Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 42
42 M0KGUNBLA.Ð1L) I>ltli).]UUAGUR 2,4. QKTÓBEK 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Eins og ég hef komið inn á síðustu daga hefur orðið ör þróun í stjörnuspeki 20. aldar. Einn af þekktari stjörnuspek- ingum aldarinnar er sálfræð- ingurinn Stephen Arroyo. Stephen Arroyo Arroyo er menntaður í sál- fræði frá Ríkisháskóla Kali- forníu í Sacramento og hefur auk þess gráðu í hjóna- og fjölskylduráðgjöf. Það má kannski segja hann sé per- sónugervingur fyrir þá þróun sem átt hefur sér stað undan- fama áratugi í stjömuspeki. Á ég þar við að hún hafi færst frá þeirri hjátrúar- og spá- dómshyggju sem var ráðandi á síðustu öld en í staðinn hafa hugsandi og vel menntaðir menn eins og Arroyo snúið sér að stjömuspeki og átt þátt í að móta hana og færa til nútímans. MA-ritgerð Fyrsta bók Arroyo heitir Astrology, Psychology and the Four Elements (CRCS 1975). Hún var upphaflega skrifuð sem hluti af MA-rit- gerð Arroyo, en var síðar breytt og löguð að almennum bókamarkaði. Stjörnuspeki og sálfrœði Það merkasta við þessa bók er kannski það að í henni er íjallað töluvert um almenna þekkingarfræði, sálfræði og stjömuspeki. Arroyo tengir þessa þætti saman, talar um þær efasemdir sem menn hafa gagnvart stjörnuspeki og bendir á það hvemig við get- um notað hana á skynsamleg- an hátt. Orka Að öðm leyti fjallar bókin um frumþættina, eld, jörð, loft og vatn, um stjömumerkin og sálarlíf mannsins. Arroyo Qallar mikið um orku manns- ins og þau orkusvið sem hver maður býr yfir og reynir að benda á leiðir til að vinna með þessa orku. Tilgangur Önnur merk bók eftir Arroyo er Astrology, Karma & Trans- formation (CRCS 1978). Hún fjallar um Satúmus, Úranus, Neptúnus og Plútó og afstöð- ur þessara pláneta við per- sónulega þætti í kortinu. Þessi bók fjailar um leit mannsins að æðri tilgangi, en einnig eru útskýrð hin ýmsu tímamót sem hver maður þarf að tak- ast á við á ævi sinni, svo eitt- hvað sé nefnt. Samskipti Þriðja bók Arroyo heitir Rel- ationaships & Life Cycles (CRÖS 1979). Hún er byggð áfyrirlestrum og námskeiðum og 5aHal' um mannleg sam- skipti,- Meðal annars er tölu- t vert fjallað um Venus og Mars og kynlíf og almennt um það hvernig bera eigi sam- an einstaka þætti í stjörnu- kortum tveggja einstaklinga. i Góöarbœkur . Auk þessara bóka hefur Arr- oyo gefið út bók fyrir stjörnu- spekinga, bók sem fjallar um starf stjömuspekingsins, um aðferðir til að ná til fólks og þær hættur sem geta leynst á vegi stjömuspekinga. Þessi bók heitir The Practice & Pro- fession of Astrology. Auk þess hefur verið gefm út bók, The Jupiter/Satum Conference Lectures sem inniheldur fyrir- lestra Arroyo og Liz Greene frá 1981. Bækur Arroyo eru vel skrifaðar, skemmtilegar og fróðlegar, enda hafa þær notið mikilla vinsælda og átt dijúgan þátt í því að vekja áhuga almennings á sálfræði- legri stjörnuspeki. GARPUR GAKPUH., þó EPTANKIAÐ HUO/er HRAUSTASTI aAAOUR. SE.M ÉtSHEF NonHeus/w/ Ky/vMsr eða s'a He/ms/cast/. geXskalu veet /y/EÐ ÞE*. 