Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 52
52
MORGUNfiLAÐIfr-ÞRIÐJUDAGUR 14. NOVEMBER 1989
„ JcL,cxu(5v\to-& getar Sjarni laeknir
gert \>ab fyrir rninnl peining, en,
h&furSu se£> ööumoirua, hjcc Konum?
. . . aðbrosa.
TM Reg. U.S. Pal Off. — all rights reserved
* 1989 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgunkaffínu
Maðurinn minn var svo
þakklátur er é.g saumaði
mér blússu úr afganginum
af sætaáklæðinu ...
HÖGNI HREKKVÍSI
AFrue TIL STARFA."
Þessir hringdu ...
Brúnt seðlaveski
Nemandi í Veslunarskóla ís-
lands varð fyrir því óhappi í
síðustu viku að týna litlu brúnu
seðlaveski í eða við skólann. I
veskinu var nemendaskírteini hans
auk annarra pappíra og aleiga
hans í peningum, 1100 kr.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 621712.
Athyglisverð leiksýning
Kona hringdi:
„Ég vil vekja athygli á upp-
færslu nemenda Verslunarskóla
Islands á leikritinu „Láttu ekki
deigan síga Guðmundur". Þetta
er mjög skemmtileg sýning og vel
heppnuð."
Eyrnalokkur
Perlueyrnalokkur með litlum
hvítagullsvæng tapaðist um miðjan
september í eða við Oddfellow-
húsið eða Ölkjallarann. Skilvís
finnandi vinsamlegast hringi í síma
687730. að deginum eða 36202
eftir kl.16.
Köttur
Brún- og svartbröndóttur fress-
köttur tapaðist frá tapaðist frá
Antmannsstíg 5 síðasta laugardag.
Hann er ársgamail og merktur
R-9191 í eyra. Vinsamlegast
hringið í síma 22825 eða 20693
ef hann hefur einhvers staðar
komið fram.
Gullhringur
Kvengullhringur með svörtum
steini tapaðist á Djúpmannaballi,
Sigtúni 3, laugardagin 4. nóvem-
ber. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 79185.
Lyklar
Lyklar, einn húslykill og-3 bílly-
klar, á kippu merktri Búnaðar-
bankandum töpuðust í Sparisjóði
Kópavogs fyrir viku síðan.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að skila þeim til lögreglu.
Gullhringur
Guilhringur fannst á Kleppsvegi
um miðjan október. Upplýsingar í
síma 35118.
Lúffur
Rauðar lúffur fundust við Nes-
veg á Seltjarnarnesi. Upplýsingar
í síma 611981 eftir kl. 19.
Fatnaður í óskilum
Hjá Ferðafélagi íslands er mikið
af fatnaði sem gleymst hefur í
sæluhúsum félagsins. Hægt er að
vitja þessa fatnaðar á skrifstofu
Ferðafélagsins að Öldugötu 3 á
skrifstofutíma.
Úr
Úr fannst á ráðstefnu
Hjúkrunarfélags íslands að Borg-
artúni 6, föstudaginn 6. nóvember.
Þess má vitja á skrifstofu Hjúk-
runarfélagsins Suðurlandsbraut
22, en síminn þar er 687575.
Kettlingur
' Hálfstálpaður fresskettlingur,
svartur og hvítur, fannst við ísaks-
skóla. Upplýsingar í síma 79504.
Elskuleg framkoma
H.J hringdi:
„Ég hef stöku sinnum þurft að
biðja lögregluna í Reykjavík um
aðstoð t.d. þegar sprungið hefur á
bílnum hjá mér. Mig langar til að
þakka lögreglunni fyrir skjót við-
brögð og elskulega framkomu í
hvívetna. Mig langar að þetta komi
fram vegna þess að mér fínnst of
sjaldan minnst á það góða sem
lögreglan gerir og þá miklu hjálp
sem hún veitir samborgurunum,
hvort sem er á nóttu eða degi.“
Sparifé:
Neikvæðir eða jákvæðir skattar?
Til Velvakanda.
Fyrir skömmu birtist fréttaskýr-
ing í DV er bar fyrirsögnina: Inn-
lánsreikningar bankanna: Neikvæðir
raunvextir á flestum kjörum. Þar
kemur fram að vextir á almennum
sparisjóðsbókum hafa verið nei-
kvæðir um 9,3 prósent og vextir á
svoköliuðum verðtryggðum reikn-
ingum hafa verið neikvæðir um 1,2
prósent. Það borgar sig semsé ekki
að eiga fé í banka þrátt fyrir allt
auglýsingaglamrið sem verið hefur í
gangi.
