Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 31
Heildarupphæð vinninga 21.10. var 5.237.373. 1 hafði 5 rétta og fær hann kr. 2.237.133. Bónusvinninginn fengu 6 og fær hver kr. 128.190. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 6.039 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 327 Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út- drátt í Sjónvarpinu. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulína 99 1002 XJöfóar til XXfólks í öllum starfsgreinum! ____________^óitGt^BL^iD ÍÞÍubjlrÓAÍÍL’R' ki.1 'dihÝjtÍBk^iM_____. ,SB ---i- - ----—-—-;-:-—---—r--------------- Vandi ferðaskrifstoíubænda er of stuttur nýtingartími AÐSÓKN hefur almennt verið góð hjá ferðaþjónustubændum á sumr- in. Hinn stutti nýtingartími er eitt af höfuðvandamálum ferðaþjónustu- bænda og eru uppi ýmsar hugmyndir um að lengja hann. Þetta kom meðal annars fram á aðalfundi Félags ferðaþjónustubænda sem haldinn var að Efstalandi í Ölfusi um síðustu helgi. Fundinn sátu um 45 manns og fluttu fjórir gestir erindi, Einar Gú- stafsson frá Flugleiðum, Valtýr Sig- urbjamason frá Byggðastofnun, Reynir Adólfsson frá Vest Norden nefndinni og Baldvin Jónsson for- maður nefndar, sem forsætisráð- herra skipaði til þess að fjajla um leiðir til að marka ímynd Islands erlendis. í máli foi-manns Félags ferðaþjón- ustubænda, Páls Richarssonar, kom fram að árið 1988 hafi verið metár hvað varðar fjölda bænda, sem stunda ferðaþjónustu. 99 aðilar aug- lýstu þjónustu í íslenskum bæklingi samtaka ferðaþjónustubænda . og hefur þeim nú fjölgað í 111. Arið 1986 gaf samgönguráðuneytið út að ferðaþjónustubændur hefðu 500 gistirúm. í apríl 1988 áætlaði skrif- stofa Ferðaþjónustu bænda að fé- lagsmenn samtakanna hefðu aðstöðu til að taka á móti 1.600 manns. „Það verður æ ljósara að þróunin er í þá átt að bændur, sem boðið hafa ferða- þjónustu í nokkur ár, stækka sína aðstöðu, og þeim fer hlutfallslega fækkandi sem bjóða þjónustu fyrir mjög fátt fólk. Arið 1988 voru ein- ungis rþír bæir, sem auglýstu að- stöðu fyrir færri en fimm manns. I dag eru gistirými ferðaþjónustu- bænda áætluð um 2.000 talsins,“ sagði Páll. I ár var bryddað upp á þeirri nýj- ung að veita viðurkenningu fyrir góða ferðaþjónustu. Sá bær, sem fyrstur hlýtur viðurkenninguna, er Syðri Hagi á Árskógsströnd. Hjónin Ármann Rögnvaldsson og Ulla Maj Röngvaldsson hafa rekið ferðaþjón- ustu á bænum um alllangt skeið og bjóða nú tvö sumarhús, heimagist- ingu og ýmsa afþreyingu. Vinna við flokkun á gistingu hjá ferðaþjónustubændum er komin nokkuð langt á veg og búið er að skoða alla bæi, sem bjóða uppbúin rúm. Einnig er búið að gera tillögu að flokkum og nú er verið að endur- skoða þá tillögu miðað við þær upp- lýsingar, sem fengust þegar bæirnir voru skoðaðir. Fjarkennsla er samvinnuverkefni Ferðaþjónustu bænda, Iðntækni- stofnunar, Bréfaskóland og Bænda- skólans á Hvanneyri. Unnið er nú að gerð námsgagna og gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja kennslu eftir áramót. Litlar breytingar urðu á stjórn félagsins. Ingi Tryggvason kom í stað Kristins Jóhannssonar. Aðrir í stjórn eru Páll Richardson formaður, Ágúst Sigurðsson, Ingibjörg Berg- þórsdóttir og Valgeir Þorvaldsson. Hulda Leiðrétting í