Morgunblaðið - 26.10.1989, Síða 43
(Í8ei gagOTHO
MORGUNBLAÐIÐ
IÞRÓTTIR FÍMMTUÖAGUR 26! Bktöber
lMiOI
43
KÖRFUBOLTI
Enn einn
þjálfari
til ÍBK
Keflvíkingar, sem höfðu á
mánudaginn ráðið til sín
Bandaríkjamanninn Kenny Matt-
hews, hafa nú hætt við það og
hafa fundið nýjan leikmann í hans
stað. Matthews sem lék með félags-
liði í Chile hafði ekki fengið leyfi
þaðan til að leika á íslandi og vildu
Keflvíkingar ekki bíða eftir því og
leituðu annað.
Nú hafa Keflvíkingar ákveðið að
fá Bandaríkjamanninn Sandy And-
erson til íslands, en hann er 23 ára
blökkumaður 1,98 sentimetrar á
hæð og lék á Möltu síðasta keppn-
istímabil. Gunnar Jóhannsson,
formaður körfuknattieiksdeildar
ÍBK, sagði að þeir hefðu ekki getað
beðið eftir leyfi frá Chile fyrir Matt-
hews og þvi ákveðið að fá Anderson.
„Við vitum ekki mikið um Ander-
son, en hann kemur hingað tii
reynslu til að byija með. Ef okkur
líst vel á hann og hann passar inn
í liðið munum við ráða hann sem
þjálfara," sagði Gunnar.
Anderson kemur til landsins á
morgun, föstudajg, og mun væntan-
lega leika með IBK gegn Njarðvík
á sunnudaginn.
URSLIT
EM U-21 árs landsliða
4. riðill:
Vestur-Þýskaland — ísland..........1:1
(Bode 58. mín.) - (Baldur Bjamason 6. mín.)
Áhorfendun 1.500.
Staðan
V-Þýskaland 6 4 2 0 10:2 10
ísland 6 2 3 1 11:7 7
Finnland 5 113 3:11 3
Holland 5 0 2 3 4: 8 2
■Leikur eftinHolland - Finníand 14. nóv.
Handknattleikur
2. deild karia:
Breiðablik — Ármann..............19:18
ÍBK —Valurb.................... 19:14
3. deild
UBK b — Reynir Sandgerði.........26:21
England
Deildarbikarimi, 3. umferð:
Ai-senal — Liverpool...............1:0
Aston Villa — West. Ham............0:0
Derby — Sheffield Wednesday........2:1
Saunders 2 (víti 87., 90.) - David Hirst (víti
85.) Áhorfendur 18.000.
Exeter — Blackpool.................3:0
Manchester City — Norwich..........3:1
White, Bishop, Clive Allen - Robert Fleck.
Manchester United — Tottenham......0:3
Middlesbrough — Wimbledon..........1:1
Gibson - Slaven. Áhorfendur 13.000.
Newcastle — W.B.A..................0:1
Oldham — Scarborough...............7:0
Q.P.R. — Coventry................ 1:2
Wright - Downs, Drinkell. Áhorfendur 9.000
Skotland
Úrvalsdeiid:
Hibemian — Aberdeen................0:3
St Mimin — Rangers.................0:2
KNATTSPYRNA EVROPUKEPPNI U-21
„Krístinn maður
að mínu skapi“
- sagði Teitur Þórðarson, þjálfari Brann
Teitur Þórðarson, þjálfari
norska liðsins Brann, var á
meðal áhorfenda í Saarbrúcken í
gærkvöldi. „íslenska liðið lék
mjög vel gegn Hollendingum, en
nú lék það gegn sterkara en ekki
eins skemmtilegu liði og stóð sig
enn betur. Þjóðverjarnir eru sterk-
ir og grimmir og það er erfítt að
leika gegn þeim, en jöfnunarmark
þeirra var hálfgert sjálfsmark.
Ég vildi taka marga úr íslenska
liðinu með mér til Brann, en ég
geri ráð fyrir að tala við tvo þeirra,
Eyjólf Sverrisson og Kristin R.
Jónsson. Ég)íef trú á að fleiri lið
'séu á eftir Eyjólfi og Stuttgart
hlýtur að vera hans fyrsta val,
ef það býðst. Kristinn er maður
að mínu skapi — leikmaður eins
og ég hef verið að sækjast eftir.
