Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B
260. tbl. 77. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Umbótasinni kjörinn forsætisráðherra í Austur-Þýskalandi:
Leiðtogar viðurkenna mis-
tök á sögulegum þingfundi
Um 300.000 Austur-Þjóð-
verjar tóku þátt í mót-
mælafundi í Leipzig í gær-
kvöldi til að ítreka kröfiir
sínar um frjálsar kosning-
ar og afnám alræðis komm-
únistaflokksins. Á mynd-
inni bera fjórir þátttakend-
ur líkkistu með áletrun-
inni: „Tilkall kommúnista-
flokksins til válda.“
300.000 Leipzig-búar ítreka kröfur
sínar um frjálsar kosningar
Vestur-Berlín. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter.
AUSTUR-ÞÝSKIR þingmenn fjölluðu í fyrsta skipti hreinskilnislega
um málefni Alþýðulýðveldisins Þýskalands í Austur-Berlin í gær.
Margir fóru hörðum orðum um ríkisstjórn og leiðtoga landsins og
sögðu róttækar breytingar nauðsynlegar. Giinther Maleuda, leiðtogi
Bændaflokksins, var óvænt- kjörinn forseti þingsins en kommúnista-
flokkurinn bauð ekki fram í embættið. Umbótasinninn Hans Modrow
var kjörinn forsætisráðherra í stað Willi Stoph, sem viðurkenndi að
stjórn sín hefði ekki staðið sig sem skyldi. Miðstjórn kommúnista-
flokksins samþykkti í gærkvöldi að efiia til flokksþings, sem gæti
leitt til verulegra breytinga á forystu flokksins að sögn vestrænna
stjórnarerindreka. Um 300.000 manns kröfðust ftjálsra kosninga og
þess að alræði kommúnistaflokksins yrði afnumið í mótmælagöngu
í Leipzig í gærkvöldi.
Sýnt var frá þingfundinum í
Austur-Berlín í beinni sjónvarpsút-
sendingu. Margir þingmenn fóru
hörðum orðum um leiðtoga lands-
ins, þar á meðal Horst Sindermann,
fyrrum forseta þingsins. „Ég er
ekki sekur um valdamisnotkun en
ég stóð mig líklega ekki alltaf nógu
vel í embættinu,“ svaraði þá þing-
forsetinn fyrrverandi. Forsætisráð-
herra stjórnarinnar sem sagði af
sér í fyrri viku, Willi Stoph, viður-
kenndi að leiðtogar kommúnista-
flokksins hefðu tekið ákvarðanir
sem haft hefðu slæmar afleiðingar
fyrir efnahag landsins.
Gunther Maleuda var kjörinn
þingforseti í fyrstu leynilegu at-
kvæðagreiðslunni í sögu þingsins.
Hann fékk 246 atkvæði en þing-
maður Fijálslynda demókrata-
flokksins, Manfred Gerlaeh, 230.
Aðeins einn þingmaður greiddi at-
kvæði gegn Hans Modrow í emb-
ætti forsætisráðherra.
Miðstjórn kommúnistaflokksins
kom saman í annað sinn á einni
viku og samþykkti að efna til
flokksþings í stað ráðstefnu, sem
fyrirhuguð var um miðjan desem-
ber. Háttsettir vestrænir stjórnarer-
indrekar segja líkur á að sam-
þykktar verði verulegar breytingar
á flokksforystunni og að Egon
Krenz flokksleiðtogi sé engan veg-
inn öruggur um að halda embætti
sínu.
Tvö ný hlið voru opnuð á Berlín-
armúrnum við mikil fagnaðarlæti
borgarbúa í gær. Þingið í vestur-
hlutanum skoraði á stjórnvöld aust-
urhlutans að opna sem flest hlið til
að auðvelda samgöngur milii borg-
arhlutanna. Vestur-Þjóðveijar og
útlendingar mega enn sem komið
er aðeins fara um tvö hlið og verða
að borga 30 vestur-þýsk mörk, eða
um 1.000 ísl. kr. í hvert skipti.
Fjöldi fólks úr austurhlutanum
heimsótti vesturhlutann í gær en
umferðin var mun minni en um
helgina. Þó mynduðust biðraðir við
bankaútibú, sem afhenda svokall-
aða fagnaðarpeninga. Hver borgari
hefur rétt á að fá 100 mörk, eða
3.400 ísl kr.
Austur-þýska fréttastofan ADN
skýrði frá því að 300.000 manns
hefðu tekið þátt í mótmælafundi á
Karl Marx-torgi í miðborg Leipzig.
