Morgunblaðið - 26.10.1989, Page 30
-30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTOBER 1989
LYFTU
ÞÉR UPP
OG
OPNAÐU
PILSNER
6giU
...að sjálfsögðu!
NEYTENDAMAL
Fiskur hefur um aldir verið
ein af undirstöðufæðutegund-
um Islendinga. Nú á síðustu
árum hafa erlendir vísinda-
menn loks uppgötvað að fiskur
er hin mesta hollustufæða. Hér-
lendar rannsóknir hafa sýnt
fram á að fiskolía (lýsi) er
heppileg fyrir hjartastarfsem-
ina og erlendar rannsóknir
hafa leitt í ljós að fiskoliur
draga úr krabbameini í brisi.
Fituríkt fæði er tálið orsaka
þessa tegund krabbameins, en það
er fimmta algengasta krabba-
meinið í Bandaríkjunum. Nýlegar
dýratilraunir eru sagðar benda til
þess, að góðir skammtar af fisk-
olíum geti jafnframt dregið stór-
lega úr vexti krabbameins í band-
vef (fibrosarcoma).
Við höfum reyndar alltaf vitað
Hagnýt speki
Sá sem getur brosað
þegar eitthvað fer úr-
skeiðis, hefur venjulega
fúndið einhvern annan til
að skella skuldinni á.
verið rennt í skolvatn sem fiskur-
inn er þveginn úr. Það er að sjálf-
sögðu algjör eyðilegging á hráefn-
inu þar sem rotgerlarnir geta
skemmt hráefnið á nokkrum
klukkutímum.
Margs fleira þarf að gæta í
sambandi við meðferð á fiski til
neyslu. í nýrri stefnu í matargerð
segir að sjóða eigi fiskinn sem
allra minnst, helst að hita hann
aðeins að suðu. Hrár fiskur, graf-
lax og karfi, þykir hið mesta lost-
æti svo og hrá lúðuflök marineruð
í sítrónusafa. Hrár fiskur getur
verið ágætur, en það er nauðsyn-
legt að viðhafa ákveðnar varúðar-
ráðstafanir við matargerðina. í
fiski geta verið ormar eins og
hringormar, en þeir drepast við
suðu. í ýsu er lítið af hringormi
en meira í þorski, fremur lítið í
lúðu en þá helst við rafabeltið (þ.e.
við ugga og feitasta hluta fisksins
næst þeim). Síldarormurinn eða
anisakis er önnur tegund orma
öllu lífseigari. Hann heldur sig í
innyflum, aðallega síldar, en mun
minna er af honum í fiski hér á
norðlægum slóðum en í Norðursjó.
Erlingur Hauksson líffræðingur
hjá Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins var spurður að því, hvernig
öruggast væri að meðhöndla fisk
svo koma megi í veg fyrir að fisk-
ormar berist í fóik. Erlingur sagði
að hringormar þoli ekki suðu. Ef
léttsjóða á fisk skal hita hann í 7
mínútur í 70 gráðu heitum vökva.
Fisk sem borða á hráan skal und-
antekningarlaust frysta áður en
hann er grafinn eða marineraður.
Fiskinn á að frysta í einn sólar-
hring við -e20° C. Erlingur sagði
þetta vera varúðarráðstöfun en
frystingin drepur fiskorma.
I verslunum geta neytendur
keypt hráan fisk, grafinn og reykt-
an. Við þöfðum samband við fyrir-
tækið „íslensk matvæli" í Hafnar-
firði sem framleiðir bæði grafinn
fisk og reyktan. Sigurður Björns-
son framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins var spurður hvernig fiskurinn
væri meðhöndlaður áður en hann
fer í framleiðslu. Sigurður sagði
að hjá fyrirtækinu væri allur karfi
frystur áður en hann væri „graf-
inn“. Hann sagði að fyrirtækið
notaði eingöngu eldislax í sína
framleiðslu og þar sem eldislax
hefði aldrei gengið í sjó væri hann
laus við orma. Síldin er einnig fryst
áður en hún fer í reykingu og
Sjgurður bætti við, að þeir hjá
„Islenskum matvælum" legðu sig
fram við að koma góðri og ör-
uggri matvöru á markaðinn.
M. Þorv.
Fagur fískur í sjó
Frábært hráefni - vel meðfarið
að lýsið vinnur á ijölda kvilla og
eykur þrótt. Ekki rétt!
Þessar æskilegu fiskolíur eru
einnig til staðar í fiskholdinu
sjálfu, þar af leiðandi er fisk-
neysla æskileg. En það er með
fisk eins og önnur matvæli, hann
þarf að vera á boðstólum
óskemmdur, helst nýr og vel með-
farinn.
Meðferð á fiski í verslunum
hefur mikið batnað á síðustu
árum. í kæliborðum fiskverslana
og stórmarkaða má þó enn í dag
sjá fiskflök í kös í bökkum þar sem
fiskhold liggur við roð á næsta
fiskflaki. Oft er fiskholdið farið
að gulna en hefur þá um leið oft
fengið megna fisklykt.
Við leituðum til Gríms Valdi-
marssonar gerlafræðings forstjóra
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar-
• ins og spurðum hann hvaða breyt-
ingar hefðu orðið þarna í fiskinum.
Grímur sagði að utan á roði fisks-
ins væru svokallaðir „rotgerlar".
