Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1989
Framfærsluvísitalan hækkar um 1,5%:
Mest hækkun af skola-
og húsnæðiskostnaði
VÍSITALA framfærslukostnaðar í nóvember hækkar um 1,5% frá októb-
ervísitölu. Hækkunin samsvarar 19,6% hækkun á ári. Hækkun vísi-
tölunnar síðastliðna þrjá, sex og tólf mánuði samsvarar um 23-24%
verðbólgu á heilu ári.
Vísitalan er reiknuð út frá verð-
lagi í byijun nóvember og en síðasta
Langreyðar og
hreftiustofnar
þola umtals-
verða veiði
- segir sjávarút-
vegsráðherra
„RANNSÓKNIR á hvalastofnum
við Island sýna ótvírætt að bæði
hreftiustofninn og langreyðar-
stofninn þola umtalsverða veiði
um ókomna tíð,“ sagði Halldór
Asgrímsson sjávarútvegsráðherra
á þingi Farmanna- og fiskimanna-
sambands íslands á þriðjudag.
Halldór sagði að of snemmt væri
að fullyrða hver afrakstursgeta
einstakra hvlastofna væri.
„Gögn vísindamanna okkar verða
lögð fyrir vísindanefnd Alþjóða hvla-
veiðiráðsins og mun nefndin fjalia
um ástand hrefnustofnsins á fundi
sínum í júní á næsta ári og ástand
langreyðarstofnsins á fundi haustið
1990,“ sagði Halldór Ásgrímsson.
„Við gerum þá kröfu til Alþjóða hval-
veiðiráðsins að það móti stefnu sína
í iok veiðistöðvunartímabilsins á
næsta ári á grundvelli vísindalegs
mats á veiðiþoli einstakra hvala-
stofna.“
vísitala miðaðist við októberbyijun.
Mest áhrif til hækkunar að þessu
sinni hafði 2,6% hækkun húsnæðis-
kostnaðar og 2,9% hækkun tóm-
stundaiðkunar og menntunar. Hækk-
un hvors liðar um sig veldur 0,3%
hækkun vísitölunnar. Undir liðnum
tómstundaiðkun og menntun hækkar
skólaganga mest (5,7%), þá bækur,
blöð og tímarit (4,3%) og tækjabún-
aður (3,5%). 2,7% hækkun á fatnaði
og skóm veldur 0,2% hækkun vísi-
tölunnar, sömuleiðis 2,9% hækkun
húsgagna og heimilisbúnaðar og
1,1% hækkun ferða og flutninga.
Undir liðnum húsgögn og heimilis-
búnaður hækkuðu barnaheimilisút-
gjöld, húshjálp oþh. mest, 11,8%, og
er það mesta hækkunin á einstökum
lið í sundurliðun Hagstofunnar. Kæli-
skápar og önnur rafmagnsbúsáhöld
hækkuðu um 4,4%. Hækkunin á ferð-
um og flutningum stafar af 1,3%
hækkun bílakostnaðar (liðurinn heit-
ir „eigin flutningatæki").
Aðrir liðir hækkuðu minna. Mat-
vörur hækkuðu að meðaltali um 0,5%
og hækkaði vísitalan um 0,1% þess
vegna. Mesta hækkunin var á kart-
öflum og vörum úr þeim, 5,4%. Mest
áhrif í hækkun matarliðar hafði þó
1% hækkun á kjöti og kjötvörum.
Liður sem heitir aðrar vörur og þjón-
usta hækkaði að meðaltali um 0,6%
sem leiddi til 0,1% hækkunar fram-
færsluvísitölunnar. Mest áhrif þar
hafði hækkun á ferðavörum, úrum
og skartgripum, 5,7%.
