Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 36
 Fræðslufulltrúi hjá Hollustuvernd Fyrirlestur í Þjóð- minjasafni FYRIRLESTUR á vegum minn- ingarsjóðs Asu Guðmundsdóttur Wright verður í Þjóðminjasafni Islands miðvikudaginn 24. októ- ber kl. 17.15. Kaija Santaholma, arkitekt frá Helsinki, talar um vernd og varðveislu byggingararfs í Finn- landi og nefhist fyrirlesturinn „Conservation of Architectural Heritage in Finland". Kaija Santaholma er arkitekt og hefur unnið hin síðari ár á vegum finnska umhverfismálaráðuneytis- ins að verndunar- og skipulagsmál- um byggðar og bygginga, en þar áður á vegum Helsinkiborgar að sams konar verkefnum. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgang- ur. Mannfræði Islands á ensku FYRIR skömmu kom út bók um mannfræði íslands, The Anthr- opology of Iceland, hjá Univers- ity of Iowa Press í Bandarikjun- um. Ritstjórar 'bókarinnar eru E. Paul Durrenberger, prófessor við Iowa Háskóla, <og Gísli Páls- son, dósent við Háskóla íslands. í bókinni eru þrettán greinar eftir íslenska og erlenda mann- fræðinga. Meðal efnis eru greinar um veiðimennsku, kynhlutverk, hemámsárin og „ástandið", málleg viðhorf, ættartengsl og vináttu, vinnusiðgæði, trúarhugmyndir, íslenskar byggðir í Norður Ameríku, og þjóðveldistímann og fombókmenntir íslendinga. Bókin fæst í Bóksölu stúdenta. Samtök skólamanna um bindindisfræðslu: Aukinni áherslu á fíknivarnir í skólum fagnað AÐALFUNDUR Samtaka skóla- manna um bindindisfræðslu var nýlega haldinn, en á fundinum var meðal annars Ijallað um þró- un fíknivarna á íslandi. Fundur- inn fagnar aukinni áherslu á fiknivamir í skólum, og hvetur yfirvöld menntamála, stjórnend- ur skóla og kennara til að hraða sem mest uppbyggingu íræðslu um vímuefhi í skólum, og að leggja aukna áherslu á áfengis- vamir. í ályktun fundarins segir að sér- stök ástæða sé til að stuðla að því að skólar og aðrir aðilar, svo sem sveitarstjómir, löggæsla og félaga- samtök á hverjum stað, vinni sam- an að forvömum. Fundurinn leggur áherslu á nauðsyn þróunar í fíkni- vömum, og bendir á að til að nýta sem best fjármagn og þann tíma sem varið er í fíknivarnir í skólum, sé nauðsynlegt að velja árang- ursríkustu leiðir á hvetjum tíma. Til þess þurfi skipulegt tilrauna- starf og mat á áhrifum fræðslu- og uppeldisstarfs skóla. . ÁTVR gefiur út vínkver Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur nýlega gefið út lítið kver með upplýsingum um áfenga drykki og er fyrirmyndin sótt til hinna Norðurlandanna. í kverinu er að finna fróðleiks- mola um áfenga drykki, uppruna þeirra og helstu einkenni.' Kverið er til sölu í útsölum ÁTVR og kost- ar 100 krónur. Eru kennarar fagmenn? ' Námssteftia um fagvit- und kennara SKÓLAMÁLANEFND Hins íslenska kennarafélags gengst fyrir námsstefnu um fagvitund kennara, laugardaginn 28. októ- ber, í Hafnarborg, Hafiiarfirði. Námsstefnan ber yfirskriftina „Eru kennarar fagmenn? Aðalfyrirlesari námsstefnunnar er Dr. Wolfgang Edelstein, en auk hans munu fjórir kennarar flytja stutt erindi um fagmennsku við kennslu einstakra greina: Sigríður Hlíðar, stærðfræði, Hafdís Ingvars- dóttir, erlend tungumál, Heimir Pálsson, móðurmál og Herdís Oddsdóttir, tónmenntir. Flutt verða stutt