Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 37
MORGyNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989 Gróður matur úr góðum fiski Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er alveg óhætt að segja að hægt er að gera góðan mat úr fiskinum okkar góða og í sum- um fiskbúðunum er hægt að velja úr mörgum tegundum dag hvem. Ýsan er alltaf vinsælust eftir því sem fisksalarnir segja, en menn em þó að verða áræðnari í inn- kaupum svona smám saman. En matreiðsla á físki býður upp á svo marga möguleika að þeir em ótelj- andi. Margir em duglegir að brydda upp á nýjungum eftir eig- in hugarflugi, aðrir þurfa að hafa eitthvað frá öðrum til að styðjast við. Fyrir þá em eftirfarandi upp- skriftir. Allt í einu fati 8 kartöflur, 2 dl tjómi, kaffiijómi tsk. salt örlítill pipar 300 g fiskflak (ýsa eða annað), 1 msk. sítrónusafi, 1 púrra, nokkur ansjósuflök (má sleppa), 60 g rifinn ostur, dill. Kartöflumar afhýddar hráar og skornar í sneiðar og settar í ofnf- ast fat, rjóma hellt lyfir, saiti og pipar stráð yfir. Fatið sett í ofn- inn, haft í um það bil 30 mín. við meðalhita; fiskstykkin em þá lögð ofan á, salt og sítrónusafi sett yfir, látið aftur í ofninn í 10—15 mín., en þá eru púrrasneiðar sett- ar yfir ásamt ansjósum (ef hafa á þær) og að síðustu er ostinum stráð yfir. Aftur sett í ofninn og haft þar til osturinn er bráðinn, dilli stráð yfir um leið og borið er fram. Rétturinn er ætlaður fyr- ir ijóra. Fiskur með sveppum 600 g fiskflak, 1 tsk. salt, safi úr einni sítrónu, 200 g sveppir, 1 meðalstór laukur, 1 msk. smjör eða smjörlíki, steinselja. Salti og pipar stráð á fiskinn, sítrónusafinn kreistur yfir og fisk- stykkin sett í ofnfast fat. Svepp- irnir hreinsaðir og skornir í sneið- ar, sömuleiðis laukurinn. Sveppir og laukur settir í smjör á pönnu, steinselju bætt á og allt látið mýkjast. Blandan sett yfir fiskinn í fatinu, sett í ofninn og látið vera í um það bil 25 mín. við meðal- hita. Soðnar kartöflur og salat haft með. Rétturinn ætlaður fýrir fjóra. Fiskur í góðri sósu 750 g fiskflak, 1 meðalstór laukur, sýrður ijómi (magn eftir smekk), dl tómatþykkni, smjör eða olía til að steikja úr. Fiskstykkjunum velt upp úr hveiti, kryddað og steikt báðum megin. Fiskinum síðan raðað I ofnfast fat, vatni hellt á pönnuna og síðan af henni yfir fiskinn. Blandað er saman tómatþykkni og íjóma, hellt yfir fiskinn. Lauk- urinn skorinn í sneiðar, brúnaður á pönnu og settur yfir fiskinn í fatinu. Fatið sett í meðalheitan ofn, látið standa í um það bil 15 mín. og borið fram með soðnum kartöflum. Rétturinn ætlaður fyr- ir fjóra. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Björn Axelsson, kaupmaður. ■ MAGNÚS í Mjódd heitir versl- •un sem nýlega var opnuð í Mjódd- inni. Þetta er sérverslun með gall- erí-myndir, plaköt og ýmsa gjafa- vöm. Einnig verður boðið upp á ýmsar tómstundavömr, jólaföndur- vömr, fataliti og fleira í þeim dúr. Eigendur verslunarinnar em Anna Karlsdóttir og Björn Axelsson. ■ RÍKISSJÓNVARPIÐ efnir til sönglagakeppni í tengslum við Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu sem fram fer á næsta ári. Öllum er heimilt að senda lög en skilafrestur rennur út 15. desember Sjálf Söngvakeppnin fer fram í Júgóslavíu 5. maí. Sérstök dóm- nefnd velur 12 lög til þáttöku í undanúrslitum hér á landi. Valinn hópur áhorfenda í sjónvarpssal skipar dómendasess í þáttum þess- um og velur sex lög sem keppa til úrslita í beinni útsendingu úr sjón- varpssal og þar verður sigurlagið valið sem verður framlag íslend- inga. Höfundur sigurlagsins hreppir 200.000 krónur í verðlaun og ferð til Júgóslavíu. Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi - aðalfundur Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi verður haldinn i Valhöll (kjallara) þriðjudaginn 14. nóvember kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Árnessýsla - Selfoss Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu, Tryggvagötu 8 á Selfossi. Fundurinn hefst kl. 16.00 laugardaginn 18. nóvember nk. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, ræðir um flokksmálin. