Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 20
20 MÖfcGtititíEÁblÐ ÞRIÖJIJDAGUIV U. NÖVEMBRR 1989 Heilsugæslan Hvert skal steftit? eftir Sigurbjörn Sveinsson Spamaðarumræðan hefur farið eins og steinsmuga um þjóðfélagið að undanfömu umfram annað vegna þröngrar stöðu ríkissjóðs.' Þegar bráður vandi er fyrir dyrum falla langtír.iamarkmiðin oft í skugga skammtíma úrlausnarefna. Þannig er því farið í umræðunni um spamað í heilbrigðisþjónustunni. Skal hér bent á örfá atriði í þessu sambandi. I. Samfélagið gerir ráð fyrir, að heimilislæknar ásamt öðru starfs- fólki í svokallaðri frumheilsugæslu séu að jafnaði fyrsta hjálp einstakl- inga í hvers konar heilsuvanda og að önnur úrræði heilbrigðisþjón- ustunnar séu ekki notið nema nauð- syn krefji. Þessi stefna er mörkuð m.a. með lögum um almannatryggingar, lög- um um heilbrigðisþjónustu og í samningum, sem ríkisvaldið hefur gert við lækna. Vandi sá, sem við blasir, er, að stjómvöldum þykir nokkuð á skorta, að heilbrigðisþjónustan sé nýtt á þennan hátt. Þá hafa heimilislæknar einnig áhyggjur af því, að skjólstæð- ingar þeirra njóti með þessum hætti ekki þeirrar bestu þjónustu, sem völ er á og að upplýsingar um feril sjúkl- inganna séu ekki fyrir hendi, þegar þeirra er þörf. Heimilislækningar fjalla um allan heilsuvanda einstaklings og fjöl- skyldu. Til þess að þær geti náð ár- angri, þarf að ríkja traust og trúnað- ur milli læknis annars vegar og ein- staklings og fjölskyldu hins vegar. Því þarf heimilislæknirinn að vera eins vel upplýstur um aðstæður og kjör og heilsufarsleg afdrif skjól- stæðinga sinna og kostur er. Þáttur í þessu eru góð samskipti sjúklings, heimilislæknis og annarra lækna og heilbrigðisstarfsfólks. Allar rannsóknir hníga að því, að þær upplýsingar, sem safnast fyrir við samfellda læknisþjónustu, séu eitt veigamesta tæki heilbrigðisþjón- ustunnar, til þess að starfsemi henn- ar verði árangursrík og án óþarfa útgjalda. Nauðsynlegt er því, að heimilislæknirinn fylgist með fram- vindu heilsufars skjólstæðinga sinna, sérstaklega ef gert er ráð fyrir, að hann sjái um lyfjagjöf, vottorðasmíð og apnað, sem lýtur að þjónustu við sjúklinginn. Það er almennt viðurkennt, að velferðarríkið eigi að sjá þegnum sínum fyrir árangursríkri og réttlátri heilbrigðisþjónustu, sem hvetur starfsmenn sína til góðra verka en letur til vondra. Til að ná þessum markmiðum sfnum og í ljósi þess, sem að ofan greinir, hlýtur heilbrigðisstjómin að leitast við að laða einstaklingana til frumheilsugæslunnar, fremur en að beita þá þvingunum. Fijálst val ein- staklinganna er eftirsóknarvert til að styrkja trúnað þann, sem er nauð- synlegur jarðvegur árangursríkra lækninga. Tilfinning fyrir réttlátu kerfi kemur í veg fyrir óþarfar efa- semdir um gæði þeirrar þjónustu, sem í boði er. Heilbrigðisstjómin getur stuðlað að þessu með því að — tryggja fmmheilsugæslunni hæfa lækna og annað starfslið. — sjá um að mannafli sé nægur, þannig að störfum hlaðnir starfs- menn spilli ekki þjónustunni. — tryggja að læknisþjónustan sé samfelld og að hópur skjólstæðinga á hveijum tíma sé eins vel skilgreind- ur og kostur er. — suðla að því, að upplýsingaflæð- ið milli hinna ýmsu stiga heilbrigðis- þjónustunnar sé tregðulaust og að fmmheilsugæslunni sé skilyrðislaust séð fyrir þessum upplýsingum nema lög banni. — umbuna almenningi hóflega fyrir að leita fyrst hjálpar heimilis- og heilsugæslulækna eða annarra starfsmanna frumheilsugæslunnar. II. Um þessar mundir er almenningi utan sjúkrahúsa séð fyrir læknis- þjónustu með tvennum hætti. Annars vegar er um að ræða heilsugæslu- og heimilislækna starfandi á heilsu- gæslustöðum í eigu hins opinbera og á eigin stofum og hins vegar sér- fræðinga (í