Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 23
23 TR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1989 {>( i tiUHÓTItO U fíTl /(! ir>{Rtl <{{({/,ffii/lITOHOM Ljósmynd/G. Róbert Ágústsson Ómar Valdimarsson ræðir við Guðmund J. Guðmundsson. Ný viðtalsbók; Nýjar upplýsingar um Tónabíósfiindinn VÆNTANLEG er á jólabókamarkaðinn viðtalsbók Ómars Valdimars- sonar blaðamanns, „Jakinn - þættir úr baráttusögu Guðmundar J. Guðmundssonar." í bókinni segir Guðmundur margt frá kynnum sínum af íslenzkum stjórnmálum, meðal annars af innanbúðarmálum í Sósíalistaílokknum og Alþýðubandalaginu. Vaka-Helgafell gefúr bókina út. Guðmundur segir til dæmis frá undirbúningi frægs fundar árið 1966, Tónabíósfundarins svokall- aða. Þar voru valdir frambjóðendur á framboðslista Alþýðubandalags- ins til þingkosninga 1967. Alþýðu- bandalagið var þá enn kosninga- bandalag vinstrimanna, en ekki formlega orðið að stjórnmálaflokki. Guðmundur var í uppstillingamefnd fyrir fundinn og vildi að Magnús Kjartansson, sem síðar varð ráð- herra, yrði efstur á framboðslistan- um, Jón Baldvin Hannibalsson í öðru sæti sem fulltrúi Hannibalista og Eðvarð'Sigurðsson í þriðja sæti. Guðmundur segir frá því að meðal sósíalistafélagsmanna hafi verið mikil andstaða við Jón Baldvin, sem ekki hafi verið nógu gott. Hannibal Valdimarsson faðir hans hafi þá ætlað í framboð á Vestfjörðum og beint hafi legið við að taka soninn inn í annað sætið í Reykjavík til að halda sáttum við Hannibalista. Ekkert hafí gengið að ná sam- komulagi í kjörnefndinni og því hafi verið stofnuð undirnefnd, sem í hafi setið Guðmundur J., Guð- mundur Vigfússon borgarfulltrúi og Karl Guðjónsson úr Vestmanna- eyjum. Nefndin hafi haldið á fund austur í Ölfusborgir með nesti til heils dags, en fundurinn orðið enda- sleppur og lokið eftir tólf mínútur, en ekki tólf tíma. Guðmundur J. segir Karl hafa komið sér gersam- lega á óvart með því að heimta að Guðmundur Vigfússon færi í efsta sæti listans í stað Magnúsar Kjárt- anssonar. Það hafi verið að ráði andstæðinga Magnúsar og Einars Olgeirssonar, bæði í Sósíalistaarmi Alþýðubandalagsins og meðal Hannibalista, að nafn Guðmundar hafi orðið ofan á. Guðmundur hafi hins vegar ekki gefið kost á sér lengur er hann hafi fundið að það væri engin lausn á ágreiningnum í Alþýðubandalaginu. Guðmundur segir frá því að þeg- ar ekki hafi náðst samkomulag um Magnús Kjartansson hafi sósíalistar snúizt gegn Jóni Baldvini. Allt hafi farið í háaloft í kjörnefndinni og allir sagt sig úr henni nema hann sjálfur, Ingi R. Helgason og Guð- mundur Jónsson. Þeir hafi gert til- lögu um Magnús Kjartansson, Eð- varð Sigurðsson og Jón Snorra Þorleifsson í þijú efstu sætin, Inga R. í fjórða sætið, Siguijóni Þor- bergssyni í fimmta sætið og Öddu Báru Sigfúsdóttur í það sjötta. Þetta hafi verið nokkuð einlitur hópur úr Sósíalistaflokknum, en allar sættir hafi verið roknar út í veður og vind. Um þetta hafi Tónabíósfundur- inn síðan verið haldinn. Tillaga þeirra þremenninganna hafi verið samþykkt með miklum atkvæða- mun, en menn Hannibals orðið ævareiðir og Hannibal látið svo um mælt að nú væri Alþýðubandalagið dautt. Lyktir málsins hafi svo orðið þær að Hannibal hefði sjálfur farið í framboð á sérlista í Reykjavík, sem vann kosningasigur á meðan Al- þýðubandalagið tapaði fylgi. Þessi bardagi hafi haft örlagaríkar afleið- ingar. Lækkun á frumgreiðslum til sauðfiárbænda: Kemur sér mjög illa fyrir bændur - segir Jóhannes Krisljánsson, for- maður Landssamtaka sauðflárbænda „ALLIR sauðfjárbamdur miða skuldbindingar sínar við lögbundna greiðsludaga fyrir sauðljárinnlegg, og því kemur sá dráttur sem verður á greiðslum samkvæmt þessari ákvörðun sér rnjög illa fyrir bændur," sagði Jóhannes Kristjánsson, formaður Landssamtaka sauð- Qárbænda, um þá ákvörðun Framleiðsluráðs landbúnaðarins að frum- greiðslur til bænda fyrir sauð^árinnlegg verði 45% af grundvallar- verði í stað 75% áður. „Þau ákvæði búvörulaganna sem áttu að koma bændum best hafa aldrei staðist, en skerðingarákvæð- um þeirra hefur hins vegar verið fylgt án allra undanbragða. Þegar menn játuðust undir þessa fram- leiðslustýringu á sínum tíma var það haft hátt á lofti að bændur fengju öruggar greiðslur eigi síðar en 15. október og 15. desember, en það hefur alls ekki orðið raunin. Þessar dagsetningar á almanakinu virðast alltaf koma mönnum jafn mikið á óvart, og aldrei er farið að leysa þessi mál fyrr en dagurinn er upp runninn,“ sagði Jóhannes. Enn sem fyrr reynist Kjörbókin eigendum sínum hinn mesti kjörgripur. Grunnvextir eru 20,5%, fyrra vaxtaþrepið gefur 21,9% og það síðara 22,5%. Ársávöxtunin er því allt að 23,8%. Jafnframt er gerður samanburður við ávöxtun bundinna verðtryggðra reikninga á 6 mánaða fresti. Sá hluti innstæðu sem staðið hefur óhreyfður allt tímabilið fær sérstaka verðtryggingaruppbót, reynist ávöxtun bundnu reikninganna hærri. Par að auki er innstæða Kjörbókar algjörlega óbundin. Pessar fréttir gleðja áreiðanlega eigendur þeirra 70 þúsund Kjörbóka sem nú ávaxta sparifé í Landsbankanum. Þær eru einnig gleðiefni fyrir þá fjölmörgu sem þessa dagana huga að því hvar og hvernig best sé að ráðstafa sparifé sínu. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.