Morgunblaðið - 30.12.1989, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.12.1989, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989 MQRGUNBLAÐIP LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989 fltrigiimMfitMfr Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, StyrmirGunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IhgiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofgr; Aðalstraati 6, sími 691100. Auglýsingar; Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033, Áskrift- argjald 1000 kr, á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr, eintakið, Alþingi og fram- kvæmdavaldið Skömmu fyrir jól var lagt fram frumvarp á Alþingi, sem ekki hefur vakið þá at- hygli, sem skyldi. Hér er um að ræða fmmvarp, sem allir þingmenn, sem sæti eiga í fjár- veitinganefnd, hafa lagt fram en markmið þess er að tryggja, að peningagreiðslur úr ríkis- sjóði verði í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar um fjárveitingavald þjóðþingsins. Sérstök ástæða er til að fagna þessu frumvarpi, semjafnframt er ótvíræð vísbending um, að þingið ætli sér að rétta hlut sinn gagnvart framkvæmda- valdinu. Samkvæmt frumvarpi þessu er óheimilt að inna nokkrar greiðslur af hendi úr ríkissjóði nema heimildar hafi verið af lað til þess fyrirfram hjá Alþingi annaðhvort með fjárlögum eða fjáraukalögum. Árum og raun- ar áratugum saman hefur það tíðkazt, að fjármálaráðherrar og ríkisstjórnir hafa tekið ákvarðanir um fjárveitingar utan heimilda Alþingis og það er fyrst nú síðustu misseri, sem sérstök fjáraukalög eru lögð fyrir þingið, þannig að því gef- ist kostur á að samþykkja auka- fjárveitingar — en einungis eft- ir á. Nú leggja þingmennirnir til, að það verði ekki hægt að reiða fram nokkurt fé úr ríkis- sjóði nema þingið hafi sam- þykkt það fyrirfram og er það auðvitað sjálfsögð regla og kemur fram í greinargerð frum- varpsins að það fyrirkomulag, sem hér hefur tíðkazt, þekkist hvergi á Norðurlöndunum. Þá er í frumvarpi þessu gert ráð fyrir, að hvers konar samn- ingar, sem feli í sér fjárhagsleg- ar skuldbindingar fyrir ríkið, séu óheimilir nema samþykkt Alþingis liggi fyrir. Ennfremur, að kjarasamningar, sem ríkið geri verði undirritaðir með fyr- irvara um samþykki Alþingis, ef þeir þýða meiri launaútgjöld en kveðið er á um í fjárlögum. Þá er einnig óheimilt að auka vinnu ríkisstarfsmanna umfram heimildjr fjárlaga eða fjárauka- laga. í frumvarpinu er líka ákvæði um , að Alþingi sjálft taki ákvörðun um, hvað ríkis- sjóður megi semja um mikinn yfirdrátt við Seðlabanka ís- lands. Fjölmörg önnur ákvæði eru í þessu frumvarpi, sem eru merk nýmæli en sjálfsögð. Það liggur í augum uppi, að samþykkt þessa frumvarps mun fela í sér stóraukið aðhald þingsins með framkvæmda- valdinu. Ráðherrar geta ekki lengur ráðskazt með fé skatt- borgara eins og þeir hafa gert. Embættismenn geta ekki leng- ur tekið ákvarðanir, sem þýða útgjöld umfram heimildir fjár- laga. Þetta frumvarp er tvímælalaust eitt hið mikilvæg- asta, sem komið hefur fram á Alþingi í langan tíma. Það er fagnaðarefni, að slíkt frumvarp liggur nú fyrir. Það verður að ganga út frá því sem vísu, að það verði samþykkt á þessu þingi. Samþykkt þess mun hafa í för með sér alveg nýja og betri meðferð á fjármunum skattborgara, en tíðkazt hefur fram til þessa. Nýr forseti Tékkó- slóvakíu Fyrir 7 mánuðum sat hann í fangelsi sakaður um und- irróður gegn ríkinu. Nú situr hann