Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 55
MOKOfNBMÐIÐ.WiJDJUOAOUK; 14. NÓVI'iMBKK;
Vestmannaeyjum:
Úthlutanir gáma-
leyfa harðlega
gagnrýndar
Veslmannaeyjum.
Sjálfstæðisfélðgin í Vestmannaeyjum gengust fyrir almennum
fundi síðastliðinn sunnudag, um útflutning á ferskum fiski. Fjöl-
menni var á fiindinum og voru stór orð látin falla um veitingar á
leyfurn til útflutnings á ferskum fiski.
Á fundinum voru pallborðsum-
ræður og á palli sátu Sveinn Rúnar
Valgeirsson sjómaður, Snorri
Jónsson frá Gámavinum, E]sa
Valgeirsdóttir verkakona, Ás-
mundur Friðriksson fiskverkandi,
og Magnús Kristinsson útgerðar-
maður. Fundarstjóri var Sigurður
Einarsson, bæjarfulltrúi.
í máli þeirra er á palli sátu kom
strax í upphafi fram hörð gagn-
rýni á hvemig úthlutun leyfa fyrir
gámaútflutninginn fer fram.
Skiptar skoðanir voru um hvort
stjóma bæri útflutningnum eða
hvort gefa ætti hann alfarið fijáls-
an og láta markaðsverðið ráða því
hvort menn stæðu í útflutningi eða
lönduðu heima. Ásmundur og
Magnús sögðu að veiting leyfa til
útflutnings væri til skammar. Þar
væri verið að hygla mönnum og
pólitískar veitingar á leyfum væri
staðreynd. Nú væri orðin til stétt
manna sem gerði ekki annað en
að versla með gámaleyfi, nokkurs-
konar heildsalar, og i'ökuðu þessir
menn saman fé á verslun sinni.
Elsa taldi að einhver stýring
yrði að vera á útflutningi fisks í
gámum þannig að atvinna fisk-
verkafólks yrði tryggð. Snorri taldi
fijálsan útflutning bestu leiðina
og benti á að meðan útflutningur
var fijáls hefði t.d. stórþorski allt-
af verið landað hér heima vegna
þess að það gaf betra verð heldur
en að flytja hann út. Sveinn tók
í sama streng og Snorri og sagði
það einu skiptin sem sjómenn
sæju verulega hækka í pyngjunni
hjá sér þegar fiskurinn væri flutt-
ur ferskur út og seldur þar.
Miklar umræður urðu á fundin-
um og hlaut veiting útflutnings-
leyfanna óvægna gagnrýni. Kristj-
án Óskarsson útgerðarmaður og
skipstjóri sagði að eins og þetta
kerfi væri í dag þá væri það til
háborinnar skammar. Hann taldi
að LÍU hefði sýnt linkind í þessu
máli og taldi réttast að rannsókn-
arlögreglan yrði fengin til þess að
fletta ofan af spillingunni sem við-
gengist í þessum viðskiptum.
„Þetta er ekkert annað en glæpa-
mennska. Ég er búinn að borga
hálfa milljón á þessu ári í umboðs-
laun, til einhverra manna sem
ráðuneytið veitir leyfi til útflutn-
ings. Þessi hálfa milljón væri mun
betur komin upp í olíuskuldina
mína hjá Olíufélaginu en í vasa
þessara .karla,“ sagði Kristján.
Fleiri tóku í sama streng og sem
dæmi var nefnt að til Eyja hefðu
verið keypt útflutningsleyfi frá
aðilum á Egilsstöðum, sem hefðu
krækt sér í leyfi fyrir gáma með
ferskfisk. Allir sem til máls tóku
voru sammála um að það kerfi sem
nú væri við lýði varðandi leyfis-
veitingar til útflutnings væri al-
gjörlega óhæft og þar yrðu að
verða breytingar á hið fyrsta.
Talsverð umræða varð um hvort
gefa ætti útflutning fijálsan og
hvaða áhrif ferskfiskútflutningur-
inn hefði haft á fiskvinnsluna.
