Morgunblaðið - 26.10.1989, Síða 44
>
SAGA CLASS
Fyrir þá sem eru aðeins
á undan
FLUGLEIDIR
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Fryst flök hækka
um 5% í Bretlandi
Litlar líkur á hækkun á Bandaríkjamarkaði
ÍSLENSKU fisksölufyrirtækin í Bretlandi, Icelandic Freezing Plant og
Iceland Seafood, hækkuðu verð á frystum þorskflökum, sem þau kaupa
héðan, um 5% að meðaltali um síðustu helgi. Friðrik Pálsson, forstöðu-
maður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, segir að hækkunin sé vegna
þess að framboð á þorskflökum hefur farið minnkandi á Bretlandsmark-
aði að undanfornu. Hann telur litlar líkur á að verð hækki í Banda-
ríkjunum.
Friðrik segir að eins og er hafi
þessi hækkun ekki mikla þýðingu
fyrir vinnsluna hér á landi. Markað-
urinn í Bretlandi hafi ekki verið sam-
keppnisfær við verð á Bandaríkja-
markaði, en nú séu fyrirtækin í Bret-
landi að reyna að örva framleiðsluna
fyrir þann markað með verðhækkun-
inni. Lítið framboð er á þorski í Bret-
landi um þessar mundir.
Friðrik segir að litlar verðbreyt-
ingar hafi orðið í Bandaríkjunum í
langan tíma. Þar hefur engu að síður
verið spáð síðan í sumar að verðið
hækki í haust. „Á sama tíma berast
síðan stöðugt fréttir af miklum birgð-
um þar af þorski sem reyndar er
ekki íslenskur. Hann kemur, að því
talið er, að mestu frá Alaska. Það
ganga mjög mismunandi sögur um
það hvort þessi þorskur sé yfirleitt
til eða hvort þetta séu rangar tölur.
Þetta hefur engu að síður þýtt það
að markaðurinn í Bandaríkjunum er
tiltölulega rólegur. Blokkarverð hef-
ur að vísu hnikast upp frá því
snemma á þessu ári og er talið verða
núna í 1,60 dollurum en hafði farið
lægst í 1,25.
Flugleiðir:
Hyg-gja á áætlunarflug
til Malag’a o g Palma
FLUGLEIÐIR hafa lagt inn um-
sókn til samgönguráðuncytisins
um leyfi til að hefja áætlunarflug
til tveggja.borga á Spáni þegar á
Fiskiðjan Freyja:
Ríkið bætir
*
Utvegsbank-
anum tapið
FRESTUR sá er sýslumaðurinn á
ísafirði veitti Fiskiðjunni Freyju á
Suðureyri, til þess að gera upp
opinberar skuldir sínar, rennur
út í dag. Fyrirtækið verður inn-
siglað á morgun, ef skuldirnar
verða ekki gerðar upp. Freyja
hefúr reynt að fá skuld sína við
Útvegsbanka Isiands lækkaða og
er þá um viðskipti við gamla Út-
vegsbankann að ræða. Steingrím-
ur Hermannsson, forsætisráð-
herra, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að ríkissjóður myndi tapa
því sem þeirri upphæð næmi.
Viðskipti Freyju og Útvegsbank-
ans eru eitt þeirra mála sem sett
voru í nefnd með aðild ríkissjóðs,
^þegar Útvegsbankanum var breytt í
hlutafélagsbanka. Útvegsbanki ís-
lands hf. telur því þessi viðskipti
nýja bankanum óviðkomandi. Því
mun sá háttur verða hafður á, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins, að þær kröfur sem Útvegs-
bankinn getur ekki innheimt frá
Freyju verða greiddar Útvegsbanka
íslqnds hf. af rikissjóði.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, sagði í gær að sér
væri ekki kunnugt um hversu mikið
félli á ríkissjóð vegna örðugleika
Freyju, en það hefði komið sér á
óvart að þessar skuldir væru meiri
eri þær 45 milljónir sem rætt hefði
verið um. „Ég veit að eftirlitsmenn-
irnir með þessum gömlu skuldum
Fiskiðjunnar Freyju meta það þannig
að þær séu ríkissjóði tapaðar, ef fyr-
irtækið verður gjaldþrota. Það eru
engin veð sem duga fyrir þessu. Það
var þess vegna sem mælt var með
' því að þessu yrði breytt í víkjandi
lán,“ sagði forsætisráðherra.
næsta sumri, Malaga á Costa del
Sol og Palma á Mallorka. Sam-
gönguráðuneytið fjallar nú um
umsókn félagsins.
Flugleiðir hafa leyfi til áætlunar-
flugs til Barcelona en hafa ekki not-
fært sér það. Flestir íslenskir sólar-
landafarar leggja hins vegar leið sína
til Costa del Sol, sem er í næsta
nágrenni Malaga, og til Palma á
Mallorka. Á undanförnum árum hafa
um 35 þúsund íslendingar ferðast
til Spánar á ári hvetju, og undan-
tekningarlítið í leiguflugi. Pétur
Eiriksson, framkvæmdastjóri mark-
aðssviðs Flugleiða, segir Flugleiðir
stefna að því að geta flutt um helm-
ing þeirra farþega sem árlega ferð-
ast til Spánar í leiguflugi.
