Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1989 ^pll LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA 43 . IÐNÞING ÍSLENDINGA 'V ÍSLENSKUR IÐNAÐUR ÍSLENSK FRAMTÍÐ D A G S K R Á FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER: Kl. 10.30: Setning lónþings í Súlnasnl Hútel sögu, Reykjavik: Ræða forseta Landssambands iðnaðarmanna, Haralds Sumarliðasonar. Ræða iðnðarráðherra, Jóns Sigurðssonar. Gestafyrirlestur: Laue Traberg Smidt, þingmaður í danska þinginu og fram- kvæmdastjóri danska handiðnaðarsambandsins (Haandværksraadet): Áætlun dönsku ríkisstjórnarinnar um aðlögun að innri markaði Evrópubanda- lagsins og undirbúningur samtaka atvinnulífsins. Kl. 12.00: Hádegisverður í boði Landssambands iðnaðarmanna. Kl. 13.30: ÞINGSTÖRF. Kl. 15.45: Ný framhaldsskólalög, breyting á iðnfræðslu. Erindi Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra. Fyrirspurnir og umræður. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER (Átthagasalur): Kl. 9.00: Íslenskur iðnaóur - Íslensk tramtið 1. Ávarp: Haraldur Sumarliðason, forseti Landssambands iðnaðarmanna. 2. Þréun iénaéar i þjóéhagslegu samhengi, staéa og framtíéar- horfur. Erindi: Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur Landssambands iðnaðarmanna. t 3. Erlend þréun - breyting é samkeppnisskilyréum: Erindi: Ingjaldur Hannibalsson, framkv.stj. Útflutningsráðs íslands. 4. Er nauésyn é nýrri stefnu í efnahags- og atvinnumélum á islandi? Erindi: Dr. Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri. 5. Nauésyn aégeréa i fyrirtaekjum og iéngreinum - hagræðing, vöruþróun, markaðsmál, samstarf og samruni. Erindi: Ingvar Kristinsson, deildarstj. Iðntæknistofnunar. íslands. Kl. 12.00: Hédegisveréarhlé Kl. 13.30: 6. Hvaé er aé gerast í einstökum iéngreinum og fyrirtækjum? - Framtiéarsýn. Stutt innlegg: - Byggingar- og verktakaiðnaður; Gunnar S. Björnsson, húsasmíðam. - Málmiðnaður; Gylfi Aðalsteinsson, hagfræðingur. - Húsgagna- og tréiðnaður. Tómas Sigurbjörnsson, framleiðslustjóri KS. - Rafiðnaður; Agúst Einarsson, rafverktaki. - Matvælaiðnaður; Haraldur Friðriksson, bakarameistari. - Aðrar iðngreinar; Arnfríður ísaksdóttir, hárgreiðslumeistari. Almennar umræéur - ólyktun. Kl. 17.00: Siédegisboé iénaéarrééherra. LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER: Kl. 9.30: Þingstörf. Kl. 12.00: Hédegisveréarhlé. Kl. 13.30: Þingstörf. Umræður og afgreiðsla mála. Kosning forseta, varaforseta og framkvæmdastjórnar. Önnur mál. 15.00: Þingslit. 19.00 Lokahéf i Átthagasal Hétel sögu. Kl. Kl. Gögn hafa þegar verið send til kjörinna þingfulltrúa. Félagsmönnum í Landssambandi iðnaðarmanna og öðrum áhugasömum um iðnaðarmál er velkomið að sitja þingið, enda tilkynni þeir þátttöku til skrifstofu Landssambandsins eigi síðar en miðvikudaginn 25. október. Meðan á þinginu stendur verður skipulögð sérstök dagskrá fyrir maka Iðnþingsfulltrúa. GUNNAR S. BJÓRNSSON, HÚSASMIÐAMEISTARI GUÐLAUGUR STEFANSSON. LANDSSAMB. IÐNAOARM HARALDUR SUMARLIÐASON, LANDSSAMB. IÐNAÐARM. 4M ■ LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Samgöngu- mál í nýju ljósi eftir Málmfríði Sigurðardóttur Þótt vegakerfið hafi tekið stór- felldum breytingum til batnaðar hin síðari ár skortir enn nokkuð á að það sé komið í það horf sem hægt er að sætta sig við. Því kalla lands- menn ákaft eftir aukinni uppbygg- ingu veganna, betri tengingu byggð- arlaga og bundnu slitlagi sem víðast. Árið 1981 var lögð fram á Al- þingi vegáætlun til næstu 12 ára sem endurskoðuð skyldi á fjögurra ára fresti. Síðan hefur verið stuðst við þessa áætlun í meginatriðum við uppbyggingu vegakerfisins og Vegagerð ríkisins verið séð fyrir mörkuðum tekjustofnum til fram- kvæmdanna. Bifreiðaeigendur borga Uppbygging vegakerfisins er að mestu fjármögnuð með skattlagn- ingu á bifreiðaeigendur. Framtíðar- og framkvæmdaáætlanir Vegagerð- ar ríkisins byggjast á því að sá lög- boðni tekjustofn skili sér