Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 46
MOKGUN'BLAÐH) i>RIDJUDAGUU 21. OKTÓBER 1989 46 t Maðurinn minn, er látinn. CARL BILLICH, Þuríður Billich. t Móðir okkar og tengdamóðir, EVLALIA GUÐBRANDSDÓTTIR, lést 21 október. Friðgeir Olgeirsson, Ólafur Olgeirsson, Edna Falkvard, Helga JÖrundsdóttir. t Eiginmaður minn, STEFÁN G. SIGURMUNDSSON, Háaleitisbraut 109, lést á heimili sínu 22. október. Halla Steingrimsdóttir. t Systir okkar, ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR frá Kjós, andaðist í Landspítalanum 22. október. ingibjörg Jónsdóttir, Guðmundur Ágústsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, JOHN JACOP NÍELSEN, Pequannock, New Jersey, lést 16. október. Útförin hefur farið fram. Guðrún Einarsdóttir Níelsen og börn. t Móðir mín og systir okkar, INGUNN BENEDIKTSDÓTTIR, andaðist 22. október á elli- og hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn í Hornafirði. Sigtryggur Benedikts, Sigurður Benediktsson, Áslaug Benediktsdóttir. t Dóttir mín og systir okkar INGIBJÖRG GUÐRÚN HILMARSDÓTTIR fórst af slysförum 21. október. Margrét Þorláksdóttir, Haraldur Páll Hilmarsson, Þorlákur Ingi Hilmarsson, Sigurbjörg Kristín Hilmarsdóttir. t ÞÓRARINN ANDRÉSSON ' kaupmaður verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, þriðjudaginn 24. október kl. 15.00. Kristín Hinriksdóttir, Ásgeir Höskuldsson, Jóhann Þórarinsson, Andrés Þórarinsson. Minning: Stefán Magnússon Fæddur 9. ágúst 1963 Dáinn 27. september 1989 Óvænt lát Stefáns var okkur þungur harmur. Það er ekki löng ævin sem Stebbi hefur lifað, en við viljum trúa því að Stebbi frændi fylgist með okkur, þó að hann geti ekki tekið beinan þátt í gleði okkar og sorg í þessu jarðlífi. Það var oft glatt á hjalla i Álf- heimunum þar sem við frændsystk- inin lékum okkur sem krakkar í hinum ýmsu leikjum, en bílaleikur var þó ávallt í uppáhaldi. Ekki er óvanalegt að sjá börn deila í leikjum sínum en þó ótrúlegt megi virðast, sló aldrei í brýnu á milli okkar frændsystkinanna og var svo öll okkar uppvaxtar- og fullorðinsár. Stebbi var sérstakur á sinn hátt, hann var hæglátur í skapi og aldrei urðum við vör við afbrýðisemi né sjálfshól, en þijóskur gat hann ver- ið og sást það best á fallegu síðu ljósu hári sem prýddi hann frá því hann var ungur drengur. Sama hvað aðrir sögðu, hann klippti það aldrei meir en honum þótti nauðsyn til. Ungur að árum komst Stebbi yfir forláta plötuspilara og upp frá því varð ekki aftur snúið og tónlist- in átti hug hans allan og bar þar hæst tónlist Bítlanna og Rolling Stones. Ljósmyndun var einnig eitt af hans áhugamálum og mátti oft sjá Stebba með vélina á lofti og þar t Útför dóttir minnar og systur okkar, HERDÍSAR B. ÞORVALDSDÓTTUR, Barónstfg 61, sem lést þann 17. október sl. fer fram frá Fossvogskapellu mið- vikudaginn 25. október kl. 15.00. Hjördfs Oddgeirsdóttir, Gerður G. Þorvaldsdóttir, Eva G. Þorvaldsdóttir, Óskar Már Þorvaldsson. t Móðurbróðir okkar, ALBERT SIGURÐSSON, ættaður frá Kletti í Reykholtsdal, síðasttil heimilis i Furugerði 1, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 25. október kl. 15.00. Ólöf Pétursdóttir, Þórunn P. Andersson. t Ástkær eiginmaður minn, BJÖRN GUÐMUNDSSON, fyrrv. framkvæmdastjóri, Stórholti 29, sem andaðist á Reykjalundi þann 19. október, verður jarðsunginn fimmtudaginn 26. október kl. 13.30 í Fossvogskirkju. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlega láti SÍBS njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Hallgrfmsdóttir, börn og barnabörn. Bróðir okkar, t GUÐMUNDUR STEINDÓRSSON frá Teig, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu, miðvikudaginn 25. okt óber kl. 13.30. Systkinin. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓNATANSSON málarameistari, Ránargötu 20, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 25. október kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. María Júlfusdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÖNNU SIGURJÓNSDÓTTUR, Engjavegi 45, Selfossi. Ljósheima, Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Selfossi, fyrir góða umönnun. Axel Jónsson, Guðjón Axelsson, Ásdfs Ágústsdóttir, Ingigerður Axelsdóttir, Sigurjón Einarsson, Jón Axelsson, Erla Axelsdóttir, Birgir Schram, barnabörn og barnabarnabörn. sem Stebbi var barngóður mjög þá eru til margar góðar ljósmyndir af börnum í fjölskyldunni. Mestan hluta ævi sinnar starfað- ia Stebbi við glerslípun, fyrst hjá föður sínum Magnúsi B. Pálssyni og síðan hjá bróður sínum Nikulási er tók við verkstæði föður síns. Faðir Stebba var listrænn í sinni iðju og þótti Stebbi vandvirkur og góður í sínu starfi líkt og faðir hans og bróðir. En þrátt fyrir áhugamál og stóra fjölskyldu lék lífið ekki alltaf við Stebba. Frá því að hann var ungnr drengur hafa veikindi og sorgir heijað á líf hans og oft var á bratt- an að sækja. Og hingað kominn ertu loksins inn frá ysi og þysi sjálfs þín vðku og drauma. Hér gefst þó róleg gisting fyrst um sinn, þó gjaldir þú í staðinn þóknun nauma. Og þó um dymar dragi kaldan súg, og dulan svip þér virðist þöpin bera, svo langt frá gleði og sorg, er þekktir þú, þessi staður mun þér bestur vera. (Steinn Steinarr) Við sem lifðum og lékum með Stebba sjáum á bak góðum frænda og vini og trúum því að hans bíði góður staður er veiti honum frið og að hlutverki hans sé ekki lokið heldur bíði hans annað og betra. Elsku Ladda, Bói og systkini, við berum minningu Stefáns í hjarta okkar og færum samúðarkveðjur okkar. Og vertu nú sæll, það fer vel um þig nú, og vorgyðjan o’n á þig breiði og sætt er það þreyttum að sofa eins og þú með sólskin á minningu og leiði. (Þorsteinn Erlingsson) Sighvatur og Elísabet Sérfræóingar blómaskreytingum vió öll tækifæri blómaverkstæði INNA Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 Blómostofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tllefni. Gjafavörur. í%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.