Sveinn Valgeirsson velti upp nýj-
um fleti í þessu máli sem ekki
hefur verið ræddur þessari um-
ræðu áður. Hann sagði að frysti-
togaraflotinn væri orðinn afkasta-
mikill og sá afli sem frystitogarar
fiskuðu bærist aldrei til vinnslu-
stöðva í landi. Ekkert hefði verið
talað um það í þessari umræðu
en menn skyldu gera sér grein
fyrir að það væri einungis flutt
út tíu þúsund tonnum meira af
ferskum fiski á erlenda markaði,
en frystitogararnir öfluðu. Þetta
væri aldrei tekið inn í umræðuna
þegar verið væri að tala um vanda
vinnslunnar og hráefnisskort.
Óskar Þórarinsson skipstjóri og
útgerðarmaður sagði að menn
skyldu gera sér grein fyrir að ef
ekki væri fyrir hendi að flytja fisk-
inn út í gámum þá væru 10-15
bátar bundnir við bryggju í Eyjum
nú, því það stæði ekki undir kostn-
aði að gera þá út ef landa ætti
fiskinum á því verði sem boðið
væri uppá heima.
Fundarmenn voru allir sammála
um að ekki yrði aftur snúið með
gámaútflutninginn en menn
greindi ef til vill helst á um hvort
hann ætti að vera fijáls eða hvort
stýra ættí honum á einhvern hátt
og þá hvernig. En eitt voru allir
sammála um, að núverandi ástand
við úthlutun útflutningsleyfa væri
óhæft.
— Grímur.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Þeir aðilar er sátu á palli á fundinum, frá vinstri: Sveinn Valgeirs-
son, Snorri Jónsson, Sigurður Einarsson, Elsa Valgeirsdóttir, Ás-
mundur Friðriksson og Magnús Kristinsson.
Yfirlit helstu atburða í flög-
urra ára sögu Hafskipsmáls
TÆP Qögur ár eru nú liðin frá gjaldþroti skipafélagsins Hafskips
h/f en sem kunnugt er hefiir ákæruvaldið höfðað opinbert mál gegn
sautján fyrrverandi forsvarsmönnum þess og viðskiptabanka félags-
ins, Útvegsbanka íslands. í dag fer fram málflutningur í Hæsta-
rétti um frávísunarkröfu veijenda fimm hinna ákærðu. Sakadómur
hefur hafnað kröftmni. Niðurstaða Hæstaréttar er talin munu marka
þau tímamót í málinu að annaðhvort verði ákæru sérstaks saksókn-
ara vísað frá dómi eða, verði niðurstaða sakadóms staðfest, að lagð-
ur verði efnisdómur á málið og að vitnaleiðslur yfir hinum ákærðu
hefjist fyrir dómi innan skamms. Hin ýmsu eftirmál gjaldþrots Haf-
skips h/f hafa verið til tíðrar opinberrar umfjöllunar undanfarin
ár. Hér á eftir er greint frá stærstu dráttum í þróun þess frá því
að Hafskip h/f, sem var stofnað 1958, var veitt greiðslustöðvun 18.
nóvember 1985.
18. nóvember. 1985: Hafskip
h/f veitt greiðslustöðvun. Síðustu
mánuði hafði í ýmsum fjölmiðlum
verið mikið fjallað um mál er
tengdust ijárhag fyrirtækisins og
rekstri þess.
6. desember 1985: Hafskip h/f
tekið til gjaldþrotaskipta._ Stjórn
félagsins féllst á kröfu Útvegs-
banka íslands um að félagið yrði
gefið upp til gjaldþrotaskipta.
6. maí 1986: Skiptaráðendur
þrotabús Hafskips, borgarfóget-
amir Markús Sigurbjörnsson og
Ragnar H. Hall, senda ríkissak-
sóknara, Þórði Björnssyni, skýrslu
um ætluð brot sem tengist gjald-
þroti Hafskips.