Hávær umræða hefur verið í
gangi innan stjórnarliðsins um að
skattleggja þurfi sparifé og það sem
allra fyrst svo fólk hætti að leggja
fyrir. Nú þegar koirrið hefur í ljós
að vextir, jafrjvel á verðtryggðum
skiptikjarareikningum, eru neikvæð-
ir, þá er spurningin hvort tapið sem
sparifjáreigandinn verður fyrir með
því að mínusávaxta það í banka
verði ekki frádráttarbært frá tekju-
skatti. Eða á að skattleggja þær
innistæðulausu flotkrónur sem sífellt
hækka innistæðuna að töiu þó raun-
verulegt verðgildi hennar fari
hraðminnkandi. Gaman væri að
heyra hvað stjórnspekingarnir, sem
allan vanda ætla að leysa með nýjum
sköttum, segja um þetta. Skattlagn-
ing neikvæðra raunvaxta af sparifé
er nefnilega dálítið erfið í fram-
kvæmd.
Annað mál er það að bankarnir
standa sig illa. Það er aumingjaskap-
ur og ekki annað að geta ekki
staðið við það að láta verðtryggða
reikninga halda verðgildi sínu og
sýnir þetta að bönkunum er illa
stjórnað og að þeir eru ekki færir
um að gegna sínu hlutverki. Þrátt
fyrir ærinn mun innláns- og útláns-
yaxta ná standa bankarnir ekki við
gefin fyrirheit um verðtryggða
reikninga heldur er hirt af fóiki sem
á peninga á verðtryggðum reikning-
um um 530 milljónir samkvæmt
frétt DV, sem byggir á útreikningum
Seðlabankans. Þetta minnir óþægi-
lega á þá stórfelldu féflettingu sem
bankarnir stunduðu gegn viðskipta-
vinum sínum, sparifjáreigendum,
fyrir áratug. Þýðir þetta að þessar
stofnanir séu aftur á leiðinni niður
á þetta steinaldarstig?
Spariíjáreigendur ættu að fylgjast
vel með framvindu mála. Þeir ættu
að knýja á um að bankarnir standi
við gefin fyrirheit um verðtryggða
reikninga og komist ekki upp með
annað en að greiða raunvexti af
þeim peningum sem þar eru. Sparn-
aður er þjóðinni nauðsynlegur því
hann stuðlar að sterkum fjármagns-
markaði innanlands. Þó stjórnmála-
mennirnir sem nú halda um stjórnar-
taumana haldi sig geta leyst öll mál
með því að taka lán á lán ofan er-
lendis sér hver heilvita maður að
slík heimska gengur ekki til lengdar.
Jónas
Yíkverji skrifar
Katia Ricciarelli, ítalska söng-
konan heimskunna, sem söng á
tónleikum með Sinfóníuhljómsveit
íslands sl. laugardag vakti ekki að-
eins athygli fyrir frábæran söng og
sérstæða fegurð. Framkoma hennar
á sviði einkenndist af látleysi og hóg-
værð, sem er oft aðalsmerki mikilla
listamanna.
Það er eftirminnilegt og raunar
ógleymanlegt að hafa hlýtt á Katiu
Ricciarelli á tónleikum hér. Forráða-
menn Sinfóníuhijómsveitar íslands
eiga heiður skilið fyrir það framtak
að fá söngkonuna hingað til lands.
xxx
að er ekki bara á vettvangi Sin-
fóníuhljómsveitarinnar, sem
sönglistin stendur með miklum blóma
um þessar mundir. Tvo sunnudaga
í röð hefur ríkissjónvarpið sent út
tónlistarþætti, sem unun hefur verið
á að horfa og hlusta. Víkveiji gerði
söngvakeppnina í Cardiff að umtais-
efni á dögunum. í fytradag sendi
ríkisútvarpið út sannkallaða óperu-
hátíð frá Madrid, þar sem margir
þekktustu óperusöngvarar Spánar
komu fram.
Þessi hátíð minnir okkur á hve
mikil menningarþjóð Spánvetjar etu.
Þótt mikill íjöldi Islendinga heimsæki
Spán á hvetju ári er spænsk menning
minna þekkt hér en efni standa til.
Við þurfum að ráða bót á því.
xxx
Hvernig stendur á því, að þeir,
sem þurfa að fá heymartæki
vegna lélegrar heymar þurfa að bíða
í 3-4 mánuði eftir slíku tæki? Víkverji
hefur haft spurnir af því, að biðtími
sé svona langur. Þetta er auðvitað
fáránlegt og nánast óhugsandi, að
þetta þurfi að taka svo langan tíma.
Eru það opinber afskipti eða afskipta-
leysi, sem valda þessu?
xxx
að standa yfir undarlegar vega-
framkvæmdir á- gatna mótum
Nýbýlavegar, Kársnesbrautar og
Kringlumýrarbrautar og alls ekki
ljóst, að íbúar í vesturbæ Kópavogs,
sem nota þessa leið til þess að kom-
ast til Reykjavíkur, komist auðveld-
legar inn á akbrautina til Reykjavík-
ur eins og þessar framkvæmdir
standa nú. Dálkar Víkveija em opnir
bæjaryfirvöldum í Kópavogi, vilji þau
upplýsa bæjarbúa um, hvað þama
stendur til.