Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989 21 BYLTINGIN I RUMENIU Munaðarvara íBúkarest Reuter Borgarbúar í Búkarest standa í biðröð til að kaupa 200 gramma kaffípoka en byltingarstjórn- in hefúr aflétt skömmtunum og stöðvað matvæla- útflutning. Ceausescu lét selja til útlanda allar þær vörur sem gátu geflð gjaldeyristekjur, hvað sem leið skorti og vannæringu i landinu. Flest rúmensk börn innan við átta ára aldur hafi aldr- ei séð banana, enn síður súkkulaði. Snjallir íþrótta menn létu lífið Búkarest. Reuter. MARGIR fremstu íþróttamanna Rúmena féllu í átökum sem urðu í blóð- ugri valdabaráttu hersins og öryggissveita Nicolae Ceausescus, fyrrum harðstjóra, um jólaleytið. Margir skammbyssuskotmenn, sem borið höfðu hróður Rúmeníu víða, féllu eða særðust er þeir vörðu byggingar vamarmálaráðuneytisins fyrir öryggissveitum Ceausescus. Voru þeir í íþróttasveitum hersins, Steaua Búkarest, en aðalstöðvar þeirra eru í húsi við hlið varnarmála- ráðuneytisins. Óstaðfestar heimildir herma að Nicolae Ceausescu og kona hans Elena hafi verið höfð í haldi í varnar- málaráðuneytinu og herréttarhöld yfir þeim hafi farið fram þar. Þar hafi þau jafnframt verið tekin af lífi á jóladag. Aðgerðum hersins, sem gekk liðs til við alþýðuna, var jafn- framt stjórnað frá varnarmálaráðu- neytinu. Sorin Babii, foringi i hernum og ólympíumeistari í Seoul 1988 í skammbyssuskotfimi, lék lykilhlut- Tilviljun hóf mig á valdastól —segir Petre Roman, forsætisráðherra bráðabirgðastjómarinnar París. Reuter. Háskólakennarinn Petre Roman, sem gegnir embætti forsætisráð- herra í bráðabirgðastjórn byltingarmanna í Rúmeníu, lýsti því yfir á fimmtudag að hann myndi segja af sér ef Þjóðarráðið, sem tók foryst- una í byltingunni, léti einstök pólitísk samtök eða flokk ná yfírhöndinni í ráðinu. Hann sagði í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina Antenne 2 að skyndiuppreisn ungs fólks hefði hrundið hreyfíngunni af stað, þetta hefði verið bylting unga fólksins. Sjálfúr hefði hann valist til forystu fyrir tilviljun. Roman, sem kennir við háskólann í Búkarest, sagðist hafa verið stadd- ur í mannþrönginni í miðborginni 22. desember er nokkrir nemenda hans komu auga á hann og hrópuðu: „Hann er kennari við háskólann." Innan við stundarfjórðungi eftir að Ceausescu flúði af þaki byggingar miðstjórnarinnar var Roman farinn að flytja ræðu af palli sem reistur var í snatri á staðnum. Margir af frammámönnum Þjóð- arráðsins eru fyrrum kommúnista- leiðtogar sem risu gegn Ceausescu og féllu því í ónáð. Ekki er vitað til að Roman, sem er sagður spænskur í móðurætt, hafi skipt sér af stjórn- málum í heimalandi sínu. Hann talar frönsku og spænsku reiprennandi. Franska blaðið Le Parísien segir að hann sé 43 ára gamall og hafi stund- að nám við verkfræðiskóla í Toulouse 1969 - 1973. Blaðið hefur eftir fyrr- um kennara Romans að hann hafi verið „alþjóðlegur kommúnisti og þess vegna andvígur stalínisma." Hann bætti því við að Roman hefði tekið þátt í stúdentamótmælum gegn Charles de Gaulle, þáverandi Frakk- landsforseta, í París 1968. Reuter Petre Roman verk gegn leyniskyttum öryggissveit- anna við ráðuneytið. „Þetta er ekki sú æfing sem ég óska mér. Ég kýs fremur pappírsskífur en lifandi skot- mörk,“ sagði hann við fréttamann Reutera-fréttastofunnar. Dögum saman horfði Babii liðlangan daginn í gegnum byssusjónauka og leitaði að leyniskyttum í gluggum og á þök- um húsa í nágrenni ráðuneytisins. Við hlið hans var jafnan Comeliu Ion, ólympíumeistari í skotfimi 1980. „Ég get ekki fullyrt að ég hafi skot- ið einhvern. Það er