Morgunblaðið - 24.10.1989, Side 36

Morgunblaðið - 24.10.1989, Side 36
 Fræðslufulltrúi hjá Hollustuvernd Fyrirlestur í Þjóð- minjasafni FYRIRLESTUR á vegum minn- ingarsjóðs Asu Guðmundsdóttur Wright verður í Þjóðminjasafni Islands miðvikudaginn 24. októ- ber kl. 17.15. Kaija Santaholma, arkitekt frá Helsinki, talar um vernd og varðveislu byggingararfs í Finn- landi og nefhist fyrirlesturinn „Conservation of Architectural Heritage in Finland". Kaija Santaholma er arkitekt og hefur unnið hin síðari ár á vegum finnska umhverfismálaráðuneytis- ins að verndunar- og skipulagsmál- um byggðar og bygginga, en þar áður á vegum Helsinkiborgar að sams konar verkefnum. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgang- ur. Mannfræði Islands á ensku FYRIR skömmu kom út bók um mannfræði íslands, The Anthr- opology of Iceland, hjá Univers- ity of Iowa Press í Bandarikjun- um. Ritstjórar 'bókarinnar eru E. Paul Durrenberger, prófessor við Iowa Háskóla, <og Gísli Páls- son, dósent við Háskóla íslands. í bókinni eru þrettán greinar eftir íslenska og erlenda mann- fræðinga. Meðal efnis eru greinar um veiðimennsku, kynhlutverk, hemámsárin og „ástandið", málleg viðhorf, ættartengsl og vináttu, vinnusiðgæði, trúarhugmyndir, íslenskar byggðir í Norður Ameríku, og þjóðveldistímann og fombókmenntir íslendinga. Bókin fæst í Bóksölu stúdenta. Samtök skólamanna um bindindisfræðslu: Aukinni áherslu á fíknivarnir í skólum fagnað AÐALFUNDUR Samtaka skóla- manna um bindindisfræðslu var nýlega haldinn, en á fundinum var meðal annars Ijallað um þró- un fíknivarna á íslandi. Fundur- inn fagnar aukinni áherslu á fiknivamir í skólum, og hvetur yfirvöld menntamála, stjórnend- ur skóla og kennara til að hraða sem mest uppbyggingu íræðslu um vímuefhi í skólum, og að leggja aukna áherslu á áfengis- vamir. í ályktun fundarins segir að sér- stök ástæða sé til að stuðla að því að skólar og aðrir aðilar, svo sem sveitarstjómir, löggæsla og félaga- samtök á hverjum stað, vinni sam- an að forvömum. Fundurinn leggur áherslu á nauðsyn þróunar í fíkni- vömum, og bendir á að til að nýta sem best fjármagn og þann tíma sem varið er í fíknivarnir í skólum, sé nauðsynlegt að velja árang- ursríkustu leiðir á hvetjum tíma. Til þess þurfi skipulegt tilrauna- starf og mat á áhrifum fræðslu- og uppeldisstarfs skóla. . ÁTVR gefiur út vínkver Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur nýlega gefið út lítið kver með upplýsingum um áfenga drykki og er fyrirmyndin sótt til hinna Norðurlandanna. í kverinu er að finna fróðleiks- mola um áfenga drykki, uppruna þeirra og helstu einkenni.' Kverið er til sölu í útsölum ÁTVR og kost- ar 100 krónur. Eru kennarar fagmenn? ' Námssteftia um fagvit- und kennara SKÓLAMÁLANEFND Hins íslenska kennarafélags gengst fyrir námsstefnu um fagvitund kennara, laugardaginn 28. októ- ber, í Hafnarborg, Hafiiarfirði. Námsstefnan ber yfirskriftina „Eru kennarar fagmenn? Aðalfyrirlesari námsstefnunnar er Dr. Wolfgang Edelstein, en auk hans munu fjórir kennarar flytja stutt erindi um fagmennsku við kennslu einstakra greina: Sigríður Hlíðar, stærðfræði, Hafdís Ingvars- dóttir, erlend tungumál, Heimir Pálsson, móðurmál og Herdís Oddsdóttir, tónmenntir. Flutt