Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Rölegt ár hjá Vatnsberanum Næsta ár verður heldur ró- legt hjá Vatnsberum (20. jan- úar — 19. febrúar), a.m.k. þegar litið er til Sólarinnar. Þeir sem eru fæddir frá 20. janúar — 3. febrúar fá sterk- an Júpíter á Sól frá seinni hluta ágúst og út árið, og þeir sem eru fæddir frá 4.-9. febrúar takast á við Plútó. AukiÖ sjálfstœÖi Frá ágústlokum og út árið verður Júpíter sterkur og samfara því myndast sterk þörf fyrir þenslu og athafnir. Einkennandi verður þörf fyr- ir nýja þekkingu og víðari sjóndeildarhring. Orka Júpít- ers opnar sjálfstjáningu Vatnsberans, eykur bjart- sýni, hugrekki og kraft. Hann verður léttari í lund, áræðnari og opnari fyrir nýj- um möguleikum á síðari hluta ársins og reyndar einn- ig á árinu 1991. Hugmynda- flugið verður sterkara og sömuleiðis getur honum auk- ist víðsýni. -Enginn mótbyr Satúmus verður hlutlaus í lffi Vatnsberans á næsta ári, a.m.k. hvað varðar Sólina. Það táknar að hann þarf ekki að búast við að mörg ljón verði á veginum eða að árið komi til með að einkenn- ast af mótbyr eða þungri ábyrgð og mikilli vinnu. Þar sem Júpíter verður sterkur en Satúmus hlutlaus má segja að orka næsta árs bjóði upp á frelsi en ekki bönd. Engar byltingar Úranus verður sömuleiðis hlutlaus næsta ár. Það tákn- ar að lítið verður um óróa og byltingarkenndar athafn- ir. Ekki ár drauma Neptúnus verður einnig hlut- laus á árinu. Það táknar að lítið verður um draumlyndi og háfleygar vangaveltur á næsta ári. Vatnsberar stefna út á við til aukinnar þátttöku í hinum stóra heimi. Völd Auk Júpíters verður það Plútó sem hefur töluvert að segja fyrir Vatnsbera, eða þá sem eru fæddir frá 4.-9. febrúar. Fyrir þá mun árið einkennast af aukinni valda- þörf og löngun til að hafa meiri áhrif á umhverfi sitt. Áhrif Plútós á Sól eru frekar þung og ekki alltaf sýnileg á yfirborðinu. Hið jákvæða við þau er geta til að komast nær kjama persónuleikans og aukin dýpt og sálrænn skiln- ingur. Hreinsun Vatnsberar fæddir frá 3.-9. febrúar munu breytast tölu- vert á komandi ári. Þeim gefst kostur á að losa sig við margt neikvætt úr persónu- leika sínum, bæði sálrænt og líkamlegt. Það getur hjálpað að leggja stund á sálfræði eða fá aðstoð reyndra manna, t.d. sálfræðinga eða góðra vina, við það að hreinsa til. Lestur góðra bóka um sál- ræna vinnu og sjálfsrækt og hreinskilin umræða um til- finningamál eru gefandi þeg- ar Plútó er annars vegar. Hagstœtt ár Þegar á heildina er litið virð- ist næsta ár hagstætt Vatns- berum. Þeim gefst tækifæri til nýrra landvinninga og þeir fá orku í líf sitt sem eykur bjartsýni og sjálfstraust og opnar augu þeirra fyrir nýj- um möguleikum. GARPUR GRETTIR LJÓSKA FERDINAND ;!!j!!!i!iwnttm^!!!!!!!!!!!!rrmnmmmmmTmTmTrrTmtmmmmmmmrmTin;irniinmtwmmmTmTwwmTmtTr" SMAFOLK Heldurðu að fólk breytist nokkurn tíma? Vissulega, mér flnnst ég hafa breytzt mikið síðasta árið. Ég á við til hins betra. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hvað getur makker átt sem að gagni má koma? Vörnin snýst um að svara þessari sp’urningu. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ DG104 ▼ D983 ♦ KG ♦ DG2 Austur II jfio64 ♦ 9874 + Á873 Suður ♦ K52 V G7 . ♦ ÁD102 ♦ K1065 Vestur Norður Austur Suður — — — • 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass rass Utsþil: spaðanía. Austur fær fyrsta slaginn á spaðaás og verður nú að móta sér einhveija áætlun. Fyrsta verkið er að reikna út punkta- fjöldann á hendi makkers. Blind- ur á 12 punkta, suður hefur sýnt 12-14 með endursögn sinni í grandi og sjálfur á austur 11. Makker á því 3-5, og þar með hugsanlega ás. Eina spilið sem kemur vöm- inni að notum er hjartaásinn. Ef vestur á hann við þriðja spil er hægt að sækja fimmta slag vamarinnar á hjartatíu. Lykilat- riðið er að leggja niður hjarta- kóng í öðmm slag og spila síðan hjarta yfir á ás makkers. Þá er vestur inni á réttu andartaki til að spila hjarta í gegnum D9. Vestur ♦ 98763 ¥Á52 ♦ 653 ♦ 94 SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á sovézka meistaramótinu í ár kom þetta riddaraendatafl upp í viðureign stórmeistaranna Aleks- ei Dreev (2.570), sem hafði hvítt og átti leik, og Juri Balashov (2.535). Hvítur hefur mun meira rými, en staðan er svo lokuð að hann getur ekki brotist í gegn nema með fóm: 63. Rxa5! — bxa5, 64. b6 — Rf8, 65. b7 - Rd7, 66. h7 - Kg7, 67. Rxg6! - Kxli7, 68. Rf8+ og svartur gafst upp, því hvítur fær nýja drottningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.