Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 45
heiðursfélaga þessara félaga. Magnús var sterkur persónuleiki. Hann flutti ætið með sér ferskan andblæ, örvaði og gladdi hvar sem hann kom og miðlaði öllum sem hann átti samskipti við einlægi’i manneskjulegri hlýju. Hjálpsemi hans við þá sem ekki gengu heilir til skógar var við brugðið. Að lokinni langri og eftirminni- legri samleið í starfi og tómstundum kveð ég vin minn og sendi aðstand- endum hans samúðarkveðjur. Þorsteinn Sigurðsson Þegar minnst er góðs manns þá er svo margt um hann að segja að erfitt verður að gæta hófs í stuttri minningargrein. En svo margt lagði Magnús fyrir sig til hjálpar og að- stoðar við þá minnimáttar í þjóð- félaginu að upptalning á störfum hans verður aldrei nema brot af sögunni. Ungi skósmiðurinn tók sig upp og fór til náms til Sviss og Þýska- lands og nam uppeldis-og sálar- fræði. Heimsstyijöldin síðari skildi eftir sig mörg sár og kannski ekki síst meðal barna sem hvergi áttu höfði sínu að halla. Það hlýtur að hafa verið merkileg reynsla að starfa á barnaheimili í Braunchweig í Þýskalandi fyrir vangæf og van- hirt börn. Ljóst er að þarna hefir stefnan verið tekin. Mannkærleikur og góðvild eru orðin að lífsstefnu. Prá þeirri stefnu var aldrei vikið. Eftir heimakomuna tóku við störf við kennslu og var Magnús í farar- broddi fyrir skipulag á sérkennslu fyrir þroskahefta. Hann gerðist skólastjóri í Höfðaskóla og vann þar stórmerkilegt starf sem leiddi til stofnunar Öskjuhlíðarskóla sem hann stýrði frá stofnun skólans 1975. Allstaðar þar sem samtök um Afi var fæddur á Arnarstöðum í Núpasveit. Ungur fór hann til Reykjavíkur og lærði húsasmíði. Þann 22. júlí 1933 kvæntist hann ömmu, Jóhönnu Ólafsdóttur, en hún lést 19. febrúar 1980. Eignuðust þau þijú börn, Stellu, Kristján og Theodór. Barnabörnin urðu fjögur og barnabarnabörnin þrjú. Einnig dvaldi um tíma á heimili þeirra Mjöll, sem býr í Danmörku. Segja má að einkenni afa hafi verið hógværð, vinnusemi og hjálp- semi. Það reyndist auðvelt að leita til hans með ýmis vandamál og allt- af var það auðsótt mál að fá hjálp. í starfi sínu sem smiður naut hann sín vel, enda lagði hann ætíð mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og vann verk sín af lítillæti. Afi var ekki fyrir það að flíka tilfinningum sínum, enda lærði hann það sjálf- sagt ungur að bíta á jaxlinn og bera harm sinn í hljóði, enda ekki alinn upp I foreldrahúsum. Undir sió samt hlýtt hjarta. Einkennandi fyrir hann var svar hans við spurn- ingunni um hvar honum hefði líkað best í uppvextinum: Allir voru mér góðir. Eitt af hugðarefnum afa var söngur, sér í lagi óperusöngur. Einnig hafði hann ákaflega gaman af því að ferðast um landið og renna fyrir fisk. Að lokum langar okkur til að þakka afa góða samfylgd og miðlun á ýmsum af boðorðum lífsins. Við trúum því að við hittumst aftur og tökum upp þráðinn að nýju. Þangað til — hvíl hann í friði. Barnabörnin MORGUNBLAÐIP ÞRIÐJUDAGLjR 24-: OKTOBRIM989 , 45 velferð þroskaheftra og minnimátt- ar í þjóðfélaginu urðu að veruleika þá var Magnús nærri. Árið 1977 gerðist hann sérkennslufulltrúi í menntamálaráðuneytinu. Stuðlaði hann m.a. að útgáfu kennslugagna fyrir nemendur með s.érþarfir og þroskahefta. Ekki voru störf hans eingöngu til góðs fyrir minnimáttar á íslandi heldur tók Magnús þátt í norrænu samstarfi um málefni fatl- aðra. HVergi nærri er hér greint frá öllum þeim miklu störfum Magnúsar sem felast í orðinu mann- kærleikur. Og ýmislegt taldi hann sig eiga óunnið á þeim vettvangi. Magnús var lífsglaður maður og eftirminnilegar eru ýmsar þær stundir sem hann átti með starfs- félögum sínum í menntamálaráðu- neytinu. Útilíf var honum mikils virði. Unaðsstundir átti hann með góðum félögum við laxveiði og gönguferðir. Hann bjó yfir