verða stutt tónlistaratriði: Kór Öldutúnsskóla mun syngja og félagar úr kór Flensborgarskóla syngja við undirleik. Námsstefnan hefst kl. 9.30 og er öllum opin. Þeir sem hyggjast taka þátt í námsstefnunni eru beðnir um að skrá sig á skrifstofu HÍK í síðasta lagi nk. fimmtudag. Tinni og félagar á myndböndum ÚT ERU komnar hjá Frón Vldeo, Fosshálsi 27, Reykjavík, fjórar nýjar teiknimyndir um ævintýri Tinna og félaga. Myndirnar eru 'með íslenskum leikröddum sem unnar eru af Eggerti Þorleifs- syni og hljóðsettar af Stúdíó 1. Fyrir tæpum tveimur árum komu út sex myndir um þá félaga. Þær ijórar myndir sem nú komu út heita: Tinni og hákarlavatnið, Leynivopnið, Sjö kraftmiklar krist- alskúlur og Fangarnir í sólhofinu. Þessar nýju teiknimyndir eru gefn- ar út undir safnheitinu Mynd- bandasafnið. Kópasker: Fundur verði haldinn um framtíð slátrun- ar Á ALMENNUM hreppsfiindi sem haldinn var á Kópaskeri nýlega var samþykkt að skora á búnað- arfélögin í Norður-Þingeyjar- sýslu að kalla nú þegar til sam- eiginlegs fundar um framtíð slátrunar í sýslunni. Á fundinum var mótmælt þeim hugmyndum sem komið hafa fram um úreldingu sláturhússins á Kópa- skeri. í því sambandi bendir fund- urinn á álit sláturhúsanefndar skip- aðri af landbúnaðarráðherra 1987, en þar segir meðal annars að slát- urhúsið á Kópaskeri sé nýlega end- urbætt og ekki sé gert ráð fyrir að þar þurfi að koma til frekari ijárfestinga á komandi árum. Enn- fremur segir að nýtingu hússins megi auka með því að flytja þang- að slátrun frá Þórshöfn og Vopna- firði, en á þeim stöðum báðum séu léleg sláturhús á undanþágu. Ályktun stjórnar BHMR: Verkfall rafíðn- aðarmanna lög- mætt FULLYRÐINGAR fjármálaráðu- neytisins um að verkfall rafiðn- aðarmanna í haust hafi verið ólögmætt eru í andstöðu við við- horf Iöggjafans er hann veitti félögum opinberra starfsmanna- verkfallsrétt 1986 með þeim tak- mörkunum að nauðsynlegustu heilsu- og löggæslu yrði haldið uppi. Þetta kemur fram I ályktun stjórnar Bandalags háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna. í ályktuninni er sérstök athygli vakin „á þeim endurteknu starfsað- ferðum fjármálaráðuneytisins að elta sífellt ólar við formsatriði með því að véfengja sjálfsögð og viður- kennd réttindi starfsmanna sinna í stað þess að setjast tímanlega að samningaborði og leysa þessa kjaradeilu á eðlilegan og farsælan hátt.“ Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið hefúr ákveðið, að tillögu framkvæmdastjórnar Hollustuverndar ríkisins, að Guðlaugur Hannesson, forstöðu- maður rannsóknastofu Hollustu- verndar ríkisins, gegni starfi fræðslufúlltrúa stofnunarinnar frá 1. janúar til 31. desember 1990, segir í fréttatilkynningu. Jafnframt hefur verið ákveðið að Franklín Georgsson, gerlafræð- ingur, gegni starfi forstöðumanns rannsóknastofu Hollustuverndar ríkisins sama tímabil. Neytendasamtökin: Gæðavara á viðráðanlegu verði MORGUNBLAÐINU hefúr borizt eftirfarandi fréttatilkynn; ing frá Neytendasamtökunum. í henni er skorað á stjórnvöld að koma verðlagsmálum landbún- aðarvara í viðunandi horf: „í framhaldi af umræðu á for- mannaráðstefnu Neytendasamtak- anna skorar stjórn Neytendasam- takanna á þá sem ráða ferðinni i landbúnaðarmálum, að sýna vilja sinn í verki og koma verðlagsmál- um landbúnaðarvara í viðunandi horf. Með núverandi stefnu er verið að skerða mjög kjör bænda og neytenda og verður ekki lengur við unað. Á sama tíma taka milliliðirn- ir æ meira til sín. Neytendasamtök- in leggja áherzlu á þá stefnu að í landbúnaðarmálum, sem og Öðrum málum, bera samtökin hag neyt- enda fyrir brjósti, það er gæðavara á viðráðanlegu verði.