Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 32
32 MOQGVtyBfyffijÐ; ÞRIÐJUDAGUfi;24r QKTQBER ,1989 Efnahagsmál Fjórföld verðbólga hér á landi miðað við OECD Töluverður árangur hefur þó náðst í baráttu við verðbólguna VERÐBÓLGA á íslandi virðist vera um það bil Qórlold miðað við verðbólgu um þessar mundir hjá OECD ríkjum. Bilið á milli íslands og OECD að þessu leyti hefur þó minnkað töluvert á siðustu árum þar sem verðbólga var að meðaltali sexfold á árun- um 1975 til 1985. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi frá Verð- bréfaviðskiptum Samvinnubank- ans þar sem meðfylgjandi tafla og línurit birtist. Þar kemur í ljós að í flestum aðildarríkjum OECD hefur verðbólgan stór- minnkað á undanförnum misser- um og árum. Um þessar mundir er verðbólgan hvergi meiri en 10-15% nema í Tyrklandi og á íslandi. í fréttabréfmu er bent á að vandi efnahagmála sé verðbólguvandi fyrst og fremst. Verðbólgan stafi af því að þjéðarútgjöldin séu meiri en þjóðartekjurnar, þjóðin eyði meiru en hún afli. Þá segir orðrétt: „Til þess að árangur náist í barátt- unni við verðbólgu er óhjákvæmi- legt að betra samræmi náist milli þjóðarútgjalda og þjóðartekna en verið hefúr hér á landi í áraraðir. Ekki þarf að hafa mörg orð um nauðsyn þess að ná verðbólgunni niður. Viðunandi stöðugleiki í verð- lagsmálum er mikilvæg forsenda framfara í atvinnumálum og þar með forsenda bættra lífskjara. Mik- il og sveiflukennd verðbólga gerir alla áætlanagerð erfiða, stuðlar að háum vöxtum og hindrar raun- hæfar úrbætur á sviði peningamála og gengismála. Þetta þýðir saman- dregið að verðbólgan dregur úr hagvexti og rýrir lífskjör.“ Greinarhöfundur télur að margt bendi til þess að nú séu forsendur til þess að fylgja eftir þeim árangri sem náðst hafi í baráttunni við verð- bólguna. Meðal annars nefnir hann þrennt til að rökstyðja þetta sjónar- mið. í fyrsta lagi sé nú betra sam- ræmi milli þjóðarútgjalda og þjóðar- tekna en verið háfi að jafnaði um Verðbólga í aðildarríkjum OECD Árshækkun, meðaltöl 1976-1985 12 mána&a breyting fram til júlí 1989 Bandaríkin 7.3 5.0 lapan 4.2 3.0 Þýskaland 3.9 3.0 Frakkland 10.1 3.5 ftalía 15.1 7.0 Bretland 10.1 8.2 Kanada 8.1 5.4 Austurríki 4.8 2.5 Belgía 6.4 3.0 Danmörk 9.2 5.0 Finnland 9.1 6.6 Grikkland 19.0 13.5 ísland 46.5 18.5 írland 12.7 3.8— Luxemborg 6.3 3.4 Holland 4.7 1.1 Noregur 8.7 4.8 Portúgal 22.9 13.3 Spánn 15.1 7.5 Svíþjóð •r 9.7 6.1 Sviss 3.5 3.0 Tyrkland 44.9 72.4 Ástralía 9.0 7.6 Nýja-Sjáland 13.0 4.4 OECD, alls 8.0 5.3 Hcimild: OECO. ingamarkaði en verið hafi í árarað- ir. Þessar forsendur hafi ekki samtímis verið fyrir hendi í tuttugu ár. VORUSYNING — Vonast er til að þátttaka sex íslenskra fyrirtækja í vörusýningu í lok september eigi eftir að skila nýjum við- skiptasámböndum. Markaðsmál Ver&bólga á fslandi og íaðildarríkjum OECD 1975-1989 H*mM: OECO Ecwwnic OuMok. júrl 1MS. langt skeið. Þetta sýni minnkandi viðskiptahalli. Áætlað sé að halli á viðskiptum við önnur lönd verði inn- an við 3% af landsframleiðslu, sem sé litlu meira en flugvélakaup Flug- leiða á árinu. í öðru lagi sé þenslan á vinnumarkaði búin. í þriðja lagi sé betra jafnvægi á lána- og pen- Vel heppnuð þátttaka á vörusýningu í Kóreu Talið að möguleikar kunni að opnast á nýjum markaði fyrir ullarvörur og sjávarafurðir ÞÁTTTAKA sex íslenskra útflutningsfyrirtækja í sýningunni Europe- an Products Show í Kóreu í lok september er talin hafa tekist mjög vel. Hugsanlegt er að þar séu nú að opnast möguleikar á nýjum markaði fyrir ísienskar sjávarafurðir og ullarvörur, að sögn Ás- björns