Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DEáEMBER 1989
33
Minning•
Eyjólfíir Jónasson
íSólheimum
Það rennur morgnnljómi á Lax-
árdalsheiði, þegar ég minnist
tengdaföður míns, Eyjólfs Jónas-
sonar í Sólheimum, Laxárdal, sem
lézt í sjúkrahúsinu á Akranesi 19.
desember sl.
Þeir eru þar tveir. Og ríða norður
yfir. Ómurinn af tali þeirra og óðu
hófahljóðinu berst yfir og féð lætur
truflast. Svo hægja þeir á og stoppa,
setjast á þúfu og fá sér í nefið. Þá
strýkur tengdapabbi hendi um
svörð og dregur pela úr jörð. Hinn
verður svo hissa, að hann er stund-
arkom efins um að pelinn sé af
þessum heimi og þá auðvitað ekki
heldur ferðafélaginn eða slóð þeirra,
sem er reyndar horfin. Hann hikar
því við. En svo sér hann í augum
hins, að þeir eiga lengri leið fyrir
höndum. Og sýpur á. Og lífsglaður
hlátur leggst yfir heiðina eins og
þokuslæða. Svo standa þeir upp og
fara á bak. Tengdafaðir minn situr
teinréttur í hnakknum, hatturinn
er á sínum stað og tærnar vísa út
af fullkomnu kæruleysi. Svona er
Eyjólfur í Sólheimum öruggur: Kór-
ónulaus á hann hér ríki og álfur.
Eyjólfur Jónasson fæddist á
Gillastöðum í Laxárdal, Dalasýslu,
15. marz 1889 og var því á hundr-
aðasta og fyrsta aldursári, þegar
hann dó í sjúkrahúsinu á Akranesi
19. desember sl. Foreldrar Eyjólfs
voru Jónas Guðbrandsson í Sól-
heimum og kona hans, Ingigerður
Sigtryggsdóttir. Eyjólfur gekk í
skóla í Búðardal og Hjarðarholti,
en 1914 reisti hann býli á Sval-
höfða í Laxárdal, þar sem hann bjó
í fimm ár. Þá fluttist hann í Sól-
heima, þar sem hann bjó allan sinn
búskap. Eyjólfur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Sigríður Ólafs-
dóttir úr Lundarreykjadal í Borgar-
firði. Þau áttu fjögur böm: Ölaf
Ingva bónda í Sólheimum, sem
kvæntur er Helgu Áslaugu Guð-
brandsdóttur frá Lækjarskógi, Ingi-
gerði, sem átti Jón Kristjánsson á
Kjörseyri í Bæjarhreppi í Stranda-
sýslu, GuðrúnUj sem átti Gunnar
Sveinsson frá Álafossi í Mosfells-
sveit, og Unu, sem giftist Eiríki
Sigfússyni á Stóm-Hvalsá í Bæjar-
hreppi. Þau Jón og Una em látin.
Guðrún og Gunnar skildu.
Síðari kona Eyjólfs var Ingiríður
Guðmundsdóttir frá Leiðólfsstöðum
í Laxárdal. Þau eignuðust tvö börn:
Stein, sem kvæntur er Auði Skúla-
dóttur, og Sigríði Sólborgu, sem er
eiginkona undirritaðs. Þau Eyjólfur
og Ingiríður skildu.
Afkomendur Eyjólfs í Sólheimum
telja nú tólf tugi.
Eyjólfur í Sólheimum var kvæða-
maður af lífi og sál, landskunnur
hagyrðingur og hestamaður. Og
Laxdælingar gerðu hann að heið-
ursborgara sínum.
Eyjólfur Jónasson var aldraður
orðinn, þegar ég sótti hann fyrst
heim í Sólheima. Hann átti 85 ára
afmæli og ég var kominn til að biðja
um hönd dóttur hans. „Láttu henni
Siggu minni ekki leiðast," sagði
hann. „Og ekki meira um það.“
Svo hélt afmælið sínu striki með
fögnuði og söng.