Atvinnutry ggingasj óður:
Tilmæli um að afgreiöa
veðhæf fiskeldisfyrirtæki
STJÖRN Atvinnutryggingasjóðs
mun á miðvikudag taka afstöðu
til umsókna fiskeldisfyrirtækja
um skuldbreytingalán. Forsætis-
ráðherra hefiir beint þeim til-
mælum til stjómarformanns
sjóðsins að hraðað verði af-
greiðslu á umsóknum þeirra fisk-
eldisfyrirtækja sem uppfylla
Stærstu fyrirtækin 1988:
Opinberar stofiianir og fyrir-
tæki skiluðu mestum hagnaði
OPINBERAR stoftianir, ríkisfyrirtæki og fyrirtæki sem eru að meiri-
hluta í eigu opinberra aðila skipa 12 af 15 efstu sætunum yfir þau fyrir-
tæki sem mestum hagnaði skiluðu á árinu 1988, samkvæmt úttekt tíma-
ritsins Fijálsrar verslunar, sem er nýkomið út. Áfengis- og tóbaksversl-
un ríkisins skilaði mestum hagnaði, 3.Í169 milljónum króna. Hæst meðal-
laun greiddi Borgarfógetaskrifstofan í Reykjavík, liðlega 4,3 milljónir
króna. í öðru sæti er Samheiji hf. á Akureyri, sem greiddi að meðal-
tali um 4,0 inilljónir. Samband íslenskra samvinnufélaga er stærsta fyrir-
tækið miðað við veltu, eins og árið áður. Listi átta stærstu fyrirtækj-
anna er óbreyttur frá árinu 1987.
Landsbankanum.
Hagkaup skaust upp í 9. sæti úr
því tólfta og hafði velta fyrirtækisins
aukist um 64% á milli ára. Mesta
veltuaukningin samkvæmt úttekt
Fijálsrar verslunar var hjá Féfangi
hf., um 326%, hjá Rafveitu Siglu-
fjarðar um 319%, hjá Icecon hf. um
278%, hjá SH verktökum um 178%
og hjá Svani hf. um 159%.
Af þeim fyrirtækjum sem skiluðu
mestum hagnaði eru þijú sem ekki
eru opinberar stofnanir eða að meiri-
hluta í eigu hins opinbera. Þau eru
Fiugleiðir, sem skiluðu 806 milljóna
króna hagnaði og eru í öðru sæti,
_ Átta stærstu fyrirtækin 1988 voru
SÍS, sem velti 16.267 milljónum
króna, Sölumiðstöð hraðfrystihú-
sanna með 13,9 milljarða veltu,
Landsbankinn með 12,1 milljarðs
veltu, Flugleiðir með 9,4 milljarða
veltu, Sölusamband íslenskra fisk-
framleiðenda með 8,9 milljarða veltu,
ÁTVR með 7,3 milljarða veltu, Kaup-
félag Eyfirðinga með 7 milljarða
veltu og ÍSAL með tæplega 7 millj-
arða veltu.
Velta SÍS hafði minnkað um 7%
frá árinu áður, 1987. Velta annarra
efstu fyrirtækjanna hafði aukist um
á bilinu 10% hjá SÍF upp í 46% hjá
ÍSAL er í fjórða sæti með 527 millj-
óna króna hagnað og íslensk getspá,
LOTTO, er í 14. sæti með 247 millj-
óna króna hagnað. Önnur fyrirtæki
í efstu 15 sætunum eru ÁTVR, Póst-
ur og sími, íslenska járnblendifélagið
hf., Hitaveita Reykjavíkur, Fisk-
veiðasjóður íslands, Búnaðarbanki
Islands, Happdrætti Haskóla íslands,
Fríhöfnin, Hitaveita Suðurnesja, Við-
lagatrygging íslands, Landsbanki
ísiands og Rafmagnsveita
Reykjavíkur.
Hæstu meðailaunin eru greidd af
Borgarfógetaskrifstofunni í
Reykjavík. Þar fengu fimm starfs-
menn áð meðaltali 4,322 milljónir
króna í laun. Hækkun frá fyrra ári
er 288%. Samheiji hf. á Akureyri
greiðir næst hæstu meðallaunin,
4,002 milljónir króna til 65 starfs-
manna. Laun Samheijastarfsmanna
hækkuðu um 13% frá fyrra ári.