Björnssonar, markaðsstjóra hjá Utflutningsráði íslands. Út- flutningsráð skipulagði þátttöku fyrirtækjanna sem voru Álafoss hf., Marbakki hf., Seifúr hf., SH, SÍS og Sölusamtök lagmetis. Versl- unarráð Kóreu, KOTRA, stóð að sýningunni. „Sjávarafurðafyrirtækin höfðu flest einhver viðskiptasambönd í Kóreu fyrir sýninguna og voru þau treyst og ný sambönd fengust," segir Ásbjöm. „Eiginlegur árangur sýningar sem þessarar veltur þó mest á því hvernig tekst til við úr- vinnslu þeirra sambanda sem náð- ust á sýningunni. Ástæða þess að KOTRA stendur fyrir sýningum sem þessari er sú að viðskiptajöfn- uður Kóreu er þeim yfirleitt mjög í hag og mörg lönd hafa sett inn- flutningshöft á vörur þaðan til að jafna viðskiptajöfnuðinn. Kóreu- menn hafa tvo valkosti, að draga úr útflutningi eða auka innflutning til landsins. Hafa þeir valið síðari kostinn og vinna nú að eflingu inn- flutnings." Þjóðarframleiðsla í Kóreu ertölu- vert iægri en í vestrænum ríkjum en vöxtur hennar er einn sá mesti sem þekkist í heiminum. Meðal árs- vöxtur þjóðarframleiðslu Suður- Kóreu árin 1985 til 1988 var um 14% og er svipuðum vaxtarhraða spáð á næstu árum. Þessi öri hag- vöxtur í landinu er ekki talinn eiga sér hliðstæðu og því er talið líklegt að þar myndist fýsilegir markaðs- geirar fyrir íslenskar útflutningsaf- urðir. „Mér finnst viðtökurnar sem lagmeti og íslenskar ullarvörur fengu í Kóreu einna ánægjulegast- ar. Hvað varðar frystar afurðir þá eru markaðsmöguleikar þar fyrir afurðir sem ganga illa á hefðbundn- um mörkuðum og einnig er hugsan- legt að markaður leynist þar fyrir ónýtta fiskstofna okkar,“ sagði Ásbjörn. Utflutningsráð stóð fyrir ýmsu kynningarstarfi í tengslum við sýn- inguna. Gefinn var út kynning- arbæklingur á kóresku um ísland og íslensku fyrirtækin og haldinn blaðamannafundur um Island og helstu útflutningsgreinar. Þar var sjávarútvegi gerð sérstök skil, fisk- lllnhlJltl.lf veiðastjórnun, veiðum, vinnslu, mörkuðum og tækniþekkingu. Enn- fremur var haldin móttaka fyrir núverandi og líklega viðskiptavini íslenskra fyrirtækja þar sem á boð- stólum voru íslenskar matvörur og haldin tískusýning. Sérstakir gestir þar voru aðalræðismaður Islands í Kóreu og ungfrú heimur, Linda Pétursdóttir. Linda kom einnig fram í þremur sjónvarpsþáttum, var ljósmynduð fyrir stærsta kvenna- tímarit í Kóreu og heimsótti bama- spítala þar sem hún færði forráða- mönnum spítalans og sjúklingum gjafir frá íslandi. Tölvur Póstur og sími kaup- irlBM System/88 Fyrsta vél sinnar tegundar hérlendis Afhverju erfískur svona erfíður í laginu? eftir Bjarna Sigtryggsson Þegar við vorum ung var fiskur á borðum fimm daga í viku, að minnsta kosti við sjávarsíðuna. Það sem gerði soðinn físk leiðigjarnast- an var dútlið við að pilla af honum roðið og hreinsa burt beinin. Á máli nútíma tölvumanna yrði sagt að soðin ýsa að hætti íslenskra heimila væri „neytenda-óvingjarn- leg“. Það er þetta, hvað fiskurinn er erfiður í laginu fyrir búsýslumenn (nú segir maður ekki „húsmæður") sem hefur valdið því að þessi holla sjávarafurð fer halloka sem neyslu- vara á heimilum, þótt aukið fiskát á veitingastöðum geri meira en að bæta það upp. Milljónir í markaðsátak Hlutverk markaðsmanna er í megin atriðum tvíþætt; að skynja og skilgreina þarfír og venjur neyt- enda, og að leitast við að hafa þar áhrif á. Þetta er m.a. hlutverk markaðsdeildar Samtaka breskra fiskvinnslufyrirtækia, SFIA, sem hafa ákveðið að veija jafnvirði 250 milljóna íslenskra króna til mark- aðsátaks á fiski á Bretlandseyjum. Þetta verður gert með því að beina boðum samtakanna til hinna ólíku hópa neytenda, sem flokkaðir eru eftir neysluvenjum. Auglýs- ingahríðinni verður einkum beint til ungra mæðra, sem fara h'tið á veitingastaði. 