Morgunblaðið - 24.10.1989, Síða 33

Morgunblaðið - 24.10.1989, Síða 33
MORGÍ’N'játAÍ)m ÞKÍÐJl-'DAGÚR Íl. ÖKTÖBER Í989 33 Vil auka veg ferðamála og náttúruverndar —segir Charles Cobb yngri, nýskipað- ur sendiherra Bandaríkjanna á Islandi Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. „ísland er tilvalið land til ferðalaga og náttúruverndar. Ég myndi telja tíma mínum á landinu vel varið ef ég gæti unnið að framgangi slíkra mála,“ sagði Charles Cobb yngri sem tekur við stöðu sendiherra Bandaríkjanna á íslandi í vikunni. Fréttaritari Morgunblaðsins átti tal við sendiherrann á heimili hans i Washington á dögunum. Morgunblaðið/Bj ami Cobb sagðist hafa rætt þessi mál við George Bush forseta sem legði mikla áherslu á náttúruverndarmál og hefði hvatt sig í þessum efnum. „Það yrði mér sönn ánægja að leggja mitt af mörkum til að auka þekkingu fólks á íslandi sem landi ferðaþjón- ustu og náttúruverndar í framtíðinni og jafnframt að gagnkvæmum heim- sóknum íbúa landanna tveggja fjölgi á komandi ámm,“ sagði sendiher- rann. Hann talar af rcynslu um þessi mál. Er hann tók við ráðherraemb- ætti í Bandaríkjastjórn valdi hann stöðu aðstoðarráðherra í ferðamálum fremur en æðra embætti í viðskipta- ráðuneytinu, er honum bauðst. Þann- ig taldi hann sig fá fleiri tækifæri til að vinna að þessum áhugamálum Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, tók fyrstu skóflustung- una að fyrstu félagslegu kaupleiguíbúðunum, sem byggðar verða frá grunni á höfuðborgarsvæðinu. íbúðirnar eru við Trönuhjalla í Hjalla- hverfi í Kópavogi. ______________t Félagslegar kaupleigu- íbúðir reistar í Kópavogi FYRSTA skóflustungan að fyrstu félagslegu kaupleiguíbúðunum, sem reistar eru á höfuðborgarsvæðinu, var tekin sl. fimmtudag. Ibúðirn- ar verða byggðar við Trönuhjalla 19-23 í Kópavogi. Byggt verður þriggja hæða IJölbýlishús með þremur stigagöngum, 24 íbúðir alls: fímmtán þriggja herbergja , þijár Qögurra herbergja og sex tveggja herbergja. Aætlað er að byggingatíminn standi í rúmt ár og fyrstu íbíðir afhendis fyrir jól 1990. Lög um kaupleiguíbúðir voru samþykkt á Alþingi í fyrra og skömmu síðar samþykkti bæjar- stjórn Kópavogs að byggja og kaupa 40 kaupleiguíbúðir, 24 fé- lagslegar og 16 almennar. Jafn- framt var úthlutað lóð undir hús- bygginguna í Hjallahverfi og í júlí sl. veitti húsnæðismálastjóm ríkis- ins lánsheimild fyrir íbúðunum. Fjármögnun félagslegu kaup- leiguíbúðanna verða á þann hátt að 85% byggingarkostnaðar fæst að láni úr byggingasjóði verka- Seyðisljörður: Ákvörðun um röð virkjana mótmælt BÆJARSTJÓRN SeyðisQarðar hefiir samþykkt að mótmæla ákvörðun um virkjanir, þar sem Fljótdalsvirkjun er látin silja á hakanum. gengist hefur síðustu áratugina.