Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 34
34 MOfiCyXRLAfflÐ ÞRIÐJUDftGUR %4. 19fi9,. Hlutafé ístess auk- ið um 50 milljónir SAMÞYKKT hefur verið að auka hlutafé í ístess hf. um 50 niilljónir og einnig hefur verið samþykkt heimild til að auka hlutaféð enn meir, ef ástæða þykir til. Við hlutafjáraukninguna eykst hlutafé í ístess hf. úr 80 milljónum í 180 milljónir. Þetta var ákveðið á hluthafa- fundi félagsins síðastliðinn föstu- dag. Hluthafar í ístess hf. eru Krossanesverksmiðjan sem er í eigu Akureyrarbæjar sem á 26%, Kaup- UA: Baldur seld- ur sem fyrst Útgerðarfélag Akurjyringa festi fyrir skömmu kaup á 40 tonna eikarbáti, Baldri frá Keflavík, og er fyrirhugað að selja bátinn kvótalausan. „Við ætlum að reyna að selja bátinn sem fyrst,“ sagði Gunnar Ragn- ars framkvæmdastjóri ÚA. Baldri fylgdi um 550 tonna kvóti, þar af eru þorskígildi um 507 tonn. Gunnar sagði að töluvert væri gengið á kvóta þessa árs og myndi því kvótinn fyrst og fremst nýtast félaginu á næsta ári. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var kaupverð bátsins með kvóta um 50 milljónir króna, en Gunnar vildi ekki staðfesta verðið í samtali við Morgunblaðið. félag Eyfirðinga á einnig 26% og Skretting A/S í Noregi sem á 48%. Ákvæði eru um forkaupsrétt hlut- hafa, en jafnframt var stjórn fyrir- tækisins opin fyrir því að fleirum væri gefinn kostur á að kaupa hlut í fyrirtækinu. „Þetta er fyrst og fremst gert vegna þess vanda sem fiskeldið á- í, vandamál fiskeldisins eru vanda- mál ístess, sem fóðurframieið- enda,“ sagði GeirÞ. Zoega stjórnar- formaður ístess hf. Hann sagði að sá ijárhagsvandi sem ístess ætti við að glíma væri afleiðing af því að seiðasala gekk illa og því var farið að ala laxinn í matfiskstærð. Menn hafi farið fjárvana af stað og í mörgum tilfellum hefur þurft að fjármagna fóðrun fisksins með lán- um. „Við höfum lánað mönnum í góðri trú og upp á loforð stjóm- málamanna, en kannski höfum við teygt okkur of langt,“ sagði Geir. Hann sagði að meirihluti framleiðsl- unnar væru fluttur út og hefði það haldið fyrirtækinu lifandi. Forráðamenn ístess hafa ekki viljað gefa upp hversu miklar van- skilaskuldir fiskeldisfyrirtækjanna eru við ístess; en Geir sagði að sú upphæð væri nokkrum sinnum hærri en hlutafjáraukningin nú. Morgunblaðið/Guðmundur H. Brynjarsson Almannavarnanefnd Akureyrar e&idi til æfingar á Akureyrarflugvelli á laugardaginn. Flugvél kom imi til nauðlendingar og voru allir í viðbragðsstöðu þar sem ekki var vitað hvort hún næði inn á völlinn eða lenti i sjónum. Almannavarnanefiid Akureyrar: Flugslysaæfing á Akureyrarflugvelli SÍRENUVÆL hefúr eflaust vakið einhverja Akureyringa að morgni laugardags, en þá efiidi Almannavarnanefnd Akureyrar til æfingar á Akureyrarflugvelli Óvissa hjá Slippstöðinni: Synjun í Fiskveiðasjóði breytir áætlunum vetrarins Fiskveiðasjóður hefúr hafnað umsókn útgerðarfyrirtækisins Þórs hf. á Eskifirði um lán vegna kaupa á nýsmíðaskipi Slippstöðv- arinnar hf. á Akureyri. Samning- ur á milli þessara aðila hefúr leg- ið fyrir undirritaður með fyrir- vara um samþykki Fiskveiða- sjóðs og Landsbanka Islands síðan í júlí síðastliðnum. Nú ný- lega hafnaði Fiskveiðasjóður lán- veitingu vegna skipakaupanna og segir Sigurður Ringsted for- stjóri Slippstöðvarinnar að þetta þýði að allar áætlanir um verk- efni vetrarins hafi farið úr skorð- Sigurður Ringsted segir að tölu- verð vinna hafi verið eftir við skip- Útvegsmannafé- lag Norðurlands: Aðalfiindur haldinn Útvegsmannafélag Norð- urlands heldur aðalfúnd sinn á fimmtudaginn kemur, 26. október, og hefst hann kl. 13.30 á Hótel KEA. Drög að frumvarpi til laga um stjóm fískveiða verða væntanlega tekin til umræðu á fundinum. Þá verður einnig rætt um erfiða stöðu margra útgerða vegna kvótamála. Á fundinn kemur Kristján Ragnarsson, formaður Lands- sambands íslenskra útvegs- manna. ið, eða þriggja til fjögurra mánaða vinna. Stefnan hefði verið að vinna við nýsmíðaskipið fyrri hluta vetrar og hefði verið unnt að halda uppi vinnu vegna þess fram í janúar. „Þetta átti að vera meginverkefni okkar fram yfir áramót og meining- in var að byija á verkinu einhvern næstu daga, en nú er fyrirsjáanlegt að ekkert verður af því. Þetta hefur því ruglað ailar okkar áætlanir og menn eru að átta sig á stöðunni, sjá hvað hægt er að gera,“ sagði Sigurður. Svo til öllum stærri verkefnum Slippstöðvarinnar hf. er lokið, síðasta skipið sem einhver