Morgunblaðið - 26.10.1989, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1989
fclk í
fréttum
OFSAAKSTUR
Nærri áttræð drottningar-
móðir á 130 km hraða!
Það hefur ýmist skemmt Dön-
um eða hneykslað þá að und-
anförnu er ýmisr úr kóngafjöl-
skyldunni hafa lent í radarmæl-
ingum lögreglunnar og þar með
komið enn einu sinni í ljós að
kóngafólk er jafn mannlegt og
almúgurinn. Friðrik krónprins var
gómaður fyrr á árinu á 138 kíló-
metra hraða og Jóakem prins
hefur oft verið veiddur í radarinn.
En nú hefur keyrt um þverbak.
Þann 21. september kom dökkblár
jagúar inn í radarsviðið hjá mæl-
ingamönnum á Fjóni. Hann mæld-
ist á 130 kílómetra hraða. Ekki
um annað að ræða en að stöðva
hinn vítaverða akstur. En hver
skyldi hafa verið við stýrið? Engin
önnur en hin 79 áragamla Ingiríð-
ur drottningarmóðir!
Nú velta Danir fyrir sér hvem-
ig tekið sé á málunum. Kóngafólk-
ið er yfir lög og reglur hafið og
því hefur verið fleygt í gríni að
réttast væri að Margrét Dana-
drottning ætti að leggja hald á
ökuskírteini þeirrar gömlu, en víst
er að það gerir hún aldrei, enda
talið að sú gamla ráði því sem
hún vill ráða og enginn vaði ofan
í hana ef því er að skipta. Þá
heyrast þær raddir einnig að í ljósi
þess að 79 ára gömul kona hefur
ekki sömu viðbrögð og í eina tíð,
þá sé í raun guðs þakkar vert að
hún steig ekki bensínið í botn, því
að hámarkshraði bifreiðar hennar
er 230 kílómetrar á klukkustund.
Gamla brýnið
sportbíl sinn.
Ingiríður við
ÆVIMINNINGAR
Nancy Reagan leysir
frá skjóðunni
Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÆT
Ivikuritinu Newsweek, sem kom
i
UPPELDI
Athinu litlu borgið
Mörgum er enn í fersku minni svipiegt fráfall
auðkýfingsins Christinu Onassis og í kjölfar-
ið, umtalsins um ríkasta smábam veraldar, en einka-
erfíngi Onassisauðævanna var Athina litla ,þá
þriggja ára, augasteinn móður sinnar sem hún átti
með milljónamæringnum Thierry Roussel.
Sagt var að þær mæðgur hefðu verið svo sam-
rýmdar að óttast var um heill barnsins við fráfall
Christinu. Faðir bamsins, Thierry Roussel, sem er
kvæntur sænskri sýningarstúlku Gaby Landhagen,
hefur hins vegar tekið bamið að sér og eftir því sem
hann segir sjálfur, dafnar Athina litla afar vel. Hún
býr um borð í lúxussnekkju föðurins ásamt tveimur
hálfsystkynum sínum á svipuðum aldri og hinni
sænsku stjúpu sinni. „Ég veiti henni þá föðurást
sem hún á skilið og reyni að gera gott betur. Gaby
hefur og gengið henni í móðurstað og börnin okkar
eru henni góð og miklir félagar," segir Roussel.
Hann fær árlega um 60 milljónir króna úr sjóðum
Christinu til uppeldisstarfans, en erfðarskráin kveð-
ur á um það. Þegar Athina verður fjárráða tekur
hún svo við öllu góssinu.
I út fyrir skömmu, eru birtar 13
síður um æviminningabók Nancy
Reagan, sem kemur á bókamarkað-
inn síðar í þessum mánuði hjá útg-
áfufélaginu Random House, sem
sagt er að hafi greitt frúnni 2 milljón-
ir dollara (120 milljónir ísl. kr.) fyrir
útgáfuréttinn. Samkvæmt greininni
í Newsweek kemur frúin víða við í
bókinni, sem ber heitið „Eg á leik-
inn“ (My Turn).
