Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 37
MORGGNBl^pip ÞRIÐJUDAGUR 24, pKTÓBER, 1989 37 Borgarstjórn Reykjavíkur: Tillögu um 4 ára áætlun í íþrótta- málum vísað frá ALFREÐ Þorsteinsson, borg-arfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði fram tillögu á borgarstjórnarfundi á fimmtudaginn, þar sem borgar- ráði var falið að gera fjögurra ára áætlun um uppbyggingu íþrótta- mannvirkja í borginni og veija til þess 200 milljónum króna á ári. Tillögunni var vísað firá og sagði Júlíus Hafetein, borgarfiilltrúi Sjálf- stæðisflokksins, að óeðlilegt væri að gera áætlun af þessu tagi þegar aðeins örfáir mánuðir væru til kosninga. Tillaga Alfreðs Þorsteinssonar var á þá leið, að borgarráð skyldi falið í samráði við íþróttahreyfing- una, að gera fjögurra ára áætlun, sem taka ætti mið af því, að Reykjavík gæti sem best sinnt skyldum sínum sem mótshaldari fyrir alþjóðlega keppni og séð íþróttafélögum og almenningi fyrir sómasamlegri aðstöðu til íþrótta- iðkana. Til þessa verkefnis ætti að veija upphæð, sem ekki væri lægri en sem næmi kostnaði við útsýnis- húsið í Öskjuhlíð, eða um 200 millj- ónum króna á ári. Júlíus Hafstein, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Námskeið í brids V í menningarmiðstöðinni Gerðubergi eru að hefjast nám- skeið í brids. Námsflokkar Rcykjavíkur og Gerðuberg standa sameiginlega að þessum námskeiðum sem verða tvö, fyrir byijendur og einnig þá sem ein- hveija undirstöðu hafa. Þröstur Ingimarsson verður kennari á báðum námskeiðunum. Námskeið fyrir byijðndur hefst miðvikudaginn 25. október klukkan 20, það mun standa yfir i 8 vikur og verður kennt á miðvikudögum. Námskeið fyrir þá sem lengra eru komnir hófst mánudaginn 23. október klukkan 20, það mun einn- ig standa yfir í 8 vikur og verða kennt á mánudögum. Kennslugjald er krónur 4.000 fyrir námskeið og hjón fá 10% af- slátt. Skráning fer fram í Gerðu- bergi. (Fréttatilkynning) íþrótta- og tómstundaráðs borgar- innar, lagði til að þessari tillögu yrði vísað frá. Taldi hann meðal annars, að ekki væri hægt að fall- ast á, að Reykjavíkurborg einni bæri skylda til að koma upp full- kominni aðstöðu fyrir alþjóðlega keppni í öllum íþróttagreinum og beni á, að það væru landssamtök í einstökum íþróttagreinum, sem væru mótshaldarar fyrir alþjóðleg mót, en ekki borgin. Júlíus sagði að lokum, að það væri óeðlilegt að gera áætlun af þessu tagi nú, þeg- ar aðeins nokkrir mánuðir væru til kosninga. Eðlilegra væri, að stjórn- málaflokkar og samtök gerðu grein fyrir stefnu sinni í þessum málum fyrir kosningarnar og málið yrði þannig lagt í dóm kjósenda. Frávísunartillagan var samþykkt með 9 atkvæðum sjálfstæðismanna gegn einu atkvæði fulltrúa Fram- sóknarflokksins. Borgarfulltrúar Alþýðufiokks, Alþýðubandalags og Kvennalista sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Grimmsævintýri í gaggó Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Bíóhöllin Treystu mér - Lean On Me Leikstjóri John G. Avildsen. Aðalleikendur Morgan Free- man, Beverly Todd, Robert Guillaume. Bandarísk. Warner Bros 1989. Við vitum hveiju við megum eiga von á ef við sjáum nafn Avildsens í leikstjórahlutverkinu. Karlinn hefur dottið niður á lífsseiga vinsældaformúlu með Rocky og Karate Kid-myndunum. Galdurinn er fólginn í að taka fýrir efni um persónur, gjarnan hornrekur, s'em eiga í baráttu við ofurefli en sigra. Avildsen hefur náð slíkum tökum á þessum myndaflokki að helst má