meiri- háttar vinna var við í sumar er Guðrún Þorkelsdóttir frá Eskifirði, en hún hefur verið í slipp um nokk- urra mánaða skeið. Skipið verður afhent fljótlega. Gerðir hafa verið tveir samningar varðandi verkefni nú á næstunni, annars vegar er um að ræða Otur EA og hins vegar Skinney frá Hornafirði. Sigurður sagði að þarna væri ekki um að ræða stór verkefni. og fór hún fram samkvæmt nýrri neyðaráætlun Almannavarna fyrir Akureyri. Um svokallaða flugslysaæfingu var að ræða og leikið var að flug- vél kæmi inn til nauðlendingar norðanmegin á Akureyrarflugvöil. Ekki var vitað hvort vélinni tækist að ná vellinum eða hvort hún myndi 'lenda í sjónum. Slökkvilið var kallað út, svo og lögregla, björgunarsveitir og hjálp- arsveit skáta. Þá var mikili við- búnáðar á flugvellinum og aðilar á Fjórðungssjúkrahúsinu voru í við- bragðsstöðu. Læknar og hjúkrunar- fólk var sent á staðinn og var kom- ið upp greiningarstöð í áhaldahúsi. Þá voru kallaðir út bátar sjóbjörg- unarsveitarinnar, hafnsögubátur- inn og björgunarbátur Flugmáia- stjórnar — ef vélin skyldi lenda í sjónum. Hópur skáta lék farþega flugvél- arinnar og var strætisvagn fenginn í hlutverk vélarinnar. Loguðu eldar við flugvélina. Farþegar voru fluttir í greiningarstöð og þaðan í sjúkra- hús. Þá voru gerðar ráðstafanir varðandi frekari flutning þeirra í önnur sjúkrahús en á Akureyri, auk þess sem gerðar voru ráðstafanir ef til þess hefði komið að leita þyrfti til lækna annars staðar frá. „Það var allt kerfið sett í gang og í heildina tókst æfingin mjög vel. Við lærðum margt af henni hvað betur má fara og sá var til- gangurinn," sagði Gísli Ólafsson sem sæti á í stjóm Almannavarna- nefndar Akureyrar. Morgunblaðið/Kúnar Pór Félagar úr Skíðaráði Akureyrar stóðu í ströngu um helgina, en þeir tóku að sér í Ijáröflunarskyni fyrir félagið að steypa undirstöð- ur vegna nýrrar skíðalyftu í Hlíðarfjalli. Skíðaráð Akureyrar: Steypt fyrir nýrri skíðalyftu FÉLAGAR úr Skíðaráði Akureyrar stóðu í ströngu um helgina, en félagið tók að sér í fjáröflunarskyni að byggja undirstöður vegna nýrrar skíðalyftu sem sett verður upp í Hólabraut í Hlíðarfjalli. Unnið var bæði laugardag og sunnudag frá morgni og fram á kvöld. Skíðaráðsfélagar nutu velvilja fyrirtækjanna SS-Byggis, Malar og sands og Fjölnismanna, sem lánuðu tæki til verksins. „Við náðum að klára þetta með láturn," sagði Ivar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða í samtali við Morgunblaðið. Seinnipart laug- ardags var annar snjótroðarinn settur á belti og var steypan flutt á honum frá veginum og upp að þeim stað þar sem lyftan á að vera, en erfiðlega gekk að flytja steypuna með öðrum hætti vegna þess hve blautur jarðvegurinn er. „Þetta gekk ágætlega eftir að við tókum snjótroðarann í notkun,“ sagði ívar. Allri steypuvinnu er lokið, en ýmis frágangur er eftir. Lyftan, sem er af gerðinni Doppelmayr kemur til landsins í janúar og verð- ur þá reist. Sú lyfta sem fyrir var þótti mikil slysagildra og því var ákveðið að kaupa nýja. Nýja lyftan er svokölluð diskalyfta og er hún 330 metra löng og á henni er um 50 metrá hæðarmunur. Lyftan flyt- ur um 800 manns á klukkustund. Kostnaður vegna kaupa og upp- setningar hennar er um 5,2 milljón- ir króna. Komdu í kvöld í Sjallann FÖSTUDAGINN 3. nóvember verður dægurlagahátíðin „Komdu í kvöld“ sýnd í Sjallan- um. Sýning þessi er til heiðurs Jóni Sigurðssyni, bankamanni, sem staðið hefur í sviðsljósi íslenskrar dægurlagatónlistar í fimmtíu ár. Lög hans og textar hafa lifað með þjóðinni svo áratugum skiptir og mörg verið á hvers manns vörum. Meðal laga hans og texta eru: Komdu í kvöld, Ég vil fara upp í sveit, Einsi kaldi úr Eyjunum, Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig og Nína og Geiri. Þekktir dægurlagasöngvarar hafa verið kallaðir til leiks í þessari sýningu, svo sem Ellý Vilhjálms, Þuríður Sigurðardóttir, Pálmi Gunnarsson, Þorvaldur Halldórs- son, Hjördís Geirsdóttir og Trausti Jónsson, en sá síðastnefndi er sonur Jons Sigurðssonar. Kynnir á sýningunni er Bjarni Dagur Jónsson. Hljómsveit Ingimars Eydals sér um undirleik í sýningunni og leikur síðan fyrir dansi. Sérstök athygli Norðlendinga og nærsveitunga er vakin á helgar- verði'Sjallans og Hótels Akureyrar. Gisting á hótelinu í tvær nætur og þríréttaður kvöldverður í Sjallanum ásamt aðgöngumiða að sýningunni og dansleik kostar í einum pakka kr. 5.000. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.