Morgunblaðið - 26.10.1989, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ,OKTÓBER 1989
Ný þingmál:
Réttindi og skyld-
ur á vinnumarkaði
Þingmenn Samtaka um
kvennalista endurflytja tillögu
til þingsályktunar frá síðasta
þingi um að félagsmálaráð-
herra verði falið að gera sérs-
takt átak til að kynna fólki á
vinnumarkaðnum réttindi þess
og skyldur. í því skyni skipi
ráðherra sjö manna nefiid er
kanni annars vegar hvernig
best megi tryggja að allir er
ráðist til starfa á almennum
vinnumarkaði þekki réttindi
sín og skyldur og hins vegar
hvernig best megi tryggja að
einstaklingar, er fá laun sín
greidd sem verktakar eða eftir
uppmælingu, njóti eigi lakari
Þrír þingmenn Framsóknarflokksins:
Eftir launasj óður
allra landsmanna
LÖGÐ hefur verið fram í Sameinuðu þingi þingsályktunartillaga
þess efriis að nefiid verði skipuð til þess að móta reglur um eigin
eftirlaunasjóði allra landsmanna og um uppgjör réttinda launþega
í núverandi lífeyrissjóðum. Flutningsmenn eru Guðni Ágústsson
(F/Sl), Alexander Stefánsson (F/Vl) og Stefán Guðmundsson
(F/Nv). í tillögunni er meðal annars gert ráð fyrir að réttindi
samkvæmt þessum reglum gangi til maka við andlát eða verði
erfðafé aðstandenda.
í tillögunni er gert ráð fyrir að
nefnd sú sem skipuð verði kanni
stofnun eftirlaunasjóðs fyrir ein-
staklinga samkvæmt eftirfarandi
hugmyndum:
Við upphaf ævistarfs eignist
hver einstaklingur eigin eftirla-
unareikning í umsjón banka,
tryggingarfélags eða þeirra aðila
sem til þess hafa hlotið tilskilin
leyfi og fylgi eftirlaunareikningur-
inn viðkomandi einstaklingi út
starfsævina. Er lagt til að 10%
af tekjum launþega og reiknuðum
launatekjum þeirra er stunda sjálf-
stæðan atvinnurekstur renni í
sjóðinn, en að því er varðar aðra
en þá sem sjálfstæðan atvinnu-
rekstur stunda greiði atvinnurek-
endendur 6% en launþegar 4%.
Sjóðirnir séu verðtryggðir og
ávaxtaðir á bankareikningum eða
með verðbréfum skráðum á opin-
beru verðbréfaþingi.
Við 65-70 ára aldur verði farið
að greiða eigandanum eftir
ákveðnum reglum úr sjóðnum og
hann endurgreiddur að fullu á
ákveðnu tímabili. Allar greiðslurn-
ar verði skattfrjálsar og við andlát
verði eftirlaunasjóðurinn eign
maka eða erfðafé aðstandenda.
Eftirlaunasjóðirnir séu sameign
meðan hjónaband eða sambúð var-
ir en skiptist til helminga við bú-
skipti eða skilnað.
Enn fremur er í þingsályktunar-
tillögunni lagt til að ríkið stofni
tryggingarsjóð sem taki við trygg-
ingarþætti lífeyrissjóðanna og
starfi hann við hlið eða verði felld-
ur undir Tryggingarstofnun ríkis-
ins.
kjara en launþegar í hliðstæð-
uin störfúm.
Nýir atvinnumöguleikar á
landsbyggðinni
Þingmenn Samtaka um kvenna-
lista hafa lagt fram tillögu til
þingsályktunar þess efnis að
ríkisstjórninni verði falið að
kanna með hvaða hætti unnt sé
að nota nútíma tölvu- og fjar-
skiptatækni til að flytja verkefni
á vegum ríkisstofnana og annarra
aðila frá höfuðborgarsvæðinu til
annarra landshluta.
Lagt er og til að kannaðir verði
sérstaklega möguleikar á því að
nýta þessa tækni til að koma á
laggirnar ijarvinnustofum í því
skyni að fjölga störfum og auka
fjölbreytni í atvinnulífi byggðar-
laganna.
Sementsverksmiðju ríkisins
breytt í hlutafélag
Friðrik Sophusson (S/Rv) end-
urflytur frumvarp frá síðasta
þingi um stofnun hlutafélags um
Sementsverksmiðju ríkisins. Er í
frumvarpinu gert ráð fyrir að
ríkisstjómin leggi verksmiðjuna
sjálfa og fylgifé hennar til hins
nýja hlutafélags og að fram fari
mat á á eignum Sementsverk-
smiðju ríkisins til viðmiðunar við
ákvörðun hlutafjárupphæðar hins
nýja hlutafélags, en ráð er fyrir
gert að við stofnun séu öll hluta-
bréf í eigu ríkissjóðs. Til sölu hlut-
aijár mun samkvæmt frumvarp-
inu þurfa heimild Alþingis.
Atvinnumálaneftidir
Hjörleifur Guttormsson
(Abl/Al) beinir eftirfarandi fyrir-
spurn til forsætisráðherra:
1. Hveijir eiga sæti í atvinnu-
málanefndum sem skipaðar
hafa verið á þessu ári af for-
sætisráðherra og hagstofuráð-
herra?
2. Hvert er verksvið þessara
nefnda hvorrar um sig og hve-
nær er þeim ætlað að ljúka
störfum?