í kastalanum mikla í Prag, sem forseti Tékkóslóvakíu. Þessi umskipti í lífi Vaclav Havels, rithöfundar, sem í gær tók við embætti forseta Tékka og Slóvaka, lýsa í hnotskum þeirri ótrúlegu en stórfenglegu þróun, sem orðið hefur í Aust- ur-Evrópu á örfáum mánuðum. Það eru rúm tuttugu ár liðin frá því, að sovézku skriðdrek- arnir bmnuðu um stræti Prag og sovézkir hermenn fluttu Alexander Dubcek og sam- starfsmenn hans nauðuga til Sovétríkjanna, þar sem þeir hlutu svipaða meðferð af hálfu sovézkra ráðamanna eins og forystumenn Tékkóslóvakíu höfðu orðið að þola af hálfu Hitlers og nazista 30 ámm þar áður. Frammi fyrir slíkri meðferð bogna sumir og aðrir brotna en enn aðrir halda fullri reisn. Dubcek hefur haldið reisn sinni og Havel hefur orðið samein- ingartákn tékkóslóvakísku þjóðarinnar í baráttu hennar gegn ofbeldinu. Báðir héldu út, hvor með sínum hætti. Nú er Havel maður framtíðarinnar og Dubcek er sýnd virðing fyrir það, sem liðið er. 23 Hrun kommúnismans í Austur- Evrópu HRUN kommúnismans í Austur- Evrópu ber vafalítið hæst á erlendum vett- vangi þegar litið er yfír árið 1989. Viðurkenning stjórnvalda í Póllandi á Sam- stöðu, hreyfingu stjórnarandstæðinga, og stórsigur Samstöðu í þingkosningun- um markaði uppliafið og valdakerfi kommúnista hrundi eins og spilaborg. Blóð- baðið í Rúmeníu og opnun Berlínarmúrsins verða í framtíðinni þeir tveir at- burðir sem hafðir verða til marks um uppgjöf kommúnismans og standa upp úr er menn minnast ársins 1989. Haft hefiir verið á orði að breytingarnar i Austur-Evrópu hafi átt sér stað með þvílikum hraða að örðugt hafí verið að fylgjast með þeim. Lesendum til glöggvunar fer hér á eftir yfírlit yfír atburðarásina og þau umskipti sem orðið hafa í Austur-Evrópu. PÓLLAND fbúatala:37,8 milljónir. Stáórnarhættir:Fyrsta rikisstjómin í A-Evrópu sem lýtur ekki stjóm kommúnista. Samsteypustjórn undir for- ystu Samstöðu. Kommúnistum tryggður ákveðinn fjöldi þingsæta og nokkur mikil- væg ráðherraembætti. Umbætur:Þróun í átt til lýðræðis. Komm- únistar stjórna herafla landsins og inn- anríkisráðuneytinu. Jaruzelski hershöfð- ingi, fyrrum leiðtogi kommúnista, er for- seti. KosninganÞingkosningar fóru fram í ágúst og var kommúnistum tryggður ákveðinn sætafjöldi. Samstaða vann stór- sigur og Jaruzelski neyddist til að heim- ila myndun samsteypustjómar. E&iahagsmáháætlanir uppi um endur- reisn efnhagslífsins sem byggja mun á frjálsu markaðskerfi að hætti Vestur- landa. Ríkisfyrirtæki verða seld og sett á stofn kauphöll. Áætlun til sex mánaða sem m.a. mun leiða til þess að verðstýr- ing ríkisvaldsins verður aflögð, gengi gjaldmiðilsins ,zlotysins, fært nær raun- vemleikanum og peningamagn í umferð takmarkað. Stjórnvöld hafa farið fram á 2,5 milljarða Bandaríkjadala í efnhagsað- stoð hið minnsta. Landamæri:Opin. Deilur við A-Þjóðveija vegna pólskra svartamarkaðsbraskara sem nýta sér frelsið. Dagblöð:Fijáls. Le Monde hefur gefið Samstöðu prentvélar en hreyfingin hefur hafið útgáfu dagblaðs. Öryggisgæsla:Zomo-óeirðasveitirnar leystar upp. Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir því að öryggissveitir innanríkisráðu- neytisins verði einnig lagðar af en þær hafa m.a. beitt sér gegn kirkjunni. Örygg- islögreglan (SB) starfar enn. A-ÞÝSKALAND íbúatala:16,6 milljónir Stjómarhættir:Forseti landsins kemur ekki úr röðum kommúnista og situr fram til kosn- inga. Egon Krenz, arftaka harðlínu- mannsins Honeckers bolað frá vegna spillingar. Bráðabirgðaríkisstjóm, forsæt- isráðherrann umbótasinnaður kommún- isti. Umbætur:Harðlínukommúnistum komið frá völdum. Honecker og undirsátar hans verða sóttir til saka. Stjórnarskrárákvæði um forystuhlutverk kommúnista afnumið en áfram er kveðið á um að ríkið skuli lúta stjórn „verkalýðs og smábænda." Fjölflokkakerfi heitið, herskylda aflögð, „gæsagangur" hermanna bannaður. KosningariFijálsum kosningum heitið í maí 1990, EfnahagsmáhLoforð um að innleitt verði fijálst markaðskerfi. Búist við ævintýra- legum fjárfestingum v-þýskra fyrirtækja. Landamæri:Berlínarmúrinn opnaður 9. nóv. og síðan aðrar landamæra- stöðvar. Dagblöð:Allar takmarkanir lagðar af. Búist við því að prentfrelsi verði tryggt í nýrri stjórnarskrá. Öryggisgæsla:Herferð hafin gegn ör- yggissveitunum illræmdu, Stasi. Fækkað í sveitunum úr 20.000 í 12.000 menn. Háttsettir foringjar segja af sér. TÉKKÓSLÓVAKÍA íbúatala:15,5 milljónir Stjórnarhættir: Leik- skáldið Havel kjörinn forseti, ólga innan kommúnistaflokksins. Tilraun ráða- manna til að takmarka áhrif stjórnarand- stöðunnar á þingi mistekst. Kommúnistar enn í ríkisstjóm en hreyfing stjómarand- stöðunnar „Borgaravettvangur" kveðst staðráðin í að tryggja frekari umbætur. Umbætur:Stjórnvöld hafa heitið því að binda enda á alræði kommúnista en hafa fram til þessa einkum beint kröftum sínum að því að takmarka áhrif stjórnar- andstöðunnar. Innrásin 1968 fordæmd. Skyldunám í fræðum Marx og Leníns lagt af. Stjórnarandstaðan krefst þess að opinberu heiti landsins verði breytt og það ekki lengur kennt við sósíalisma. Kosningar:Fijálsum kosningum heitið í júní 1990. ElhahagsmáhStjórnvöld hafa heitið að innleiða ftjálst markaðskerfi en þau áform em óljós. Embættismenn komm- únistaflokksins halda ekki lengur uppi eftirliti á vinnustöðum. LandamærhOpin, ferðahömlum aflétt. Dagblöð:Leyfi til fijálsrar útgáfustarf- semi veitt sé þess óskað. Stjórnarandstað- an hyggst hefja útgáfu dagblaðs. Öryggisgæsla:Stjómarandstaðan krefst þess að leiðtogar öryggissveita, sem létu misþyrma andófsmönnum, verði dregnir fyrir rétt. Kröfur uppi um að „alþýðuher- sveitir" kommúnista, sem héldu uppi eft- irliti og „sósíalískum aga“ á vinnustöðum verði leystar upp. UNGVERJALAND íbúatala:10,6 milljónir S1jórnarhættir:Kom- múnistaflokkurinn lagður niður og stofn- aður nýr flokkur sósialista, sem epn er við völd, Forseti situr þar til kosningar hafa farið fram á næsta ári, Umbætur:Fjölflokkakerf( komið á, virk stjórnarandstaða, Ungverjar hafa fyrstir A-Evrópuríkjanna sótt um aðild að Evróp- uráðinu og heitið því að stjómarhættir verði framvegis lýðræðislegir, Rauða stjarnan, tákn kommúnismans, tekin nið- ur af þinghúsinu, KosningariFrjálsar kosningar á næsta ári. EfnahagsmáhUnnið að því að koma á frjálsu markaðskerfi. Óskað eftir lánum frá Vesturlöndum. Landamæri:Opin. Ungveijar rifu fyrstir allra landamæragirðingarnar, sem mynd- uðu Jámtjaldið. Dagblöð:Hafin útgáfa fijálsra og óháðra dagblaða. Öryggisgæsla:Starfsemi öryggislögregl- unnar takmörkuð. RÚMENÍA íbúatala:22,8 milljónir StjórnarhættinRíkis- stjórn Þjóðarráðsins, stjórnarnefndar lýð- ræðissinna, hefur tekið við völdum. Ótryggt ástand, ólga vegna áhrifa komm- úniáta innan stjómarinnar. Umbætur:Nicolae Ceausescu tekinn af lífi. Hætt við áætlanir hans um eyðingu sveitaþorpa. Frjálst hagkerfi boðað, endi bundinn á eftirlit kommúnistaflokksins á öllum sviðum