Morgunblaðið - 26.10.1989, Page 18
MORGUNBIíAÐIÐ PIMMTKDAGUR 26:. OKTQBERil980
1|£
Könnun Verðlagsstofíiunar á verði matvöru í höfuðborgum nokkurra landa:
Verðið hæst í Reykja-
vík í 13 tilvikum af 28
Smásöluverð reyndist vera hæst í Reykjavík á 8 af 12 landbúnaðarvörum
VERÐLAGSSTOFNUN gerði verðkönnun í Reykjavík á 28 algengum
matvörum í lok júnímánaðar síðastliðins, og á sama tima var verð
á sömu vörum kannað í Þórshöfn, Kaupmannahöfn, Osló, Stokk-
hólmi, Helsinki og London. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar
reyndist verð vera hæst í Reykjavík á 13 þessara vörutegunda.
Verðið var kannað í nokkrum verslunum í hverri borg, og var eins-
konar miðverð á hverri vörutegund lagt til grundvallar úrvinnslu
Verðlagsstofiiunar. Auk upplýsinga um smásöluverð var reynt að
afla upplýsinga um ýmsa þætti verðmyndunar varanna, svo sem
tolla, og önnur opinber gjöld, niðurgreiðslur og verslunarálagningu.
í upplýsingum frá Verðlags-
stofnun kemur fram að í könnun-
inni reyndust upplýsingar .frá
hverri borg vera misjafnlega ítar-
legar, en frá Þórshöfn, Stokkhólmi
og Helsinki bárust allgóðar upplýs-
ingar. Frá Kaupmannahöfn komu
upplýsingar um smásöluverð og
smásöluálagningu, en frá Osló og
London bárust aðeins gögn um
smásöluverð.
Á það skal bent að verð á þeim
vörum sem í könnuninni eru hefur
breyst frá því könnunin var gerð.
Á það ekki síst við um landbúnað-
arvörur hérlendis, sem hafa ýmist
hækkað í verði eða lækkað.
Ýmsa fyrirvara þarf að setja
þegar verðlag er borið saman á
milli landa, og þar sem verðið í
umræddri könnun var aðeins kann-
að í fáeinum verslunum í hverri
borg þurfa verðupplýsingar ekki í
öllum tilfellum að vera dæmigerðar
fyrir hinar einstöku borgir, þó að
áhersla hafi verið lögð á að skrá
það sem kalla mætti algengt verð.
Flestar vörurnar sem könnunin
náði til eru algengar neysluvörur
á öllum þeim stöðum sem könnun-
in var gerð. Þó ber að varast að
draga of víðtækar ályktanir út frá
þeim og meta þannig almennt
matvöruvöruverð á grundvelli
þeirra, meðal annars vegna þess
að söluvægi þeirra getur verið
misjafnt eftir löndum. Til dæmis
er neysla á lambakjöti mun meiri
hér á landi en í hinum löndunum
og það sama gildir um fisk.
Vöruverð er umreiknað frá
gjaldmiðlum hinna einstöku landa
í íslenskar krónur miðað við gengi
gjaldmiðla á ákveðnurn tíma, og
er ekki lagt mat á það hvort hlut-
fallslegur munur á gjaldmiðlum
var „dæmigerður" þegar verð-
könnunjn var gerð.
Þrátt fyrir þessa fyrirvara gefur
könnunin athyglisverða mynd af
verði þeirra vörutegunda sem
kannaðar voru í fyrmefndum borg-
um.
Einnig koma fram fróðlegar
upplýsingar um verðmyndun ein-
stakra vörutegunda, svo sem
skatta, álagningu og niðurgreiðsl-
ur, og á það sérstaklega við um
verðmyndun á landbúnaðarvömm,
segir í frétt Verðlagsstofnunar.
Landbúnaðarvörur
Um einstaka vömflokka kemur
eftirfarandi fram í frétt Verðlags-
stofnunar:
„Þrátt fyrir . allmiklar niður-
greiðslur á landbúnaðarvörum
reyndist smásöluverð vera hæst í
Reykjavík á átta af tólf landbúnað-
arvömm sem könnunin náði til.
Þetta kemur að vísu ekki á óvart
miðað við fyrri kannanir sem gerð-
ar hafa verið, en hins vegar er
verðmunurinn í nokkmm tilvikum
það mikill að sérstaka athygli vek-
ur. Sem dæmi má nefna kjúklinga,
egg, ijóma og osta.
Atta af landbúnaðarvörunum
tólf reyndust vera ódýrastar í Þórs-
höfn í Færeyjum, en það stafar
meðal annars af því að stór hluti
landbúnaðarvara er innfluttur í
Færeyjum.
Á það skal bent að mjólk og
jógúrt em meðal þeirra landbúnað-
arvara sem Færeyingar framleiða
sjálfir, og lambalæri sem könnuð
voru í Þórshöfn em íslensk.
Heildsöluverð á kjúklingum og
eggjum reyndist vera rúmlega
fimmfalt hærra í Reykjavík en í
Þórshöfn í Færeyjum og verð til
eggjabænda á íslandi var hærra
en smásöluverð úr verslunum í öll-
um borgunum sem samanburður-
inn náði til.