Því gleðin var Eyjólfi sönn
lífsnautn og leiðindi það versta, sem
yfir menn gat dunið. Hann sótti í
gleðina, hvar sem hann gat. En
hann gat líka glaðst með sjálfum
sér. Og oft var hann öðrum til
gleði. Mér er sagt, að áður hafi
enginn sótt Eyjólf heim öðru vísi
en að hann byði í útreiðartúr. Það
vár hans bezta skemmtun og um
leið það bezta, sem hann gat boðið
öðrum. Og þá kvað Laxárdalurinn
við af söng og hófahljómi.
Eg reið aldrei út með tengdaföð-
ur mínum. En hann sagði mér
margar sögur, bæði útreiðarsögur
og aðrar sögur. Og þegar Eyjólfur
í Sólheimum sagði frá, þá skemmti
hann bæði sjálfum sér og áheyrand-
anum. Sú minning, sem þetta grein-
arkorn byijar á, er til dæmis ekki
síður en sögunni sjálfri tengd kátínu
sögumannsins, sem oftar en ekki
braust út í hlátrasköllum og hams-
lausum handsveiflum.
Viljandi lifði hann ekki öðru vísi,
en að hafa gaman af því. Stöku var
kastað fram og öllu fórnað til að
ná gleðinni á sitt vald. Sérhver
hugdetta nýtt til að bifa burt
harmagrettu. Glatt líf með sprett-
um. Það var hans líf. Og öðru vísi
mátti það ekki vera hjá öðrum.
En gleðin getur verið tillitslaus
eins og sorgin systir hennar. Og
auðvitað voru fleiri en ein hlið á
Eyjólfi. En ég held, að meðal-
mennska hafi ekki verið til í honum.
Hann var allt, sem við erum flest,
bara meiri og stærri. Þess vegna
var nálægðin við hann ekki alltaf
auðveld.
Eyjólfur sagði mér einu sinni, að
hann hefði aldrei kviðið ferð. Og
fór hann þær þó margar. Og marg-
víslegar. Hins vegar sagðist hann
hafa fundið fyrir einhvetjum kitlum,
sem hurfu svo, þegar komið var vel
af stað. Og þá tók ferðalagið hann
tökum, sem losnuðu ekki fyrr en í
áfangastað.
Ferðin á Akranes fyrr á þessu
ári var líka svona. Nú duldist
tengdaföður mínum hreint ekki, að
tími hans væri skammtaður í þessu
lífi, þótt hann hlyti stærri sneið en
flestir aðrir. Það þótti honum bara
við hæfi. Hitt var svo jafnsjálfsagt
og á skeiðvellinum, að menn kæmu
í mark. Það var bara að rista fram
úr keppinautunum á brautinni.
Eyjólfur var með kitlum, þegar
ég heimsótti hann fyrst í sjúkrahús-
ið á Akranesi. Svo hurfu þær. Og
þegar við hittumst síðast, þá skildi
ég hann þannig, að hann væri kom-
inn vel af stað.
Og nú er Eyjólfur farinn. Og
heiðin kemur á móti honum og legg-
ur sig til fyrir hann, eins og ung-
hross, sem allt á til. Hún er héma
blíð. Þarna stríð. Eg sé tengdaföður
minn taka hana í fangið. Og þann-
ig ber hann á brún á beinagrindinni
ljósu.
Eyjólfur Jónasson verður jarð-
sunginn frá Hjarðarholtskirkju í
Laxárdal í dag, laugardaginn 30.
desember. Blessuð veri minning
hans.
