Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.10.1989, Blaðsíða 34
3*4 •M<)RtíUNHLAÐÍD FJMMTÍíDAGUR löi OKTÓHÉr Í98í>. + Eiginmaður minn, ARNAR INGÓLFSSON, Melhaga 16, lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 24. október. Fyrir hönd aðstandenda, Herdfs Kristjánsdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, VILBORG ÞÓRÓLFSDÓTTIR, andaðist þriðjudaginn 24. október á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Útför fer fram miðvikudaginn 1. nóvember kl. 13.30 frá Fossvogs- kirkju. Jón Freyr Þórarinsson, Matthildur Guðmundsdóttir og börn. + Ástkær móðir okkar, SIGURÁST ANNA SVEINSDÓTTIR, Hólmgarði 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 27. október kl. 13.30. M Margrét Marelsdóttir, Sveinn Marelsson. + Faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, JÓN H. SVEINSSON fyrrverandi bryggjuvörður, áður til heimilis á Hverfisgötu 48, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 27. októ- ber kl. 15.00. Þorsteinn Jónsson, Esther Jónsdóttir, Borgþór Jónsson, Bryndfs Jónsdóttir, Sverrir Jónsson, Viiborg Helgadóttir, Reynir L. Marteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐJÓNJÓSEFSSON bóndi, Ásbjarnarstöðum, verður jarðsunginn frá Tjarnarkirkju á Vatnsnesi laugardaginn 28. október kl. 14.00. Bílferö verður frá Hópferðamiðstöðinni, Bíldshöfða 2a. Farþegar mæti kl. 8.30. Sigrún Sigurðardóttir, Þórdis Guðjónsdóttir, Sigríður Guðjónsdóttir, Steinunn Guðjónsdóttir, Loftur Sveinn Guðjónsson, Kristín Guðjónsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, tengdabörn og barnabörn. Kristi'n Vestmann, Halldóra Guðmundsdóttir, Kristján Kristjánsson, Mari'a Jónasdóttir, + Móðir okkar, MARÍA RÖGNVALDSDÓTTIR, verður jarðsungin laugardaginn 28. október kl. 13.30 frá Hóls- kirkju, Bolungarvík. Börnin. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför föður míns, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR, sérkennsluf ulltrúa,' Vesturbergi 74. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna á Heilsuhælinu í Hveragerði fyrir kærleiksríka umönnun. Orri Magnússon, Karen Magnússon og dætur. Björn Guðmunds- son - Minning Fðeddur 10. mars 1916 Dáin 19. október 1989 Hver af öðrum til hvíldar rótt halia sér nú og gleyma vöku dagsins um væra nótt vinirnir gömlu heima. Og andiitin, sem þér ætíð fannst að ekkert þokaði úr skorðum - hin sömu jafn langt og lengst þú manst ei ljóma þér sem forðum. (Hrafnamál bls. 22.) Þannig er hluti af „Söknuði", ljóði sém Þorsteinn bróðir min orti, er óvenju margir í okkar sveit í Vopnafirði höfðu kvatt hinst kveðju og þetta ljóð kemur mér jafnan í hug þegar bamfæddir Vopnfirðing- ar kveðja, hvort sem þeir eyddu sínum ævidögum þar, hjálpuðu til að „reisa nýja Reykjavík" eða hösl- uðu sér völl á enn öðrum stað. Björn Guðmundsson, sem hér er kvaddur, fæddist á Hróaldsstöðum í Selárdal í Vopnafírði 10. mars 1916, en fluttist með foreldrum og systkinum að Borgum í Sunnudal þar í sveit árið 1920 og ólst þar upp til 15 ára aldurs. Faðir hans var Guðmundur Magnússon bóndi á þessum bæjum og víðar í Vopna- firðij ættaður af Héraði og Vopna- firði (Vefaraætt). Móðir hans var Elín dóttir Stefáns Þórarinssonar í Teigi. Börn þeirra hjóna urðu 6. Elstur var Stefán Gunnlaugur, þá Sæbjörg, Margrét, Magnús, Ólafur, Björn og Sigríður yngst. Bræðurnir Stefán og Magnús kvæntust heima- sæturn í Fagradal í Vopnafirði. Stefán Ingu Wium og Magnús Guð- björgu. Það má ekki gleymast þeg- ar saga fræðslumála verður rituð að á kreppuámnum var á þessu mikla menningarheimili, Fagradal, rekinn vísir að héraðsskóla með tungumála- og tónlistamámi auk hefðbundinna námsgreina á kostn- að heimilanna þar. Stefán og Inga fluttust síðar til Hveragerðis en Magnús og Guðbjörg til Vopna- fjarðar 1964 en bjuggu í Fagradal þangað til. Sæbjörg