Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 9
essemm/síA 9 MOKGUNBl-AÐH) ÞRipj.UDAQUfi ,24. OKTQBER 1989 Hitastillt baðblöndunartæki Sómir sér vel í öllum baöherbergjum, auðvelt að þrífa. Vönduð framleiðsla Tæknilega vel hannað, nákvæmt og endingargott. Hentar vel fyrir íslenskt hitaveituvatn Góð kaup Verðið er hagkvæmt og sparnaður verður á heita vatninu. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER y™áDD6$P Larisa Píjasjeva: Valið er á milli sósíalisma og vel- megunar. Lofgjörð kapítalismans - í Sovétríkjunum Ríki kommúnismans eru á tímamótum; tími frjálshyggjunnar og kapítalismans mun taka við af þeirri hugsjón marxista og sósíalista að öll tilvera manna skuli vera rígbundin og skipulögð út í ystu æsar í samræmi við hugmyndir manna um skynsamlega skipan mála. Þetta er niðurstaða Larisu Píjasjevu, ungs, sov- ésks hagfræðings, sem syngur kapítal- ismanum dýrðaróð og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu. Engin þriðja leið Fréttamaður danska dagblaðsins Jyllands- Posten, Bent Jensen, fjallaði nýlega um þessi mál og ræddi m.a. við Larisu Píjasjevu í fátæk- legri íbúð hennar í nið- umíddu og skítugu fjöl- býlishúsi í Moskvu. „Það er aðeins hægt að velja milli sósíalisma og hag- sældar, þ.e. milli áætlun- arbúskapar og lijáls markaðsbúskapar. Það finnst engin þriðja leið,“ segir Píjasjeva. Það er ekki langt síðan slík ótvíræð stuðningsyfírlýs- ing við „lirömandi auð- valdssteftiuna sem óhjá- kvæmilega hlýtur að enda í gröfimii“ hefði verið óhugsandi í bijóst- _ virki sósíalismans. En Larisa Píjasjeva, sem er tveggja bama móðir, starfar við ríkisstofhun er rannsakar verkalýðs- hreyfinguna í heiminum _og íiggur ekkert á skoð- unum sínum, hvorki í ræðu né riti. Eftir að hafa eytt löng- um tima í marxískan ut- anaðbókáirlærdóm hóf hún að kymia sér steftiu jafhaðarmanna á Vest- urlöndum og enn síðar fræði ftjálshyggjumanns- ins Friedrichs Hayeks og árangur Margaret Thatcher í Bretlandi. Niðurstaða Pjjasjevu var sú að rétturinn til einka- eignar, ftjálst framtak og fijáls markaður væm skilyrði hagsældar jafiit sem frelsis. „Það var hreinasta opinbemn að lesa verk Hayeks, Leiðin til ánauðar, þar sem liann færir rök að því að áætl- unarbúskapur hljóti að hafa þrældóm í för með sér. Samfélag skortsins í Sovétríkjunum, þar sem æ fleiri nauðsynjavörur em skammtaðar úr hnefa, er fyllilega nógu sannfærandi söimun þess að kenningar Leníns og skrifborðsvísdómur Karls Marx í Kommún- istaávarpinu um einokun ríkisskriffinna á allri sfjómun framleiðslu og skiptingu gæðanna em gjaldþrota...“ „Kerfið er álíka óhagg- anlegt og egypskur pýr- amídi; minnismerki sem drepur allt frumkvæði fólks í dróma. Tilbúið kerfi sem ekki getur virkað af því að það byggist ekki á lífinu sjálfti. Það er út í hött að skamma skriffinnana því að kerfið sjáift heimt- ar þá og og inntak þess er sjálft skrifræðið. Við getum ekki skapað líf af engu, aðeins fylgst með * því og látið hjá líða að tmfla það. Það verður að fá að vaxa sjálft, eins og ávaxtatré." Kasta öllu fyr- irróða í Jyllands-Posten segir áfram, að nú, þegar Míkhaíl Gorbatsjov hafi opnað flóðgáttir gagn- rýninnar, sé ráðist á öll grundvallaratriði kerfis- I ins. Ungur sovéskur hag- fræöingur hefur hvatt til þess að fylgt verði for- dæmi Vestur-Þjóðveija eftir síðari heimssfyijöld: Allri eftiahagsstefiiu og stjóramálakerfi