Freysteinn Jóhannsson
Minning
Sigríður Sigurðar-
dóttirfrá Unhóli
Fædd 17. mars 1901
Dáin 18. desember 1989
Nú er elsku amma okkar dáin
eftir erfíð veikindi. Amma fæddist
að Þúfu í V-Landeyjum en fluttist
ung með foreldrum sínum, Sigurði
Guðnasyni og Guðfinnu Sveins-
dóttur, að Háarima í Þykkvabæ og
var hún elst tíu systkina.
Árið 1925 giftist hún Pálmari
Jónssyni sem lést árið 1971. Þau
bjuggu allan sinn búskap að Un-
hóli og eignuðust þau fjögur börn.
Þau eru Sigurfinna, Kristjón, Lára
og Una. Margar góðar minningar
vakna og söknuðurinn er sár, en
vitneskjan um að hvíldin var henni
kærkomin og þjáningum hennar
lokið veita-okkur huggun. Guð tók
hana í sinn faðm eins og hún um-
vafði okkur með kærleik sínum og
blíðu. Við minnumst hennar
sívinnandi sátt við lífið og tilver-
una. Það var ekki í hénnar anda
að kvarta þó oft væri erfitt. Hún
hugsaði fyrst og fremst um aðra,
bæði menn og málleysingja. Þeir
sem minna máttu sín áttu öruggt
skjól hjá henni.
Hún var mjög trúuð kona og
treysti guði, og vitum við að það
hefur hjálpað henni í erfíðum veik-
indum hennar.
Síðustu tvö árin þurfti amma oft
að dvelja á sjúkrahúsi og alltaf var
hún jafn þakklát fyrir þær heim-
sóknir sem hún fékk, en fannst allt-
af of mikið fyrir sér haft. Aldrei
gleymdi hún að biðja góðan guð
að blessa okkur eins og við nú biðj-
um guð að varðveita hana.
Minningin um ömmu mun alltaf
lifa í hjörtum okkar.
Með tryggð til máls og manna
á mátt hins góða og sanna
þú trúðir traust og fast.
Hér er nú starfsins endi.
í æðri stjómar hendi
er það, sem heitt í hug þú barst.
(Einar Benediktsson)
Sigríður, Gísli og Garðar.
Elskulega langamma okkar,
Sigríður Sigurðardóttir, er látin.
Hún lést í Landspítalanum 18.
desember síðastliðinn. Hún lang-
amma var sérstök kona. Svo góð
og fórnfús. Það mættu margir taka
hana sér til fyrirmyndar. Alltaf var
hún að hugsa til okkar. Allt fram
á síðustu stundu sem hún var heima
pijónaði hún handa okkur vettlinga
og sokka sem eiga eftir að verma
litlu hendurnar og fæturna okkar
næstu árin. Nú söknum við hennar
svo mikið. Öll sú hlýja og góðvild
sem hún gaf okkur, vermir hjarta
okkar og við munum alltaf minnast
hennar.
Síðustu mánuði var hún mikið
hjá dóttur sinni, henni Unu ömmu
okkar. Þá fengum við enn betur
að kynnast henni langömmu okkar,
þar sem styttra var að heimsækja
hana í Reykjavík en að fara á
heimaslóðir hennar í Þykkvabæn-
um. Hún var oft með hugann á
heimaslóðum og sagði okkur marg-
ar sögur um kýrnar og hin dýrin í
sveitinni. Henni þótt svo vænt um
dýrin. Það löðuðust allir að henni
langömmu okkar, bæði menn og
dýr, svo góð var hún.
Við þökkum langömmu fyrir þá
blíðu og þá umhyggju sem hún
sýndi okkur. Við biðjum góðan guð
að gæta hennar vel.
Blessuð sé minning hennar.
Kveðja frá barnabarnabömum
Mig langar að minnast móðurafa
míns, Eyjólfs Jónassonar frá Sól-
heimum, í nokkrum orðum, þó oftar
en ekki hafi mér þótt orð vera
óþörf, þegar kom til tjá'skipta okkar.
