Morgunblaðið - 24.10.1989, Síða 41

Morgunblaðið - 24.10.1989, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1989 41 Málmfríður Sigurðardóttir „Ég held að við séum komin að þeim tíma- punkti að við verðum að skoða framtíðar- skipulag samgöngu- mála í ljósi yfirvofandi olíukreppu eða öllu heldur í skugga hennar og reyna í tíma að skipa málum í samræmi við það.“ virðist því óhjákvæmilegt að olíuverð hækki á næstu árum og áratugum. Orkustefiia með tilliti til umhverfis Þegar við lítum á þ^ssar stað- reyndir um þverrandi olíulindir heimsins hlýtur sú hugsun að vakna, hvort við verðum ekki að breyta um lífsmáta. Við vitum öll að útblástur bifreiða veldur mengun andrúms- loftsins, ógnar heilsu fólks í þétt- býli, einkum barna, en við forðumst að hugsa um það eða taka á því. Við viljum ekki draga úr neinu serri við teljum okkur njóta í efnislegum gæðum, jafnvel þó það sé á kostnað framtíðarinnar. Því fá unglingar fjórhjól eða vélsleða í fermingargjöf og bíl í stúdentsgjöf, ef þau þá eru ekki búin að kaupa hann áður. Þessi sóun verður að taka enda, orkulindirnar sem þarf til að standa undir henni, eru á þrotum. Stjórn- völd þurfa að marka ákveðna stefnu í orkumálum, sem tekur tillit til umhverfisins, eins og Kvennalistinn gerði tillögu um á síðasta þingi. Nauðsyn er að auka fræðslu um orkumál með orkusparnað að mark- miði. í fyrstu þarf að leggja meginá- herslu á að dregið verði úr notkun olíu og annars mengandi eldsneytis, en fyrst og fremst þarf að stórauka almenningssamgöngur og hvetja fólk til þess að nota þær. Gera þarf úttekt á því hvort ekki ætti að leggja rafmagnssporbrautir í þéttbýli og jafnvel milli landshluta og sú úttekt verður að vera raunhæf að því leyti að hún meti ekki aðeins hagkvæmni í peningum heldur meti sem gjalda- hlið þau umhverfisspjöll sem fylgja ferðalögum á einkabílum. Einnig þarf að fylgjast með rannsóknum og tilraunum erlendis á nýjum sam- göngutækjum og nýjum leiðum til að virkja orku með nýju eldsneyti sem ekki hefur í för með sér meng- un eða umhverfisbreytingar. í skugga olíukreppu í málefnasamningi ríkisstjórnar- innar stendur í kafla um samgöngu- ' mál: „Unnið verði skipulega að upp- byggingu í samgöngumálum miðað við langtímaáætlanir.“ Hversu langt ná langtímaáætlanir ríkisstjórnar- innar? Taka þær mið af breytingum sem hljóta að verða í kjölfar fyrirsjá- anlegrar olíulindaþurrðar, sem hlýt- ur að leiða til orkukreppu í heimin- um? Við íslendingar hljótum að þurfa fyrr en síðar að móta okkar eigin stefnu í orkumálum með hlið- sjón af þessum þáttum, ekki síst hvað varðar samgöngumál. Ég held að við séum komin að þeim tímapunkti að við verðum að skoða framtíðarskipulag samgöngu- mála í ljósi yfirvofandi olíukreppu eða öllu heldur í skugga hennar og reyna í tíma að skipa málum í sam- ræmi við það. Það kann að liggja fyrir um nk. aldamót að við höfum hreinlega ekki efni á að kaupa olíu- vörur í þeim mæli sem nú er gert. Það liggur einnig fyrir skv. skýrslum vísindamanna að þó að nota megi aðra aflgjafa en olíu tii að knýja samgöngutæki, þá séu engar likur til að þeir verði ódýrari og að öðru leyti stórum óhagkvæmari í notkun. Það kemur að því innan tíðar að við verðum að endurskipuleggja sam- göngumáta okkar, nota almennings- farartæki í meira mæli en nú er gert og e.t.v. koma rafknúnar lestir til greina á fjölförnustu leiðunum í nágrenni höfuðborgarinnar. Þá verð- ur kannski rúm fyrir hjólreiðafólk á götunum, en nú um stundir er það fólk í lífsháska sem reynir að nota þau ódýru og einföldu samgöngu- tæki. Eftir 10 ár má búast við að þing- menn standi í þingsal á vordögum og búist til að afgreiða áætlun um samgöngumál fyrir árið 2000. Ég segi samgöngumál, en ekki vegamál því að þá vænti ég að menn verði farnir að skoða samgöngumál þjóð- arinnar í lofti, á láði og legi sem málaflokka sem eigi að samræma og beri að skoða í samhengi. Ég geri ráð fyrir að aldamótasam- gönguáætlunin beri töluvert annan svip en sú áætlun sem samþykkt var síðastliðið vor og ég geri ráð fyrir að hún beri þá nokkurn svip af breyttum aðstæðum hvað varðar orkugjafa. En það eitt er áreiðanlegt að ekki verður hún ódýrari í fram- kvæmd en sú sem nú er í gildi og síst af öllu verður hún það ef við- horf okkar til notkunar þverrandi orkulinda heimsins breytast ekki í náinni framtíð. Höfundur er þingmaður Kvennalistans í Norðurlandskjördæmi eystra. BREFA- I BINDIN | frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. ^ Múlalundur VERKTAKAR - BÆJARFÉLÖG VATNSDÆLUR MIKIÐ ÚRVAL- GOTT VERÐ ASETA HF. Ármúla 17a • Símar: 83940 - 686521 Viðskiptatækni 128 klst. Markaðstækni 60 klst. Fjármálatækni 60 klst. Sölutækni 36 klst. Hringdu í síma 62 66 55 og fáðu sendan bækling Viðskiptaskólinn Borgartúni 24, sími 6 2 6 6 5 5 VA ^iaðveravalinrutjow einBOéVoW^ & Favorit Favoriton er inníJOlsK.J ár.) til 30 man. b* •j. JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 0PIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 9-12 OG 13-18 LAUGARDAGA KL. 13-17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.