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi verður haldinn á Hótel Sögu, fundarsal B, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Gestur fundarins verður Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður. 3. Önnur mál. Fundarstjóri: Björg Einarsdóttir, rithöfundur. Fundarritari: Áslaug Ottesen, bókavörður. Auglýst eftir framboðum til kjörnefndar fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík Samkvæmt ákvörðun stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík, er hér með auglýst eftirframboðum til kjörnefndarfulltrúa- ráðsins. Framboðsfrestur rennur út mánudaginn 20. nóvember kl. 17.00. Samkvæmt 11.gr. reglugerðar fyrir fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, eiga 15 manns sæti í kjörnefnd og skulu 8 kjörnefndar- menn kosnir skriflegri kosningu af fulltrúaráðinu. Samkvæmt 5. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar telst framboð gilt ef það berst kosningastjórn fyrir lok framboðsfrests, enda sé gerð þar tillaga af 5 fulltrúum hið minnsta og ekki fleiri en 10 fulltrúum. Fram- bjóðandi skal gefa kost á sér með skriflegri yfirlýsingu. Tilkynning um framboð berist stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, Valhöll við Háaleitisbraut. Stjórnin. Sjálfstæðiskvennafélag Borgarfjarðar Félagið heldur almennan fund á Laugalandi, Stafholtstungum, þriðjudaginn 14. nóvember nk. kl. 21.00. Stjórnin. Ungt sjálfstæðisfólk á Akranesi - herðum sóknina Þór, Akranesi, heldur opinn stjórnarfund í Sjálfstæðishúsinu á Akranesi, fimmtudag- inn 16. nóvember kl. 20.30. Gestur fundar- ins verður Belinda Theriault, varaformaður SUS, og mun hún ræða samstarf SUS og félaganna með tilliti til sveitarstjórnarkosn- inga og stjórnmálaástandið. Allt ungt sjálf- stæðisfólk velkomið. Samband ungra sjálfstæðismanna. Aðalfundur Hvatar Aðalfundur Hvatar, félags sjálfstæðis- kvenna í Reykjavik, verður haldinn í Val- höll (kjallara) mið- vikudaginn 15. nóv- ember kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarins verða Geir H. Haarde, alþingismaður, og Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi. Stjórnin. Huginn FUS Garðabæ: Dagskrá í nóvember 18. nóvember: Opinn stjórnarfundur í Lyngási 12 kl. 18.00. Á fundinum verða stofnaðar málefnanefndir vegna komandi bæjarstjórnakosninga. Nýir félagar vel-. komnir. 20. nóvember: Almennur borgarafundur í Kirkjuhvoli kl. 20.30. Gesturfundarinsverð- ur Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins. Garðbæingar á öllum aldri eru hvattir til að fjölmenna á þennan fund. 29. nóvember: Sameiginlegur félagsfundur Týs í Kópavogi og Hugins, í Hamraborg 1, með SUS forustunni. Nánar auglýst siðar. Stjórn Hugins. IIFIMDAI.IUK Viðverutími stjórnarmanna Stjórnarmenn í Heimdalli, félagi ungra sjálfstaeðismanna í Reykjavík, verða til viðtals um störf og stefnu félagsins á skrifstofu þess í Valhöll, Háaleitisbraut 1, milli kl. 16.00 og 17.00 alla virka daga í nóvembermánuði. Félagsmenn og aðrir áhugasamir eru eindregið hvattir til að líta inn eða hafá samband simleiðis og kynna sér það sem á döfinni er hjá félaginu. Stjórnin. Aðalfundur kjördæmis- ráðs Sjálfstæðiflokksins á Suðurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi verður haldinn í Hvolnum á Hvolsvelli laugardaginn 25. nóv- ember nk. Fundurinn hefst kl. 10.00 fyrir hádegi. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfund- arstörf, ávarp Þorsteins Pálssonar, form- anns Sjálfstæðisflokksins, prófkjörsmál og önnur mál. Fundi lýkur á laugardagskvöltí. Stjórn kjördæmisráðs sjálfstflokksins á Suðurlandi. &JÓNUSTA Rafl. og dyrasímaþj. Gestur rafverkt. s. 623445,19637. Wélagslíf □ EDDA 598914117 = 7 Frl. □ HAMAR 598911147 - Frl. □ HELGAFELL 598911147 VI 2. I.O.O.F. Rb.1 = 13911148-E.T.I. 9 IIIG.H. O FJÖLNIR 598911147 - 1 Atk. Frl. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Almenn samkoma verður í kvöld kl. 20.00. Ræðumaður Dick Mohrmann. AdKFUK Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt- mannsstíg 2b. „Voito kallar". Hugleiðing Jónas Þórisson. FREEPORTKLÚBBURINN Fundur verður haldinn í félags- heimili Bústaðakirkju fimmtu- daginn 16. nóvember kl. 20.00. Veisluborð. Skemmtiatriði. Bingó. Glæsilegir vinningar, (utanlandsferð). Þátttaka óskast tilkynnt Baldri Ágústssyni, sími 686915, fyrir kl. 19.00 á miðvikudag 15. nóv- ember. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.