tónlistaratriði: Kór Öldutúnsskóla mun syngja og félagar úr kór Flensborgarskóla syngja við undirleik. Námsstefnan hefst kl. 9.30 og er öllum opin. Þeir sem hyggjast taka þátt í námsstefnunni eru beðnir um að skrá sig á skrifstofu HÍK í síðasta lagi nk. fimmtudag. Tinni og félagar á myndböndum ÚT ERU komnar hjá Frón Vldeo, Fosshálsi 27, Reykjavík, fjórar nýjar teiknimyndir um ævintýri Tinna og félaga. Myndirnar eru 'með íslenskum leikröddum sem unnar eru af Eggerti Þorleifs- syni og hljóðsettar af Stúdíó 1. Fyrir tæpum tveimur árum komu út sex myndir um þá félaga. Þær ijórar myndir sem nú komu út heita: Tinni og hákarlavatnið, Leynivopnið, Sjö kraftmiklar krist- alskúlur og Fangarnir í sólhofinu. Þessar nýju teiknimyndir eru gefn- ar út undir safnheitinu Mynd- bandasafnið. Kópasker: Fundur verði haldinn um framtíð slátrun- ar Á ALMENNUM hreppsfiindi sem haldinn var á Kópaskeri nýlega var samþykkt að skora á búnað- arfélögin í Norður-Þingeyjar- sýslu að kalla nú þegar til sam- eiginlegs fundar um framtíð slátrunar í sýslunni. Á fundinum var mótmælt þeim hugmyndum sem komið hafa fram um úreldingu sláturhússins á Kópa- skeri. í því sambandi bendir fund- urinn á álit sláturhúsanefndar skip- aðri af landbúnaðarráðherra 1987, en þar segir meðal annars að slát- urhúsið á Kópaskeri sé nýlega end- urbætt og ekki sé gert ráð fyrir að þar þurfi að koma til frekari ijárfestinga á komandi árum. Enn- fremur segir að nýtingu hússins megi auka með því að flytja þang- að slátrun frá Þórshöfn og Vopna- firði, en á þeim stöðum báðum séu léleg sláturhús á undanþágu. Ályktun stjórnar BHMR: Verkfall rafíðn- aðarmanna lög- mætt FULLYRÐINGAR fjármálaráðu- neytisins um að verkfall rafiðn- aðarmanna í haust hafi verið ólögmætt eru í andstöðu við við- horf Iöggjafans er hann veitti félögum opinberra starfsmanna- verkfallsrétt 1986 með þeim tak- mörkunum að nauðsynlegustu heilsu- og löggæslu yrði haldið uppi. Þetta kemur fram I ályktun stjórnar Bandalags háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna. í ályktuninni er sérstök athygli vakin „á þeim endurteknu starfsað- ferðum fjármálaráðuneytisins að elta sífellt ólar við formsatriði með því að véfengja sjálfsögð og viður- kennd réttindi starfsmanna sinna í stað þess að setjast tímanlega að samningaborði og leysa þessa kjaradeilu á eðlilegan og farsælan hátt.“ Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið hefúr ákveðið, að tillögu framkvæmdastjórnar Hollustuverndar ríkisins, að Guðlaugur Hannesson, forstöðu- maður rannsóknastofu Hollustu- verndar ríkisins, gegni starfi fræðslufúlltrúa stofnunarinnar frá 1. janúar til 31. desember 1990, segir í fréttatilkynningu. Jafnframt hefur verið ákveðið að Franklín Georgsson, gerlafræð- ingur, gegni starfi forstöðumanns rannsóknastofu Hollustuverndar ríkisins sama tímabil. Neytendasamtökin: Gæðavara á viðráðanlegu verði MORGUNBLAÐINU hefúr borizt eftirfarandi fréttatilkynn; ing frá Neytendasamtökunum. í henni er skorað á stjórnvöld að koma verðlagsmálum landbún- aðarvara í viðunandi horf: „í framhaldi af umræðu á for- mannaráðstefnu Neytendasamtak- anna skorar stjórn Neytendasam- takanna á þá sem ráða ferðinni i landbúnaðarmálum, að sýna vilja sinn í verki og koma verðlagsmál- um landbúnaðarvara í viðunandi horf. Með núverandi stefnu er verið að skerða mjög kjör bænda og neytenda og verður ekki lengur við unað. Á sama tíma taka milliliðirn- ir æ meira til sín. Neytendasamtök- in leggja áherzlu á þá stefnu að í landbúnaðarmálum, sem og Öðrum málum, bera samtökin hag neyt- enda fyrir brjósti, það er gæðavara á viðráðanlegu verði.