7. maí 1986: Ríkissaksóknari fel-
ur rannsóknarlögreglustjóra,
Hallvarði Einvarðssyni, opinbera
rannsókn með vísan til bréfs
skiptaráðenda.
20. maí 1986: Sex forráðamanna
Hafskips handteknir og færðir til
yfirheyrslu hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins.
21. maí 1986: Sakadómur
Reykjavíkur úrskurðar fimm
hinna handteknu í gæsluvarðhald
til 25. júní en einn til 11. júní.
26. maí. 1986: Fyrsti Hafskips-
maðurinn látinn laus úr haldi.
29. maí 1986: Hæstiréttur styttir
varðhald Hafskipsmanna til 11.
júní.
12. júní 1986: Varðhald forstjóra
og stjórnarformanns Hafskips
framlengt í sakadómi til 25. júní.
18. júní 1986: Hæstiréttur úr-
skurðar að forstjóri og stjórnar-
formaður Hafskips skuli þegar
látnir lausir úr gæsluvarðhaldi.
I. júlí 1986: Hallvarður Einvarðs-
son skipaður ríkissaksóknari.
24. september 1986: Rannsókn
RLR lokið og ríkissaksóknara af-
hent gögn málsins
II. nóvember 1986: Nefnd sem
viðskiptaráðherra skipaði til að
kanna viðskipti Útvegsbankans
og Hafskips skilar skýrslu þar
sem lýst er þeirri skoðun að hags-
muna bankans hafi ekki verið
gætt sem skyldi í viðskiptum við
Hafskip. Skömmu síðar rita
bankastjórar skýrslu og andmæla
áliti nefndarinnar.
24. mars 1987: Albert Guð-
mundsson biðst lausnar frá emb-
ætti iðnaðarráðherra. Að áliti
skattrannsóknarstjóra höfðu tvær
greiðslur frá Hafskip til Alberts
sem fram komu við lögreglu-
rannsokn Hafskipsmálsins ekki
hlotið rétta skattalega meðferð.
7. apríl 1987: Útvegsbanki ís-
lands h/f stofnaður.
9. apríl 1987: Ríkissaksóknari
gefur úr ákæru á hendur þremur
forráðamönnum og löggiltum
endurskoðanda Hafskips, sem
gefið er að sök ýmis brot á al-
mennum hegningarlögum, lögum
um hlutafélög og löggilta endur-
skoðendur, og aðra ákæru á hend-
ur sjö starfandi og fyrrverandi
bankastjórum Útvegsbankans ís-
lands, fyrir brot í opinberu starfi.
I kjölfarið láta starfandi banka-
stjórar af störfum.
4. júní 1987: Hæstiréttur vísar
frá ákærum á hendur bankastjór-
um Útvegsbankans og hnekkir
þar með úrskurði sakadóms. Talið
var að vegna setu bróður ríkissak-
sóknara í bankaráði Útvegsbanka
íslands væri hann vanhæfur til
að ákæra í málinu.
24. júlí 1987: Ákæru á hendur
forráðamönnum og endurskoð-
anda Hafskips vísað frá í
Hæstarétti af sömu ástæðum
og ákæru á hendur Útvegs-
bankamönnum.
6. ágúst 1987: Jónatan Þór-
mundsson prófessor skipaður sér-
stakur ríkissaksóknari í málum
sem tengjast gjaldþroti Hafskips.
16. október 1987: Sérstakur sak-
sóknari sendir Rannsóknarlög-
reglu ríkisins bréf með fyrirmæl-
um um þætti sem hann telur að
þurfi að rannsaka frekar.
11. nóvember 1988: Sérstakur
ríkissaksóknari gefur út ákæru á
hendur 16 mönnum. Sex þeirra
voru fyrirsvarsmenn og starfs-
menn Hafskips og eru þeir, ásamt
löggiltum endurskoðanda fyrir-
tækisins, ákærðir fyrir ýmis fjár-
munabrot, brot á lögum um lögg-
ilta endurskoðendur og hlutafé-
lög. Þrír fyrrverandi bankastjórar,
einn fyrrverandi aðstoðarbanka-
stjóra Útvegsbankans, fyn-ver-
andi endurskoðandi bankans og
fjórir fyrrverandi bankaráðsmenn
Útvegsbankans eru ákærðir fyrir
brot í opinberu starfí.