dagskrárkynningu í Morgun- blaðinu 22. október birtist röng mynd með kynningu á upplestri á ljóðinu Hlaðguður eftir Huldu. Biðst Morgunblaðið afsökunar á þessum mistökum. Morgunblaðið/Sverrir Lækjargata ínýjum búningi Lækjargata hefur tekið stakkaskiptum eftir að grindverk var sett á umferðareyjuna og nýjum ljósastaurum og tijám komið fyrir. Grindverkið var sett upp til að beina gangandi umferð á gangbrautirnar og koma í veg fyrir umferðarslys. Félag stofiiað er gæt- ir hagsmuna barna FÉLAG, sem hefiir þann tilgang að gæta hagsmuna barna, unglinga og fjölskyldna þeirra og hlotið hefiir nafiiið „Hjálpum börnum", verður stofiiað í dag. Undirbúningur fyrir stofnun félagsins hefur verið í hönd- um fólks sem í daglegu starfi sinnir börnum og fjölskyldum þeirra. „Félagið mun vinna að öllu sem getur orðið til hagsbóta börnum, hvað varðar þroska, menntun, heil- brigði og félagslega stöðu, bæði á íslandi og í öðrum löndum. Höfuð- áhersla verður lögð á velferð og rétt barna á íslandi, en annað meg- inverkefni þess verður að stuðla að því að íslendingar taki á sig aukna ábyrgð á velferð barna í öðrum löndum,“ eins og segir í fréttatil- kynningu frá undirbúningshópi. Félagið mun sækja um aðild að alþjóðlegu samtökunum Internatio- nal Save the Children Alliance, en þau eiga rætur sínar að rekja til ársins 1919 þegar Save the Chil- dren Fund í Bretlandi og Rádda Barnen í Svíþjóð voru stofnuð. Sam- starf er þegar hafið við hliðstæð félög á Norðurlöndum, svo sem Rádda Barnen í Svíþjóð, Red Bar- net í Danmörku og Barnabati í Færeyjum. Undirbúningur fyrir stofnun fé- lagsins hefur verið í höndum fólks, sem í daglegu starfi sinnir börnum og fjölskyldum þeirra. Stefnt er að því að í félaginu og stjórn þess verði fólk sem viðast að úr sam- félaginu en ekki aðeins fagfólk um málefni barna. Að sögn Sólveigar Ásgrímsdóttur sálfræðings, sem hefur starfað að undirbúningi fyrir stofnun félagsins, hefur fagfólk séð vaxandi þörf áþví að taka upp rétt- indi bama á Islandi. Hér eru at- hvarfslítil börn, börn sem eiga ekki fjölskyldur sínar heilar að og börn sem ekki líður nógu vel af öðrum ástæðum. Á fundinum á í dag verða m.a. fluttar kveðjur frá Rauða krossinum og systursamtökum í Svíþjóð og Danmörku. Fjallað verður um að- stöðu barna á íslandi og ný stofn- skrá Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi barna verður kynnt. í stofn- skránni segir að öll börn í heiminum skuli eiga sama rétt, að öll börn skuli njóta góðra og heilsusamlegra uppvaxtarskilyrða, að öll börn skuli eiga sér nafn og þjóðerni, að öll börn skuli eiga heimili og fá saðn- ingu dag hvern, að öll sjúk og föt- luð börn skuli njóta þeirrar hjálpar sem þau þarfnast, að öll börn skuli njóta ástar og öryggis, að öll börn skuli eiga skólagöngu vísa, að öll börn eigi að njóta verndar og hjálp- ar fullorðinna, að öllum börnum beri að hlífa við erfiðisvinnu, börn- um megi ekki misþyrma og ekki megi selja þau, að öll börn eigi rétt á friði. Fundurinn verður í Borgartúni 6 og hefst kl. 20.30. Hann er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á börn- um og vilja vinna að velferð þeirra. Eggert Lárusson lgör- inn formaður HIK EGGERT Lárusson var kjörinn formaður Hins íslenska kennarafé- lags í atkvæðagreiðslu um helgina. Hann hlaut 468 atkvæði, en Gísli Ólafúr Pétursson, sein einnig var í framboði, hlaut 107 at- kvæði. 