Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 33
MORGÍ’N'játAÍ)m ÞKÍÐJl-'DAGÚR Íl. ÖKTÖBER Í989 33 Vil auka veg ferðamála og náttúruverndar —segir Charles Cobb yngri, nýskipað- ur sendiherra Bandaríkjanna á Islandi Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. „ísland er tilvalið land til ferðalaga og náttúruverndar. Ég myndi telja tíma mínum á landinu vel varið ef ég gæti unnið að framgangi slíkra mála,“ sagði Charles Cobb yngri sem tekur við stöðu sendiherra Bandaríkjanna á íslandi í vikunni. Fréttaritari Morgunblaðsins átti tal við sendiherrann á heimili hans i Washington á dögunum. Morgunblaðið/Bj ami Cobb sagðist hafa rætt þessi mál við George Bush forseta sem legði mikla áherslu á náttúruverndarmál og hefði hvatt sig í þessum efnum. „Það yrði mér sönn ánægja að leggja mitt af mörkum til að auka þekkingu fólks á íslandi sem landi ferðaþjón- ustu og náttúruverndar í framtíðinni og jafnframt að gagnkvæmum heim- sóknum íbúa landanna tveggja fjölgi á komandi ámm,“ sagði sendiher- rann. Hann talar af rcynslu um þessi mál. Er hann tók við ráðherraemb- ætti í Bandaríkjastjórn valdi hann stöðu aðstoðarráðherra í ferðamálum fremur en æðra embætti í viðskipta- ráðuneytinu, er honum bauðst. Þann- ig taldi hann sig fá fleiri tækifæri til að vinna að þessum áhugamálum Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, tók fyrstu skóflustung- una að fyrstu félagslegu kaupleiguíbúðunum, sem byggðar verða frá grunni á höfuðborgarsvæðinu. íbúðirnar eru við Trönuhjalla í Hjalla- hverfi í Kópavogi. ______________t Félagslegar kaupleigu- íbúðir reistar í Kópavogi FYRSTA skóflustungan að fyrstu félagslegu kaupleiguíbúðunum, sem reistar eru á höfuðborgarsvæðinu, var tekin sl. fimmtudag. Ibúðirn- ar verða byggðar við Trönuhjalla 19-23 í Kópavogi. Byggt verður þriggja hæða IJölbýlishús með þremur stigagöngum, 24 íbúðir alls: fímmtán þriggja herbergja , þijár Qögurra herbergja og sex tveggja herbergja. Aætlað er að byggingatíminn standi í rúmt ár og fyrstu íbíðir afhendis fyrir jól 1990. Lög um kaupleiguíbúðir voru samþykkt á Alþingi í fyrra og skömmu síðar samþykkti bæjar- stjórn Kópavogs að byggja og kaupa 40 kaupleiguíbúðir, 24 fé- lagslegar og 16 almennar. Jafn- framt var úthlutað lóð undir hús- bygginguna í Hjallahverfi og í júlí sl. veitti húsnæðismálastjóm ríkis- ins lánsheimild fyrir íbúðunum. Fjármögnun félagslegu kaup- leiguíbúðanna verða á þann hátt að 85% byggingarkostnaðar fæst að láni úr byggingasjóði verka- Seyðisljörður: Ákvörðun um röð virkjana mótmælt BÆJARSTJÓRN SeyðisQarðar hefiir samþykkt að mótmæla ákvörðun um virkjanir, þar sem Fljótdalsvirkjun er látin silja á hakanum. gengist hefur síðustu áratugina.“ Tillagan, sem samþykkt var sam- hljóða, var send til Iðnaðarráðherra, Alþingismanna Austurlands og Rafmagnsveitustjóra ríkisins. manna, sem húsnæðismálastjórn hefur umsjón með, á sömu kjörum og gilda um lán til verkamannabú- staða. Afganginn, 15%, byggingar- kostnaðar leggur Kópavogskaup- staður fram. Sömu tekjumörk gilda um umsækjendur félagslegra kaup- leiguíbúða og verkamannabústaða. Fyrir umsækjendur almennra kaup- leiguíbúða gilda aftur á móti engin tekjumörk. Fjármögnun almennra kaup- leiguíbúða er með þeim hætti að byggingasjóður ríkisins greiðir 70% af byggingakostnaði auk 15% til Kópavogsbæjar og eru þau lán á sömu vaxtakjörum og almenn hús- næðislán. Bæjarsjóður leggur svo til jmu 15% sem á vantar. I báðum þessum kaupleigukerf- um er boðið upp á íbúðarkaup eða leigu á íbúð. Hafi notandi íbúðar ákveðið að kaupa hana eftir að hafa búið í henni til dæmis í fímm ár, fær hann leiguna ekki metna í kaupverð hennar og sama gildir fari hann úr íbúðinni eftir sama tíma. Hafi hinsvegar íbúinn gert samning um kaup á íbúðinni í upp- hafi og fari úr henni, þá fengi hann endurgreidda útborgun sína og allar afborganir með vöxtum og verð- bótum. sínum en í starfi þar sem hann feng- ist eingöngu við viðskiptamálin. Cobb sagðist hafa mikinn áhuga á ferða- málaráðstefnu sem ráðgerð er í Reykjavík næsta haust, að forgöngu Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Sendiherrann er nýkominn frá Japan þar sem hann ræddi m.a. um þessa fyrirhuguðu ráðstefnu við japanska áhrifamenn í ferðamálum. Hann gerði ráð fyrir að margir þeirra sem hann átti tal við myndu koma á ráð- stefnuna í Reykjavík. ' Utanríkismálanefnd öldungadeild- ar Bandaríkjaþings samþykkti þegar í stað skipun Cobbs í sendiherrastöð- una. Nefndin hafði kallað fyrir sig fjóra tilvonandi sendiherra, sem Bush hafði tilnefnt, og spurði þá hvernig þeir myndu