Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐjyDAGUR.24, OKTÓ^EIj 1989 Erfiðleikarnir eru til að sigra þá Kæri Velvakandi. Nýlega drakk ég te hjá ágætri konu í Reykjavík sem er svo sem ekkert einsdæmi. Þar sem ég sat inni í setustofunni, frekar daufur í dálkinn, kallaði hún til mín innan úr eldhúsi með sínu skilningsríka hjarta og hressilegu rödd: „Sko, erf- iðleikarnir eru til þess að sigra þá.“ En einmitt þannig svör má maður ávallt eiga von á frá henni Maddý í Ljósheimunum. Síðan þá eru alln- Bangt að loka Frímúrara- portinu Til Velvakanda. Ég vil eindregið mótmæla lokun Frímúraraportsins (áður Rauðar- árport) sem hefur verið bílastæði hverfisins Skúlagötu — Rauðarár- stígs og hefur verið það frá upp- hafi byggðar hverfisins. Mikil vandræði hafa orðið síðan planinu var lokað og íbúar hverfisins hafa neyðst til að leggja ólöglega. Reykjavíkurborg hefur útbúið stæði á leikvellinum milli Skúla- götu og Laugavegs sem er ekki góður kostur þar sem að leikvöllur- inn verður óhæfur vegna umferðar og mengunar. Ég held það sé erfitt að rétt- læta lokun Frímúraraportsins því þegar fundir eru hjá Frímúrurum þá taka þeir öll bílastæði í hverfinu en nú er íbúum í hverfinu meinað- ur aðgangur að stæðum sem þeir hafa notað frá upphafi byggðar hverfisins. Sigurður Sigurpálsson okkrir dagar að baki, en orðin sem sögð í gær. Tómleiki, eftirsjá og sorg nísta og naga samt sem áður mörg hjört- un í dag. Jafnvel á meðal manna getur verið að einsemdin sé svo mik- il að hún kvelji og tæti hjartað, smátt og smátt grimmilega niður. Þar sem ég dvel á ísafirði, þegar bréf þetta er ritað og stend hátt uppi í vestfirsku fjalli, hef ég augu min til himins. Þaðan sem hjálpin kemur, til þeirra sem sorgina bera þunga. í hugskoti mínu hljóma orð frels- arans, er hann sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu." (Matt. 28:18). Undursamleg orð sem öllum gefst kostur á að hlýða á. í veikleika okkar, því öll erum við takmörkunum og breiskleika háð, getum við minnst orða Krists, þar sem hann gefur okkur þetta guðdómlega fyrirheit: „Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni mun ég gera það.“ (Jóh. 14:14) Þessa getum vér beðið, hversu ómöguleg við finnum okkur vera, því Kristur Jesús er í heiminn kom- inn til að kalla syndara og frelsa þá og er ég ekki minnstur þeirra allra. Jesús sagði: „Sjá ég er með yður alla daga allt til enda veraldar- innar.“ (Matt. 28:18) Þar sem ég virði fyrir mér hina vestfirsku fegurð, þessi mikilfeng- legu fjöll inni í Skutulsfirði, og norð- ur yfir á Snæfjallaströnd, mikla ég Guð fyrir orðið hans. Anda og at- hafnir. Höfum það hugfast, að Kristur er starfandi hér á jörðu í dag sem og fyrir þúsund árum, og fyrir Guði eru þúsund ár sem einn dagur, og einn dagur sem þúsund ár. Kristur starfar í dag mitt í heimi gleði og sorgar. Hann hefur máttinn og vald- ið og stendur við hlið okkar, jafnvel þegar myrkrið virðist sem svartast. Það þarf því enginn að undra sig á orðunum hennar Maddýar í Ljós- heimunum, er hún sagði, að erfið- leikarnir væru til þess að sigra þá. Einar Ingi Magnússon * Orginal kölnischwasser * Stærðir: 25, 50 og 100 ml. ^iella Bankastræti 3, sími 91-13635. VETRARHJÓLBARÐAR Nýir fólksbfiahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu. Mjög lágt verð. STÆRÐIR: STÆRÐIR: 145R12 175/70R13 155R12 185/70R13 135R13 175R14 145R13 185R14 155R13 185/70R14 165R13 195/70R14 175X13 165R15 Gerið kjarakaup Sendum um allt land BARÐINN, Skútuvogi 2, Reykjavík. Simar 91-30501 og 84844. NÚ SPÖKUMVIÐ . PENINGA og sirnðum sjálf! Við eigum fyrirliggjandi flest það efni, sem til þarf þegar þið smíðið sjálf. Til dæmis efni í fataskápa, eldhús- innréttingar, húsgögn, hvers konar vegghillur o.fl. Enn- fremur loftbitaefni, viðarþiljur, límtré og spónaplötur. Þið getið fengið að sníða niður allt plötuefni í stórri sög hia °kkur Við veitum fúslega flfl ífljíflfl JJJJf 'fydt&ir *KOfýzr & vaKd'iœÁaéö'iK lUllUy KUrnm LAUGAVEGI 45 - SÍMI 11-3-88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.