miRill munur að skjóta á markskífu á 50 metra færi þar sem tilgangurinn er að skora sem flest stig eða beijast fyrir lífi sínu í skotbardaga við mann í 300 metra fjarlægð,“ sagði Ion. Meðan liðsmenn öryggissveitanna reyndu að komast í sem best færi við varnarmálaráðuneytisbygging- amar gerðu þeir hvað eftir annað harða hríð á byggingar íþróttafélags- ins. Fjöldi skotmanna og aðrir félags- menn Steaua féll. Þeirra á meðal var Florica Murariu, fyrirliði landsliðs Rúmeníu í rúgbý og landsliðsmaður- inn Radu Dubac. Ýmsir íþróttamenn aðrir tóku þátt í byltingunni gegn Ceausescu. Teddy Nicolescu, fyrrum hnefaleikameistari og núverandi þjálfari hnefaleika- manna Dynamo Búkarest, sem er íþróttafélag öryggislögreglunnar, safnaði liði sínu öllu saman og hélt það sem einn maður uppi vörslu við sjúkrahús, sem var eitt helsta skot- mark öryggissveitanna. Snerist hinn 69 ára þjálfari og menn hans því gegn fyrrum félögum sínum. Hið fræga knattspymulið rúm- enska hersins, Steaua, var á Kýpur þegar átökin brutust út í Rúmeníu. Kom það heim í fyrradag og hafði meðferðis lyf og önnur hjálpargögn. Rúmenskur leiðtogi um fyrstu daga byltingarinnar: Þjóðarráðsmenn fluttir milli staða í skriðdrekum Búkarest. Daily Telegraph og Reuter. SILVIU Brucan var í hópi sex þekktra manna sem sendu frá sér opið bréf fyrr á ’arinu þar sem sljórnarhættir Nicolae Ceausescus, þáverandi Rúmeníuforseta, voru harðlega gagnrýndir. Brucan, sem snerist gegn stjómvöldum eftir að verkfallsmenn vom myrtir í borg- inni Brasov árið 1987, var nú sendur í útlegð í sveitahéraði og varð að búa í kofaræksni þar sem hvorki var rafmagn, gas né innisal- emi. Hann mátti ekki taka á móti gestum og verðir í bíl vom stöðugt í nánd við kofann. Brucan var áður sendiherra Rúmeníu í Banda- rikjunum og hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Nú á hann sæti í Þjóðarráðinu sem tekið hefúr völdin eftir fall Ceausescus og skip- að menn í bráðbirgðastjórn. Á fimmtudag í síðustu viku lét Ceauséscu efna til fjöldafundar í Búkarest þar sem hann skyldi hyllt- ur en nokkrir úr hópnum æptu ókvæðisorð að leiðtoganum. Er þetta fréttist fór fólk að safnast saman í miðborginni og þegar ljóst varð að hermenn skutu ekki á fólk- ið, eins og raunin varð í Timisoara nokkrum dögum fyrr, ruddist það inn í byggingu miðstjórnar komm- únistaflokksins. Öryggissveitir Ce- ausescus, Securitate, höfðu alls ekki búist við fjölmennum mótmæl- um og gátu því ekki brugðist nægi- lega skjótt við. Sama dag tók Brucan eftir því að varðhundar hans voru horfnir og hélt þegar um kvöldið til höfuð- borgarinnar. Á svölunum, þar sem forsetinn hafði fyrr um daginn þrumað yfir mannfjöldanum, stóðu nú andófsmenn og fluttu mál sitt við dynjandi fagnaðarlæti mörg þúsund manna. Ræðumenn voru úr hópi stúdenta, herforingja ög stjómmálamanna og meðal þeirra voru Ion Iliescu, núverandi forseti og áður háttsettur í kommúnista- flokknum, einnig Róman Petre, nú forsætisráðherra bráðabirgða- stjómarinnar. Brucan segir það hafa komið sér mjög á óvart hve fólkið þekkti vel nöfn þeirra fáu sem mælt höfðu gegn einræðisherranum á undan- förnum árum, þar sem þeirra var aldrei getið í opinberum fjölmiðl- um. Viðbrögðin við ræðu hans sjálfs hafi verið „stórkostleg." Lifandi varnarmúr Þarna um kvöldið varð til kjarni Þjóðarráðsins sem fundaði í húsinu um nóttina til að skipuleggja bar- áttuna og samvinnu við herinn. Morguninn eftir flutti hópurinn sig yfir í höfuðstöðvar sjónvarpsins sem liðsmenn öryggissveitanna, Securitate, héldu nú uppi stans- lausum árásum á. Sjónvarpíð sýndi stöðugt myndir