763 neyttu atkvæðisréttar síns eða 60,1%. náðu ekki kjöri eru Valgeir Kára- son, 215 atkvæði, Bjarnþór G. Kolbeins 192, Jónas Stefánsson 185, Brynjólfur Eyjólfsson 176, Kristján Elís Jónsson 155, Hrafn Arnarson 103. Einnig voru greidd atkvæði um áframhaldandi aðild að Bandalagi háskólamanna. 363 eða 51% greiddu atkvæði með áframhald- andi aðild, úrsögn vildu 280 eða 39,4%. 8,3% atkvæðaseðla voru auðir og 1,3% ógildir. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 23. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 78,00 56,00 75,39 34,157 2.575.248 Þorskur(óst) 63,00 59,00 62,76 0,652 40.887 Þorskur(smár) 45,00 45,00 45,00 0,132 5.940 Ýsa 113,00 76,00 104,98 4,700 493.430 Ýsa(ósl.) 88,00 75,00 77,00 0,488 37.577 Ýsa(smá) 29,00 29,00 29,00 0,069 1.987 Karfi 20,00 20,00 20,00 ,0,050 1.000 Ufsi 32,00 31,00 31,89 0,974 31.041 Steinbítur 60,00 40,00 48,55 1,763 85.562 Langa 47,00 47,00 47,00 1,045 49.115 Lúða 225,00 70,00 197,69 1,040 205.508 Koli 35,00 35,00 35,00 0,082 2.871 Kolaflök 110,00 110,00 110,00 0,300 33.000 Keila(óst) 20,00 20,00 20,00 0,759 15.180 Samtals 77,17 46,462 3.585.532 í dag verða meðal annars seld 35 tonn af þorski, 5 tonn af ýsu og óákveðið magn af ufsa, steinbít, löngu, lúðu og keilu úr Sig- urey BA, Ljósfara ÞH og fleiri bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 76,00 65,00 71,32 7,857 560.354 Ýsa 111,00 30,00 89,70 38,564 3.459.173 Karfi 46,00 46,00 46,00 0,146 6.716 Ufsi 40,00 20,00 38,47 22,178 853.223 Hlýri+steinb. 53,00 40,00 42,37 1,472 62.364 Lúða 225,00 190,00 209,19 0,396 82.840 Skarkoli 93,00 54,00 56,02 1,065 59.663 Skata 30,00 30,00 30,00 0,009. 270 Háfur 12,00 12,00 12,00 0,145 1.740 Lýsa 30,00 30,00 30,00 0,189 5.670 Samtals 70,24 72,986 5.126.337 Selt var meðal annars úr Arnari HU. I dag verða meðal annars seld 80 tonn af ufsa og 20 tonn af karfa úr Klakki VE. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 75,00 40,00 64,24 33,479 2.150.633 Þorskur(umál) 40,00 40,00 40,00 0,500 20.000 Ýsa 108,00 25,00 91,78 26,504 2.432.554 Karfi 40,00 27,00 34,31 0,283 9.711 Ufsi 37,00 15,00 34,32 23,419 803.736 Steinbítur 67,50 38,00 55,36 1,806 100.008 Langa 55,00 20,00 39,11 4,478 175.138 Lúða 335,00 70,00 218,46 0,663 144.840 Keila 19,50 13,00 16,85 5,623 94.773 Síld 10,16 9,00 10,05 353,690 3.555.420 Tindaskata 15,00 10,00 10,68 0,730 7.800 Kinnar 75,00 75,00 75,00 0,368 27.600 Smokkfiskur 30,00 30,00 30,00 1,000 30.000 Samtals 21,19 453,206 9.601.867 Selt var meðal annars úr Búrfelli KE, Sæmundi HF, Ólafi GK, Reyni GK og Þorsteini GK. I dag verður selt óákveðið magn úr Víkingi III. ÍS, línu- og netabátum. Eggert fékk einnig flest atkvæði í stjórnarkjöri eða 574, Elna K. Jónsdóttir fékk 461, Björn Búi Jónsson 378, Erlingur Sigurðarson 367, Ásdís Ingólfsdóttir 335, Sigríður Hannesdóttir 329 og Lov- ísa Kristjánsdóttir 299. í.varastjórn voru kjörnir Ingi Viðar Árnason með 243 atkvæðum, Gísli Ólafur Pétursson 242, Matthías Kristians- en 228, Ásrún Kristjánsdóttir 223 og Sigríður Bílddal 223. Aðrir sem atkvæði fengu en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.