Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989 43 HANDKNATTLEIKUR / VINÁTTULANDSLEIKUR ÍÞRÓTTAMAÐUR ARSINS Ísland-Noregur 20 : 22 íþróttahúsið Seltjarnamesi, vináttu- landsleikur í handknattleik, föstudag- inn 29. desember 1989. Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 4:4, 4:6, 8:6, 10:8, 10:9, 10:10, 13:13, 13:14, 18:18, 18:20, 19:21, 20:21, 20:22. ísland: Kristján Arason 6, Héðinn Gils- son 5, Valdimar Grímsson 4, Alfreð Gíslason 1, Jón Kristjánsson 1, Þorgils Óttar Mathiesen 1, Jakob Sigurðsson 1, Júlíus Jónasson 1, Gunnar Beinteins- son, Konráð Olavson, Sigurður Sveins- son, Sigurður Gunnarsson. Varin skot: Einar Þorvarðarson 18 (þar af fímm, er knötturinn fór aftur til mótherja), Leifur Dagfínnsson. Utan vallar: Tvær mínútur. Mörk Noregs: Muffetangen 6, Gjek- stad 5/1, Bohn 3, Schonfeldt 3, Sando 3, Johnsen 1, Áse 1. Varin skot: Bmbakken 13/2 (þar af 6/1, er boltinn fór afturtil mótheija). Utan vallar: 10 mínútur. Áhorfendur: Um 400. Dómarar: David Boker og Avner Zin- ger frá ísrael. kém FOLK lið C-þjóðarinnar lét mótlætið ekki á sig fá og sannaði að allt getur gerst í handbolta. Vöm íslenska liðsins var oft illa á verði. Norðmennirnir gerðu lielm- ing marka sinna með langskotum, sem menn hefðu í flestum tilfellum stöðvað miðað við eðlilegan leik. íslensku strákamir misstu boltann klaufalega margoft og fengu auk þess þijú vítaköst, sem ekki nýttust. S»' Bogdan lét alla spila að þessu sinni nema Leif markvörð. Alfreð, Sigurður Gunnarsson og Sigurður Sveinsson voru reyndar lítið með. Einar varði vel í markinu, en vörn- in var ótrúlega götótt og enginn má við margnum. Kristján, sem lék allan leikinn að venju, gerði fá mis- tök og Héðinn reif sig upp úr meðal- mennskunni og gerði fjögur síðustu mörk íslands, en aðrir vom frá sínu besta. faémtt FOLK ■ ÍSLAND tapaði 103:92 fyrir Eistlandi á mótinu í Danmörku í gærkvöldi. Pétur Guðmundsson var stigahæstur með 33 stig, en Guðjón Skúlason skoraði 30 stig. ^ í hálfleik var ísland 10 stigum undir, 62:52. ■ BOBBY Nimms verður í marki Tottenham í dag, en Erik Thorstvedt er enn meiddur. „Ég hef alltaf sagt að ég er besti mark- ■BBHB vörður Tottenham Frá og fæ enn tækifæri Bob til að sýna það,“ Hennessy sagði Nimms. / Englandi B BRIAN Clough stjórnar liði í ensku deildarkeppn- inni í 1000. sinn í dag, er Notting- ham Forest sækir Tottenham heim. Lið hans hafa sigrað 456 sinnum, gert 260 jafntefli og tapað 283 leikjum. ■ CLOUGH hefur boðið Ipswich 800.000 pund fyrir David Lowe, ^ miðherja enska U-21 liðsins. Ips- wich vill fá 400.000 pund og Lee Chapman að auki, en hann hefur gert átta mörk fyrir Forest á tíma- bilinu. ■ KENNY Dalglish hefur séð um Liverpool í 182 deildarleikjum, horft á menn sína sigra 108 sinn- um, séð 45 jafntefli og aðeins 29 töp. ■ DANNY Wallace verður ekki með Manchester United í næstu þremur leikjum vegna meiðsla. ■ ASTON Villa hefur sigrað í síðustu sjö heimaleikjum. Leikurinn gegn Arsenal verður í beinni út- sendingu sjónvarps í Skandinavíu,_ og fær félagið