einræðis- ins verði varpað fyrir róða. Hann bendir á að þýska efhahagsundrið hafi átt sér stað vegna þess að menn liafi mark- visst afneitað hugmynda- fræði einræðisins og tek- ið upp fijálshyggju og lýðræði í staðinn. Ana- tóljj Strcljanij, sem þekktur er fyrir skrif um elhahagsmál, segir að aðeins sé hægt að komast út úr kreppu deyjandi efnahagskerfis með því að stökkva; hægfara þró- un sé ekki möguleg. Margir þekktir um- bótasinnar í hópi sov- éskra hagfræðinga taka undir lofgjörð Píjasjevu til kapítalismans. Gagn- stætt vestrænum menntamönnum virðast sovéskir menntamenn ekki vera á móti frelsinu. Píjasjeva varar samt við því að gera ráð fyrir að allir sovéskir starfebræð- ur heimar séu á sömu skoðun. Otrúlega margir andans menn í Rússlandi sjálfu tali um að vemda beri landið fyrir vestræn- um áhrifinn. Hún segir að þetta séu grautar- hausar. „Sjálf set ég mér miklu lágreistara tak- mark: Að fa nóg að borða og koma landinu út úr kreppumii," segir hún háðsk. Píjasjeva hefur stungið upp á því að horfið verði frá kommúnismanum með því að sérhver sovét- borgari fái í hendur skuldabréf sem sé and- virði hans hluta af þjóð- arauðinum er deilt hafi verið á hvert nef í landinu. Síðan geti hver fyrir sig ráðstafeð bréf- inu eftir vild; selt það, lagt það í banka eða keypt fyrir það hlutabréf í fyrirtæki. Markaðurinn verði þar næst látinn ákvarða laun og verðlag án afskipta ríkisvaldsins. Píjasjeva varar við stcfiiu jafiiaðarmanna í Vestur- Evrópu og segist óttast að sívaxandi ríkisafskipti og reglugerðafergan muni kyrkja markaðs- búskap í löndum Vestur- Evrópu. Fréttamaður Jyl- Iands-Posten mimiir á að bandarískur embættis- maður hafi nýlega vakið athygli fyrir kenningar sínar um „endalok sög- unnar“. Embættismaður- inn segir að þar sem vest- rænt lýðræði hafi sigrað í keppnimii við kommún- ismann muni ekkert ger-, ast í sfjómmálasögunni framvegis, allt muni bein- ast að því einu að upp- fylla kröfúr neytenda. Sovétmenn líta þetta öðr- um augum. Þeim finnst sagan fyrst vera að hefj- ast, timi kapítafismans og hins fijálsa framtaks er að rénna upp. I staðinn fyrir hugsjón sósíalista og marxista; þrautskipu- lagða tilvem þar sem hugmyndaflugið er bann- að ásamt leikgleðinni og öUu hinu óræða í tilver- unni, er að byija nýtt og speimandi skeið. Er húsið of stórt? STANLEY bílskúrshurðaopnari með fjarstýringu er eins og sívakandi dyravörður sem opnar og lokar þegar þrýst er á hnapp. Aukið öryggi, aukin þægindi. Csá búnaður sem kemur helst til greina er hinn riðurkenndi STANLEY. Hann er hraðvirkur; öryggisbúnaður virkaði eins og til var ætlast og \ hægt er að fá mikið af gagnlegum aukabúnaði. Við völdum hann sem bestu kaupin“. / 1 I Hið útbreidda og virta neytendablað CONSUMER REPORTS (okt. 88) gerði úttekt á bílskúrshurðaopnurum. STANLEY kom út sem bestu kaupin. STANLEY Vörur sem eru viðurkenndar fyrir gæði Margir eiga mikla fjármuni bundna í íbúð eða húsi. Þegar börnin eru farin að heiman verður íbúðin eða húsið stundum allt of stórt. Sumir kjósa þá að minnka við sig og njóta lífsins fyrir mismuninn. Með því að kaupa Sjóðsbréf 2 fást vextirnir greiddir útfjórum sinnum á ári en höfuðstóllinn heldur verðgildi sínu. Þannigfást skattfrjálsar, verðtiyggðar tekjur sem geta verið góð viðbót við lífeyrinn. Verið velkomin í VIB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.