Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 24
GfiQí íiQííitóSiVuK
MORGUNBLA+iIÐ
ÞRIÐáUDÁÖU'R- lÍ.-ttóVMMií-Í^SÍ -
Búlgaría:
Merki um tilslakanir eft-
ir fall Todors Zhivkovs
Hæstiréttur tekur bann við starfsemi sjálfstæðs um-
hverfisverndarhóps til endurskoðunar
Sofíu. Reuter.
Kominúnistasljórnin í Búlgaríu virðist ætla að slaka nokkuð á
tökunum. Hæstiréttur landsins ákvað í gær að taka til endurskoðun-
ar bann við starfsemi Ekoglasnost, hóps umhverfisverndarsinna er
efiit hefúr til mótmæla vegna ýmissa framkvæmda sem talin eru
valda umhverfisspjöllum. Síðastliðinn föstudag lét Todor Zhívkov,
sem var valdamesti maður ríkisins í 35 ár, af völdum og við tók
utanríkisráðherrann, Petar Mladenov. Hann hefur verið talinn
harðlínumaður en sumir andófsleiðtogar telja þó mögulegt að hann
heQi umbótastefnu til vegs og virðingar.
Ríkissaksóknari landsins sagði
að bannið við starfi Ekoglasnost
hefði byggst mistúlkun laga og
hvatti hæstarétt til að senda mál
samtakanna aftur til meðferðar hjá
lægra dómstigi. Hæstiréttur mun
úrskurða innan nokkurra daga
hvort hann fer að tilmælunum.
Vestrænir stjórnarerindrekar segja
að það hve opinskátt lögmenn Eko-
glasnosts hafi fengið að tjá sig fyr-
ir hæstarétti og ummæli saksókn-
ara gefi til kynna stefnubreytingu
hjá stjómvöldum. Síðustu árin hét
Zhívkov breytingum í umbótaátt en
þegar til kastanna kom varð ekkert
úr framkvæmdum. -
Er Mladenov ávarpaði miðstjórn
kommúnistaflokksins í fyrsta sinn.
eftir valdatökuna hét hann að auka
pólitískt og efnahagslegt frelsi en
tók fram að ekki mætti hrófla við
sósíalískri undirstöðu stjórnarfars-
ins sem merkir á mannamáli að
kommúnistaflokkurinn eigi að hafa
úrslitavöldin áfram. Mladenov sagði
að stjórnkerfið hefði til þessa ekki
gefið kost á raunverulégum umbót-
um, af sama toga og Míkháil Gorb-
atsjov hefur boðað í Sovétríkjunum.
Meðal andófsmanna í Búlgaríu
eru skiptar skoðanir um Mladenov
La Pasionaria látin
Reuter
DOLORES Gomez Ibarruri, sem fræg varð í spænska borgarastríðinu undir nafninu La Pasionaria, lést á
sunnudag, 93 ára að aldri. Var banameinið lungnabólga. La Pasionaria var kommúnisti og kunn fyrir eld-
heitar hvatningarræður á dögum borgarastyrjaldarinnar 1936-39 en að henni lokinni var hún í útlegð í
Moskvu í 38 ár. Þegar hún sneri aftur til Spánar árið 1977 var henni fagnað sem hetju enda var hún
sameiningartákn lýðveldissinna í stríðinu gegn Franco. Á myndinni, sem var tekin við upphaf borgarastrí-
ðsins 1936, er La Pasionaria ásamt nokkrum mönnum úr lýðveldishernum.
Reuter
Verkamenn í Sofíu, höfúðborg Búlgaríu, lesa dreifibréf frá sjálfstæðu
umhverfisverndarsamtökunum Ekoglasnost í gær. Fyrir skömmu
efiidu samtökin til fyrsta mótmælafúndar í landinu ú fjóra áratugi
auk þess sem þau hafa safiiað um 11 þúsund undirskrifitum gegn
tveim fyrirhuguðum fyrirtækjum sem sögð eru geta valdið um-
hverfisspjöllum. Starfsemi Ekoglasnost hefúr verið bönnuð af dóm-
stólum en nú eru líkur á að banninu verði aflétt.
sem er 53 ára gamall og hefur ver-
ið utanríkisráðherra í 18 ár. Erlend-
ir stjórnarerindrekar telja að
Zhívkov hafí fyrst og fremst verið
sparkað úr öllum valdastöðum
vegna vangetu hans til að leysa
helstu vandamálin; miklar erlendar
skuldir ríkisins og stöðnun í efna-
hagsmálum. „Mladenov er fulltrúf
yngri raunhyggjumanna sem álíta
að flokkurinn og kerfið muni aðeins
lifa af verði losað um hömlur, einka-
framtak og ijölræði eflt í efnahags-
málunum," sagði einn þeirra. Aðrir
voru svartsýnni og sögðu Mladenov
of samdauna kerfinu til að hægt
væri að vænta mikils af hongm.