giftist Guðlaugi Brynjólfssyni útgerðarmanni frá Vestmannaeyjum. Margrét var gift Kristni Andréssyni málárameistara og Sigríður er gift Sigmari Jóns- syni úrsmið, ættuðum af Héraði. Eins og fram hefur komið var Björn næst yngstur systkinanna á Borgum og það stóð mikill ljómi um nafn þessa drengs, því honum var oft jafnað við frænda sinn, Sig- urð Þórarinsson á Teigi. Báðir voru þeir bráðgerir og flugnæmir. Björn veiktist af lömúnarveiki 8 ára gam- all eða 1924 og var eftir það með lamaðan vinstri handlegg að mestu leyti. Hann vann þó algenga sveita- vinnu og vegavinnu, en hugurinn stóð til náms og starfa við það sem reyndi meir á hug en hönd. Birni tókst að komast í Eiðaskóla og ljúka þar námi á einum vetri og þaðan lá leiðin í Samvinnuskólann og lauk hann þar verslunarprófi með hárri einkunn eftir tæpra tveggja vetra nám. Að námi loknu vann hann hjá Landssíma Islands um skamman tíma, en réðst svo til Grænmetis- og áburðarsölu ríkisins og síðar Grænmetisverslunar landbúnaðar- ins allt til ársins 1965, er hann hætti eftir 24 ára starf, og þar með hófst nýr kafli í starfssögu hans. Björn keypti það ár helming í bók- haldsfyrirtækinu Bókhaldstækni og vann lengst af við það síðan með félaga sínum Birni Svanbergssyni og síðast með Bergi syni slnum. Björn var með fádæmum traustur, ötull og vandaður maður svo lengi sem kraftar entust. Fyrri kona Björns var Margrét Jónsdóttir (síðar Hansen) frá Ólafsfirði. Þau eignuðust 2 syni: Berg bókara, fæddur 1941 og á hann 3 börn, og Hrafn húsasmið, fæddur 1945 og á hann 4 börn. Síðari kona Björns er Ingibjörg Hallgrímsdóttir frá Akureyri. Hún er kjólameistari að mennt og stofnaði saumastofu I Reykjavík 1963 og frá upphafi ann- aðist Björn reksturinn að hluta s.s. bókhald og erlend bréfaskipti og um 20 ára skeið var saumastofan rekin af myndarbrag. Þá brugðu þau Björn og Ingibjörg á það ráð sem einstakt má telja að þau af- hentu Öryrkjabandalagi Islands fyrirtækið í fullum rekstri með öll- um vélum og búnaði og nú er rek- inn þar vemdaður vinnustaður Ör- yrkjabandalagsins. Það lýsir gef- endunum vel að þetta gerðist án þess að blásið væri í lúðra og fyrstu 3 árin veittu þau hjónin aðstoð við reksturinn. En saga er til alls. Björn veiktist af berklum 1943 og aftur 1953 og í þriðja sinn 1983. Eftir það náði hann ekki fullri heilsu. Fljótlega eftir sina fyrstu legu á berklahæli, fór hann að taka þátt í starfi SÍBS, ýmist sem varamaður eða aðalmaður í stjórn, m.a. gjald- keri í 8 ár. Hann er þvi ótvírætt einn þeirra forustumanna sem hrundu af stað ævintýrinu á Reykjalundi sem heimsathygli hef- ur vakið. Kynni Björns af hinum „hvíta dauða“ urðu honum hvatning til baráttu meðan kraftar entust og ekki aðeins baráttu gegn berklum heldur til að bæta aðstöðu allra sem ekki ganga heilir til skógar. Björn og Ingibjörg tóku í fóstur og ættleiddu eina dóttur, Höllu Kristínu, fædda 1965. Langt fram eftir ævi var Björn að bæta við þekkingu sína bæði í tungumálum og öðru sem hugur hans stóð til að nema. Hann var því bæði víðles- inn og fjölfróður. Eitt af því sem hann hafði snemma áhuga fyrir var guðspeki og austurlandaspeki hverskonar, en hógværðina held ég að hann hafi fengið í vöggugjöf svo innbyggð var hún í allt hans fas, að ógleymdri hinni gömlu góðu dyggð að allt stæðist sem lofað var. Fátt þótti honum betra í fari einhvers en ef hægt var að segja um hann: „Betri eru Hálfdán heitin þín en handsöl annarra manna.