Morgunblaðið - 24.10.1989, Page 40

Morgunblaðið - 24.10.1989, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1989 ^pll LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA 43 . IÐNÞING ÍSLENDINGA 'V ÍSLENSKUR IÐNAÐUR ÍSLENSK FRAMTÍÐ D A G S K R Á FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER: Kl. 10.30: Setning lónþings í Súlnasnl Hútel sögu, Reykjavik: Ræða forseta Landssambands iðnaðarmanna, Haralds Sumarliðasonar. Ræða iðnðarráðherra, Jóns Sigurðssonar. Gestafyrirlestur: Laue Traberg Smidt, þingmaður í danska þinginu og fram- kvæmdastjóri danska handiðnaðarsambandsins (Haandværksraadet): Áætlun dönsku ríkisstjórnarinnar um aðlögun að innri markaði Evrópubanda- lagsins og undirbúningur samtaka atvinnulífsins. Kl. 12.00: Hádegisverður í boði Landssambands iðnaðarmanna. Kl. 13.30: ÞINGSTÖRF. Kl. 15.45: Ný framhaldsskólalög, breyting á iðnfræðslu. Erindi Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra. Fyrirspurnir og umræður. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER (Átthagasalur): Kl. 9.00: Íslenskur iðnaóur - Íslensk tramtið 1. Ávarp: Haraldur Sumarliðason, forseti Landssambands iðnaðarmanna. 2. Þréun iénaéar i þjóéhagslegu samhengi, staéa og framtíéar- horfur. Erindi: Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur Landssambands iðnaðarmanna. t 3. Erlend þréun - breyting é samkeppnisskilyréum: Erindi: Ingjaldur Hannibalsson, framkv.stj. Útflutningsráðs íslands. 4. Er nauésyn é nýrri stefnu í efnahags- og atvinnumélum á islandi? Erindi: Dr. Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri. 5. Nauésyn aégeréa i fyrirtaekjum og iéngreinum - hagræðing, vöruþróun, markaðsmál, samstarf og samruni. Erindi: Ingvar Kristinsson, deildarstj. Iðntæknistofnunar. íslands. Kl. 12.00: Hédegisveréarhlé Kl. 13.30: 6. Hvaé er aé gerast í einstökum iéngreinum og fyrirtækjum? - Framtiéarsýn. Stutt innlegg: - Byggingar- og verktakaiðnaður; Gunnar S. Björnsson, húsasmíðam. - Málmiðnaður; Gylfi Aðalsteinsson, hagfræðingur. - Húsgagna- og tréiðnaður. Tómas Sigurbjörnsson, framleiðslustjóri KS. - Rafiðnaður; Agúst Einarsson, rafverktaki. - Matvælaiðnaður; Haraldur Friðriksson, bakarameistari. - Aðrar iðngreinar; Arnfríður ísaksdóttir, hárgreiðslumeistari. Almennar umræéur - ólyktun. Kl. 17.00: Siédegisboé iénaéarrééherra. LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER: Kl. 9.30: Þingstörf. Kl. 12.00: Hédegisveréarhlé. Kl. 13.30: Þingstörf. Umræður og afgreiðsla mála. Kosning forseta, varaforseta og framkvæmdastjórnar. Önnur mál. 15.00: Þingslit. 19.00 Lokahéf i Átthagasal Hétel sögu. Kl. Kl. Gögn hafa þegar verið send til kjörinna þingfulltrúa. Félagsmönnum í Landssambandi iðnaðarmanna og öðrum áhugasömum um iðnaðarmál er velkomið að sitja þingið, enda tilkynni þeir þátttöku til skrifstofu Landssambandsins eigi síðar en miðvikudaginn 25. október. Meðan á þinginu stendur verður skipulögð sérstök dagskrá fyrir maka Iðnþingsfulltrúa. GUNNAR S. BJÓRNSSON, HÚSASMIÐAMEISTARI GUÐLAUGUR STEFANSSON. LANDSSAMB. IÐNAOARM HARALDUR SUMARLIÐASON, LANDSSAMB. IÐNAÐARM. 4M ■ LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Samgöngu- mál í nýju ljósi eftir Málmfríði Sigurðardóttur Þótt vegakerfið hafi tekið stór- felldum breytingum til batnaðar hin síðari ár skortir enn nokkuð á að það sé komið í það horf sem hægt er að sætta sig við. Því kalla lands- menn ákaft eftir aukinni uppbygg- ingu veganna, betri tengingu byggð- arlaga og bundnu slitlagi sem víðast. Árið 1981 var lögð fram á Al- þingi vegáætlun til næstu 12 ára sem endurskoðuð skyldi á fjögurra ára fresti. Síðan hefur verið stuðst við þessa áætlun í meginatriðum við uppbyggingu vegakerfisins og Vegagerð ríkisins verið séð fyrir mörkuðum tekjustofnum til fram- kvæmdanna. Bifreiðaeigendur borga Uppbygging vegakerfisins er að mestu fjármögnuð með skattlagn- ingu á bifreiðaeigendur. Framtíðar- og framkvæmdaáætlanir Vegagerð- ar ríkisins byggjast á því að sá