í áætlunum Flugleiða er gert ráð
fyrir að fljúga tvær ferðir í viku til
Malaga og Palma að sumarlagi en
einu sinni í viku yfir vetrartímann.
Sjá nánar B10 í viðskiptablaði.
Haustleikir
Morgunblaðið/RAX
Fundu
áfengi í
olíutankí
TOLLGÆSLAN hefúr upplýst
smygl á 240 lítrum af vodka og
40 kössum af bjór, alls að verð-
mæti 677 þúsund krónur sam-
kvæmt verðskrá ÁTVR. Góssið
var falið í olíutanki og undirstöð-
um löndunarkrana um borð í
flutningaskipinu Hauki. Fjórir
skipverjar hafa gengist við brot-
inu.
Þegar skipið kom til hafnar í
Reykjavík frá Belgíu í síðustu viku
hófu tollverðir leit í því og var leit-
að í þijá daga. Að sögn Kristins
Ólafssonar tollgæslustjóra hafði
sterka áfengið, 240 lítraflöskur af
Smirnoff-vodka, verið falið í olíu-
tanki skipsins og hafði verið fyllt
yfir til að villa um fyrir tollvörðum.
Bjórinn, 40 kassar, var falinn í
undirstöðum löndunarkrana skips-
ins. Útsöluverð 240 lítra af Smirn-
off vodka er í ÁTVR 569 þúsund
krónur en þar kosta 40 kassar af
bjór 108 þúsund krónur. Sam-
kvæmt því er verðmæti góssins 677
þúsund krónur.
Krani valt
á fólksbíl
Neskaupstað.
FÓLKSBÍLL gjöreyðilagðist
þegar kranabíll valt á hann á
bryggjunni í Neskaupstað í gær.
Enginn var í bílnum þegar
óhappið varð og kranastjórinn
slapp ómeiddur.
Ohappið varð þegar verið var að
prófa loðnudælu, sem notuð er til
löndunar loðnu í bræðslu hjá Síldar-
vinnslunni. Stór krani, notaður til
að lyfta dælúnni, valt á hliðina og
á fólksbílinn, sem hafði verið lagt
á bryggjunni. Bíllinn lagðist nær
alveg saman og er gjörónýtur.
Kraninn skemmdist talsvert, en
kranastjóranum tókst að stökkva
út úr honum á síðustu stundu og
slapp ómeiddur.
Ágúst
Verðsamanburður á matvörum í sjö höfuðborgum:
Verð á landbúnaðarvörum
yfirleitt hæst í Reykjavík
íslenskt kjöt mun dýrara hér en í Færeyjum - álagning að jafuaði lægst í Reykjavík
SAMKVÆMT niðurstöðum verðkönnunar Verðlagsstofnunar á al-
gengum matvörum í höfúðborgum sjö landa í júní síðastliðnum
kemur í ljós, að verð á landbúnaðarvörum var í flestum tilfellum,
hæst í Reykjavík, en lægst í Þórshöfii í Færeyjum. Söluverð á
öðrum innlendum matvörum og innfluttum matvörum var ekki
óhagstætt í Reykjavík í samanburði við samskonar vörur erlend-
is. Verslunarálagning var að jafhaði lægri í Reykjavík en í þeim
borgum sem samanburður var gerður við, en söluskattur var
hæstur í Reykjavík.
Verðlagsstofnun kannaði verð á
28 algengum matvörutegundum í
Reykjavík, og á sama tíma var
verð á sömu vönim kannað í Þórs-
höfn, Kaupmannahöfn, Ósló,
Stokkhólmi, Helsinki og London.
Þrátt fyrir allmiklar niðurgreiðslur
á landbúnaðarvörum reyndist smá-
söluverð vera hæst í Reykjavík í
átta tilfellum af tólf, en í Þórshöfn
í Færeyjum var verðið lægst í jafn-
mörgum tilfellum, og stafar það
meðal annars af því að stór hluti
landbúnaðarvara í Færeyjum er
innfluttur. íslenskt lambakjöt var
mun hærra hérlendis en í Þórshöfn.
Að sögn Georgs Ólafssonar
verðlagsstjóra hefur Verðlagsráð
fjallað um niðurstöður könnunar-
innar, og var þar álitið að þörf
væri á enn ítarlegri upplýsingum,
sem meðal annars gætu varpað
frekara ljósi á orsakir hás verðlags
á landbúnaðarvörum hér á landi.
„í því sambandi er þegar vitað
um óhagkvæmnina sem ríkir í
Iandbúnaðarframleiðslunni og
einnig í rekstri sláturhúsa og
mjólkurbúa, en varðandi hátt verð
á kjúklingum og eggjum ber þó
að hafa í huga opinbera skattlagn-
ingu á þessa framleiðslu.
Það er ekki einungis það nei-
kvæða varðandi landbúnaðarvör-
urnar sem vekur athygli i þessari
könnun, heldur virðast aðrar ís-
lenskar framleiðsluvörur og inn-
fluttar vörur koma frekar vel út
úr samanburðinum, og einnig
stenst verslunarálagningin saman-
burð, og vel það í landbúnaðarvör-
unum að minnsta kosti,“ sagði
Georg.
Sjá nánar á bls. 18 og 19.