bregðast við ýmsum málum sem á döfinni eru eða geta komið upp á næstunni. Daginn eftir var skipun Cobbs samþykkt og þykir það óvenju fljót afgreiðsla. Raunar kemur oft fyrir að nefndin tefji svo mjög skipun í sendiherrastöðu að forsetinn neyðist til að afturkalla skipunina. Forysta íslands í EFTA Það vakti nokkra athygli í nefnd- inni er Cobb benti á að Islendingar gegndu nú forystu í Fríverslunar- bandalagi Evrópu (EFTA) og út- skýrði mikilvægi þess varðandi könn- unarviðræður EFTA við Evrópu- bandalagið. Sendiherrann sagði að þetta skipti Bandaríkin að sjálfsögðu nokkru máli. Það riki sem hefði for- ystuna á hendi mótaði vafalaust að verulegu leyti sjónarmið EFTA. Charles Cobb er áhugasamur um íþróttir og hefur m.a. setið sem vara- fulltrúi í Ólympíunefnd Banda- ríkjanna. Hann var varamaður í sveit Bandaríkjamanna í 110 m grinda- hlaupi á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960. Cobb hefur verið umsvifa- mikill kaupsýslumaður, var m.a. framkvæmdastjóri fyrirtækjanna Arvida Disney og Penn Central en hið síðarnefnda veltir árlega um 180 milljörðum Bandaríkjadollara og hef- ur 40 þúsund manna starfslið. Eigin- kona sendiherrans er Sue McCourt Cobb og er hún lögfræðingur. Þau eiga fastaheimili sitt í Miami í Florida og eiga tvo syni; Christian sem er 26 ára gamlan húsameistari, og Tob- in Templeton, 25 ára háskólanema. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Baker, og Ingvi S. Ingvarsson sendiherra hugðust vera við innsetn- ingarathöfnina á mánudag. Leiðrétting ORSAKASAMHENGI brenglað- ist nokkuð í frétt Morgunblaðsins um möguiega metframleiðslu í Alverinu, en fréttin birtist síðast- liðinn föstudag. Brengl þetta gerði fréttina heldur torskilda og er hér því endurbirtur lag- færður sá kafli hennar er bren- glaðist. Einar Guðmundsson, tæknilegur framkvæmdastjóri Álversisins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að markaðsaðstæður væru góðar nú, þótt markaðurinn hefði að vísu veikzt að undanförnu og siðustu daga hefði verið nokkuð um af- pantanir. Á árinu 1988 fór mark-, aðsverð á áli yfir 2.000 dollara á tonn, en hefur á þessu ári farið niður fyrir 1.700 dollara á tonn. Eftir að fellibýlurinn Hugo olli því að stór álverksmiðja í suðurhluta Bandaríkjanna lokaðist, hefur verð- ið hækkað aftur, og er það nú vel yfir 1.800 dollarar á tonn. Innflutmngur mjólk- urvara er ólíklegur EKKI hafa borist neinar formleg- ar tilkynningar til Framleiðslu- ráðs um að mjólkurskortur sé yfir- vofandi í landinu í heild, að sögn Gísla Karlssonar, framkvæmda- stjóra Framleiðsluráðs landbúnað- arins. „Það kann að vera að eitt- hvað þurfi að miðla til á milli svæða, en það hefur þurft að gera áður, og ég sé engin teikn um að grípa þurfi til innflutnings á mjólkurvörum á næstu mánuð- um,“ sagði Gísli. Innvigtað mjólkurmagn í séptem- ber var að sögn Gísla í lakara lagi vegna óhagstæðs tíðarfars til haust- beitar. „Það kæmi mér á óvart ef magnið eykst ekki nú þegar kemur lengra fram á haustið. Það þarf að jafna mjólkurmagnið innanlands, en þegar framleiðsla og neysla haldast í hendur þarf raunverulega að nýta hvern einasta dropa. Það gerir veru- fegar kröfur til mjólkuriðnaðarins að svara þessum nýju viðhorfum, en það hefur verið stefnan undanfarin 8-10 ár að færa framleiðsluna nálægt inn- anlandsþörfum,“ sagði Gísli. „Bæjarstjórn Seyisfjarðar lýsir furðu sinni á því að Landsvirkjun sniðgangi samþykktir Alþingis, varðandi röð virkjana. Alþingi hefur ákveðið að næsta stórvirkjun verði Fljótódalsvirkjun og því hefur ekki verið breytt. Þrátt fyrir þetta hefur Lands- virkjun, sem er í meirihlutaeign ríkis og Reykjavíkurborgar, hafið undirbúning að áframhaldandi virkjunum.í miðju eldsumbrota- og jarðskjálftasvæði landsins. Bæjarstjórn mótmælir því harð- lega að ákvarðanir Alþingis íslend- inga séu hunsaður á þennan hátt. Bæjarstjómi bendir á að Reykjavík- urborg, eitt sveitarfélaga, hefur með eignaraðild sinni að Lands- virkjun náð undirtökunum í ákvarð- anatöku um virkjanir í skjóli rang- látra laga um einkarétt á vatn- snotkun til virkjana. Þá bendir Bæjarstjórn Seyðisfjarðar á að stór- felldar fjárfestingar í orku og stór- iðjumannvirkjum á SV-landi sam- fara fyrirsjáanlegum samdrætti í fiskafla landsmanna viðheldur og eykur þá byggðaröskun sem við- asindola Vent-Axiai LOFTRÆSIVIFTUR GLUGGAVIFTUR - VEGGVIFTUR BORÐVIFTUR - LOFTVIFTUR Ensk og Fiollensk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræsiviftum. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta (FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.