“ Fyrirlestur um þýska tungu í Austur-Þýska- landi DR. IIEIKE Comolle, norrænu- fræðingur frá háskólanum í Greifswald í Austur-Þýskalandi, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Islands, fimmtudaginn 26. októ- ber 1989 kl. 17.15 í stofu 103 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Die aktu- elle Entwicklung der deutschen Sprache in der DDR“ og Ijallar um stöðu þýskrar tungu í Austur- Þýskalandi með sérstöku tilliti til þess á hversu mismunandi hátt málið hefur þróast í þýsku ríkjun- um tveimur. Dr. Comolle er samstarfsmaður dr. Ernst Walters sem er prófessor í norrænum fræðum við háskólann í Greifswald, og hefur unnið dijúgt að rannsókna- og útgáfustörfum í sambandi við fræði sín þar í landi. Fyrirlesturinn er fluttur á þýsku og er öllum opinn. (Frétt frá Háskóla ísfands.) Sjö mínútna heimsfriður við Höfða DAGUR Sameinuðu þjóðanna er í dag og af því tilefni safnast einstaklingar, hópar og samtök um allan heim, saman í sjö mínútna þögn. Þessi athöfii, sem fer fram í sjötta sinn, hefur ver- ið kölluð j,Sjö mínútna heims- friður.“ Á Islandi verður safnast saman við Höfða kl. 17.50 en athöfnin hefst kl. 18. Það var Sri Chinmoy sem átti frumkvæðið að sjö mínútna heims- friði í samvinnu við Friðarhug- leiðslu Sameinuðu þjóðanna, félög SÞ, og hóp trúar- og friðarsam- taka. Friðarhugleiðslan hjá Sam- einuðu þjóðunum er félagsskapur fulltrúa og starfsfólks SÞ sem trú- ir því að innri friður sé uppspretta almenns friðar og fylgir því ötul- lega eftir í gegnum Sameinuðu þjóðimar, segir í fréttatilkynningu. Hafnarflörður: Bæjarstjórn hef- ur ekki íjallað um stækkun Ál- versins MISSKILNINGUR milli blaða- manns og bæjarstjóra Haftiar- Qarðar olli því að í frétt af fyrir- hugaðri stækkun hafnargarðsins í Straumsvík og lengingu hol- ræsa i Hafúarfjarðarhöfn, var sagt að bæjarsfjórn Hafnarfjarð- ar hefði tekið ákvörðun um þess- ar framkvæmdir. Það er ekki rétt. Bæjarstjóm hefur ekki fjallað lengingu hafnarbakkans og endan- leg ákvörðun um lengingu holræsa Iiggur ekki fyrir. Að sögn Guð- mundar Áma Stefánssonar bæjar- stjóra, er þó ljóst að höfnin verður stækkuð ef Álverið stækkar og að stefnt er að framkvæmdum vegna lengingar holræsa á næsta ári. Leiðrétting RANGLEGA var farið með eftir- nafn í myndatexta með frétt af vígslu Borgarleikhússins. Á mynd- inni er Valdimar Helgason meðal annarra. Velvirðingar er beðist á mistökunum. Konica U-BIX Ijósritunarvélar og telefaxtæki SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37 Dagana 23. okt. til 27. okt. höldum við sýningu á KONICA-UBJX ljósritunarvélum og telefaxtækjum í verslxm okkar að Hverfisgötu 33. í tilefni sýningarinnar veitum við ótrúlegan afslátt. Ef að þú gerir þér ferð til okkar þessa daga getur þú fengið allt að af einni vél!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.