af átökunum í mið- borginni og fólk var hvatt til að fara út á göturnar til að sýna stuðn- ing sinn við byltingarmenn. Svörin voru ótvíræð. Brucan segist segist hafa klökknað er hann varð vitni að hugrekki þúsundanna, aðallega ungs fólks, sem myndaði lifandi varnarmúr utan um sjónvarpshúsið og hélt þar til í þijá sólarhringa. Á laugardeginum fóru flestir Þjóðar- ráðsmenn yfir í vamarmálaráðu- neytið og síðan í utanríkisráðuneyt- ið á þriðjudeginum en það hafði að mestu sloppið við átökin. Þegar byltingarmennirnir voru fluttir milli staða voru farartækin skriðdrekar. Securitate-liðar gerðu heiftarlegar árásir á drekana er þeir sáu til þeirra og segist Brucan fullviss um að þeir hafi vitað hveij- ir voru innanborðs. Uppljóstrarar öryggissveitanna voru enn að störf- um meðal starfsmanna sjónvarps- ins og varnarmálaráðuneytisins. Fljótlega komst þó upp um flesta og aðrir gáfu iðju sína upp á bátinn er þeir sannfærðust um að bylting- armenn væru að sigra. Hvítflibba- menn Securitate voru tækifæris- sinnar. „Þeir reyndu að aðlaga sig byltingunni og auk þess nutu þeir ekki jafn mikilla fríðinda og vopn- aðir liðsmenn öryggissveitanna," sagði Brucan. Hann sagði í viðtali við Finan- cial Times að bændur í grennd við bæinn Tirgoviste hefðu handsamað Ceausescu-hjónin er auðþekkjanleg þyrla þeirra lenti rétt við bæinn eftir flóttann af þaki byggingar miðstjórnarinnar. Herinn hefði síðan tekið hjónin í vörslu sína. Mihai Lupoi, höfuðsmaður í rúm- Reuter Ungur byltingarmaður veifar rúmenska fánanum á fjöldafundi fyrir utan hús miðstjórnar kommúnistaflokksins í miðborg Búkar- est. enska hernum sagði hins vegar í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina ITN í gær að lögreglumaður hefði borið kennsl á hjóiiin í bíl þeirra, skammt frá Tirgoviste. Herinn hefði haldið Ceausescu föngnum í brynvagni, er stöðugt var færður milli staða til að koma í veg fyrir að stuðningsmenn hans finndu for- setann. Höfuðsmaðurinn sagði for- setann, sem var sykursjúkur, hafa neitað að taka insúlín. Hann hefði legið á gólfi vagnsins síðustu þijá dagana fyrir aftökuna. Mikið mannfall hefði orðið í liði öryggis- veitanna er þær gerðu árás á hús í Búkarest þar sem þær töldu for- setann vera geymdan. Ekki kom fram hvar Elena, eiginkona Ceau- sescus, var í haldi allan tímann. 100 kúlur í leiðtoganum Er Brucan horfði á myndir af aftöku Ceausescu-hjónanna og líkum þeirra á sjónvarpsskjánum var hann spurður hvaða tilfinning- ar bærðust með honum. „Ég naut þess að horfa á þetta,“ svaraði hann og brosgretta færðist yfir andlitið yfir eigin hreinskilni. „Án- ægjan vegna aftökunnar var gífur- leg, þið getið ekki gert ykkur hana í hugarlund." Brucan lýsti réttar- höldunum yfir Ceausescu-hjónun- um af mikilli innlifun og erlendir stjómarerindrekar telja að hann haf i verið viðstaddur þau þótt hann vilji ekki gangast við því. Hann sagði þau hafa komið fram af nokk- urri reisn framan af og varist af hörku; þau virðist ekki hafa skilið að valdaferillinn væri á enda. Skömmu fyrir aftökuna hefði þó gríman fallið og hræðslan náð yfir- höndinni. Merki um þetta sjást þó ekki á sjónvarpsmyndunum sem sýndar hafa verið. Brucan segist ekki hafa komist við er hjónin sýndu hvort öðru blíðuhót sem gerðist nokkrum sinn- um meðan réttarhöldin stóðu yfir. „Þetta var einstök ástarsaga; kost- aði 1000 milljónir dollara. Yið hvetju gátum við búist?“ Hermenn- irnir á staðnum vildu allir fá að skjóta á hjónin og vora þrír valdir úr hópnum. Brucan sagði að 100 kúlur hefðu hafnað í forsetanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.