hinum ýmsu greinum læknisfræðinnar), sem starfa sjálf- stætt sem verktakar fyrir sjúkra- tryggingarnar. Skipulag og mönnun þessarar þjónustu er mjög mismunandi. Stöð- ur heimilis- og heilsugæslulækna eru takmarkaðar, þannig að enginn læknir getur hafið störf á þessum vettvangi nema eftir veitingu frá heilbrigðisstjórninni eða sjúkra- tryggingunum. Þannig hafa stjóm- völd í hendi sér framboð á almennri læknisþjónustu og geta hagað að- gengileika að henni eftir sínu höfði. Sérfræðingar geta aftur á móti hafið störf fyrir sjúkratryggingamar, hvenær sem þeir óska, að því til- skildu, að þeir virði samning Lækna- félags íslands og Tryggingastofnun- ar ríkisins og hafi leyfi til þess að kallast sérfræðingar í þeim greinum, sem um ræðir. Undir þessu fyrir- komulagi em það lögmál markaðar- ins, sem stjórna, þ.e. framboð og eftirspurn. Er það að mörgu leyti aðlaðandi fyrir neytendur. Þessi háttur hefur þó a.m.k. einn augljósan vankant. Annars vegar höfum við takmarkaðan hóp heimilis- og heilsugæslulækna, sem á að veita læknisþjónustu í frumheilsugæsl- unni, skv. þeirri stefnu, sem rekin er. Hins vegar höfum við ótakmark- aðan hóp sérfræðinga, sem fær að vaxa og veita þjónustu efti því sem markaðurinn leyfir. Samfélagið á þijá kosti í þessari stöðu: 1. Hefta framboð á sérfræðiþjón- ustu með einum eða öðrum hætti. 2. Reka heimilislækningar á sama hátt og aðra sérfræðiþjónustu, þ.e. með sama greiðslufyrirkomulagi og óheftum aðgangi lækna að kerfinu. 3. Gæta þess, að nægjanlegt fram- boð hæfra lækna sé í frumheilsu- gæslunni, þannig að þjónusta þeirra sé samkeppnisfær. Fyrsta leiðin er óaðlaðandi og í blóra við hið opna og aðgengilega heilbrigðiskerfi, sem þróast hefur hér á liðnum árum. Þó er hún sennilega einföldust, ef ná á fram ýmsum skammtímamarkmiðum heilbrigðis- stjórnarinnar, sem nú eru til um- ræðu. Er þá ekki litið til lengri tíma. Önnur leiðin er fysilegust að því leyti, að hún jafnar aðstöðumuninn í einu vetfangi á þeim svæðum, þar sem misgengi þjónustunnar er mest áberandi. Hún fullnægir einnig kröf- um hins fijálsa og opna vinnumark- aðar nútíma þjóðfélags. Hins vegar er hún byltingarkennd og ekki er raunhæft að gera ráð fyrir, að um hana náist pólitísk samstaða: Sigurbjörn Sveinsson „Læknar eru almennt reiðubúnir til að taka þátt í umræðu um hag- ræðingu í heilbrigðis- kerfinu.“ Þriðja leiðin, að auka markvisst framboð heimilislækna, eru því eðli- legustu viðbrögð heilbrigðisstjómar- innar við stöðugt vaxandi eftirspurn eftir sérfræðiþjónustu. Þessi leið þarf heldur ekki að vera leið aukinna ríkisútgjalda, því sýnt hefur verið fram á, að með fullnægjandi fram- boði heimilislækna dregur úr heilda- reftirspum eftir heilbrigðisþjónustu. III. Læknum er gjaman legið á hálsi fyrir að gera jafnan tillögur um breytingar á heilbrigðisþjónustunni, sem leiða til aukinna útgjalda. Þetta er ekki rétt. Læknum er jafn um- hugað um það og öðmm, að þessum hluta þjóðarútgjaldanna sé eins vel varið og mögulegt er. Að vísu spyma þeir við fótum, þegar settar eru fram hugmyndir um spamað, sem einung- is leiða til verri þjónustu og skaða skjólstæðinga þeirra. Það er og í þeirra verkahring. En læknar em almennt reiðubúnir til að taka þátt í umræðu um hagræðingu í heil- brigðiskerfinu og er það, sem að framan hefur verið sagt, til marks um það. Fleiri dæmi skulu nú tekin. Heimilislækningar: Kostnaðar- hlutdeild sjúklinga hjá heimilislækni er nú 190 kr. Mörgum þykir þetta gjald í engu samræmi við ýmislegt annað, sem greiða þarf fyrir. Getur hér hver svarað fyrir sig, en læknar verða gjarnan varir við að sjúklingum þyki þetta broslegur kostnaður. Með því að einstaklingamir greiddu við- tölin við heimilislæknana að fullu, eða 465 