“ Fyrirlestur um þýska tungu í Austur-Þýska- landi DR. IIEIKE Comolle, norrænu- fræðingur frá háskólanum í Greifswald í Austur-Þýskalandi, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Islands, fimmtudaginn 26. októ- ber 1989 kl. 17.15 í stofu 103 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Die aktu- elle Entwicklung der deutschen Sprache in der DDR“ og Ijallar um stöðu þýskrar tungu í Austur- Þýskalandi með sérstöku tilliti til þess á hversu mismunandi hátt málið hefur þróast í þýsku ríkjun- um tveimur. Dr. Comolle er samstarfsmaður dr. Ernst Walters sem er prófessor í norrænum fræðum við háskólann í Greifswald, og hefur unnið dijúgt að rannsókna- og útgáfustörfum í sambandi við fræði sín þar í landi. Fyrirlesturinn er fluttur á þýsku og er öllum opinn. (Frétt frá Háskóla ísfands.) Sjö mínútna heimsfriður við Höfða DAGUR Sameinuðu þjóðanna er í dag og af því tilefni safnast einstaklingar, hópar og samtök um allan heim, saman í sjö mínútna þögn. Þessi athöfii, sem fer fram í sjötta sinn, hefur ver- ið kölluð j,Sjö mínútna heims- friður.“ Á Islandi verður safnast saman við Höfða kl. 17.50 en athöfnin hefst kl. 18. Það var Sri Chinmoy sem átti frumkvæðið að sjö mínútna heims- friði í samvinnu við Friðarhug- leiðslu Sameinuðu þjóðanna, félög SÞ, og hóp trúar- og friðarsam- taka. Friðarhugleiðslan hjá Sam- einuðu þjóðunum er félagsskapur fulltrúa og starfsfólks SÞ sem trú- ir því að innri friður sé uppspretta almenns friðar og fylgir því ötul- lega eftir í gegnum Sameinuðu þjóðimar, segir í fréttatilkynningu. Hafnarflörður: Bæjarstjórn hef- ur ekki íjallað um stækkun Ál- versins MISSKILNINGUR milli blaða- manns og bæjarstjóra Haftiar- Qarðar olli því að í frétt af fyrir- hugaðri stækkun hafnargarðsins í Straumsvík og lengingu hol- ræsa i Hafúarfjarðarhöfn, var sagt að bæjarsfjórn Hafnarfjarð- ar hefði tekið ákvörðun um þess- ar framkvæmdir. Það er ekki rétt. Bæjarstjóm hefur ekki fjallað lengingu hafnarbakkans og endan- leg ákvörðun um lengingu holræsa Iiggur ekki fyrir. Að sögn Guð- mundar Áma Stefánssonar bæjar- stjóra, er þó ljóst að höfnin verður stækkuð ef Álverið stækkar og að stefnt er að framkvæmdum vegna lengingar holræsa á næsta ári. Leiðrétting RANGLEGA var farið með eftir- nafn í myndatexta með frétt af vígslu Borgarleikhússins. Á mynd- inni er Valdimar Helgason meðal annarra. Velvirðingar er beðist á mistökunum. Konica U-BIX Ijósritunarvélar og telefaxtæki SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37 Dagana 23. okt. til 27. okt. höldum við sýningu á KONICA-UBJX ljósritunarvélum og telefaxtækjum í verslxm okkar að Hverfisgötu 33. í tilefni sýningarinnar veitum við ótrúlegan afslátt. Ef að þú gerir þér ferð til okkar þessa daga getur þú fengið allt að af einni vél!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.