líkja honum við áróðursmyndir stór- veldanna á tímum Kalda stríðsins! Lítilmagninn í þjóðfélaginu lendir í hverskyns mótlæti af kerfinu og ofbeldi af völdum þeirra sterkari. Hann eignast sinn foringja sem smátt og smátt vinnur á og loka- bardaginn, hvort sem hann er háður með hnefum og hnúum eða mælskuælist og skynsemi, einsog hér, fær adrenalínið til að streyma... Að þessu sinni er sögusviðið gagnfræðaskóli í fátækrahverfi í New York-fylki. Ástandið er öm- urlegt. Máttlaus skólastjóm og kennaralið fá ekki við neitt ráðið. Einkunnirnar fyrir neðan allar hellur, agaleysið algert svo þær fáu hræður sem vilja læra fá ekki til þess stundlegan frið, eiturlyfin hellast yfir unglingana. Þá er kallaður til leiks harðjaxl- inn Vitlausi-Jói (Freeman), sem getið hefur sér góðan orðstír sem tamningamaður vandræðaungl- inga. Er ekki að sökum að spyija að á einu ári kemur hinn nýi skóla- meistari röð og reglu á þessa af- skiptu unglingahjörð jafnvel þó í trássi sé við sterk öfl í bæjarfélag- inu. Myndin. er fyrst og fremst geysilegur leiksigur Morgans Freemans, það hreinlega sópar að þessum skarpleita, tjáning- arríka blökkumanni, sem hefur einhveija bestu framsögn, róm og raddbeitingu í kvikmyndum í dag. Þá er handritið, sem byggt er á sönnum atburðum, með ólíkindum safaríkt, smellið og vitsmunaiegt - lengst af - í mynd sem maður áleit færibandaframleiðslu að óséðu. Vissulega bregður fyrir væmni og óskammfeilnum undir- strikunum hjá leikstjóranum, hvað sem því líður er heildar- myndin spennandi, vel skrifuð og leikin ágætis afþreyingarmynd sem slagar hátt uppí hinn eftir- minnilega forvera sinn Stand And Deliver. Hamslaus hrekkjavaka Laugarásbíó: Halloween 4 Aðalleikendur Donald Pleasen- ce, Ellie Cornell. Bandarísk. Gerð 1989. Enn er ein subbulegasta sögu- hetja hryilingsmyndanna, Mik- kjáll Myer, komin fram á sjónar- sviðið, í þeim einfalda tilgangi að útvega framleiðendum sínum nokkra milljónatugi á svosem tveim, þrem helgum í hita sumars- ins í Vesturheimi. Og það hefur tekist hingað til. Annars er fátt um þennan samsetning að segja, hann er ótrúlega smekklaus og lágkúrulegur. Efnistökin lítið skárri, höfuðpaurinn kemur meira að segja tæpast við sögu lungann úr myndinni. Hér er fátt kunnra nafna utan Pleasence gamla, sem fyrir langt löngu er búinn að fyrir- gera heiðri sínum í myndum sem þessari. Aðeins fyrir þá sem hafa ánægju af að láta kvelja sig á útsöluverði. <$► 15% afsláttur í tilefni 150 ára afmælis Ijósmyndarinnar ♦ Opiö á laugardögum Kynningar- átak um rún- ingu og með- ferð ullar STARFSHÓPUR, sem skipaður var að frumkvæði Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins snemma á þessu ári til að vinna að úrbótum í ullarmálum, mun beita sér fyr- ir sérstöku kynningarátaki þar sem áhersla verður lögð á haustrúning og bætta meðferð ullar dagana 30. október til 2. nóvember næstkomandi. Kynningar ullarhópsins fara fram með þeim hætti að nokkur hópur fjár verður rúinn, ullin verð- ur skoðuð og metin og leiðbeint verður um vinnubrögð við frágang hennar. Þá verða fijálsar umræður um ullarmálin í lok hverrar kynn- ingar. Auk fulltrúa úr ullarhópnum taka tveir erlendir ullarsérfræðing- ar og einn erlendur ullarkaup- maður þátt í leiðbeiningunum. Kynningarnar verða haldnar á Hrafnkelsstöðum í Hrunamanna- hreppi, Hesti í Borgarfirði, Sam- komugerði I í Eyjafirði og Skriðuk- laustri í Fljótsdal. '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.