Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 20
4- Maður þarf ekki að vera í jfilafötunum hjá Ljðsmyndaranum Dé Longhi djúp- steikingarpotturinn er byltingarkennd nýjung Hallandi karfa, sem snýst meOan á steikingu stendur: * jafnari steiking *notar aðeins 1,2 Itr. afolíu í stað 3ja Itr. í “venjulegum" pottum *styttri steikingartími *50% orkusparnaður Potturinn er lokaður meðan á steikingu stendur. Fitu- og kolsía tryggja hreinlæti og eyða lykt. Hægt er aO fylgjast meO steikingunni gegnum sjálf- hreinsandi glugga. Hitaval 140 -190 C. - 20 mín. tímarofi með hljóðmerki. (DeLonghi) Dé Longhi erfallegur fyrirferðarlítill ogfljótur jFamx HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 Dé Longhi Momento Combi er hvort tveggja í senn örbylgjuofn og grillofn Loksins erkominn á markaðinn oln, sem er hvort tveggja í senn, Orbylgjuotn og grilloln. Þetta er nýjung sem lengi heíur verið beðið ellir. Ofninn sameinar kosli beggja aðlerða, örbylgjanna sem varðveita besl næringargildi matarins - og grillsleik- ingarinnar, sem gefur hina eftirsóttu stökku skorpu. 7 mismunandi matreiðslumöguleykar: 1 örbylgjur 30% a!i 2 örbylglur 70% atl 3 örbylgjur 100% afl örbylgjur 30% atl 4 +grlll 1100 w örbylgjur 70% all 5 + grill 1100 w örbylgjur 100% all 6 + grlll 1100 w 7 grillelngöngu 1100w (DeLonghi) Dé Longhi Momento Combi er enginn venjulegur örbylgjuofn, heldur gjtírsam- lega nýtt tæki sem býöur tipp á mismunandi aöferöir viö nútíma matreiöslu. jFOrax HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 EINN Á BÁTI eftir dr. Gunnlaug Þórðarson Mismunandi er hve umhverfi og aðstæður vekja menn til umhugsun- ar. Sumir eru gjörsamlega sljóir fyrir því, sem gerist kringum þá. Áðrir geta tæpast hamið sig, þegar þeim ofbýður atferli annarra og láta sig hafa það, að segja það sem þeim liggur á hjarta. Það kallast á útlensku að vera „impúlsívur“. Þannig bar svo við hér um dag- inn, að leiðir okkar Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra, skárust sem oft áður. í þetta sinn gat ég ekki leynt hneykslun minni á því að hann, sem hefur verið að tala um sparnað í ríkisrekstri, skuli eiga frumkvæði að framkvæmd þeirrar fásinnu að þenja ríkisbáknið enn meira út með nýju ráðuneyti, umhverfismálaráðuneyti, sem yrði aðeins til aukinna útgjalda og einsk- is gagns. Hitt væri verst að ætla að nota þetta óstofnaða ráðuneyti til þess að geta dregið tvo þingmenn inn í ríkisstjórn, sem er þegar of fjöl- menn og nánast í blóra við lýðræðið. Viðbrögð forsætisráðherrans voru þau, að honum væri nákvæm- lega sama um skoðanir mínar, enda væri ég einn á báti með nokkrum íhaldssömum bændum, sem væru á móti umhverfismálaráðuneyti. Mér kom þessi afstaða ekki á óvart, því ég held að þeim stjórn- málamönnum fari ískyggilega fjölg- andi, sem láta sér yfirleitt skoðanir annarra í léttu rúmi liggja. Hispurs- leysi forsætisráðherrans var aftur á móti við hæfi. Hins vegar furðaði mig á því, að formaður þess flokks, sem sumir hafa talið vilja gæta hagsmuna bænda og að hafa það að megin baráttumáli, skuli telja skoðanir bænda á umhverfismálum einskis virði og kalla þ’á bændur íhaldssama, sem eru á móti stofnun nýs ráðuneytis og þeirri eyðslusemi sem af því leiðir. Varhugaverð frétt Fyrir nokkru var sagt frá því í 11 fréttum ríkisútvarps, að einn af forsvarsmönnum bænda, Björn Benediktsson í Sandhaga, hefði á aðalfundi bænda talað gegn stofnun hins fyrirhugaða