Innlendar framleiðsluvörur
Auk landbúnaðarvara náði
könnun Verðlagsstofnunar til tíu
annarra innlendra framleiðsluvara,
og komu þessar vömr mun betur
út úr verðsamanburðinum en land-
búnaðarvömrnar.
Kaffi reyndist vera ódýrast í
Reykjavík, og fiskur var einnig
ódýr. Hreinn appelsínusafi, öl og
gosdi-ykkir vom hins vegar dýrast-
ir í Reykjavík, sem meðal annars
má rekja til vöragjalds og sölu-
skatts.
Innfluttar vörur
í könnuninni voru sex innfluttar
vömr, og þegar á heildina er litið
kemur Reykjavík ekki illa út úr
verðsamanburði á þeim vömm.
Sem dæmi má nefna að hveiti var
ódýrast í Reykjavík, og kornflögur
vom á lægsta verði í Reykjavík
af höfuðborgum Norðurlandanna.
Verslunarálagning og
söluskattur
Verslunarálagning á landbúnað-
arvömm var lægst í Reykjavík og
á öðrum vömm var hún svipuð eða
lægri en í hinum höfuðborgunum.
Upphæð söluskatts á landbún-
aðarvömm var í ýmsum tilvikum
mun hærri hér á landi en erlendis
vegna hins háa kostnaðarverðs."
I frétt Verðlagsstofnunar segir
ennfremur: „Sölu- eða virðisauka-
skattur á matvömm er 25% á ís-
landi, og er hann hærri þar en í
þeim löndum sem samanburður var
gerður við. I Færeyjum er enginn
slíkur skattur, 22% í Danmörku,
20% í Noregi, 23,46% í Svíþjóð,
19,76% í Finníandi, og í Englandi
er enginn virðisaukaskattur á mat-
vömm, en 15% skattur á sælgæti,
öli og gosdrykkjum."
Mjólkurvörur
(smásöluverð + söluskattur):
Reykja- vík Þórs- höfn Kaupm.- höfn Osló Stokk- hólmur Helsinki London
Mjólk 100 99 79 83 73 80 71
Rjómi 100 51 41 56 79 63 41
Smiör 100 41 65 52 75 115 55
Ostur 26% 100 52 58 63 82 91 57
Jógúrt m/ávöxtum 100 90 35 86 66 76 65
Camembertostur 100 48 44 43 75 69 39
Mjólk var niðurgreidd á öllum þeim stöðum sem sundurgreindar upplýs-
ingar bárust frá. Mest var hún niðurgreidd á íslandi eða um 36% af
óniðurgreiddu heildsöluverði. í Færeyjum var niðurgreiðslan 24% af
óniðurgreiddu heildsöluverði, 27% í Svíþjóð og 18% í Finnlandi.
Rjómi var niðurgreiddur um 6% af óniðurgreiddu heildsöluverði á ís-
landi og 18% í Finnlandi. Var heildsöluverð rjóma 96% hærra í Reykjavík
en í Þórshöfn, 57% hærra en í Stokkhólmi og 62% hærra en í Helsinki.
Smjör var niðurgreitt um sem nam 60% af óniðurgreiddu heildsöluverði
á íslandi og 20% í Finnlandi. Heildsöluverð var 130% hærra í Reykjavík
en í Þórshöfn, 56% hærra en í Stokkhólmi en 23% hærra í Helsinki en
í Reykjavík.
Ostur var eins og rjómi og smjör greiþdur niður á islandi og Finnlandi.
Á íslandi nam niðurgreiðslan 18% af óniðurgreiddu heildsöluverði en
16% í Finnlandi. Heildsöluverð í Reykjavík var 149% hærra en í Þórs-
höfn, 48% hærra en í Stokkhólmi og 10% hærra en í Helsinki.
Jógúrt og camembertostur voru aðeins niðurgreidd í Finnlandi. Var
heildsöluverð á jógúrt álíka hátt í Reykjavík og Þórshöfn, 68% hærra en
í Stokkhólmi og 42% hærra en í Helsinki. Heildsöluverð á camembertost-
inum var 142% hærra í Reykjavík en í Þórshöfn, 74% hærra en í Stokk-
hólmi og 75% hærra en í Helsinki.
Innl. framleiðsluvörur
(smásöluverð + söluskattur):
Reykja- vík Þórs- höfn Kaupm.- höfn Osló Stokk- hólmur Helsinki London
Ýsuflök, roöflett 100 90 126 150 135 141
Rauðsprettuflök 100 68 215 250 219 195
Heilhveitibrauð 100 74 59 90 135 57
Franskbrauð 100 62 74 62 116 120 50
Borðsmiörlíki 100 57 62 61 123 200 65
Hreinn appelsínus. 100 67 58 59 68 83 65
Kaffi 100 151 108 126 118 108 127
Miólkursúkkulaði 100 115 85 69 90 124 46
Cola-drvkkur 100 ' 76 72 91 45
Pilsner 100 85 33 79 47 93 34
Fiskflök voru fryst í þeim erlendu borgum sem gerður var saman-
burður við og var innflutningsgjald á rauðsprettuflökum í Svíþjóð sem
nemur um 5% af heildsöluverði.
