Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1989 -T— - •: ■ i ■; : • i ' 27 Grikkland: Reynt að ráða Konstant- ín Mitsotakis af dögum Mytilini. Reuter. HERMAÐUR úr gríska flughernum fórst aðfararnótt sunnudags á eynni Lesbos er hann reyndi að koma fyrir sprengju í í borgarleik- húsinu í Mytilini. Fullvíst þykir að tilræðinu hafi verið beint gegn Konstantín Mitsotakis, leiðtoga Nýja demókrataflokksins, en til stóð að hann héldi ræðu í leikhúsinu síðar á sunnudag. Lögreglan sagði að Michalis Pavlis, 33 ára gamall foringi í flug- hernum sem vann í fjarskiptadeild flughersins í Mytilini, höfuðborg Lesbos, hefði farist þegar hann reyndi að koma fyrir tímasprengju í loftræstistokk í leikhúsinu. Konstantín Mitsotakis, leiðtogi Nýja demókrataflokksins, hægri- flokks sem ásamt kommúnistum fer með völd í Grikklandi, átti að halda framboðsræðu síðar um daginn í leikhúsinu. Mitsotakis kom til eynnar Lesbos á sunnudagsmorgun og aðstoðar- menn hans sögðu að framboðs- fundur hans í leikhúsinu myndi fara fram. Mitsotakis hefur boðið sig ERLENT fram á Lesbos til næstu þingkosn- inga sem haldnar verða innan tveggja vikna. Á Lesbos hefur löng- um verið eitt styrkasta vígi vinstri- manna. í síðasta mánuði réðu vinstrisinn- aðir skæruliðar Paul Bakoyannis af dögum í Aþenu. Bakoyannis var tengdasonur Mitsotakis. Kosningar í Baden-Wiirttemberg: Repúblikanar fá allt að 9% fylgi Stutt^art. dpa. REPUBLIKANAR, flokkur þjóðernissinna í Vestur-Þýskalandi, komu á óvart og fengu töluvert fylgi í bæjar- og sveitarstjómarkosningum í Baden-Wiirttemberg-fylki á sunnudag. Kristilegir demókratar, sem höfðu áður hreinan meirihluta í fylkinu, töpuðu allt að 10% fylgi. Kosningalög í Baden-Wurttem- berg eru flókin og ekki er búist við endanlegum úrslitum í kosningun- um fyrr en síðar í vikunni. Fyrstu tölur frá Stuttgart, Mannheim, Pforzheim og Freiburg bentu til þess að Repúblikanar hefðu fengið 9% fylgi. Flokkur Kristilegra demó- krata tapaði 6-9% fylgi í þessum borgum. Græningjar og Fijálsir demókratar héldu sínu. Athygli vakti að repúblikanar unnu víða á í kjördæmum þar sem jafnaðarmenn hafa ráðið rfkjum. Er þau úrslit í samræmi við ítarlega skoðanakönnun sem jafnaðarmenn hafa nýlega gengist fyrir og sýnir að allstór hluti fylgismanna repú- blikana eru verkamenn og iðnaðar- menn sem áður studdu jafnaðar- menn. Framanaf höfðu menn geng- ið út frá því að repúbiikanar tækju nær eingöngu fylgi frá Kristilegum demókrötum. Reuter Múslimar í Frakklandi mótmæla Nokkur hundruð múslimakonur fóru í mótmælagöngu í París á sunnu- dag til að andmæla banni við því að múslimastúlkur beri blæju í skólum landsins. „Kóraninn er stjómarskrá okkar,“ hrópuðu konum- ar. Ein af þeim sagðist bera blæju af því að hún vildi ekki vekja athygli karla á sér. í síðasta mánuði rak skólastjóri í framhalds- skóla þijár stúlkur fyrir'að bera blæjur og hefur málið valdið miklum deilum síðan. Talsmenn kaþólikka, gyðinga og múslima hafa hvatt til umburðarlyndis og menntamálaráðherrann hefur lýst sig andvígan brottrekstrinum. Heímílístæki sem bíða ekki! isskápnr iwn a \ trii 111un n11« þmrkari eldavél írvslikista VJ.'P-'0 .000 Nú er ekki eftir neinu aö bíða, þú verslar í Rafbúð Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt öll heimilistækin í einu, valið sjálfur hverttæki af ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki eða hrærivél við og skipt greiðslum jafnt niður á 24 mánuði. Engin útborgun og fyrstagreiðsla eftir einn mánuð. Enginn íslenskur raftækjasali hefur boðið slík kjör - hvorki fyrr né síðar. Hafðu sam- band við Rafbúð Sambandsins strax - það er ekki eftir neinu að bíða. t ;-5". | jr: i I } i msmmmmmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.