umhverfismála- ráðuneytis. Og hafði hann í því sambandi vitnað í skýrslu, sem er verk 23ja manna nefndar um vist- mál (umhverfismál) og þróun, sem kölluð var til starfa af Allsheijar- þingi Sameinuðu þjóðanna 1983 vegna þess háska, sem heims- byggðinni stafar af mengun og náttúruspjöllum. Skýrslan heitir á frummálinu: „Our Common Future“. Aðalhöf- undur hennar var Gro Harlem Brundtland, þáverandi forsætisráð- herra Norðmanna, en hún var for- maður nefndarinnar. Skýrslan var gefin út 1987 á ensku og norsku. Hún skiptist í þrjá hluta og er nærri 250 blaðsíður í Skírnisbroti. Ótrúlega hljótt hefur verið um þessa gagnmerku skýrslu. Við lest- ur hennar leynir sér ekki að nefnd- in hefur unnið mikilvægt starf í þágu umhverfismála. Fréttin, um viðvaranir Björn Baldurssonar, sem studdust við umrædda skýrslu, var aðeins flutt einu sinni í ríkisútvarpinu og það aðeins undir miðnætti að því er ég best veit og vekur það grunsemdir um, að kippt hafi verið í taumana og fréttin því ekki lesin oftar. Merkileg skýrsla um umhverfismál Það væri freistandi, að taka upp nokkur atriði úr skýrslunni. Nú verða blaðagreinar að vera sem stystar og skylt að taka tillit til þess. Þó skal vikið að örfáum atrið- um. í formála segir, í lauslegri þýð- ingu: „Umhverfið (vist) er ekki til sem svið rifið úr samhengi frá mannanna verkum, metnaði og þörfum og tilraunir til þess að halda því yfirleitt einangruðu frá athöfn- um manna hafa gefið sjálfu orðinu „umhverfismál“ blæ barnaskapar hjá sumum pólitískum hópum.“ Mér kemur í hug, að með þessum orðum sé skotið á framagosa og vafasöm öfl, sem hyggjast nota orðið „umhverfisvernd" sér til pólit- ísks framdráttar. Kjarni skýrslunnar er, að „öko- logia“ og „ökonomia" verða ekki aðskilin. Hér sé um samverkandi atriði að ræða og til þess verði að taka tillit. Þannig segir á einum stað í skýrslunni: „Ríkisstjórnir og al- þjóðastofnanir hafa í vaxandi mæli áttað sig á því og viðurkennt, að ókleift er að araga skýra markalínu milli efnahagsþróunar og umhverf- ismála. Því er það alveg út í bláinn að reyna að leysa umhverfisvanda- mál nema í miklu víðara samhengi." Hvað okkur við kemur má skilja þessi orð svo, að umhverfismál verða ekki leyst án samstarfs við þá, sem þau mál snertir sérstak- lega, en það eru öðrum fremur bændur landsins. Hins vegar virðist mér, sem þeir sem standi að þess- ari aukningu ríkisbáknsins telji, að því sé stefnt til höfuðs bændum og því megi landbúnaðarsjónarmið þar hvergi nærri koma. En þetta skild- ist mér af orðum forsætisráðherr- ans. Annað meginatriði, er að undir- staða umhverfisvemdar er fræðsla um skaðsemi af ýmsum efnum og náttúruspjöllum. Á Norðurlöndum er í seinni tíð einmitt lögð áhersla á slíka fræðslu. Við lestur skýrslunnar kemur í ljós, að það að setja umhverfismálin undir einn hatt, er tímaskekkja, því þau snerta öll svið mannlegs lífs og nánast hvert einasta ráðuneyti. Eðlilegast væri að umhverfismál væru t.d. deild í landbúnaðarráðu- neytinu eða jafnvel forsætisráðu- neytinu, en það ráðuneyti er nánast nafnið eitt. Gagnslaust ráðuneyti Þá er þess að geta, að mér er kunnugt um að það er almenn skoð- un á Norðurlöndum meðal þeirra, sem hafa þekkingu á þessum mál- um, að misráðið hafi verið að stofna þar sérstök umhverfismálaráðu- neyti. Reynslan hefur nefnilega orð- ið sú, að þau hafa hlaðið utan á sig og þanist út og nánast orðið að skriffinnskuófreskju. Sem dæmi þessarar ofþenslu má geta