Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.10.1989, Blaðsíða 21
__________MORGyNBI^BiP; ÞJRpjyUPAóUfi j24,| QKT^fcjR; __Á21 Skattlagning ármagnstekna: Ovíst er með gildistökuna Ætti að skila ríkissjóði 3 til 400 milljónum króna í auknar tekjur á næsta ári fremur eða öllu heldur í atvinnu- málaráðuneytinu eftir að búið væri að sameina landbúnaðar-, iðnaðar- og samgöngumálaráðuneytið í eitt. Því má skjóta hér inn í að það er mín skoðun, að það er fjarstæða að ætla að kenna sauðkindinni einni um uppblástur landsins. Þar eru mörg önnur öfl að verki, fyrst og fremst veðurfar. Á síðustu tím- um hefur umferð margvíslegra öku- tækja utan vega um holt og hæðir valdið náttúruspjöllum. Aldrei meira bruðl og pólitískar ráðningar Ríkisbáknið þenst stöðugt út og bruðlið með aimanna fé hefur aldr- ei verið annað eins og í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna Steingríms Her- mannssonar og verður e.t.v. vikið að því síðar. T.d. mun jafnmörgum pólitískum framagosum aldrei hafa verið raðað á ríkisjötuna og í tíð áðurnefndra ríkisstjórna, til einskis gagns, en aðeins til aukinna út- gjalda, nánast atvinnubótavinna fyrir flokksþý. Enginn getur talist hafa átt meiri þátt í öllu því bruðli, sem umræddar ríkisstjórnir hafa haft forgöngu um, en einmitt forsætis- ráðherrann og fjármálaráðherrarn- ir. Svo tala þessir menn af yfirlæti um að spara í ríkisrekstrinum, en því fylgir því miður aðeins pólitísk sýndarmennska. Forsætisráðherra ímyndar sér, að undirritaður sé einn á báti í því, að vilja sporna við tilgangslausri útþenslu ríkisbáknsins og bruðli. Þar fer hann villur vega eins og í sumu öðru. Slík afstaða var og á að vera leiðarljós embættismanna og var það án efa, þau tæp 30 ár, sem ég starfaði í stjórnarráðinu, og er tvímælalaust ríkari þáttur í fari embættismanna en einhverra pólitískra framagosa. Fæstir þeirra vita nema þeir verði dottnir úr hlut- verki sínu á morgun, m.a. þess vegna er æviráðning embættis- manna betri kostur, en að kalla til skyndistarfskrafta, sem skortir venjulega reynslu, hlutlægi og yfir- vegun. í seinni tíð virðast þessir aðstoðarmenn eða hvað þeir kallast fremur ílendast í starfi en áður var, en það mun ekki hafa verið upphaflegi tilgangurinn. Höfundurer hæstaréttarlögmaður. 3M Málningar- límbönd ÁRVÍK ÁRMÚLI 1 -REYKJAVlK- SlMI 687222 -TELEFAX 687295 Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! RÍKISSTJÓRNIN mun á næstunni ræða með hvaða hætti fyrirhuguð skattlagning fjármagnstekna verður, en samkvæmt upplýsing- um Jóns Sigurðssonar, viðskipta- ráðherra er gert ráð fyrir að slík skattlagning skili ríkissjóði á næsta ári á milli 300, og 400 millj- ónum króna í auknar tekjur. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra segist gera sér vonir um að þetta mál verði afgreitt í formi nýrra laga, á þessu ári. „Það er bara komin þessi frum- skýrsla,-og það verður unnið áfram í þessu máli. Við stefnum markvisst að því að þetta verði lagt fyrir þing núna og afgreitt fyrir áramót," sagði forsætisráðherra í samtali við Morg- unblaðið. Hann sagði að fullkomið samkomulag væri um málið í ríkis- stjórninni, eins langt og það væri komið, en líklega yrði um minni tekjuöflun að ræða fyrir ríkissjóð, af þessari fyrirhuguðu skattlagn- ingu, en áætlað hefði verið, þar sem framkvæmdin yrði svo flókin. Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra sagði að um það ríkti samstaða inn- an ríkisstjórnarinnar að skattleggja skyldi allar tekjur jafnt, hvaðan sem þær væru runnar. „Þar með erum við sammála um að skattleggja beri fjármagns- og eignatekjur eins og aðrar aflatekjur manna. Ég lít miklu frekar á þetta sem samræmingu í skattheimtunni, heldur en sérstaka fjáröflunarleið ríkissjóðs,“ sagði við- skiptaráðherra. Hann sagði að þessi skattlagning væri afskaplega flókið mál og krefðist rækilegs undirbún- ings, þannig að á þessu stigi væri ekki hægt að segja til um það hve- nær hægt væri að hrinda málinu í framkvæmd. Viðskiptaráðherra kvaðst telja að eignaskatturinn myndi lækka mjög mikið, eða jafnvel hverfa, þegar þessi skattheimta væri komin á. „Þar á ég einkum við háþrep eignaskatts- ins, sem var nú misráðið á sínum tíma,“ sagði Jón, og bætti því við að hann væri talsmaður þess að fara með gát og gefa mönnum góðan fyrirvara á því sem gera skyldi. Tilkynna þarf skattskylda starfsemi íyrir 31. október la til að tilkynna starfsemi sína til skráningar hjá skattstjóra hvílir á öllum sem stunda virðisaukaskattsskylda starfsemi. Eyðublað fyrir tilkynningu (RSK 10.11) á að hafa borist flestum sem eiga að innheimta og skila virðisaukaskatti frá 1. janúar nk. Eyðublaðinu á að skila til skattstjóra í því umdæmi sem rekstraraðili á lögheimili. Þeir sem ekki hafa fengið tilkynningar- eyðublað þetta sent, en stunda virðisauka- skattsskylda starfsemi, geta nálgast eyðublaðið hjá skattstjóra eða hjá RSK. Þeir sem hefja virðisaukaskattsskyldan rekstur eftir 31. október skulu tilkynna starfsemi sína til skattstjóra eigi síðar en átta dögum áður en starfsemin hefst. Áritaðar upplýsingar um starfsemi eða koma á framfæri viðbótarupplýsingum er það gert á eyðublaðinu áður en því er skilað til skattstjóra. Einnig skal færa á eyðublaðið aðrar umbeðnar upplýsingar, t.d. hverjir eru eigendurog stjórnendurfyrirtækja. Skráningarnúmer lr skattstjóri hefurtekið rekstraraðila á skrá mun hann senda honum staðfestingu um skráninguna og jafnframt tilkynna honum um skráningarnúmer hans í tölvukerfi RSK. Skráningarnúmer þetta á að komafram á sölureikningum fyrirtækis (rekstraraðila). 1 ■ ■ ■?; V . - . ■ .. . ‘ t -■ SV ■, ■ , \ . . Upplýsingasími RSK vegna virðisaukaskatts er 624422 ablaðið erfyrirfram áritað með þeim upplýsingum sem skattyfirvöld hafa um rekstraraðila. Ef ástæða er til að leiðrétta RSK RÍKISSKATTSTJÓRi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.