skemmtilegum frásagnarhæfileik- um. Engum leiddist í návist hans. Þó er víst að fjölskylda hans átti hug hans allan þó langt væri á milli. Ferðir til Þýskalands voru ófár til að hitta son og fjölskyldu hans. Og nú kveðjum við Magnús með söknuði, en þykjumst þess fullviss, eins og raunar Magnús gerði líka, að fagnaðarfundir séu handan þessa jarðneska lífs, þegar honum er fagnað af fyrrgenginni eigin- konu, Áslaugu frá Heygum, en hennar minntist Magnús oft með kærleika og söknuði. Samúðarkveðjur eru fluttar Orra og fjölskyldu hans. Samstarfsmenn í mennta- málaráðuneytinu. ^ÆÆÆÆÆÆÆrJÆFJÆTÆrJÆrÆÆÆrÆÆJÉFSiE^Í, i\Gólf bvpttavélar I möA \ /inni i hrnirlrl -fró /IQ+il 1 QH r*m með vinnu 0 ^eidd frá 43 til 130 cm. 0- JP /®T Gólfþvottavélar drifnar með rafgeymum. i Gólfþvottavélar með sæti Hako vélará íslandi ÍBÍsig) Nýbýlavegi 18, simi 64-1988. FYRIR FAGMENN Korkott DUGAR AÐEINS ÞAÐ BESTA rAVAGIiOli RAVAGLIOLI - BIFREIÐALYFTUR Traustar og vandaðar bílalyftur í öllum stærðum og gerðum, 2ja og 4ra pósta. Málaralyftur - Dekkjalyftur. SKURÐARVÉL snúningshraði allt að 2000 sn., stillanlegur hraði, rykhlíf, þyngd 7 kg, 1/2 ha, stærð 7.3 cm dia - hentug til að skera niður í bílaviðgerðum. PÚSSIROKKUR með hraða stilli, snúningshraði: 10.000 sn. pússiflötur: 15,2 cm. dia. Vfc ha. - fínn í fylliefni. iiniim a ABAC - LOFTPRESSUR Ódýrar, reimdrifnar, Eins fasa véiar 250 Itr/mín. - Þola spennufall. COMEC - VERKFÆRABORÐ, VERKFÆRASKÁPAR Vönduð borö og skápar úr stáli. Borðin á stórum góöum gúmmihjólum með bremsu. Bakkar í skúffur meö mismunandi hólfastærð fyrir smáhluti. K'JnL-4'gB 5000 SLÍPIVÉL — stillanlegur hraði 0-900 sn Vz ha. blað stærð: 20,3 cm. dia. þyngd: 2,1 kg. Mest selda slípivélin á íslandi. Sérlega góð til að vinna fylliefni. BOLTAVÉL- mest selda 1/2" vélin í heiminum. Verðið er mjög gott. NAGGURINN loftdrifnar klippur í, bílaiðnað, stál og blikk þykkt: 1.2 mm dældar ekki málminn þegar klippt er. F.F. LUFT A/S - LOFTPRESSUR Verkstæðispressur - Traktorspressur - Múrpressur. Vandaðar danskar iðnaðar- vélar, Stærðir frá 500-3000 Itr/mín. Á íslandi í áratugi, þekktar fyrir afköst og gæði. FYRIR FAGMENN DUGAR ADEINS ÞAÐBESTA LOFTSKRALL loftdrifiö %” og W til notkunar við þröngar aðstæður. Þyrfti að vera á hverju bifreiða- verkstæði. rkaðsþjónustan 19 • BOX 5333 • 125 REYKJAVÍK • SÍMI 26911' KO-KEN - TOPPAR, TOPPLYKLASETT japönsk hágæðavara, eins og best gerist. Aðeins 2-3 aðrir framleiðendur geta hugsanlega boðið uppá sambærileg gæði. Allar stærðir og gerðir venjulegra (Hand) toppa og power toppa (Impact) fyrir loftverkfæri. - Brotaábyrgð CP-CHICAGO PNEUMATIC - LOFTVERKFÆRI Heimsþekkt alþjóða fyrirtæki með verksmiðjur í USA, JAPAN og BRETLANDI. Brautryðjandi í framleiðslu hágæða loftverkfæra fyrir allan iðnað. ATRO - LOFTNAGLABYSSUR - HEFTIBYSSUR Nýja kynslóðin í naglabyssum, kemur í stað gömlu sleðavélana. Saumur í rúllum 3-400 naglar. naglastærðir 50-90 mm (2-3Vi’). Galvaniseraður/Ribb- aður/Snúinn C0MPAC COMPAC - HJÓLATJAKKAR í áratugi hafa þessir traustu Dönsku hjólatjakkar verið þekktir fyrir gæði, enda í notkun á flestum bifreiða- og dekkjaverk- stæðum hérlendis. HÖGGHAMAR slaglengd 8.5 cm. - 2100 slög á mín. - þyngd: 2.0 kg í brot og fleygun. TORPEMA - LOFTPRESSUR V-Pýsk úrvalsvara, 400 Itr/mín. Turbo kæling, 40 eða 90 Itr. Kútastærð. „Öflugasta eins-fasa vélin á markaönum“. Á annað hundrað vélar þegar í notkun hér með frábærum árangri. IÐNAÐARBORVÉL loftdrifin - 500 sn. mín. í allt þykkara stál borpatróna 13 mm. BUSTER PÚSSIKUBBUR (Liner) 3000 strokur á min. 2,1 kg. - 7x45 cm. Þægilegt handgrip. WAP - IÐNAÐARRYKSUGUR - HÁÞRÝSTIDÆLUR Vestur- Þýsk gæðavara. WAP er eitt stærsta og þekktasta fyrirtæki í Evrópu á sviði hreinsitækni. torpema
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.