Næst í röðinni eru Faxi hf. í Keflavík
með 3,8 milljóna króna meðallaun,
Utgerðarfélag Flateyrar með 3,7
milljónir og Skagstrendingur hf. með
tæplega 3,7 milljónir. 93 fyrirtæki
greiddu yfir tvær milljónir króna í
meðallaun samkvæmt skrá Fijálsrar
verslunar.
Opinberu fyrirtækin eru einnig I
efstu sætunum yfir fyrirtæki með
mest eigið fé. Þar er efst á listanum
Landsvirkjun með 16,8 milljarða
króna, næst koma Rafmagnsveita
Reykjavíkur með 11,3 milljarða,
Hitaveita Reykjavíkur með 9,5 millj-
arða, Póstur og sími með 7,8 millj-
arða og Rafmagnsveitur ríkisins með
6,2 milljarða. Næst á þessum lista
koma Reykjavíkurhöfn, Landsbank-
inn, Fiskveiðasjóður, Járnblendifé-
lagið og Flugleiðir.
Meðalíjöldi starfsmanna var mest-
ur hjá Reykjavíkurborg, 4.501, næst
komu Ríkisspítalar með 2.629, Póst-
ur og sími með 2.063, Flugleiðir með
1.408 og Landsbankinn með 1.295.
kröfúr sjóðsins og veðhæfiii og
eigið fé.
Gunnar Hilmarsson stjórnar-
formaður Atvinnutryggingasjóðs
sagði að umfjöllum um umsóknir
fiskeldisfyrirtækja hefði verið frest-
að meðan beðið var eftir tillögum
um heildarúrlausn til fiskeldisfyrir-
tækja. Nú væri ljóst að ákvörðun
um siíkt yrði ekki tekin fyrr en eft-
ir 1-2 vikur í fyrsta lagi. Því hefðu
komið vinsamleg tilmæli frá forsæt-
isráðherra um að Atvinnutrygg-
ingasjóður afgreiddi fiskeldisfyrir-
tæki sem uppfylltu skilyrði sjóðsins,
jafnt og önnur fyrirtæki.
Gunnar sagði að um 20 fiskeld-
isfyrirtæki hefðu leitað til sjóðsins
en varla meira en 6-10 lítil fiskeld-
isfyrirtæki uppfylltu núverandi skil-
yrði um veð og eigið fé. Atvinnu-
tiyggingasjóður hefur þegar veitt 9
fiskeldisfyrirtækjum hlutafjárlán,
alls um 90-100 milljónir, að sögn
Gunnars. Þær umsóknir sem nú
liggja fyrir er um skuldbreytingar
sem nema nokkur hundruð milljón-
um króna.
Landssambandi fiskeldis- og haf-
beitarstöðva hefur verið boðið að
tilnefna fulltrúa sinn í stjórn At-
vinnutryggingasjóðs, en verið er að
skoða hvort hægt sé að gera aðrar
kröfur til veða fiskeldisfyrirtækja
en annara fyrirtækja vegna sér-
stöðu rekstrarins. Þá hefur Borg-
araflokknum verið gefinn kostur á
að tilnefna fulltrúa sinn í stjómina.
í lögum um sjóðinn er gert ráð fyr-
ir 8 manna stjórn og var stjórnar-
andstöðunni boðið að tilnefna 3
fulltrúa. Því var hafnað og hefur
stjórnin aðeins verið skipuð fimm
mönnum til þessa.