Sjóðsstaða og ríkisframlög
til Húsnæðisstofiiunar
ríkisins
Guðmundur H. Garðarsson
(S/Rv) beinir eftirfarandi fyrir-
spurn til félagsmálaráðherra:
1. Hvernig hefur framlag ríkis-
sjóðs til Húsnæðisstofnunar
ríkisins breyst á síðustu árum
miðað við samkomulag aðila
vinnumarkaðarins og ríkis-
stjóriiarinnar í febrúar 1986?
Óskar þingmaðurinn yfirlits til
30. september 1989.
2. Hversu stór hluti af framlagi
ríkissjóðs samkvæmt fjárlög-
um. viðkomandi ára barst til
Húsnæðisstofnunar?
3. Hver hefur verið mánaðarleg
sjóðsstaða Húsnæðisstofnunar
tímabilið 1. janúar 1988 til 30.
september 1989?
Undanþágur frá skóla-
skyldu og starfstíma
grunnskóla
i Danfríður Skarphéðinsdóttir
leggur eftirfarandi fyrirspurn fyr-
ir menntamálaráðherra:
1. Hve margir starfandi grunn-
skólar hafa nú undanþágu frá
fullri skólaskyldu eða starfs-
tíma skóla, samkvæmt heimild
í 5. gr. laga um grunnskóla,
nr. 63/1974, með áorðnum
breytingum?
2. Hve margir skólanna njóta
undanþágu skv. 1. gr. grunn-
skólalaganna annars vegar og
41. gr. hins vegar? Hve lengi
hafa þeir haft þessar undan-
þágur og hvenær falla þær úr
gildi?
3. Hve margir nemendur á aldrin-
um 7-16 ára njóta nú ekki
fræðslu í sínu skólahverfi
vegna undanþáguheimilda um
skyldu ríkis og sveitarfélaga
til „ ... að halda skóla fyrir
öll börn og unglinga á aldrin-
um 7 til 16 ára...“ eins og
segir í 1. gr. grunnskólalaga?
4. Hvernig er af hálfu yfirvalda
menntamála staðið að fræðslu
og aðbúnaði þeirra sem ekki
eiga þess kost að stunda skyld-
unám í sínu skólahverfi?
Kennarar og
leiðbeinendur í
grunnskólum og
framhaldsskólum
Danfríður Skarphéðinsdóttir
(SK/Vl) beinir svohljóðandi fyrir-
spurn til menntamálaráðherra:
1. Hvert er hlutfallið milli grunn-
skólakennara og leiðbeinenda
í fræðsluumdæmum landsins
miðað við fullt stöðugildi ann-
ars vegar og fy'ölda kennara
hins vegar?
2. Hvert er hlutfallið milli fram-
haldsskólakennara og leiðbein-
enda í fræðsluumdæmum
landsins miðað við fullt stöðu-
gildi annars vegar og fjölda
kennara hins vegar?
3. Hve margir leiðbeinendur á
hvoru skólastigi fyrir sig starfa
við stundakennslu?
ATVntWéVAUGLYSINGAR
Ólafsvík
Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið.
Upplýsingar í síma 91-83033.
fltaSmilÁitoifr
0
Dagvistarheimili
á Seltjarnarnesi óskar eftir starfsmanni í
100% afleysingarstarf strax.
Nánari upplýsingar um tilhögun starfsins og
launakjör veitir forstöðumaður í síma
611961.
Sjómaður
27 ára gamall sjómaður með full réttindi og
reynslu óskar eftir að komast á loðnu. Annað
kæmi einnig til greina.
Upplýsingar í síma: 689516
Beitningamenn
Vantar tvo vana menn til beitninga á bát í
Ólafsvík nú þegar.
Upplýsingar í símum 93-61141 og 93-61200.
Verslun f miðbæ
Reykjavíkur
óskar eftir að ráða starfsmann, 25 ára eða
eldri, strax. Leitað er að sjálfstæðum og
dugmiklum starfskrafti, vönum afgreiðslu-
störfum.
Vinsamlegast hringið í síma 18866 eftir kl. 17.
Launaskrifstofa
ríkissins
óskar að ráða starfsmann til skráningar-
starfa á diskettuvél sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veita Guð-
mundur H. Guðmundsson og Arnhildur Ásdís
Kolbeins í síma 609300 milli kl. 9.15 og
15.30.
Skriflegar umsóknir, er greini aldur, menntun
og fyrri störf, skilist til Launaskrifstofu ríkis-
ins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir lok
mánudagsins 30. október 1989.
Glæsileg verslun
Verslunarstjóri (372)
óskast til starfa hjá einni af allra glæsileg-
ustu verslun Reykjavíkur.
Við ieitum að virkum, útsjónarsömum og
markaðssinnuðum manni, sem hefur ánægju
af verslunar- og sölustörfum. Æskilegt að
viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á bygg-
ingavörum.
Starfssvið verslunarstjóra: Dagleg stjórnun.
Innkaup. Birgðahald. Uppgjör. Starfsmanna-
hald. Afgreiðslu- og sölustörf.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu-
blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar
merktar: „Glæsileg verslun - 372“.
Hagvangurhf
Grensásvegi 13
Reykjavík
Sími 83666
Ráðningarþjónusta
Rekstrarráðgjöf
Skoðanakannanir