18% breskra fjölskyldna borða aldrei fisk heima fyrir, og þar sem það þykir þungur róður að reyna að breyta neysluvenjum manna á því eina og hálfa ári sem herferðin stendur yfir, þá verður áróðrinum beint til þeirra sem þegar borða fisk heima, og þeir hvattir til að borða meiri fisk. Að horfast í augu við kvöldverðinn Helsta vandamálið sem markaðs- menn bresku fiskvinnslufyrirtækj- anna snúa sér að því að leysa er það hve fiskur er óhijálegt hráefni á að líta í óunnu formi. Kaldur, blautur og slepjulegur, illa lyktandi og ekkert nema roð og bein. Þegar „Verkefni markaðs- manna er að leita sannleik- ans, en ekki að búa hann til, eins og oft er gefiðí skyn...“ maður kemur að kjötborði stórversl- ana biður maður ekkj-um belju fyr- ir tvö þúsund krónur, heldur um tiltekin, tilskorin kjötstykki. Nútíma fólk vill heldur ekki þurfa að horf- ast í augu við væntanlegan kvöld- verð sinn. í Skotlandi, þar sem fisk- ur er yfirleitt sneiddur og svo gott sem tilbúinn á pönnuna, er fisksala til neyslu í heimahúsum mun meiri en í Englandi. Og loks má geta þess að ung hjón, sem bæði vinna úti og eiga í mesta lagi eitt barn eða hund, gefa sér ekki tíma til að tilreiða hráan fisk heima fyrir. Þessi vaxandi þjóðfélagshópur borðar hins vegar gjarnan fiskrétti á veit- ingastöðum og kaupir stundum til- búna fiskrétti til að henda í ör- bylgjuofninn. Það sem bresku fiskvinnslusam- tökin erh nú að ráðast í er markaðs- átak, en ekki aðeins söluátak. Mun- urinn er fólginn í því að auk þess að hvetja fólk með auglýsingum, kynningum í verslunum og með fræðsluherferð, er líka verið að afla nánari upplýsinga um það hvað fólk vill þegar fiskur er annars vegar. Markaðssetning á fiski er-tiltölulega skammt á veg komin víða um lönd miðað við markaðssetningu búvöru. Leitarflokkar sannleikans En það er einmitt þekkingin og skilningurinn á þörfum og óskum neytenda sem eru grundvöllur þess að framleiðendur geti boðið þá vöru sem fólk vill í því formi sem það óskar eftir. Þess vegna er það verkefni mark- aðsmanna að leita sannleikans, en ekki búa hann til, eins og svo oft er gefið í skyn, þegar fjallað er um sölu- og markaðsmál. PÓSTUR- og sími hefúr gengið til samninga við IBM á Islandi og ICL í Englandi um kaup á vélbúnaði annars vegar og hug- búnaði hins vegar fyrir gagna- hólfakerfi. Vélbúnaðurinn sem um ræðir er IBM System/88 og er þessi vél fyrst sinnar tegundar hér á landi. S/88 er uppbyggð á sama hátt. og aðrar tölvur að því undanskildu að aðalvélbúnaðurinn er tvöfaldur eða paraður, sem þýðir að ef annað tækið bilar heldur hitt áfram að vinna án þess að hafa áhrif á svartíma. Ef bilunin er tímabundin er hún skráð í sérstaka skrá og einingin tekin í notkun aftur. Ef bilunin er langvarandi hefur vélin sjálfkrafa símasamband við tölvu viðgerðaþjónustu IBM í Greenford ? Englandi, þar sem bilanagreining fer fram. Greenford hefur síðan samnband við IBM á Islandi og tæknimenn IBM annast viðgerð á biluðu einunginni án þess að hafa áhrif á starfhæfu einunguna. Með þessu fyrirkomulagi þarf engar' sér- stakar ráðstafanir að gera í hug- búnaði til að ná fram hámarks rekstrarögyggi, að því er segir í frétt frá Pósti og síma. Ennfremur segir, að S/88 tölvurnar séu gerðar fyrir verkefni sem geri miklar kröf- ur um rekstraröryggi og hraða þjónustu, sem henti vel fyrir gagna- hólfa- og skeytaflutningakerfi Pósts og síma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.