lög- boðni tekjustofn skili sér og eflaust létu bifreiðaeigendur sér lynda þessa skattlagningu ef þeir mættu þá treysta því að fénu væri eingöngu varið til þeirra mála. En á síðast- liðnu vori ákvað ríkisstjórnin að 682 millj. af lögbundnum tekjum Vega- gerðarinnar yrði varið til annarra mála. Jafnframt þessu var bensín- gjaldið hækkað til að mæta þessu tekjutapi og áætlanir eru um að enn muni það hækka. Þarna máttu bif- reiðaeigendur horfa á eftir næstum 700 millj. beint í ríkishítina og fengu að auki fyrirheit um að enn yrði seilst dýpra í vasa þeirra eftir aukn- um íjármunum. Þetta er eitt af fjölmörgum dæm- um um ósvífna skattlagningu ríkis- stjómarinnar. Fyrirtæki og stofnanir. Hjá RV fáið þið fjölbreytt úrval af einnota glösum, diskum, hnífapörum o. fl. fyrir mötuneytið og kaffi- stofuna. REKSTRARVÖRUR Draghálsi 14-16 • 110 Rvík • Símar: 31956 - 685554 Engin orð voru höfð um að skila þessu fé á næsta ári eða árum né heldur höfð orð um að ekki yrði aft- ur sótt á þessi mið. Reyndar blasir við nú á haustdögum að varla verð- ur litið svo á að tekjur VR séu frið- helgar í framtíðinni. Vegáætlun sú, sem lögð var fram síðastliðið vor, er að ýmsu frábrugð- in því sem áður var. Til dæmis hefur þar verið tekinn upp liðurinn Stór- verkefni, en undir hann heyra fram- kvæmdir svo sem brýr yfir firði, jarð- göng og ýmis umferðarmannvirki á höfuðborgarsvæðinu. Vegna fjölg- unar bifreiða á síðustu árum ríkir þar víða algert öngþveiti nú sem full þörf er að taka á, þar sem einn- ig er gengið út frá að umferðar- þungi aukist enn á næstu árum. Úrlausnir á umferðarvanda höfuð- borgarsvæðisins eru mjög kostnað- arsamar og geta aldrei orðið annað, ekki síst ef gengið er út frá að bif- reiðafjöldi aukist enn frá sem nú er. Framtíðaráætlanir Vegagerðar- innar hvað varðar fjáröflun byggjast að hluta til á því að bifreiðum fjölgi og tekjur hennar hækki af þeim sökum. En er þetta það sem viljum? Er rétt að byggja áætlanir á að svo muni verða þegar framtíðarspár vísindamanna gefa allt annað til kynna? Sá tími kann að vera skemmra undan en nokkrum hefur dottið í hug að hinn almenni borg- ari hafi ekki efni á að eiga og reka bifreið. Eldsneytisspá til 2015 í riti orkuspárnefndar, Eldsneyt- isspá 1988—2015, kemur fram hvað íslendingar nota af orkugjofum úr auðlindum jarðar, sem ekki eru end- urnýtanlegar, kolum, olíu og gasi. Einungis er þar spáð fyrir um orku- notkun til ársins 2015. Af þessum orkugjöfum er olían langmikilvæg- ust, en bæði fiskveiðar íslendinga og samgöngur byggjast á olíunotk- un. Fram kemur að olíunotkun íslenskra fiskiskipa var árið 1987 206 þús. tonn, en að vísu er gert ráð fyrir að hún minnki lítillega til ársins 2015. Bifreiðar eyddu á árinu 1987 177 þús. tonnum af olíu og gert er ráð fyrir að árið 2015 muni þær eyða jafngildi 226 þús. tonna. Olíunotkun til annarrar starfsemi, svo sem á flugvélar og flutninga- skip, til iðnaðar og húshitunar er einnig töluverð. Heildarolíunotkun árið 1987 var 491 þús. tonn og er gert ráð fyrir að hún muni aukast um 7% á þessu árabili til 2015. I hinni íslensku eldsneytisspá er gert ráð fyrir að olíuverð fari hækk- ■andi og verði í lok spátímans svipað og það var hæst í byijun 9. áratugar- ins eða jafnvel hærra. Um olíuverð er þó erfitt að spá. Það er háð fram- boði og eftirspurn og einnig kostn- aði við vinnslu. Olía er þverrandi auðlind og þegar er búið að vinna þær lindir sem auðunnastar eru. Olíuverð er háð stjórnmálaástandi í þeim löndum þar sem olía finnst og meiri hluti þeirrar olíu sem talin er vera eftir í heiminum er í Mið- Austurlöndum og svokölluðum kommúnistaríkjum og löndum Suð- ■ ur-Ameríku. Þegar á heildina er litið ARSHATIÐ Hin óviðjafnanlega árshátíð félagsins verður haldin í AKOGES, Sigtúni 3, laugardaginn 28. október. Miðasala og borðapantanir verða fimmtudaginn 26. októberfrá kl. 17.00-19.00 á sama stað. Látum okkur ekki vanta! Stjórnin. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.