“ Tillagan, sem samþykkt var sam- hljóða, var send til Iðnaðarráðherra, Alþingismanna Austurlands og Rafmagnsveitustjóra ríkisins. manna, sem húsnæðismálastjórn hefur umsjón með, á sömu kjörum og gilda um lán til verkamannabú- staða. Afganginn, 15%, byggingar- kostnaðar leggur Kópavogskaup- staður fram. Sömu tekjumörk gilda um umsækjendur félagslegra kaup- leiguíbúða og verkamannabústaða. Fyrir umsækjendur almennra kaup- leiguíbúða gilda aftur á móti engin tekjumörk. Fjármögnun almennra kaup- leiguíbúða er með þeim hætti að byggingasjóður ríkisins greiðir 70% af byggingakostnaði auk 15% til Kópavogsbæjar og eru þau lán á sömu vaxtakjörum og almenn hús- næðislán. Bæjarsjóður leggur svo til jmu 15% sem á vantar. I báðum þessum kaupleigukerf- um er boðið upp á íbúðarkaup eða leigu á íbúð. Hafi notandi íbúðar ákveðið að kaupa hana eftir að hafa búið í henni til dæmis í fímm ár, fær hann leiguna ekki metna í kaupverð hennar og sama gildir fari hann úr íbúðinni eftir sama tíma. Hafi hinsvegar íbúinn gert samning um kaup á íbúðinni í upp- hafi og fari úr henni, þá fengi hann endurgreidda útborgun sína og allar afborganir með vöxtum og verð- bótum. sínum en í starfi þar sem hann feng- ist eingöngu við viðskiptamálin. Cobb sagðist hafa mikinn áhuga á ferða- málaráðstefnu sem ráðgerð er í Reykjavík næsta haust, að forgöngu Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Sendiherrann er nýkominn frá Japan þar sem hann ræddi m.a. um þessa fyrirhuguðu ráðstefnu við japanska áhrifamenn í ferðamálum. Hann gerði ráð fyrir að margir þeirra sem hann átti tal við myndu koma á ráð- stefnuna í Reykjavík. ' Utanríkismálanefnd öldungadeild- ar Bandaríkjaþings samþykkti þegar í stað skipun Cobbs í sendiherrastöð- una. Nefndin hafði kallað fyrir sig fjóra tilvonandi sendiherra, sem Bush hafði tilnefnt, og spurði þá hvernig þeir myndu bregðast við ýmsum málum sem á döfinni eru eða geta komið upp á næstunni. Daginn eftir var skipun Cobbs samþykkt og þykir það óvenju fljót afgreiðsla. Raunar kemur oft fyrir að nefndin tefji svo mjög skipun í sendiherrastöðu að forsetinn neyðist til að afturkalla skipunina. Forysta íslands í EFTA Það vakti nokkra athygli í nefnd- inni er Cobb benti á að Islendingar gegndu nú forystu í Fríverslunar- bandalagi Evrópu (EFTA) og út- skýrði mikilvægi þess varðandi könn- unarviðræður EFTA við Evrópu- bandalagið. Sendiherrann sagði að þetta skipti Bandaríkin að sjálfsögðu nokkru máli. Það riki sem hefði for- ystuna á hendi mótaði vafalaust að verulegu leyti sjónarmið EFTA. Charles Cobb er áhugasamur um íþróttir og hefur m.a. setið sem vara- fulltrúi í Ólympíunefnd Banda- ríkjanna. Hann var varamaður í sveit Bandaríkjamanna í 110 m grinda- hlaupi á Ólympíuleikunum í Róm árið 1960. Cobb hefur verið umsvifa- mikill kaupsýslumaður, var m.a. framkvæmdastjóri fyrirtækjanna Arvida Disney og Penn Central en hið síðarnefnda veltir árlega um 180 milljörðum Bandaríkjadollara og hef- ur 40 þúsund manna starfslið. Eigin- kona sendiherrans er Sue McCourt Cobb og er hún lögfræðingur. Þau eiga fastaheimili sitt í Miami í Florida og eiga tvo syni; Christian sem er 26 ára gamlan húsameistari, og Tob- in Templeton, 25 ára háskólanema. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Baker, og Ingvi S. Ingvarsson sendiherra hugðust vera við innsetn- ingarathöfnina á mánudag. Leiðrétting ORSAKASAMHENGI brenglað- ist nokkuð í frétt Morgunblaðsins um möguiega metframleiðslu í Alverinu, en fréttin birtist síðast- liðinn föstudag. Brengl þetta gerði fréttina heldur torskilda og er hér því endurbirtur lag- færður sá kafli hennar er bren- glaðist. Einar Guðmundsson, tæknilegur framkvæmdastjóri Álversisins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að markaðsaðstæður væru góðar nú, þótt markaðurinn hefði að vísu veikzt að undanförnu og siðustu daga hefði verið nokkuð um af- pantanir. Á árinu 1988 fór mark-, aðsverð á áli yfir 2.000 dollara á tonn, en hefur á þessu ári farið niður fyrir 1.700 dollara á tonn. Eftir að fellibýlurinn Hugo olli því að stór álverksmiðja í suðurhluta Bandaríkjanna lokaðist, hefur verð- ið hækkað aftur, og er það nú vel yfir 1.800 dollarar á tonn. Innflutmngur mjólk- urvara er ólíklegur EKKI hafa borist neinar formleg- ar tilkynningar til Framleiðslu- ráðs um að mjólkurskortur sé yfir- vofandi í landinu í heild, að sögn Gísla Karlssonar, framkvæmda- stjóra Framleiðsluráðs landbúnað- arins. „Það kann að vera að eitt- hvað þurfi að miðla til á milli svæða, en það hefur þurft að gera áður, og ég sé engin teikn um að grípa þurfi til innflutnings á mjólkurvörum á næstu mánuð- um,“ sagði Gísli. Innvigtað mjólkurmagn í séptem- ber var að sögn Gísla í lakara lagi vegna óhagstæðs tíðarfars til haust- beitar. „Það kæmi mér á óvart ef magnið eykst ekki nú þegar kemur lengra fram á haustið. Það þarf að jafna mjólkurmagnið innanlands, en þegar framleiðsla og neysla haldast í hendur þarf raunverulega að nýta hvern einasta dropa. Það gerir veru- fegar kröfur til mjólkuriðnaðarins að svara þessum nýju viðhorfum, en það hefur verið stefnan undanfarin 8-10 ár að færa framleiðsluna nálægt inn- anlandsþörfum,“ sagði Gísli. „Bæjarstjórn Seyisfjarðar lýsir furðu sinni á því að Landsvirkjun sniðgangi samþykktir Alþingis, varðandi röð virkjana. Alþingi hefur ákveðið að næsta stórvirkjun verði Fljótódalsvirkjun og því hefur ekki verið breytt. Þrátt fyrir þetta hefur Lands- virkjun, sem er í meirihlutaeign ríkis og Reykjavíkurborgar, hafið undirbúning að áframhaldandi virkjunum.í miðju eldsumbrota- og jarðskjálftasvæði landsins. Bæjarstjórn mótmælir því harð- lega að ákvarðanir Alþingis íslend- inga séu hunsaður á þennan hátt. Bæjarstjómi bendir á að Reykjavík- urborg, eitt sveitarfélaga, hefur með eignaraðild sinni að Lands- virkjun náð undirtökunum í ákvarð- anatöku um virkjanir í skjóli rang- látra laga um einkarétt á vatn- snotkun til virkjana. Þá bendir Bæjarstjórn Seyðisfjarðar á að stór- felldar fjárfestingar í orku og stór- iðjumannvirkjum á SV-landi sam- fara fyrirsjáanlegum samdrætti í fiskafla landsmanna viðheldur og eykur þá byggðaröskun sem við- asindola Vent-Axiai LOFTRÆSIVIFTUR GLUGGAVIFTUR - VEGGVIFTUR BORÐVIFTUR - LOFTVIFTUR Ensk og Fiollensk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræsiviftum. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta (FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.