um 350.000 pund fyrir réttinn og sölu aðgöngumiða. Fyrir nákvæmlega ári vann Arse- nal 3:0. ■ MICK Harford verður senni- lega í bytjunarliði Luton í fyrsta sinn í sex mánuði. Hann kom inná sem varamaður gegn Nottingham Forest um jólin. ■ IAN Andrews, varamarkvörð- ur Celtic, hefur verið lánaður til Southampton í einn mánuð. ■ PAUL Goddard gekk frá fé- lagaskiptum sínum í gær, en of seint til að fá að leika með Mill- - wall í dag. Það gerir hann hins vegar á mánudag og mætir þá sínum gömlu félögum í Derby. ■ STEVE Morgan, Gary Briggs og Neil Matthews hafa verið settir á sölulista hjá Blackpool vegna ósæmilegrar hegðunar á nætur- klúbbi um jólin. Að auki þurfa þre- menningarnir að greiða sekt sem samsvarar tveggja vikna launum. GLÆSILEG flugeldasýning var á KR-velli í gærkvöldi og í sam- anburði við hana sýndu íslensku landsliðsstrákarnir í handknattleik stjörnuljósaleik á Seltjarnarnesinu — með ör- litlum, Ijósum undantekning- um. Norðmennirnir voru hins vegar ekki á þeim buxunum að gefa tommu eftir; þeir léku skynsamlega, nýttu sér kæru- leysi mótherjanna og sigruðu með tveggja marka mun, 22:20. ÆT Islenska liðið hafði mikla yfir- burði í fyrri leiknum og sennilega hafa menn iitið á seinni leikinn sem formsatriði, ekki síst vegna þess að þrír af bestu leik- Steinþór mönnum Noregs, Guðbjartsson Havang, Kjendalen skrifar 0g Erland, voru famir til liða sinna í Vestur-Þýskalandi. En vængbrotið Naumt tap gegn heimsmeisturum Morgunblaðið/Einar Falur Alfreð Gíslason fékk óblíðar móttökur þann stutta tíma, sem hann lék, og gerði aðeins eitt mark. HEIMSMEISTARAR Portúgal 18 ára og yngri sluppu með skrekkinn, er þeir unnu ísland 2:1 á alþjóða mótinu í knatt- spyrnu í tsrael í gær. Reyndar höfðu Portúgalar mikla yfir- burði í fyrri háifleik og gerðu þá tvö mörk, en íslendingar minnkuðu muninn og voru ná- lægt því að jaf na undir lokin. Portúgalir voru aðgangsharðir fyrsta stundarfjórðunginn og skoruðu þá bæði mörk sín, á 11. og 14. mínútu. Um langskot var að ræða í bæði skiptin, jarðarbolti, sem fór undir Ólaf Pétursson í markinu. Hann reyndist meiddur á fæti og fór af velli skömmu síðar, en‘ Vilberg Sverrisson tók stöðu hans. „Við komumst vel inn í leikinn eftir hlé og allt annað var að sjá til strákanna," sagði Sveinn Sveins- son, fararstjóri, við Morgunblaðið um seinni hálfleikinn. Ríkharður Daðason minnkaði muninn með skalla á 67. mínútu eftir að Arnar Gunnlaugsson hafði platað vamarmenn Portúgal upp úr skónum að sögn Sveins og sent hnitmiðað á Ríkharð, sem var við fjærstöng. Eftir þetta sóttu íslend- ingarnir látlaust og feng-u nokkur góð færi til að jafna. Ríkharður fékk besta færið undir lokin, en varnarmaður náði að bjarga á línu eftir hornspyrnu. Arnar Gunnlaugsson og Arnar Grétarsson léku mjög vel og Steiriar Guðgeirsson átti ágætis dag, en enginn sýndi stjörnuleik. Kýpur vann Sviss 1:0 í gær og Sovétríkin unnu Pólland 3:1. Verdlaunagripurinn til sýnis Samtök íþróttafréttamanna útnefna íþróttamann ársins 1989 á fímmtudag, 4. janúar. Vegsemdinni