þess, að umhverfismálaráðuneytið í Dan- mörku, sem er yngsta ráðuneytið, er orðið langstærsta ráðuneytið og tekur í símaskránni fyrir Kaup- mannahöfn meira rúm en nokkurt annað ráðuneyti eða 18 blaðsíður. Þá skal vitnað til orða Oskars Lafontaine, forsætisráðherra sam- bandsríkisins Saarland (Þýska- landi) í viðtali sem hann átti við Alþýðublaðið (2. september 1989), er hann var hér í heimsókn: „La- fontaine lagði áherslu á heildræna stefnu í umhverfismálum. Hann sagði, að það gengi ekki að um- hverfismálum væri steypt'í eitt ráð- uneyti og þar væri unnið að þeim meðan önnur ráðuneyti héldu óbreyttri stefnu.“ Þessi orð eru sér- staklega athyglisverð, því að í Saar- landi er mengun mjög alvarlegt vandamál. Að undanförnu hef ég borið fyrir- hugaða stofnun umhverfismála- ráðuneytis undir ýmsa, bæði núver- andi og fyrrv. stjórnarráðsmenn og það hefur ekki brugðist, að þeir hafa einróma talið þetta óþarfa stofnun og mikla hættu á að hún verði á skammri stund búin að hlaða utan á sig auknu bákni, en gagnsemin engin. Þannig má geta þess, að sá gam- alreyndi ráðuneytissjóri forsætis- og menntamálaráðuneytis, Birgir Thorlacíus, taldi að ef menn vildu Dr. Gunnlaugur Þórðarson „Viðbrögð forsætisráð- herrans voru þau, að honum væri nákvæm- lega sama um skoðanir mínar, enda væri ég einn á báti með nokkr- um íhaldssömum bænd- um, sem væru á móti umhverfismálaráðu- neyti.“ hagræða og fækka ráðuneytum kæmi t.d. til greina að sameina forsætisráðuneytið og utanríkis- ráðuneytið í eitt ráðuneyti. Reynsla sú, sem fengist hefði af því að verk- efni eins ráðuneytis, skiptust milli tveggja eða fleiri ráðherra hefði í sjálfu sér ekki gefið tilefni til fjölg- unar ráðuneyta. Kostir og gallar fylgdu þessu, en kostimir væru að unnt hefði verið við stjórnarmynd- anir að láta málaflokka falla til ráðherra eftir hæfni og hugðarefn- um þótt þeir tækju ekki að sér öll verkefni ráðuneytis. Einnig hefði þetta auðveldað verkaskiptingu í samsteypustjórnum, þegar gæta þurfti valdahlutfalla milli flokka. Þá taldi hann að hagfellt húsnæði, og aukin tækni myndi leiða til hrað- ari afgreiðslu og sparnaðar, en hús- næðismál Stjórnarráðs hefðu löng- um setið á hakanum og kaup gam- alla húsa vafasöm hyggindi. Hann taldi eðlilegt að fækka þingmönn- um, ráðherrum og ráðuneytum og taldi litlar líkur á að tíu eða ellefu ráðherrar kæmu sér saman um stefnu í mikilvægum málum, jafn- vel þótt þeir væru allir af sama flokki. í sambandi við umhverfismála- ráðuneytið benti Birgir Thorlacíus á, annað útþensludæmi þótt minna væri, en það væri hin fyrirhugaða umsjónarmannsstofnun með hrein- dýraveiðum og eftirliti á Austur- landi, en um það efni hefði verið lagt fram stjórnarfrumvarp á síð- asta þingi, en ekki afgreitt. Hann taldi, að sú skipan, sem verið hefði hafa gefist vel og hér væri dæmi um þarflausan kostnaðarauka. Rangar sakir í fáum orðum sagt, eru um- hverfismál ekki sama stórmál með- al okkar og með öðrum þjóðum, þar sem mengun og náttúruspjöll stefna lífi manna í háska. Svo er hitt, að íslenskir bændur hafa ekki síður skilning á þessum málum og hafa sýnt mikinn samstarfsvilja til lausn- ar málum. Þeim er fyllilega treyst- andi til þess að taka höndum saman við þá, sem vilja stöðva gróðureyð- ingu, því það er ekki síður þeirra hagur. Þess vegna ættu umhverfis- mál að vera í höndum landbúnaðar- ráðuneytisins öðrum stofnunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.