kr., gæti ríkissjóður sparað sér um 130-140 milljónir króna á ári. Sérfræðiþjónustan: Þjónusta sér- fræðinga hefur ætíð verið dýrari en þjónusta heimilislækna og er það til samræmis við þau sjónarmið, sem getið var í upphafi þessarar greinar. Bent hefur erið á, að hæfilegt gæti verið, að einstaklingarnir greiddu a.m.k. 3 viðtöl á ári að fullu, um 800-1700 kr. hvert, og, að ýmsar aðgerðir, sem nú eru greiddar af sjúkratryggingunum, yrðu þaðan teknar og einstáklingunum falið sjálfum að greiða þær. Erfitt er að gera sér í hugarlund hvað hér mætti spara, en ekki kæmi á óvart, þó sú tala lægi einhvers staðar nærri 200 milljónum. Lyfjageirinn: Ávísanavenjur lækna hafa verið til umræðu í tengsl- um við lækkun á kostnaði við lyfja- kaup. Vakin hefur verið athygli á því, að lyfjakostnaður er mjög mis- munandi eftir svæðum sjúkrasam- laga og læknar hafa sjálfír varpað ljósi á þessa staðreynd á opinberum vettvangi. Leiða má líkur að því, að aðrir þættir en aldursdreifing og tíðni sjúkdóma ráði talsverðu um þennan kostnaðarmun. Áhugaverðasta leiðin til spamaðar á þessum vettvangi hlýtur að vera sú að draga úr neyslu lyfla í þjóðfélaginu án þess að heilsu- far þjóðarinnar spillist. Til þess að ná þessu markmiði hefur verið bent á, að samanburðarrannsóknir séu nauðsynlegar sem gmndvöllur slíkrar vinnu. Ekkert bólar á slíkri athugun. Án hennar verður ekki með skynsamlegu móti hægt að hafa áhrif á lækna. Um penna þeirra renna þessir íjármunir úr ríkissjóði. Sparn- aður með þessum hætti að einum tíunda gæti gefið allt að 300 milljón- ir króna. Áreiðanlega mætti ná betri árangri. Þetta og aðrar leiðir, sem ræddar em til sparnaðar við lyfja- kaup, geta áreiðanlega gefið þær 4-500 milljónir, sem nefndar hafa verið í þessu sambandi. IV. Brýna nauðsyn ber til að umræðu þessari verði fram haldið og að mál- efninu verði sýnd virðing í samræmi við mikilvægi þess. Ummæli eins og þau, sem birtust í viðtali í Morgun- blaðinu þann 5. nóvember sl. og líktu frumheilsugæslunni við Gúlagið, þar sem sjúklingarnir væra fjötraðir á einhvers konar helgöngu í kerfinu, spilla þessari umræðu. Þau dæma sig sjálf, era ósanngjörn og áreiðan- lega mælt gegn betri vitund. Heimil- islæknar á Islandi hafa ekki síðri áhuga á góðu heilsufari sjúklinga sinna en starfsbræður þeirra í röðum sérfræðinga og vilja gjarnan að þeir njóti bestu sérfræðiþjónustu, þegar það á við. Höfundur er læknir. Til Halldórs Blöndals eftirArna Sigurjónsson I grein þinni í Morgunblaðinu 27. 10. 1989 víkur þú gagnrýnisorðum að hlutdeild minni í kynningarbækl- ingi menntamálaráðuneytisins um bókmenntir. Þú ferð þar með rangt mál í nokkrum atriðum, sem nú skal rakið. 1. Það er rangt að kynning- arbæklingurinn sé dulbúin auglýs- ing fyrir Mál og menningu, kostuð af almannafé. Bæklingurinn er framtak ráðuneytisins, og hann á rætur að rekja til þeirrar staðreynd- ar að íslenskir höfundar og forleggj- arar hafa í vaxandi mæli hug á að kynna afurðir sínar erlendis. 2. Það er rangt, sem þú gefur í skyn, að ég dragi taum Mals og menningar í bæklingnum. Höfund- arnir sem ég fjalla mest um era Einar Már Guðmundsson (forlag: Almenna bókafélagið), Einar Kára- son (Mál og menning), Halldór Lax- ness (Vaka-Helgafell), Pétur Gunn- arsson (Punktar), Steinunn Sigurð- ardóttir (Iðunn) og Þórarinn Eld- járn (Gullbringa). Þá er einnig minnst á höfunda sem hafa gefið verk sín út hjá Forlaginu, Fijálsu framtaki, SVörtu á hvítu og fleiri forlögum. Þar sem þú berð Halldór Guð- mundsson sömu sökum, má taka fram að aðeins einn þeirra höfunda, sem hann fjallar um, gefur nú bæk- ur sínar út hjá Máli og menningu. 