Hún segir hispurslaust frá málum,
sem á sínum tíma voru ofarlega á
baugi. Hún leynir ekki trú sinni á
stjömuspár og segir, að hún hafi
haft gott samband við stjörnuspá-
konuna Joan Quigley, sem hún seg-
ist hafa sett sig i samband við eftir
banatilræðið við forsetann 1981. Frú
Reagan segir, að spákonan hafi
reynst sér vinur í raun „huggari að
nokkru leyti“.
„En ráð spákonunnar voru ekki
ódýr því hún tók mikið fyrir snúð
.sinn,“ segir frú Reagan. „Ég naut
aðstoðar vinar míns í Kaliforníu til
að greiða henni mánaðarlega fyrir
spádómana."
Nancy Reagan segist ekki sjá
eftir að hafa notað fatnað að láni
frá frægum tískufrömuðum. Þetta
sé viðurkenndur siður og ekkert til
að skammast sín fyrir. Eina skyss-
an, sem sér hafi orðið á í því efni
hafi verið, að segja ekki frá því
hreinskilnislega í upphafi.
Frúin segist harma innilega að
börnum þeirra frá fyrri hjónabönd-
um hafi á stundum fundist, að þau
hjónin væm svo óaðskiljanleg að
það væri ekkert rúm fyrir börnin.
Á einum stað segir hún hreirit
út: „Samband mitt við Patti [dóttur
hennar] hefir verið ein hin versta
kvöl og raun í mínu lífi. Það virtist
vera sama hvað eg gerði; ekkert
dugði. Og þannig hefir það verið
frá byrjun."
Nancy Reagan viðurkennir í ævi-
minningunum að það hafi gengið á
ýmsu í samvistunum við Raisu Gor-
batsjovu. „Okkur var ýtt saman
með gjörsamlega andstæðar skoð-
anir á mönnum og málefnum heims-
ins.“
Frú Reagan skýrir frá fyrstu
fundum þeirra í Genf 1985 og seg-
ist hafa verið illa undirbúin, óstilt
á taugum, og ekki vitað á hveiju
hún ætti að hefja máls á. „En mér
var fljótt ljóst,“ bætir frú Reagan
við, „að það skipti ekki máli. Frá
því fyrsta, að við hittumst, talaði
hún viðstöðulaust og malaði í þjóra,
þannig að mér tókst ekki að skjóta
inn orði, ekki einu sinni óbeint, eða
öðruvísi. Þetta kann að hafa stafað
af því að hún var feimin og ráð-
villt, en síðar hittumst við marg-
sinnis í þremur mismunandi löndum
og það breytti engu. Grundvallar-
skoðun mín á Raisu Gorbatsjovu
var, að hún gæti ekki hætt að tala,
ef maður á að segja sannleikann
berum orðum.“
Athina, Christina
og Thierry.
Stefanía þefar baki brotnu af
sýnishornum.
LYKT
Að lykta eins og prinsessa
Þær Mónakóprinsessur Karólína og Stefanía hafa seinni árin
verið á fleygiferð í tískuheiminum og látið til sín taka, stund-
um svo um munaði. Gjarnan hefur Stefanía fetað í fótspor eldri
systur sinnar Karólínu sem hefur þótt meira trausvekjandi í at-
höfnum sínum. Nú er Stefanía að sýsla við nokkuð sem systir
hennar hefur áður gert með góðum árangri, þ.e.a.s. hún er að
leggja nafn sitt við ilmvatn.
Hópur sérfræðinga í París hefur sett saman nokkrar blöndur
sem Stefanía hefur þefað jafn óðum af og herma fregnir að loka-
blandan sé í burðarliðnum, ilmvatnið Stefanía. Er reiknað með
því að framleiðslan geri mikla lukku enda ekki amalegt að lykta
eins og prinsessa.
JUNCKERS HVIDE Olffl
JDNCKERS WHITE OH
N. .IMLVIm Junr.fenra llmUe VlbiíUm h ... .
750 ml
BLITSA VIÐAROLIA DREGUR
FRAM ÞAÐ BESTA í VIÐNUM.
Rustik-olía fyrir
ólakkað parket og
límtrésplötur.
Verndar og styrkir
viðinn.
VMMlRl^m
fyUl&wtMetfjan'&wittcOtee&afóftH
LAUGAVEGI 39-SÍM111-3-88