Þetta er áttundi mánudagurinn í
röð sem efnt hefur verið til slíks
fundar i borginni. Mótmælendurnir
sökuðu stjórnvöld um lygar, spill-
ingu og hrokafulla framkomu og
kváðust ekki ætla að sætta sig við
ferðafrelsið eitt. Auk þess efndu
rúmlega 100.000 manns til mót-
mæla í Dresden og 50.000 í Karl-
Marx-Stadt.
Francois Mitterrand Frakklands-
forseti skýrði frá því í gær að leið-
togar aðildarríkja Evrópubanda-
lagsins kæmu saman í París um
helgina til að ræða þróunina í Aust-
ur-Þýskalandi að undanförnu.
Sjá grein um Berlínarmúrinn
á miðopnu og fréttir á bls. 26.
Gullfundur á austur-
strönd Grænlands
Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
KANADÍSKA könnunarfyrirtækið Platinova hefúr fúndið gull á
u.þ.b. Qögurra ferkílómetra stóru svæði við Kangerdlugssuak, milli
Ammassalik og Seoresbysunds. Talið er að hægt verði að vinna þar
12 tonn af gulli að andvirði 100 milljóna Bandaríkjadollara (6.300
milljóna ísl.kr.) á ári.
Miklar vonir eru bundnar við
fundinn og fyrirtækið segir jarðveg-
inn svo auðugan af málminum að
auðvelt sé að hefja arðvænlega
vinnslu á svæðinu. Telja talsmenn
þess að hagnaður þeirra sem leggi
fé í vinnsluna geti orðið sem svarar
2.500 milljónum ísl.kr. árlega.
Ekki er álitið að hægt verði að
hefja gullvinnslu af fullum krafti
fyrr en eftir fimm ár.
Páls Einarsson jarðeðlisfræðing-
ur sagði að löngum hefði verið vitað
að gull fyndist á Grænlandi því
góðmálminn væri yfirleitt að finna
í gömlu bergi eins og á Grænlandi.
Hins vegar hefði spurningin yfir-
leitt verið sú hvort vinnsla þess
borgaði sig. Gullfundurinn nú
breytti heldur engu um mat á
íslenskum jarðlögum því hér væri
eitt yngsta berg í heimi en á Græn-
landi væri það ævafornt.
Reuter
Fjáraustrinum mótmælt
RÚMLEGA 200 ánauðug börn efndu til mótmælafundar í höfuðborg
Indiands, Nýju Delhí, í gær til að fordæma sóun á almannafé er þess
var minnst að hundrað ár voru liðin frá fæðingu afa Rajivs Gandhis
forsætisráðherra, Jawaharlais Nehrus. Hátíðahöldin munu hafa kostað
um þijá milljarða rúpía, eða 11 milljarða ísl.ikr. Nehru var fyrsti for-
sætisráðherra Indlands og þótti einkar barngóður.
San Salvador. Reuter.
Stjórnarhermenn og vinstrisinnaðir skæruliðar í E1 Salvador börð-
ust í gær með vélbyssum í höfúðborg landsins, San Salvador. Talið
er að um 300 manns hafí fallið og hundruð særst frá því skæruliðarn-
ir hófu mikla sókn á laugardagskvöld. Eru þetta hörðustu bardagar
í Iandinu frá því borgarastyijöldin braust þar út fyrir tíu árum.
Skotið var úr vélbyssum úr þyrl-
um, sem flugu yfir borgina, og var
íbúum úthverfa ráðlagt að halda
sig innandyra. Leiðtogar skæruliða
segja að markmið árásanna sé að
neyða stjórnvöld til að semja um
frið og binda enda á styijöldináysem
hefur kostað 70.000 manns lífið frá
árinu 1979. Skæruliðarnir slitu frið-
arviðræðunum 31. október eftir að.
sprengjuárás var gerð á höfuðstöðv-
ar verkalýðssamtaka með þeim af-
leiðingum tíu manns týndu lífi.
Að minnsta kosti 14 óbreyttir
borgarar hafa beðið bana vegna
átakanna frá því á laugardags-
kvöld. Alfredo Cristiani, forseti
landsins, lýsti yfir neyðarástandi í
landinu á sunnudag og útgöngu-
bann gildir á næturnar. Forsetinn
sagði að stjórnin hefði neyðst til
þess að afnema lýðréttindi um tíma
til að vernda þjóðina fýrir „hryðju-
verkurn" skæruliða.
Hörð átök í E1 Salvador