Prestvígsla í
Dómkirkjunni
Biskup íslands, herra Ólafur Skúla-
son, vígði tvo guðfræðinga til prest-
þjónustu í Dómkirkjunni síðastlið-
inn sunnudag. Vígsluþegar voru
þeir Bragi Jóhann Ingibergsson,
sem hefur verið kjörinn prestur í
Siglufjarðarprestakalli, og Eiríkur
Jóhannsson, sem hefur verið kjör-
inn prestur í Skinnastaðapre-
stakalli. Sr. Ingiberg J. Hannesson,
faðir sr. Braga, lýsti vígslunni. Á
myndinni eru frá vinstri: Sr. Ingi-
berg J. Hannesson prófastur, sr.
Bragi Jóhann Ingibergsson, sr.
Vigfús Þór Árnaspn, herra Ólafur
Skúlason biskup íslands, sr. Örn
Friðriksson prófastur, sr. Eiríkur
Jóhannsson, sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson dómkirkjuprestur og
sr. Birgir Snæbjörnsson prófastur.
Morgunblaðið/Sverrir
Nýtt íþrótta-
húsopnaðí
Grafarvogi
Ungmennafélagið
Fjölnir í Grafarvogi hef-
ur tekið í notkun nýtt
íþróttahús við Viðar-
höfða 4, Ártúnshöfða.
Tveir. salir eru í húsinu
og er því ætlað að þjóna
félaginu þar til íþrótta-
hús og félagsaðstaða rís
í Grafarvogi. Fjöldi
gesta var viðstaddur
opnunarhátíðina og
keppti 7. flokkur í boð-
hlaupi, 6. flokkur í
hindrunarhlaupi, 5.
flokkur í hjólböru-
hlaupi, 3. og 4. flokkur
í tvenndarfótbolta og
fijálsíþróttaflokkar í
ýmsum greinum.
Þrotabú Sigló á Siglufírði:
Tveir aðilar hafa áhuga
á rekstri verksmiðjunnar
Fyrst rætt við heimamenn, segir Mörð-
ur Árnason í flármálaráðuneytinu
TVEIR aðilar hafa áhuga á að
reka rækjuverksmiðju í húsnæði
Sigló hf. á Siglufirði sem slegið
var ríkissjóði á nauðungarupp-
boði á föstudag: Sunna hf., félag
heimamanna, og Siglunes hf.,
sem rak verksmiðju í húsinu frá
gjaldþroti Sigló til mánudags í
liðinni viku að samningurinn við
þrotabúið rann út. Siglunes og
Sigló voru að hluta í eigu sömu
aðila.
Formlegar viðræður fjármálla-
ráðuneytisins við aðilana eru ekki
hafnar. „Hafi heimamenn enn
áhuga geri ég ráð fyrir, vegna for-
sögu málsins, að byijað verði á að
ræða við þá,“ sagði Mörður Árna-
son, upplýsingafulltrúi fjármála-
ráðuneytisins.
Sigurður Fanndal, stjórnarform-
aður Sunnu, undirbúningsfélags
heimamanna um rekstur rækju-
verksmiðju, sagðist eiga von á að
félagið muni fljótlega setja sig í
samband við ráðuneytismenn en
engar viðræður hefðu farið fram
enn.
Jón Guðlaugur Magnússon, einn
eigenda Sigluness, sagði að félagið
hefði aldrei farið dult með áhuga
sinn á áframhaldandi rekstri verk-
smiðjunnar. Hann sagðist búast við
að ríkið vildi koma verksmiðjunni í
rekstur að nýju og jafnvel eiga von
á að það hefði frumkvæði í því sam-
bandi. Af hálfu Sigluness væri at-
hugun framhaldsins ekki hafin.
Erlingur Óskarsson bæjarfógeti
tók sér tveggja vikna frest til að
kanna tilboð sem bárust á nauðung-
aruppboðinu á fföstudag. Ríkissjoð-
ur bauð hæst, 90 milljónir en ríkis-
sjóður átti tugmilljóna veðkröfu á
eigendur Sigló vegna kaupa þeirra
af ríkissjóði á verksmiðjunni. Fast-
eignamat verksmiðju Sigló mun
vera um 25 milijónir króna.