Borðsmjörlíki er með vörugjald í Finnlandi sem nam um 43% af heild-
söluverði og er það megin skýringin á háu verði á smjörlíki í Helsinki.—
Hreinn appelsínusafi var með vörugjaldi á íslandi sem nam 16% af
heildsöluverði og vörugjald í Finnlandi er um 26% af heildsöluverði.
Kaffi í samanburðarborgunum var með 2—3% vörugjald af heildsölu-
verði.
Á mjólkursúkkulaði var vörugjald sem nam 16% af heildsöluverðinu í
Reykjavík, rúmlega 6% í Þórshöfn, um 10% í Stokkhólmi og um 8% í
Helsinki.
Pilsner var með vörugjald sem nam 20% af heildsöluverði í Reykjavík,
25% í Þórshöfn og 4% í Helsinki. Á gosdrykkjum var 20% vörugjald
af heildsöluverði í Reykjavík, 6% í Stokkhólmi og 4% í Helsinki.
Kjöt og egg
(smásöluverð + söluskattur):
Reykja- vík Þórs- höfn Kaupm.- höfn Osló Stokk- hólmur Helsinki London
Lambalæri 100 53 59 103 95 160 78
Lambakótelettur 100 66 69 151 104 154 114
Nautahakk 100 47 66 163 108 129 64
Svínakótelettur 100 41 61 91 76 74 52
Kiúklingar 100 20 26 68 48 50 39
Egg 100 27 46 56 46 61 48
Lambakjöt var niðúrgreitt um 212,27 kr hvert kg. á íslandi. Ef miðað
er við lambalæri námu niðurgreiðslurnar um 31 % af óniðurgreiddu heild-
söluverði. í Finnlandi voru niðurgreiðslurnar 21 % af óniðurgreiddu heild-
söluverði. Heildsöluverð á lambalæri í Reykjavík var 87% hærra en á
íslensku lambalæri í Þórshöfn. Heildsöluverð á lambalæri í Reykjavík
var 22% hærra en í Stokkhólmi en hins vegar var verðið í Helsinki 28%
hærra en í Reykjavík.
Svínakótelettur voru aðeins greiddar niður í Finnlandi (20%). Heildsölu-
verðið í Reykjavík var 173% hærra en í Þórshöfn, 99% hærra en í Stokk-
hólmi og 62% hærra en í Helsinki.
Heildsöluverð á kjúklingum var rúmlega fimmfalt hærra í Reykjavík en
í Þórshöfn, 149% hærra en í Stokkhólmi og 134% hærra en í Hels-
inki. Það verð sem bændur fengu greitt fyrir kjúklinga á íslandi sam-
kvæmt ákvörðun sexmannanefndar var 41% hærra en hæsta heildsölu-
verðið sem borið var saman við. Liðurinn slátur- og heildsölukostnaður
var tvöfalt hærri en heildsöluverðið í Þórshöfn og álíka hár og heildsölu-
verð kjúklinga í Stokkhólmi. Kjúklingar voru niðurgreiddir í Finnlandi um
19% af óniðurgreiddu heildsöluverði.
Egg voru greidd niður í Finnlandi um 16% af óniðurgreiddu heildsölu-
verði. Grundvallarverð sem bændur fengu greitt fyrir egg í lok júní á
íslandi var hærra en smásöluverð með söluskatti í öllum borgum sem
hafðar eru til samanburðar. Heildsöluverð á eggjum í Reykjavík var
423% hærra en í Þórshöfn, 179% hærra en í Stokkhólmi og 85%
hærra en í Helsinki.
Innfluttar matvörur
(smásöluverð + söluskattur):
Reykja- vík Þórs- höfn Kaupm.- höfn Osló Stokk- hólmur Helsinki London
Gulrætur 100 67., 53 46 96 68
Epli, rauð delicio- us 100 141 73 134 124 109 86
Bananar 100 90 67 70 78 80
Hveiti 100 146 125 108 158 216 114
Kornflögur 100 154 112 117 118 51
Strásykur 100 78 165 148 106 99
Á gulrótum voru aðflutningsgjöld um 19% af kostnaðarverði innflytjan-
dans í Reykjavík. Hins vegar voru gulrætur niðurgreiddar í Helsinki um
22% af óniðurgreiddu heildsöluverði.
Epli voru einnig niðurgreidd í Finnlandi (17%) en bananar voru þar með
um 19% aðfluntingsgjöld af heiidsöluverði.
Hveiti var lítillega niðurgreitt í Finnlandi en sykur var með aðflutnings-
gjöldum og vörugjaldi í Reykjavík (23% af kostnaðarverði innflytjan-
dans) og Kaupmannahöfn 38% af heildsöluverði.
Kornflögur voru með aðflutningsgjöld í Reykjavík (16% af kostnaðar-
verði), Stokkhólmi (10%) og Helsinki (6%). *