“ Það varð mér til heilla að hitta Bjöm Guðmundsson er ég flutti til Reykjavíkur. Hann vann fyrir mig og leiðbeindi mér hvenær sem ég þurfti á að halda. Blessuð sé minn- ing hans. Þó að skyggi yfir öld og ýmsir tónar deyi þá verður hvorki þögn né kvöld á þínum bjarta vegi. (Þorsteinn Erlingsson) Gunnar Valdimarsson frá Teigi. Björn Guðmundsson, bókhaldari, er genginn á vit forfeðra sinna. Þar gekk einstakt ljúfmenni, sem stjórnendur Verkfræðistöfu Sigurð- ar Thoroddsen hf. telja sér ljúft og skylt að kveðja nokkrum orðum. Ekki fer sögum af því hvenær eða með hvaða hætti samskipti Björns og verkfræðistofunnar hóf- ust. Þó ér vitað að um það leyti sem Sigurður heitinn Thoroddsen verk- fræðingur gerði nokkra samverka- manna sinna að meðeigendum verk- fræðistofunnar snemma á 7. ára- tugnum var bókhald stofunnar í öruggum höndum Bjöms, sem þá var starfsmaður á bókhaldsstofu Björns Svanbergssonar. Síðar gerð- ist Björn Guðmundsson meðeigandi að bókhaldsstofunni og hélt rekstri hennar áfram eftir lát nafna síns. Og gegnum þykkt og þunnt hafði hann veg og vanda af þjónustu fyr- irtækisins við verkfræðistofuna. Björn var glöggur bókhaldari og mjög samviskusamur. Segja má að hann hafi þekkt fjárhag og rekstr- artölur verkfræðistofunnar betur en flestir eigendur hennar. Oft var til hans leitað, þegar upp komu vandamál eða óvissuatriði tengd því sem bókhaldið geymdi. Þá fengu stjórnendurnir að reyna hversu af- burða gott minni Björn hafði og hversu vei hánn þekkti innviði fyrir- tækisins og bókhald þess. Ekki leið löng stund áður en hann hafði töfr- að fram svar byggt á tilvísunum í færslur í bókhaldinu og rökstutt eigin reynslu og þekkingu. Samskipti við Björn voru snurðu- laus. Þar kom til ljúfmennska hans og lítillæti. Hann var einn þessara þolinmóðu manna sem kunnu að hlusta. Og hann gat miðlað öðrum af þekkingu sinni án yfirlætis. Það lék gjama bros um varir hans og hýruglampi var í augum. Æðruleys- ið var einstakt þegar haft er í huga að hann gekk ekki heill til skógar. Þetta kom einkar vel í ljós þegar samskiptunum lauk og verkfræði- stofan tók sjáif við bókhaldinu og færði það á eigin tölvu. Björn vissi að hveiju stefndi í þeim efnum og tók því eins og hveiju öðm sem lífið lætur bera að höndum þótt formleg uppsögn samnings yrði nokkuð síðbúin. Þegar honum síðar var færður glaðningur á sjúkrabeð sem þakklætisvottur fyrir langa og dygga þjónustu viknaði hann. Hann taldi sér þegar fullgreitt. Síðustu mánuðina dvaldi Björn af og til á Reykjalundi til að láta „lappa svolítið upp á heilsufarið" eins og hann orðaði það. Hann var enn sá sami Bjöm og áður með bros á vör og hýruglampa í augum. Veikindin beygðu hann ekki. Hann mun oft hafa minnst á störf sín fyrir verkfræðistofuná eins og þau væm hluti af stolti hans. Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. þakkar honum að leiðarlokum dygga og trúa þjónustu og sendir eftirlifandi ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur. Starfsmenn Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Kveðja frá SÍBS Við lát Björns Guðmundssonar sér SÍBS á bak traustum félaga, sem um áratuga skeið gegndi þýð- ingarmiklum störfum fyrir sam- bandið. Björn var einn þeirra mörgu sem varð að beijast við tvo alvar- lega sjúkdóma á fyrri hluta þessar- ar aldar, mænuveikina og berkla- veikina og bar menjar beggja æ síðan. Björn kom inn í stjórn SÍBS þeg- ar árið 1946 og var eftir það lengst af í trúnaðarstörfum fyrir samband- ið. Eftir að SÍBS hafði látið gera könnun á húsnæðisaðstöðu útskrif- aðra berklasjúklinga á sjötta ára- tugnum og í ljós kom óviðunandi ástand í þeim efnum, meðal annars það að fjöldi berklasjúklinga bjó í bröggum, kjöllurum og öðru heilsu- spillandi húsnæði, þá var stofnaður lánasjóður SÍBS til hjálpar þessu fólki. Björn var frá upphafi formað- ur stjórnar þessa sjóðs og vann þar geysilega þýðingarmikið starf í sjálfboðavinnu. Hann sagði mér nýlega að lánasjóðurinn mundi hafa lánað um 1.000 manns fé til öflun- ar húsnæðis og var hann jafnan eini starfsmaður sjóðsins. Við söknum vinar og félaga og sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Oddur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.