og eflaust létu bifreiðaeigendur sér lynda þessa skattlagningu ef þeir mættu þá treysta því að fénu væri eingöngu varið til þeirra mála. En á síðast- liðnu vori ákvað ríkisstjórnin að 682 millj. af lögbundnum tekjum Vega- gerðarinnar yrði varið til annarra mála. Jafnframt þessu var bensín- gjaldið hækkað til að mæta þessu tekjutapi og áætlanir eru um að enn muni það hækka. Þarna máttu bif- reiðaeigendur horfa á eftir næstum 700 millj. beint í ríkishítina og fengu að auki fyrirheit um að enn yrði seilst dýpra í vasa þeirra eftir aukn- um íjármunum. Þetta er eitt af fjölmörgum dæm- um um ósvífna skattlagningu ríkis- stjómarinnar. Fyrirtæki og stofnanir. Hjá RV fáið þið fjölbreytt úrval af einnota glösum, diskum, hnífapörum o. fl. fyrir mötuneytið og kaffi- stofuna. REKSTRARVÖRUR Draghálsi 14-16 • 110 Rvík • Símar: 31956 - 685554 Engin orð voru höfð um að skila þessu fé á næsta ári eða árum né heldur höfð orð um að ekki yrði aft- ur sótt á þessi mið. Reyndar blasir við nú á haustdögum að varla verð- ur litið svo á að tekjur VR séu frið- helgar í framtíðinni. Vegáætlun sú, sem lögð var fram síðastliðið vor, er að ýmsu frábrugð- in því sem áður var. Til dæmis hefur þar verið tekinn upp liðurinn Stór- verkefni, en undir hann heyra fram- kvæmdir svo sem brýr yfir firði, jarð- göng og ýmis umferðarmannvirki á höfuðborgarsvæðinu. Vegna fjölg- unar bifreiða á síðustu árum ríkir þar víða algert öngþveiti nú sem full þörf er að taka á, þar sem einn- ig er gengið út frá að umferðar- þungi aukist enn á næstu árum. Úrlausnir á umferðarvanda höfuð- borgarsvæðisins eru mjög kostnað- arsamar og geta aldrei orðið annað, ekki síst ef gengið er út frá að bif- reiðafjöldi aukist enn frá sem nú er. Framtíðaráætlanir Vegagerðar- innar hvað varðar fjáröflun byggjast að hluta til á því að bifreiðum fjölgi og tekjur hennar hækki af þeim sökum. En er þetta það sem viljum? Er rétt að byggja áætlanir á að svo muni verða þegar framtíðarspár vísindamanna gefa allt annað til kynna? Sá tími kann að vera skemmra undan en nokkrum hefur dottið í hug að hinn almenni borg- ari hafi ekki efni á að eiga og reka bifreið. Eldsneytisspá til 2015 í riti orkuspárnefndar, Eldsneyt- isspá 1988—2015, kemur fram hvað íslendingar nota af orkugjofum úr auðlindum jarðar, sem ekki eru end- urnýtanlegar, kolum, olíu og gasi. Einungis er þar spáð fyrir um orku- notkun til ársins 2015. Af þessum orkugjöfum er olían langmikilvæg- ust, en bæði fiskveiðar íslendinga og samgöngur byggjast á olíunotk- un. Fram kemur að olíunotkun íslenskra fiskiskipa var árið 1987 206 þús. tonn, en að vísu er gert ráð fyrir að hún minnki lítillega til ársins 2015. Bifreiðar eyddu á árinu 1987 177 þús. tonnum af olíu og gert er ráð fyrir að árið 2015 muni þær eyða jafngildi 226 þús. tonna. Olíunotkun til annarrar starfsemi, svo sem á flugvélar og flutninga- skip, til iðnaðar og húshitunar er einnig töluverð. Heildarolíunotkun árið 1987 var 491 þús. tonn og er gert ráð fyrir að hún muni aukast um 7% á þessu árabili til 2015. I hinni íslensku eldsneytisspá er gert ráð fyrir að olíuverð fari hækk- ■andi og verði í lok spátímans svipað og það var hæst í byijun 9. áratugar- ins eða jafnvel hærra. Um olíuverð er þó erfitt að spá. Það er háð fram- boði og eftirspurn og einnig kostn- aði við vinnslu. Olía er þverrandi auðlind og þegar er búið að vinna þær lindir sem auðunnastar eru. Olíuverð er háð stjórnmálaástandi í þeim löndum þar sem olía finnst og meiri hluti þeirrar olíu sem talin er vera eftir í heiminum er í Mið- Austurlöndum og svokölluðum kommúnistaríkjum og löndum Suð- ■ ur-Ameríku. Þegar á heildina er litið ARSHATIÐ Hin óviðjafnanlega árshátíð félagsins verður haldin í AKOGES, Sigtúni 3, laugardaginn 28. október. Miðasala og borðapantanir verða fimmtudaginn 26. októberfrá kl. 17.00-19.00 á sama stað. Látum okkur ekki vanta! Stjórnin. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.