þjóðlífsins. Útflutningi matvæla hætt. Skömmtun raforku og matvæla hætt. Kommúnisma hafnað, ör- yggislögreglan (Securitate) leyst upp. KosningariFijálsum kosningum heitið í apríl en óvíst hvort þær geta farið fram. Ótryggt ástand. EfiiahagsmáhEfnahagur landsins er í rúst. Þörf á stórbrotnum björgunarað- gerðum af hálfu Vesturlanda. Landamæri:Landamærin virðast hafa verið opnuð. Ströngu eftirliti verður vafal- ítið haldið uppi þar sem liðsmanna Secu- ritate er enn leitað. DagblöðiHugtökin „mál- og prentfrelsi" hafa verið óþekkt í Rúmeníu en vafalítið verður breyting þar á. Öryggisgæsla:Her landsins heldur uppi eftirliti. Öryggissveitimar sigraðar en morðóðra liðsmanna þeirra er enn leitað. BÚLGARÍA íbúatala:9 milljónir. S1jórnarhættir:Öll völd eru enn í höndum kommúnista. UmbæturiEinræðisherranum Todor Zhívkov steypt af stóli. Petar Mladenov hefur tekið við embætti flokksleiðcoga. Stjórnvöld kveðast hlynnt lýðræði og fijálsum kosningum en enn bólar ekkert á breytingum í þá veru. KosningarjÓljós loforð um kosnmgar á næsta ári, E&iahagsmáliKröfur uppi um breytingar en áætlanir hafa enn ekki verið kynntar. LandamærhLandamæri landsins em enn lokuð, DagblöðiÖH útgáfustarfsemi í höndum kommúnista en leyft hefur yerið að stofna fijáls verkalýðsfélög, ÖryggisgæslaiÖi’yggislögreglan í Búlg- aríu er illræmd en þykir þó ekki jafnast á við Securitate, Flugumenn öryggissveit- anna hafa reynt að myrða búlgarska flóttamenn á Vesturlöndum. JÚGÓSLAVÍA íbúatala:23 milljónir. StjórnarhættiriKom- múnískt einræði, for- setavaldinu dreift. Umbætur:Stjórnvöld hafa heitið því að binda enda á alræði kommúnista en her- afli landsins virðist því mótfallinn. Kosningar:Engin loforð hafa verið gefin um frjálsar kosningar. EfhahagSmáhUmbótum og auknu frelsi heitið. Vöruskortur og gífurleg verðbólga. LandamæriiOpin. FjölmiðlariSjónvarpsrekstur er í höndum ríkisvaldsins, óháð dagblöð leyfð og ekki amast við gervihnattasendingum erlendra sjónvarpsstöðva. OryggisgæslæÖryggislögregla Júgó- slavíu er þekkt fyrir grimmdarverk sín og hefur staðið fyrir tilræðum erlendis. 500 manns að jafnaði sendir í vinnubúðir á ári hveiju vegna stjórnmálaskoðana sinna. ALBANÍA íbúatala:3 milljónir Sljórnarhættir:Alræði kommúnista. Umbætur:Aukin sam- skipti við umheiminn frá 1986 er Enver Hoxha lést. Stjórnvöld óttast þróunina í A-Evrópu og hafa fordæmt umbótastefnu Gorbatsjovs. Kosningar:Engar á dagskránni. EftiahagsmáliEngin áform uppi um breytingar. LandamæriiAlbanía er lokað land. DagblöðiLúta stjórn kommúnista. ÖryggisgæslaiStröng. P0LLAND 19. ágúst.: Forsætisráð- herra Samstoðu tilnefndur UNGVERJALAND 7. nóvember: Flokkurinn hafnar kommúnisma. RUMENIA 22. desember: Nicolae Ceausescu hrakinn frá völdum og síðar líflátinn JUG0SLAVIA Hefur aldrei lotið Moskvuvaldi. Óbreytt ástand ALBANIA Óbreytt ástand TIMAMOT I AUSTUR-EVROPU S0VÉTRÍKIN AUSTUR- ÞÝSKALAND 8. nóvember: Landa- mærin að V-þýska- landi opnuð. TÉKKÓSLOVAKIA 24. nóvember: gtiórn Jakes fellur. BULGARIA 10. nóvember: Zhívkov forseti segir af sér. Fólk verður að halda rétt- arhöldin yfir honum sjálft Rúrik Haraldsson í spjalli um Steinbarn, íslenskt sjón- varpsleikrit sem frumsýnt verður á nýársdag Handritið að sjónvarpsleikritinu Steinbarni, sem komst í úrslit í samkeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva á síðasta ári, var kvikmyndað á vegum Sjónvarpsins í sumar og birtist fullskapað á skjám lands- manna á morgun, nýársdag. Rúrik