Zhelo Zhelev, leiðtogi óopinbers
hóps, er vinnur að framgangi glasn-
osts og perestrojku í Búlgaríu, sagði
mannaskiptin fyrst og fremst sjálfs-
vörn af hálfu flokksins. „En allar
breytingar munu kalla á meiri
breytingar og kannski Mladenov
takist að koma hreyfingu á hlutina
áður en honum verður ýtt til hliðar
af einhveijum skeleggari umbóta-
sinna,“ sagði Zhelev. Konstantín
Trentsjev, sem stjórnar mennta-
mannahópnum Podkrepa, var bjart-
sýnni. „Mladenov virðist vera svip-
aður Zhivkov en þar sem einræði
ríkir verða menn að halda sig í
skugganum og mega ekki segja hug
sinn fyrr en rétti tíminn er runninn
upp.“
72 menn lokast inni
í indverskri námu
Kalkútta. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti 72 indverskir námuverkamenn lokuðust inni
þegar kolanáma hrundi og milljónir lítra af vatni flæddu inn í hana
í gær.
Verkamennirnir voru um 150
metrum undir yfirborði jarðar í
Rani Junj, um 200 km frá Kalk-
útta. Talsmaður verkalýðsfélagsins
á staðnum sagði að þeir hefðu ver-
ið slegnir miklum ótta þar sem vatn-
ið flæddi ört inn í námuna.
Fimm vatnsdælur voru notaðar
við björgunarstarfið, sem gæti tekið
meira en tvo sólarhringa.
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 r~2 1.267.909
2.45!® 7 62.841
3. 4af 5 192 3.952
4. 3af 5 5.565 318
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
Sri Lanka:
Skæruliðaforinefi felldur
Kólombó. Reuter. W J
Stjórnarhermenn á Sri Lanka
felldu í gær leiðtoga hreyfingar
vinstri skæruliða, sem háð hefúr
vopnaða baráttu gegn stjórn-
völdum á eyjunni á undanförn-
um tveimur árum.
Rohana Wijeweera var skotinn
til bana er stjórnarherinn gerði
árás á eina af stöðvum Þjóðfrelsis-
fylkingarinnar en svo nefnist
hreyfing sinhalesa sem staðið hef-
ur fyrir morðum og hryðjuverkum
á Sri Lanka í þeim tilgangi að
koma ríkisstjóm eyjarinnar frá
völdum. Hermt var að nokkrir
helstu aðstoðarmenn Wijeweera
hefðu verið handteknir.
Stjómmálaskýrendur sögðu
þetta mikinn sigur fyrir stjóm
Ranasinghe Premadasa, forseta
Sri Lanka, og að Iíklegt væri að
Þjóðfrelsisfylkingin leystist upp í
kjölfar þessa. Aðrir vom ekki jafn
bjartsýnir og töldu ástæðu til að
ætla að vargöldinni væri engan
veginn lokið. Samtök Wijeweera
. ERLENT
vom lýst ólögleg árið 1983 er þau stofnun sjálfstæðs ríkis. Banninu
vom sögð ábyrg fyrir árásum á var aflétt á síðasta ári en leiðtogar
tamíla, sem em minnihlutahópur á hreyfingarinnar neituðu að ganga
Sri Lanka og barist hafa fyrir til friðarviðræðna við stjórnvöld.
Kastró hætt að
lítast á blikuna
Havana. Iteuter.
FÍDEL Kastró, forseti Kúbu, sagði nýlega að „dapurleg þróun“
ætti sér stað í öðrum sósialískum rikjum og varaði landa sína
við verulegum erfíðleikum tækist ekki að ráða á henni bót. Þá
ítrekaði hann enn einu sinni, að hann ætlaði ekki að hvika frá
tryggð sinni við marxismann.
„Við eram vitni að dapurlegri
þróun í öðmm ríkjum sósíalis-
mans, mjög dapurlegri," sagði
Kastró í ræðu, sem hann flutti
við vígslu nýrrar verksmiðju í
Havana. „Við horfum í forundran
á það, sem er að gerast og, verð
ég að segja, eigum bágt með að
trúa því.“
Kastró átti augljóslega við
hræringarnar og lýðræðisþróun-
ina í Austur-Evrópu þótt hann
nefndi ekkert ríki á nafn og sagði
síðan, að óvíst væri að vita hveij-
ar afleiðingarnar yrðu fyrir áætl-
anir Kúbustjórnar og efnahagslíf-
ið í landinu.
„Nú þegar kapítalistar og
heimsvaldasinnar halda, að
kommúnisminn sé að syngja sitt
síðasta skulum við tvíeflast í
trúnni á marx-lenínismann,“
sagði Kastró við mikinn fögnuð
tilheyrenda.