Hins vegar verður ekki gengið frá
neinum málum hér,“ sagði Teitur.
Kristinn R. Jónsson.
Sann-
gjarnt
jafn-
tefli
ÍSLAND og Vestur-Þýskaland
gerðu 1:1 jafntefli í Evrópu-
keppni U-21 landsliða í gær-
kvöldi og voru úrslitin sann-
gjörn miðað við gang leiksins
sem fram fór í Saarbrúcken.
MT
Islenska liðið byijaði mun betur
og þegar á sjöttu mínútu gerði
Baldur Bjarnason gott mark eftir
sendingu frá Rúnari Kristinssyni.
Gestimir tvíefldust
við markið og réðu
áfram gangi leiks-
ins, en fyrsta um-
talsverða sókn
heimamanna varð ekki að veruleika
fyrr en eftir 25 mínútna.leik. Þjóð-
veijarnir voru aðgangsharðari út
hálfleikinn, en þýsku atvinnumenn-
imir, sem allir leika með liðum í
Bundesligunni, áttu hins vegar ekki
svar við snilldarleik Ólafs Gott-
skálkssonar í marki íslands og það
var fyrst og fremst Ólafí að þakka
að íslenska liðið var yfir í hléi.
Eyjólfur Sverrisson fékk gullið
tækifæri til að auka forystuna á
52. mínútu, en knötturinn fór
hárfínt framhjá. Skömmu síðar
fékk Bode, leikmaður Werder
Bremen, knöttinn, þar sem hann
var einn og óvaldaður inni í víta-
teig íslands, og hann átti ekki í
erfiðleikum með að skora.
Leikurinn var mjög harður og
grófur á köflum — minnti einna
Frá
Knut
Hánsche
ÍSaarbrucken
Ólafur Gottskálksson
gærkvöldi.
markvörður, var besti leikmaður íslenska liðsins í
helst á viðureign í 3. deild í Þýska-
landi — og þurfti að fara með tvo
meidda leikmenn heimamanna á
sjúkrahús. Tveir Þjóðveijar og þrír
íslensku leikmannanna fengu að sjá
gula spjaldið; Eyjólfur og Ólafur
Þórðarson fyrir grófan leik og Þor-
steinn fyrir mótmæli.
Ólafur Gottskálksson var bestur
í liði íslands, en Kristinn R. Jónsson
og Þorsteinn Halldórsson stóðu sig
einnig mjög vel. íslensku strákarnir
börðust vel. Varnarleikur liðsins var
góður og sóknimar oft vel útfærð-
ar, en bilið á milii varnar og sóknar
var stundum of mikið.
Lið íslands: Ólafur Gottskálksson, Kristinn
R. Jónsson, Ólafur Kristjánsson, Steinar
Adolfsson, Einar Páll Tómasson, Rúnar Krist-
insson (Heimir Guðjónsson vm. á 85.), Ólafur
Þórðarson, Þorsteinn Halldórsson, Haraldur
Ingólfsson, Eyjólfur Sverrisson, Baldur
Bjamason (Kjartan Einarsson vm. á 72.).
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Smith hetja Arsenal
Liverpool lék varnarleik á Highbury og mátti þola tap, 1:0
ALAN Smith var hetja Arsenal
á Highbury í gærkvöldi, þar
sem Arsenal sló Liverpool út
úr ensku deildarbikarkeppn-
inni, 1:0.
Smith, sem kom inn á sem vara-
maður fyrir Martin Hayes á
14. mín., skoraði sigurmark Arse-
nal með skalla á 80. mín., eftir að
Niall Quinn.
FraB'ob Leikurinn hófst ekki
Hennessy á réttum tíma þar
t Englandi sem geysilegur
fjöldi áhorfenda var
fyrir utan Highbury. Uppselt var á
leikinn - 48 þús. áhorfendur.