Afi var sérstaklega tilfinninga-
næmur og fann betur hug manna
og dýra en nokkur annar, sem ég
hef kynnst. Hann hafði annað
gæðamat til lífsins en flestir sem
•ég þekkti. Hann notaði okkar
íslensku tungu eins og væri hann
að leika á hljóðfæri með samspili
söngs og orða. Oft hló hann dátt
að mér, er ég horfði á hann opin-
mynnt og skildi hvorki upp né niður
í þeim glimrandi vísum, sem hann
kvað fyrir mig.
Frá öllum okkar samfundum hef-
ur mér fundist ég koma ríkari í
anda, og hefur eflaust verið svo um
fleiri af öllum hans góðu vinum, en
þeir urðu margir því afi var fýrst
og fremst gefandi. Stórskáld voru
meðal bestu vina afa og minnist ég
ljóða sem honum voru flutt frá þeim
við hátíðleg tækifæri. Afi las mikið
á meðan augun entust honum og
átti hann mikið af góðum bókum,
en þegar bærinn í Sólheimum brann
1985 brunnu allar bækur hans og
var það skarð fyrir skildi.
Það urðu margar búsifjarnar,
sem afi varð fyrir á sinni lífsins
leið og báru krepptar hendur hans
þess merki, að oft þurfti hann að
takast á við óblíða náttúru lands-
ins. Tvo húsbruna upplifði hann á
Sólheimum. Afi varð aldrei ríkur
af aurum, en af ást, barnaláni og
vináttu manna og dýra var hann
auðugur, og var hann vel að því
kominn.
Ekki get ég kvatt afa án þess
að minnast þess hve mikið yndi
hestar veittu honum alla tið og
finnst mér kvæðið Fákar eftir Einar
Benediktsson lýsa vel þeirri gleði
og hugljómun, sem góður hestur
getur gefíð. Til afa míns, sem nú
kveður okkur með hundrað ár á
herðum og sem bar með sér auð
íslenskrar menningar i orði og æði,
vil ég gera orð Einars að kveðjuorð-
um mínum:
Maður og hestur, þeir eru eitt,
fyrir utan hinn skammsýna, markaða baug.
Þar finnst, hvemig æðum alls Qörs er veitt
úr farvegi einum, frá sömu taug.
Þeir eru báðir með eilífum sálum,
þá andann þeir lofi á tveimur málum,
- og saman þeir teiga í loftsins laug
lífdrykk af morgunsins gullroðnu skálum.
Halldóra Gunnarsdóttir
Læknar eru jafnan ófúsir að
mæla eftir sjúklinga sína. Kemur
það til af því eðli starfans, að allir
skjólstæðingarnir eru jafn merki-
legir í augum læknisins og vanda-
mál þeirra lækninum jafn mikilvæg
úrlausnarefni hveiju sinni. Mér er
þó ljúft að gera undantekningu að
þessu sinni, þegar vinur minn, Eyj-
ólfur Jónasson í Sólheimum í Lax-
árdal í Dölum, er til moldar borinn.
Ég kynntist Eyjólfi fyrir rúmum
áratug, hann þá á nítugasta aldurs-
ári, en ég að stíga mín fyrstu spor
sem læknir Dalamanna. Við urðum
síðan samferða næsta áratuginn,
og var hann lengst af þeim tíma
elstur borgari í Dölum. Ekki man
ég gjörla, hvert var tilefni okkar
fyrstu kynna, en vera má, að Eyjólf-
ur hafi komið í eina af sínum „kurt-
eisisheimsóknum“ til okkar lækn-
anna. Fór hann oftast árlega til
Reykjavíkur að finna lækna „svona
fyrir börnin mín“, en kom gjaman
fyrst til læknis í Búðardal til að
láta hann vita af ferðinni „fýrir
kurteisis sakir“.
