slíkra sýninga, sem þýðir að íjúfa upprunalega heildarmynd, en slíkt er iðuiega dæmt til að Það eru einmitt slíkar myndir, sem gera það að verkum, að Torfi Jónsson vinnur hér umtalsverðan listasigur. misheppnast og hefur oftar en ekki hlotið harða gagnrýni. Og þrátt fyrir að myndirnar njóti sín einhvern veginn ekki nægilega vel í anddyrinu, þá er sýningin áhugaverð og hvað sígildar fjöl- skyidumyndir snertir, þá munu vera teknar 100 milljónir af þeim í Danmörku einni á ári, en aðeins brotabrot af þeim telst hafa list- rænt innihald. • • Oðruvísu flöl- skyldumyndir Mannínn í öndvegi eftirBirgi ísl. Gunnarsson í hinni almennu stjórnmálayfir- lýsingu landsfundar Sjálfstæðis- flokksins á dögunum er vakin sér- stök athygli á því að þjóðin eigi nú um skýra kosti að velja í stjórn- málum. Annars vegar leið ríkisaf- skipta og miðstýringar. Hins vegar fijáislynda og viðsýna stefnu Sjálf- stæðisflokksins, sem byggir á trausti á fólkinu sjálfu og vilja til að auka frelsi þess og sjálfstæði til athafna í atvinnulífi og menning- arlífi. Síðan er í yfírlýsingunni rak- ið í tíu liðum sérstök áherslumál Sjálfstæðisflokksins og kveður þar vissulega við nýjan tón í íslenskum stjórnmálum. Trúin á einstaklinginn Það sem einkennir þessa stefnu er að Sjálfstæðisflokkurinn vill að nýju setja manninn í öndvegi í íslensku þjóðfélagi. Lögð er áhersla á heilbrigða samkeppni og að hver einstaklingur hafi frelsi og skilyrði til að njóta hæfileika sinna og at- orku. Andstæðingar Sjáifstæðis-' flokksins furða sig oft á því hversu ólíkir hópar myndi Sjálfstæðisflokk- inn og að þessir hópar, úr öllum stéttum og öllum landshlutum, geti unnið saman í einum stórum flokki. Víst er Sjálfstæðisflokkurinn víðfeðmur og flokksmenn hafa um margt, ólík viðhorf til ýmissa mála. Það sem sameinar hins vegar sjálf- stæðisfólk er hugsjónin um ein- staklingsfrelsið og trú flokksmanna á einstaklinginn og gildi hans. Það er mikið í tísku á vinstri væng stjórnmálanna í dag að tala um félagshyggju og ríkisstjórnin, sem nú situr, skreytir sig með þessu orði. En hvað er félagshyggja og hvernig kemur hún út í reynd? Fé- lagshyggja er auðvitað ekkert ann- að en skrautyrði yfir sósíalisma. Fráhvarf frá hefðbundnum, vest- rænum leiðum, eins og forsætisráð- herra hefur orðað það. Félags- hyggjan felur það í sér að draga úr ábyrgð einstaklingsins í þjóð- félaginu og hefta framtak hans. Að fela einhveijum ótilgreindum hópi, helst ríkinu, lausn sem flestra verkefna, hvort sem það ér í at- vinnulífinu eða á öðrum sviðum, eða m.ö.o. að varpa ábyrgð hvers borg- ara yfir á einhveija óljósa heild, einhvern hóp þar sem auðvelt er að felast í. Nú þarf að snúa við Við íslendingar höfum gengið of langt á þessari braut. Við erum að súpa seyðið af því. Það hefur því sennilega aldrei verið meiri ástæða en einmitt nú að leggja áherslu á hugsjónir sjálfstæðismanna um trúna á einstaklinginn oggildi hans. Það er vissulega kominn tími til að snúa við af braut þessarar svoköll- uðu félagshyggju. Frelsi einstakl- ingsins í þjóðfélaginu kallar jafn- framt á ábyrgð. Þessi tvö hugtök, frelsi og ábyrgð, tengjast óijúfan- legum böndum. Þegar einstakling- urinn er flæktur í net stöðugt auk- inna ríkisafskipta, net félagshyggj- unnar, þá slævist ábyrgðarkennd hans og sennilega er ábyrgðarleysið á ótal sviðum eitt alvarlegasta mein okkar í dag. Abyrgð einstaklingsins Við sjálfstæðismenn viljum setja einstaklinginn í öndvegi á ný, en krefjumst ábyrgðar hans á móti. Það þýðir auðvitað ekki að við höfn- Birgir ísl. Gunnarsson „Æ fleiri landsmenn skynja nú skipbrot fé- lagshyggj unnar en henni fylgir aukin mið- stýring, efling ríkis- valdsins og versnandi lífskjör.“ um samvinnu fijálsra einstaklinga um ýmis verkefni. Við viljum sam- vinnu stétta, kynja og byggðarlaga á fijálsum grundvelli og við viljum mannúð í þjóðfélaginu sem m.a. birtist í því að tryggja þeim sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni viðunandi lífskjör. En við skulum minnast þess að ábyrgð hvers ein- staklings verður aldrei tekin af hon- um og flutt yfir á einhveija félags- lega heild. Ábyrgð hvers manns hvílir á hans eigin samvisku og það er ekkert til sem heitir félagsleg samviska. Þessi einföldu sannindi er æ fleira fólk í þjóðfélaginu að skilja. Það kemur m.a. fram í því að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur nú mikinn byr meðal þjóðarinnar. Það örvar okkur sjálfstæðismenn vissulega til dáða og eflir baráttuhug okkar, eins og glögglega kom fram á síðasta landsfundi. Æ fleiri landsmenn skynja nú skipbrot félagshyggjunn- ar en henni fylgir aukin miðstýring, efling ríkisvaldsins og versnandi lífskjör. Fólkið í landinu er æ betur að gera sér ljósa þá staðreynd að þjóðinni hefur farnast best þegar fólkið hefur haft frelsi til athafna og ekki verið þrúgað af lamandi ríkisafskiptum. Það er því brýnt að við hrindum þessari félagshyggju af okkur. Höfunclur er einn af alþingismönnum SjálfsíæðisHokks fyrir Rcykja víkurkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.