Kenny Dalglish, framkvæmda-
stjóri Liverpool, ákvað að leika
varnarleik á Highbury - freistaði
þess að fá annan leik til Anfíeld
Road. Hann tefidi fram fimm varn-
armönnum. Meiðsli settu svip á Li-
verpool-liðið. Gary Gillespie og Alan
Hansen eru meiddir og Steve Nicol
féll á læknisskoðun rétt fyrir leik-
inn. Sænski landsliðsmaðurinn
Glenn Hysen var í Póllandi. Dalgl-
ish setti Peter Beardsley á vara-
mannabekkinn, en setti hann síðan
inn á átta mín. fyrir leikslok, en
það dugði ekki.
Tottenham varð fyrir áfalli á Old
Trafford á 15. mín. þegar Terry
Fenwick, fyrirliði Tottenham, fót-
brotnaði á vinstri fæti eftir samstuð
við Mark Hughes. Leikmenn Tott-
enham léku það ekki á sig fá og
Gary Lineker skoraði, 0:1, á 20.
mín. eftir sendingu frá varamannin-
um Paul Moran. Stax á annari mín.
seinni hálfleiksins bætti Vinny
Samways öðru marki við, 0:2.
Marakkómaðurinn Nayim skoraði
þriðja mark Tottenham, 0:2. 45.749
áhorfendur sáu leikinn.
Frankie Bunn, miðheiji Oldham,
skoraði fímm mörk í fyrri hálfleik
gegn Scarborough. Hann bætti
sjötta markinu við. Þetta er mesta
markaskor hjá leikmanni í 29 ára
sögu deildarbikarkeppnininar. Andy
Ritchie skoraði sjöunda markið, 7:0.
Sagt eftir. leikinn:
„Sigur liðs-
heildar-
innar
U
KARFA
KR úr leik
KR-ingar töpuðu síðari leik
sínum gegn Orthez, 102:75, í
2. umferð Evrópukeppninnar í Pou
Orthez í Frakklandi í gærkvöldi.
KR er þar með úr leik í keppninni
þar sem fyrri leikurinn tapaðist
97:78.
KR-ingar héldu í við franska lið-
ið fyrsti 15 mínútur leiksins er stað-
an var 31:28 fyrir Orthez. Síðan
náðu Frakkarnir undirtökunum og
höfðu yfir í hálfleik, 49:35 og juku
síðan forskotið jafnt og þétt enda
sat fyrri leikurinn í KR-ingum.
Stigahæstir KR-inga voru Kovto-
úm sem gerði 20 stig, Jonathan
Bow 16, Axel Nikulásson 15, Matt-
hías Einarsson 11, Páll Kolbeinsson
6 og Birgir Mikaelsson 4.
- sagði Guðni Kjart-
ansson, þjáifari
Guðni Kjartansson, þjálfari
íslenska liðsins, var ánægður
með leikinn og úrslitin. „Strákarnir
spiluðu allir vel og eftir svona leik
er ekki hægt að taka neinn fram
yfir annan. Það voru allir samtaka
í því að reyna að sigra, en við get-
um vel sætt okkur við jafntefli gegn
einni sterkustu knattspymuþjóð
heims og það voru sanngjörn úr-
slit.“
Ólafur Gottskálksson:
„Ég er ánægður með minn hlut.
Við lágum undir mikilli pressu í
seinni hluta fyrri hálfleiks og ég
hafði nóg að gera í markinu, en
tókst að veija það sem þurfti. í
seinni hálfleik reyndi ekki eins mik-
ið á mig — þetta voru aðallega út-
hlaup og smá reddingar.“
Ólafur Þórðarson:
„Það er ekki hægt annað en vera*
ánægður, en við vorum óheppnir
að missa þetta niður í jafntefli.
Leikur okkar var vel útfærður og
baráttan var góð.“
Eyjólfur Sverrisson:
„Þetta er áfangi út af fyrir sig.
Þjóðveijarnir vældu eftir 1:1 jafn-
teflið heima og kenndu slæmum
velli um. Nú var leikið við toppað-
stæður, en úrslitin hin sömu!“
Snilldarverk
VISE-GRIP er samheiti fjölhæf-
ustu handverkfæra sem smíðuð
hafa verið.
VISE-GRIP lástangir koma í stað
fjölmargra verkfæra.
Með VISE-GRIP getur þú hert,
losað, dregið, klippt, klemmt,
sveigt, beygt, rétt og gripið.
Varist eftirlíkingar.