Þurfti enga speking til að sjá á
svipstundu, að hér fór maður óvenju
ern til líkama og sálar. Það var sem
hann væri miklu yngri en aldurinn
sagði til um. Lundin var svo létt
og fasið fjörmikið. Eyjólfur var sér-
staklega kvikur í hreyfingum og
fljótur til svara og hló svo dátt og
smitandi að öllu skopi að hlátur
hans var rómaður í öðmm lands-
fjórðungum. Var það jafnvel sVo,
að hlátri Eyjólfs var lýst sem nátt-
úmundram af útlendum manni á
bók. Trúi ég, að fjör Eyjólfs hafi
notið sín bezt á hesti, enda var
hann landsfrægur hestamaður og
tilheyrði þeim hópi höfðingja í röð-
um hestamanna, sem nú er að
mestu horfinn af sjónarsviðinu.
Hafði Eyjólfur jafnan marga til
reiðar, þegar hann fór af bæ og
neitaði sér sjaldnast um hestakaup,
ef svo bar undir. Fór hann og víða
norður um sveitir og eignaðist þar
marga kunningja. Sólheimar era
þannig í sveit settir, að skemmra
er til byggða norðanlands en ann-
arra byggða í Dölum.
Mér varð fljótlega ljóst, að heilsa
þessa manns var svo góð frá náttúr-
unnar hendi, að læknisdómar mínir
myndu þar litlu við bæta og bezt
að gæta hófs í þeim efnum, ef vel
ætti að fara. Kom það og á daginn.
Heimsótti ég þó Eyjólf reglulega,
en oftast mér sjálfum meira til upp-
lyftingar og heilsubótar en honum.
Var hann hafsjór af ýmsum fróð-
leik og kunni urmul af vísum, bæði
eftir sig og aðra. Var hin bezta
skemmtun að sitja á spjalli við hann
enda fæddur á liðinni öld og lifði
sín manndómsár á morgni þessar-
ar. Þó varð hann aldrei nátttröll í
nútímanum, las mikið og fylgdist
með tíðindum til hins síðasta.
Ekki geri ég ráð fyrir, að íþrótta-
iðkun hafi ráðið langlífi Éyjólfs.
Miklu frekar hefur það verið hæfí-
legt erfiðið í íslenzkri sveit og eðlis-
lægur hæfileiki til að varpa af sér
áhyggjum hversdagsins og gleðjast
með vinum. Þó veit ég, að Eyjólfur
stundaði eitthvað glímu á sínum
yngri áram. Eitt sinn missti hann
það út úr sér, að enginn hefði fellt
hann nema einn, og var það Ólafur
Thors, síðar formaður Sjálfstæðis-
flokksins og forsætisráðherra.
Glímdu þeir Olafur, þá drengir eða
unglingar, í túnfætinum í Hjarðar-
holti. Sagði Eyjólfur, að Ólafur
hefði verið snarpur glímumaður og
lagt sig, þó á þeim hafi verið þriggja
ára aldursmunur. Ólafur var gestur
fjölskyldunnar í Hjarðarholti enda
vinskapur milli heimila þeirra séra
Ólafs, prests þar, og Thors Jensens.
Nú er þessi heiðursmaður, Eyjólf-
ur í Sólheimum, fallinn í valinn eft-
ir eitt hundrað ár og rúmu hálfu
betur. Er það auðvitað gangur
lífsins og árin fleiri, en við getum
flest gert okkur vonir um að lifa.
Kynnin af honum vora hveijum
manni uppörvun og hvatning að
taka öldran sinni af karlmennsku
og láta ekki árin beygja sálina.
Sigurbjörn Sveinsson
t
Systir okkar,
EYRÚN GUÐNADÓTTIR,
lést í Landspítalanum 18. desember sl. Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju miðvikudaginn 3. janúar kl. 15.00.
Guðmunda Guðnadóttir,
Jón Guðnason,
Lilja Guðnadóttir,
Margrét Guðnadóttir,
Eyjólfur Guðnason.