Ef gerlarnir komast í fiskholdið,
eins og á sér stað þegar roðið er
látið liggja að fiskholdinu, þá guln-
ar það og er það merki þess að
skemmdir séu þegar hafnar í fisk-
inum. „Það er mjög mikilvægt,“
sagði Gríniur, „að fisksalar láti
fiskinn alltaf liggja á ís í fisk-
borðum og það þarf að gæta þess
vel að hitastigið í borðunum sé
ekki hærra en 1° C. Kjörhiti þess-
ara rotgerla er 20? C og við það
hitastig tímgast þeir mjög hratt
og mynda þá slím.“ Hann benti
á, að auðvelt væri að fyrirbyggja
að rotnunargerlar fari í fiskhold á
flökuðum fiski. Það væri gert með
því að gæta ýtrasta hreinlætis og
með því að koma í veg fyrir að
fiskholdið komist í snertingu við
roðið sem hlaðið er rotgerlum.
Við neytendur höfum veitt því
athygli í gegnum árin, að í sumum
fiskverslunum hefur fiskur verið
flakaður og síðan hefur flökunum
Success
GUARANTEED ^
PtRFECriN fefRFp
8MINUTES
licíien Almondiiie ,
ivcTCd fílU' withVasta & Almonds j
Framandi og ógleymanlegur
hrísgrjónaréttur. Löng
hrísgrjón blönduð með ses-
am, möndlum og núðlum og
kryddað á afar sérstæðan
hátt. Svo sannarlega öðruvísi
kjúktingaréttur.
Fyrir 4 — suóulími 8 mín.
Heildsölubirgðir:
KARL K. KARLSSONkCO.
Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32
________Brids_____________
Amór Ragnarsson
Bridsfélag- Kópavogs
Lokið er tveimur kvöldum af þremur
í hraðsveitakeppni og er sveita nú þessi: staða efstu
Ragnar Jónsson 1179
Freyja Sveinsdóttir 1123
Sævin Bjarnason 1121
Jón Andrésson 1113
Oli H. Olafsson 1110
Síðasta umferðin verður spiluð nk.
fimmtudag í Þinghól kl. 19,45. Næsta
keppni félagsins verður barometer-
tvímenningur með tölvugefnum spilum.
Pétur og Anton
sigurvegarar á
Norðurlandsmóti
livaininstanga.
Norðurlandsmót í tvímenningfi í
brids var haldið á Hvammstanga
laugardaginn 14. október. Þátttak-
endur voru 26 pör, eða 52 spilarar
af svæðinu frá Akureyri til Hvamm-
stanga.
Spilaður var „barometer“. Bridsfélag
Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga
(BVHH), stóð fyrir mótinu. Bridsáhugi
hefur verið mikill hér á Hvammstanga
og starfandi bridsfélag í mörg ár. For-
maður BVHH er Flemming Jessen,
skólástjóri grunnskólans.
Úrslit urðu sem hér segir:
Pétur Guðjónsson —
Anton Haraldsson, Akureyri, 224
Ásgrímur Sigurbjörnsson —
Jón Sigurbjörnsson, Siglufirði 174
Einar Svansson —
Eýjólfur Sigurðsson, Sauðárkróki 140
Bogi Sigurbjörnsson —
Anton Sigurbjörnsson, Siglufirði 97
Hilmar Jakobsson —
Stefán Ragnarsson, Akureyri 69
Örn Einarsson —
Hörður Steinbergsson, Akureyri 66
Steinar Jónsson —
Ólafur Jónsson, Siglufirði 65
- Karl
Bridsfélag Hornafjarðar
Guðbrandur Jóhannsson og Gunn-
ar P. Halldórsson sigruðu í þriggja
kvölda tvímenningi sem nýlega er
lokið. Hlutu þeir 768 stig eða 66 stig-
um meira en Árni Hannesson og
Gestur Halldórsson sem urðu í öðru
sæti með 702 stig.
Næstu pör:
Þórir Flosason — Knútur 681
Svava Gunnarsdóttir — Birgir Bj.
Sigfinnur Gunnars — Björn Gíslason
672
Kolbeinn Þorgeirsson —
Jón G. Gunnarsson 666
Hæstu skor síðasta kvöldið hlutu
Þórir og Knútur 246 — Kolbeinn og
Jón 244 — Björn G. og Ingvar 236.
Meðalskor 630
Framvegis verður spilað í Golfskál-
anum á sunnudagskvöldum kl. 19.30.
Bridsfélag Suðurnesja
Gísli Torfason og Logi Þormóðs-
son sigruðu í minningarmótinu um
Skúla Thorarensen sem lauk sl.
mánudagskvöld. Gísli og Logi hlutu
346 stig og töpuðu engri setu i
keppninni sem var 19 umferða Butl-
er-tvímenningur.
Lokastaðan:
Gísli Torfason / Logi Þormóðsson /
Magnús Torfason ........... 346
Einar Jónsson / Karl Hermannsson /
Jóhannes Sigurðsson ....... 335
Gunnar Siguriónsson / Haraldur Bryni-
ólfsson ................... 310
Arnór Ragnarsson / Þórður Kristjáns-
son / Hjálmtýr Baldursson . 303
Jóhannes Ellertsson / Heiðar Agnars-
son ..................... 293
Stefán Jónsson / Kjártan Ólason / Sig-
urhans Sigurhansson ....... 293
Næsta keppni verður sveitakeppni
með 16 spila leikjum. Spilað er í Golf-
skálanum í Leiru kl. 20 á mánudags-
kvöldum.