Haraldsson og Lilja Þórisdóttir i hlutverkum sinum i Steinbarni. Steinbarn segir frá ungri konu, Lindu (Lilja Þórisdóttir), sem hefur nýlokið kvikmyndanámi og hefur nú fengið tilboð um að gera hand- rit að mynd um skipsstrand sem varð á íslandi fyrir fjörutíu árum. Til að vinna handritið ákveður Linda að fara á strandstað. Hún fær lánaðan þar sumarbústað, sem er eina húsið á staðnum utan vit- ans'og íbúðarhúss vitavarðarins. Það er skemmst frá því að segja að konan unga reynir að kynnast vitaverðinum (Rúrik Haraldsson), sem var ungur maður á þeim tíma sem strandið varð, til að fá hann til að segja sér nánar frá slysinu. En hún kemst ekki aðeins að því sem hún vill vita, heldur verður margs vísari um atburði sem áttu sér stað í fjölskyldu hans skömmu fyrir strandið. Steinbarn verður frumsýnt á morgun, en fyrr í vikunni var hald- in forsýning á myndinni þar sem viðstaddir voru aðstandendur hennar; handritshöfundamir Vil- borg Einarsdóttir og Kristján Frið- riksson, leikstjórinn Egill Eðvarðs- son ásamt leikurum og tækniliði. Undirritaðri tókst að ná Rúrik Haraldssyni út í horn eftir að sýn- ingunni lauk og fá hann til að spjalla lítillega um vitavörðinn og myndina. „Vitavörðurinn er karl sem lifir nvjög einangruðu lífi, eins og auð- vitað f lestir vitaverðir, en þessi þó sérstaklega því vitinn er svo langt í burtu frá öllum mannabyggðum og hann því mest einn. Hann er líka einrænn og á saga hans þátt í því. En hann kann vel við þetta líf og er þess vegna ekkert hrifinn af því þegar unga konan kemur og fer að spyijast fyrir. Vill ekk- ert með hana hafa.“ Þó vitavörðurinn sé ekkert hrif- inn af forvitni konunnar tekst þenni þó að fá hann til að se- gjafrá. „Við vomm dálitið hræddir við þessar senur þar sem karlinn molnar niður og fer að gráta," segir Rúrik sem er að sjá myndina í fyrsta skipti á forsýningunni. „En ég held þetta komi ágætlega út. Eða hvað fannst þér? Hann var auðvitað búinn að byrgja hlutina inni í sér í svo langan tíma, en koníakið sem hún gefur honum losar um málbeinið á honum og hann fer að tala um hlutina.“ Er það kannski rétt sem unga konan heldur að hann hefði getað bjargað föður sínum af strand- staðnum? „Það er spurningin. Fólk verður bara að finna út úr því sjálft því það er svolítið á huldu með það í myndinni. En þessi faðir hans, hann hefur verið bölvaður mglu- karl, vondur við bæði krakkana og konuna.“ En vitavörðurinn er ekki einn á staðnum þegar myndin hefst, hann hefur systur sína hjá sér sem er nýkomin til hans? „Já, hún hafði verið i fóstri hjá einhveijum hjónum, sem em nýlát- in og eftir lát þeirra flyst hún til hans. Hún er andlega vanheil eftir atburði sem urðu fyrir mörgum árum.“ í lok myndarinnar gerast ískyggilegir atburðir og þar nær spennan hámarki. En hvað verður um vitavörðinn? „Það kemur ekki í ljós í mynd- inni, en ætli hann verði ekki dæmd- ur þó kannski megi deila um það hvort hann eigi sér ekki einhveija vörn. En myndin gefur engin svör við því og fólk verður bara að halda réttarhöldin yfir honum sjálft,“ segir Rúrik Haraldsson. Aðrir leikarar í myndinni em Margrét Ólafsdóttir, Klara íris Vigfúsdóttir, Hallmar Sigurðsson, Þráinn Karlsson, Sigurður Karls- son, Sigurþór Albert Heimisson og Sólveig Arnardóttir. Egill Eðvars- son stjórnaði upptöku, inyndstjórn var í höndum Karls Óskarssonar og hljóð annaðist Agnar Einarsson. MEO

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.