23. nóvember 1988: Að fengnu
samþykki efri deildar Alþingis
ákærir sérstakur ríkissaksóknari
Jóhann Einvarðsson, alþingis-
mann og fyrrverandi bankaráðs-
mann í Útvegsbankanum, fyrir
brot í opinbera starfi.
17. apríl 1989: Ákæra sérstaks
ríkissaksóknara þingfest í saka-
dómi. Veijendur 11 sakborninga
krefjast frávísunar meðal annars
þar sem mál gegn Hafskipsmönn-
um annars vegar og Útvegs-
bankamönnum hins vegar sé rekið
í einu lagi. Sakadóm í málinu
skipa sakadómararnir Sverrir
Einarsson, dómsformaður, Arng-
rímur ísberg og Ingibjörg Bene-
diktsdóttir. Hinn 14. nóvember
1988 hafði yfirsakadómari falið
sakadómurunum Haraldi Henrys-
syni, Pétri Guðgeirssyni og Arng-
rími ísberg meðferð málsins. Har-
aldur Henrysson hlaut skömmu
síðar skipun sem dómari við
Hæstarétt. Pétur Guðgeirsson
ákvað, með leyfi Hæstaréttar, að
víkja sæti í málinu vegna ættar-
tengsla við mann sem yfirheyrður
hafði verið sem vitni við rannsókn-
ina en var ekki ákærður.
30. maí 1989: Hæstiréttur synjar
fyrrgreindum kröfum veijend-
anna um frávísun málsins og stað-
festir þar niðurstöðu sakadóms.
29. júní 1989: Úthlutunargerð úr
þrotabúi Hafskips lögð fram á
skiptafundi. Eignir búsins eru
rúmar 960 milljónir króna, þar
af um 240 milljonir króna vegna
vaxtatekna. Tap Útvegsbanka,
sem lýst hafði um 835 milljóna
króna kröfum að höfuðstóli, nem-
ur 292 milljónum króna auk vaxta
og kostnaðar. Eigendur almennra
krafna í þrotabúið fá rúman helm-
ing höfuðstóls greiddan. Vegna
uppgjörs þrotabúsins hafði komið
til ýmissa málaferla fyrir dómstól-
um hérlendis og erlendis. Nokkr-
um þeirra er ólokið.
10. október 1989: Hæstiréttur
siaðfestir neitun sakadóms við
peirri kröfu veijenda fimm sak-
borninga að upplýsingaskýrsla um
rannsóknar- og ákærumeðferð
Hafskipsmálsins sem Ragnar
Kjartansson, fyrrum stjórnar-
formaður Hafskips og einn hinna
ákærðu í málinu, hafði gert og
gagnrýnt þar rannsókn og með-
ferð málsins, verði lögð fram sem
dómskjal.
25. október 1989: Sakadómur
Reykjavíkur hafnar kröfum veij-
enda fimm Hafskipsmanna um
að málinu verði vísað frá vegna
ágalla á rannsókn þess og vegna
þess að rannsóknin hafi að stærst-
um hluta verið unnin undir stjórn
Hallvarðs Einvarðssonar rann-
sóknarlögreglustjóra, sem verið
hafi úrskurðaður vanhæfur ríkis-
saksóknari í málinu. Veijendurnir
höfðu talað fyrir kröfum sínum í
10 tíma löngum munnlegum mál-
flutningi þann 17. október. Veij-
endur kæra úrskurðinn strax til
Hæstaréttar og óska síðar eftir
að fram fari í Hæstarétti munn-
legur málflutningur um kröfuna.
14. nóvember 1989: Munnlegur
málflutningur í Hæstarétti um
frávísunarkröfu veijendanna.