Morgunblaðið - 26.10.1989, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1989-
5
Sakadómur Reykjavíkur:
Kröfu um frávísun
Hafskipsmáls synjað
SAKADÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu verjenda fímm sak-
borninga í Hafskipsmálinu um að málinu verði vísað frá dómi vegna
ágalla á rannsókn þess og vanhæfis fyrrum rannsóknarlögreglu-
stjóra, Hallvarðs Einvarðssonar, en ákæran sé að mestu leyti byggð
á grundvelli rannsóknar undir stjórn hans. Verjendurnir lýstu því
strax yfir að úrskurður sakadóms yrði kærður til Hæstaréttar.
Guðmundur Ingvi Sigurðsson,
einn verjendanna, hefur óskað eftir
því við forseta Hæstaréttar að
munnlegur málflutningur verði um
frávísunina í Hæstarétti. Veijendur
skila skriflegum greinargerðum
innan þriggja daga og í framhaldi
af því er búist við afstöðu réttarins
til þeirrar beiðni og að ákveðið verði
hvenær mæalið verði tekið þar á
dagskrá. Staðfesti Hæstiréttur úr-
skurð sakadóms fær málið efnis-
meðferð fyrir dóminum og hefjast
vitnaleiðslur þá innan skamms.
í úrskurði sakadómaranna,
Sverris Einarssonar, Arngríms ís-
berg og Ingibjargar Benediktsdótt-
ur, segir meðal annars að þrátt
fyrir að rannsókn málsins sé í
mörgu ábótavant telji dómurinn að
næg rannsókn hafi farið fram til
að ákæruvaidið gæti myndað sér
skoðun um hugsanleg lögbrot og
tekið ákvörðum um málshöfðum.
Úr flestu því sem ábótavant sé ta-
lið við frumrannsóknina megi bæta
við meðferð málsins fyrir dómi,
meðal annars með því að fela RLR
frekari rannsókn. Hvað varðar van-
hæfi Hallvarðar Einvarðssonar tel-
ur dómurinn að endurmat hins sér-
staka ríkissaksóknara á gögnum
fyrri rannsóknar leiði til þess að
hún teljist hluti nýrrar rannsóknar.
Ýmsar greiðslur til
þingmanna hækka
SAMHLIÐA breytingum á þingfararkaupi, sem Kjaradómur hefúr
úrskurðað að verði 156.685 krónur á mánuði frá 1. nóvember, hækka
ýmsar greiðslur til þingmanna.
Sainkvæmt upplýsingum Frið-
riks Ólafssonar, skrifstofustjóra
Alþingis, hækkar mánaðarleg
greiðsla til þingmanna vegna hús-
næðiskostnaðar úr 31 þúsund krón-
um í 35 þúsund og dagpeningar til
dreifbýlisþingmanna um þingtím-
ann hækka úr 1200 krónum í 1500
krónur. Dvalarkostnaður í kjör-
dæmi þingmanna, sem búsettir eru
í Reykjavík, hækkar úr 180 þúsund
krónum á ári í 190 þúsund. Þá
hækka mánaðarlegar greiðslur
vegna ferðakostnaðar í kjördæmi
úr 9 þúsund krónum 110 þúsund í
Reykjavík, úr 17 þúsund krónum í
18 þúsund hjá þingmönnum
Reykjaneskjördæmis og aðrir þing-
menn fá 29 þúsund á mánuði en
höfðu 27 þúsund.
Auk þessa fá þingmenn greiddan
kostnað við einn síma.
'KuátcUó-
FR-F AfilIRT
Sfðasta sýnino laugardagskvðld
Rómantísk og stórskemmtileg
upprifjun 45 ára söngferils
Hauks Morthens í nýjustu
salarkynnum Hótels Islands,
VTtH
Erla Þorsteinsdóttir kveður að
lokinni þessari sýningu,
Enginn má missa afþessari
frábæru kvöldstund.
Matsedill:
Forréttir að eigin vali:
Kryddjurtasoðin laxarós
Hcimsins bcsta fískisúpa
Kóngasveppasúpa
Rækjur á austurlandavísu
Aðalréttur:
a) Lambahnetusteik
b) Grísabarbecuesteik
c) Grillaður lax í sólskinssósu
Eftirréttir:
KonfekttrifHe
Sælkeraís
eða kafTi og konfekt
HOTEL tgiAND-
Miðasala og borðapantanir í
síma687111. gsv---.
í
9 9
Bíllinn sem geislar af
0
HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900