fylgir glæsilegur verðlaunagripur til varðveislu í eitt ár. Gripurinn verður til sýnis í innanlandsafgreiðslu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli fram að kjörinu ásamt nánari upplýsingum um kjörið undanfarin 33 ár. ■ ARNÞÓR Ragnarsson, SH, setti íslandsmet í 400 m bringu- sundi á innanfélagsmóti Vestra í Sundhöll Reykjavíkur, synti á 5.08,47. ■ ÆVAR Orn Jónsson, SFS, setti piltamet í 400 m baksundi, 4.42,59. ■ HILDUR Einarsdóttir, KR, synti 50 m skriðsund á 28,73, sem er telpnamet. ■ TELPNAS VEITIR KR settu þrjú met á mótinu; telpnamet í 4x100 m fjórsundi (5.15,67), 4x50 m bringusundi (2.41,53) og í 4x100 m bringusundi (5.53,11). I sveitun- um voru Berta Hannesdóttir, Eva H. Egilsdóttir, Hildur Einars- dóttir, ísold Uggadóttir og Sigríður Lára Guðmundsdóttir. ■ HEIÐA B. Bjarnadóttir, UM- FA, hljóp 50 m á 6,4 sekúndum á innanfélagsmóti Ármanns í Bald- urshaga í fýrradag og jafnaði þar með telpnamet Geirlaugar B. Geir- laugsdóttur, Ármanni. Þetta var síðasta mót ársins og um leið síðasta tækifæri Heiðu til að ná metinu, en hún flyst upp um flokk eftir áramótin. ■ GEIRLAUG hafnaði í öðru sæti í hlauþinu á 6,5 sek., og er óðum að komast í sitt gamla form, en hún hefur átt við langþráð meiðsl að stríða. Guðrún Arnardóttir, UBK, varð í 3. sæti á 6,7 sek.. ■ SÚSANNA Helgadóttir, FH, sigraði í langstökki __kvenna, stökk 5,47 m, en Björg Össurardóttir, FH, stökk 5,37 m og varð önnur. Um helgina Knattspyrna Reykjavíkurmótið í knattspymu inn- anhúss heldur áfram f Laugardalshöll f dag og verður leikið í 4., 5. og. 6. flokki. Keppni í 6. flokki hefst kl. 9, en síðasti leikurinn í dag byrjar kl. 18:09. Síglingar í dag heldur Siglingafélagið Ýmir f Kópavogi mót á Fossvogi, „Áramót Ýmis“. Sigldar verða tvær umferðir, kl. 11 og kl. 14. ísleifur Friðriksson, keppnisstjóri, veitir nánari upplýsingar (s. 45469/44148). Gamlárshlaup ÍR Gamlárshlaup ÍR fer fram á morg- un, 14. árið í röð. Hlaupið hefst kl. 14 og er hlaupinn um 9,5 km hringur frá ÍR-húsinu við Túngötu, um Seltjamar- nes og Vesturbæinn. Hlaupið er öllum opið. Tekið er við skráningu í síma 28228 og einnig er hægt að skrá sig á staðnum. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ ísland í 22. sæti í Evrópu Islenska landsliðið í knattspymu er í 22. sæti á styrkleikalista landsliða í Evrópu 1989. Landslið- ið lék fimm landsleiki, vann einn, gerði tvö jafntefli og tapaði tveim- ur. Belgíumenn voru í efsta sæti með 1,66 punkt, en síðan komu Spánveijar, Tékkar og írar með 1,62 punkt, Englendingar (1,54), Hollendingar og V-Þjóðveijar með 1,50 punkt. Danir voru í ellefta sæti með Frökkum með 1,28 punkt. Þau lönd sem voru fyrir aftan ísland á styrkleikalistanum eru: Noreg- ur, Grikkland, Finnland, Sviss, N-írland, Búigaría, Wales, Malta, Albanía, Lúxemborg og Kýpur. Brasilia varð efst á styrkleika- lista S-Ameríku, en síðan kom Kolumbía, Uruguay og í fjórða sæti urðu heimsmeistararnir frá Argentínu. KNATTSPYRNA / U-18 Kæruleysi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.