Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 7
7 MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUB 30. DESEMBER 1989 • • Olfushreppur yfirtekur landshöftiina í Þorlákshöfti Þorlákshöfti. EIGENDASKIPTI á Landshöfn- Utanríkisráðherra: Þióðarráði Rúmeníu óskað góðs gengis inni í Þorlákshöfii fara fram nú um áramótin. Ölfushreppur tek- ur við rekstrinum af ríkissjóði og eignast höfnina. Samningar um þessi mál hafa staðið yfir lengi og nú rétt fyrir jólin náðist samkomulag og skrifað var undir samninga. Ölfushreppur yfirtekur höfnina í núverandi ástandi með áhvílandi skuldum að undanskildum fram- kvæmdaskuldum sem ríkissjóður yfirtekur. Einnig liggur fyrir yfir- lýsing fjármálaráðherra um að þeg- ar stækka verður fetjulagið vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju muni kostnaður greiddur úr ríkissjóði þar sem svo megi líta á að um þjóðveg sé að ræða. Bjarni Jónsson, nýkjörinn for- maður hafnamefndar, segir að þar sem viðhald hafnarinnar hefði verið í algjöru lágmarki undanfarin ár hefði fengist loforð fyrir láni til nauðsynlegustu úrbóta, svo sem þekju á bryggjur, vatns- og raf- magnslagnir. Sveitarstjórn hefur þegar skipað hafnarnefnd. í henni eru Bjarni Jónsson formaður, Guðmundur Hermannsson, Edda Ríkharðsdótt- ir, Kristín Árnadóttir og Guðbjörn Guðbjörnsson. Jóhann Alfreðsson skipstjóri hef- ur verið ráðinn hafnarstjóri og tek- ur hann til starfa nú um áramótin. - J.H.S. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Jóhann Alfreðsson hafnarstjóri í Þorlákshöfii. ÍSLENSK stjórnvöld hafa sent hinni rúmensku bráðabirgða- stjórn yfirlýsingu þess efiiis að þau séu reiðubúin til samstarfs í þeirri viðleitni að tryggja frið og stöðugleika í Rúmeníu. í fréttatilkynningu utanríkis- ráðuneytisins lýsir Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra ánægju sinni með myndun Þjóð- frelsisráðsins í Rúmeníu og fyrir- heit ráðsins um að efna til öjálsra kosninga í Rúmeníu í apríl nk. í tilkynningu sinni óskar ut- anríkisráðherra hinni nýju ríkis- stjórn í Rúmeníu góðs gengis í við- leitni hennar til að tryggja frið og stöðugleika í landinu. íslensk stjórnvöld fullvissa hina nýju stjóm enn fremur um fullan samstarfs- vilja þeirra í þessu efni. Greint er og frá því að utanríkis- ráðherra hafi falið sendiráði ís- lands í Moskvu, sem jafnframt er sendiráð gagnvart Rúmeníu að koma þessum skilaboðum á fram- færi við rúmensk stjórnvöld. ídag er síðasta tækifæríð að kaupa flugeldana á góðu verði hjá Elíingsen Fjölskyldupakkamir okkar fást ekki annars staðar. Fjölskyldupakki 4 kr. 5000,- Síðasti dagur flugeldasölunnar er í dag. Opið frá kl. 8—20. VIÐ MINNUM Á HIÐ ÁRLEGA GAMLÁRSHLAUP ÍR, SEM HEFST KL. 14 Á GAMLÁRSDAG. Skráning og upplýsingar í síma 91-28228. Gleðilegt ár. Grandagarði 2, Rvík., sími 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.