'mP- C i. GRETTIR \ ( SVONA, LESTU ) BÓK \-^SVOUATIL TlLBt?=v7-- V_______IMg^.R / ? D 1 ? j BRENDA STARR I 8NENÞA '7 HV/t£> 5ETCS//Z&0 OA4 \/t£> H/TTA'AVG 'NFRéTTAS-TOF- ONN/ A /yi/E>AJ/eTT/ P \/UE.NCK£N HVÉ/g AnmaK? ' þflÐ HK/NGTA SVO ImakgiR. k/hzlah / /VH6 OGALL/tg TBÍ.T/Í þB/KSHS suO /VB/ZK/- LEGA AiEKN HE> é<3 f-tLJÓT/ AO þEKKTA þ'A /AF &Ö'D£>/A/N/. nr LJOSKA fA8Bl,AT HVEKJU A l|l yeERA s-rei-PLiROKtaiiar 11 ^S^EFtFITT FVKIKT.D- því ete/tORSvWR^jlllli FERDINAND SMAFOLK /UUHY VO UUE HAVE TO RIPE \ ON A 5CHOOL BU5 PRIVEN/ (j5HE‘5 THlRTV-TWqJ^22 5V an olp lapv ? J © “*■ ^ ípL-LL- [ //fPrtsd - 1/ ^=-u.Lr-c?— you MEAN WERE RiPlSiG WITH A TEEN-A6ER? Af hverju þurfum við að aka í skóla- vagni sem gömul kona keyrir? Hún er þrjátíu og tveggja . Áttu við að við séum að aka með unglingi? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Það er næstum því þess virði að gera sér-ferð til Reykjavíkur til að fá tækifæri til að beita slíkri brellu," segir Frank Stew- art, bandarískur bridsbókahöf- undur, í lok umíjöllunar sinnar um spil, sem virðist hafa komið upp á Flugleiðamótinu fyrir all- mörgum árum. Sjálfur hefur hann aldrei komið, og hlýtur því að hafa fengið spilið frá ein- hveijum samlanda sínum, sem lagði á sig svo strembið ferða-. lag. Og uppskar þetta tækifæri: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁKG94 ♦ ÁIO ♦ 652 + DG5 Vestur ♦ 62 ♦ 732 ♦ K108 ♦ K108673 Austur ♦ D1085 ♦ KG9 ♦ D73 ♦ 942 Suður ♦ 73 ♦ D8654 ♦ ÁG94 ♦ Á8 Vestur Norður Austur Suður — 1 spaði Pass 2 ty'örtu Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass Pass 3 grönd Pass Pass Útspil: laufsexa. Sögurmaður er í austur. Sagnhafi átti fyrsta slaginn á drottningu blinds og lagði niður hjartaás. Hann hugðist prófa hjartað fyrst, en snúa sér að spaðanum ef það brygðist. Ágæt áætlun, sem austur kæfði í fæð- ingu með því að láta hjartakóng- inn undir ásinn! Frá sjónarhóli austurs er dag- ljóst að hjartaliturinn skilar sagnhafa 4 slögum. Því verður umfram allt að fæla hann frá því að spila litnum áfram. Og með G9 kostar ekkert að fórna kóngnum. Blekkingin gekk upp, því sagnhafi spilaði næst tígli heim á ás og svínaði spaðagosa. Ferð- in hafði þá ekki verið til einskis. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á sænska meistaramótinu í ár kom þessi staða upp í skák al- þjóðlegu meistaranna Thomas Ernst (2.460) og Axels Ornstein (2.460>, sem hafði svart og átti leik. Svartur lék siðast 31. — Hc8-c7! Hvítur áttaði sig ekki á því sem að baki bjó, svaraði með 32. g4-g5? og upp kom þessi staða: 32. - Rxb3!, 33. axb3 - Hc3!, 34. Dxb4, (Ekki verra en hvað annað) 34. — Dal mát!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.