3. Það er rangt, sem haldið hefur verið fram, að val á þessum höfund- um ráðist af stjórnmálaskoðunum eða flokksskírteinum. Ofangreind skáld hafa yfirleitt ekki verið áber- andi í stjórnmálum undanfarin ár. Þó minnir mig að tveir þessara höfunda hafi vakið á sér nokkra athygli með því að skrifa undir áskorunarskjal til stuðnings Davíð Oddssyni, flokksbróður þínum. En ég skoða ekki skáldverk út frá flokksskírteinum og þeim fer óðum fækkandi sem það gera. Slíkir flokks-bókmenntafræðingar eru yfirleitt ekki af minni kynslóð held- ur töluvert eldri. Dylgjur þínar um að ég fjalli um höfunda út frá for- lagshagsmunum og flokksskírtein- um eru í mínum augum meiðyrði, sem ekki eru alþingismanni sam- boðin. 4. Rétt er, sem þú bendir á, að nefna hefði mátt fleiri höfunda í bæklingnum, og hef ég þegar tekið undir það sjónarmið í grein sem Morgunblaðið birti þann 28.9. sl. En því miður er ekki hægt að bæta endalaust við. Ekki er hægt að hafa slíka kynningu íformi upptaln- Dr. Árni Sigurjónsson. „Ég kaus vísvitandi að leggja ekki höfuð- áherslu á löngu látin skáld né á ljóðskáld né heiðurslaunaskáld, svo dæmi séu tekin.“ ingar á skáldanöfnum; það verður að velja og hafna. Og það er óger- legt að búa til læsilega kynningu án þess að einhvern vanti og þar af leiðandi að einhveijum sárni. 5. Kristján Karlsson, sem þú ræðir um, er vissulega gott skáld. Hann er höfundur, sem hiklaust hefði mátt kynna í bæklingnum, ef greinahöfundar hefðu kpsið að gefa Ijóðlistinni meiri gaum. í fyrri grein minni um þetta mál skýrði ég hvers vegna minna plássi er varið í bund- ið mál en óbundið: íslensk ljóð eru bæði erfiðari í þýðingu og sölu er- lendis en íslenskar sögur. Til fróð- leiks má svo raunar geta þess, að ég kynnti nýjustu ljóðabók Krist- jáns lítillega í grein í erlendu tíma- riti í fyrra. 6. Þú gefur í skyn að mönnum eigi að vera skylt að laga sig eftir bókmenntasmekk pólitískra vald- hafa og á það get ég ekki fallist. Þú segir: „tíáðir þessir rithöfundar njóta heiðurslauna Alþingis, sem ráðherra menntamála er skylt að virða.“ Hér virðist óskað eftir ein- hvers konar rrtskoðun. Sem betur fer er það ekki í verkahring Al- þingis að ritskoða greinar um bók- menntir, og menntamálaráðherra hefur engar skyldur í því efni held- ur. Þú átt þess kost að rökstyðja mál þitt með bókmenntalegum rök- um, eins og þú gerir t.d. varðándi Kristján Karlsson, en þessi ofan- greindu fyrirmæli í valdsmannastíl koma andkannalega fyrir sjónir í umræðu um skáldskap. Lesendur Morgunblaðsins hljóta að furða sig á því moldviðri sem orsakast getur af ekki umfangs- meira ritverki en þessum margum- talaða bókmenntapésa. En sann- leikurinn er sá að ekki er hægt að búa til slíkt kynningarrit á þann hátt að öllum líki. Það mætti telja upp miklu fleiri höfunda en þá sem þú nefnir, sem ástæða væri til að kynna útlendingum. í yfirlitsgrein minni er valin sú leið að fjalla mest um höfunda sem hér hafa vakið athygli á undanförnum árum. Ég kaus vísvitandi að leggja ekki höf- uðáherslu á löngu látin skáld né á ljóðskáld né heiðurslaunaskáld, svo dæmi séu tekin. Umræddur bókmenntabæklingur er hvorki fullkomið né endanlegt kynningarrit. Síðar munu áhuga- samir aðilar bæta um betur og fá fram fleiri sjónarhorn og aðra höf- unda, kynna fleiri skáld, útvega aðra ritstjóra og afla fjölbreytilegra myndefnis. Umfram allt má vona að útbúnir verði fleiri kynning- arbæklingar umíslenskar bók- menntir þegar fram líða stsundir — ítarlegri bæklingar og veglegri á allan hátt. En þeir sem að slíkri kynningu standa, verða líka að sætta sig við, að því er ekki alltaf tekið með fögn- uði heima fyrir, þegar reynt er að kynna íslenskan skáldskap erlendis. Virðingarfyllst Höfundur er ritstjóri og stundakennari við Háskóla tslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.