Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989 > 40 Orösending til viðskiptavina ELFIIR HF. Þeir viðskiptavinir, sem greiddu vörur í versluninni s með greiðslukorti á tímabilinu 11.-16. des. sl., eru vinsamlega beðnir að hafa samband við verslunina við fyrstu hentugleika. ELFUR HF., Laugavegi 38, sími 10765. HJÁLPIÐ Eftirtalin númer hlutu vinning í símahappdrætti Styrkarfélags lamaðra og fatlaðra 1989: 1. vinningur Saab 9000 nr. 95-36725. 2. vinningur Saab 900 nr. 97-11389. 3. vinningur Citroén BX 4x4 nr. 91 -641309. 4. vinningur Citroén AX nr. 91 -21636. 5. vinningur Citroén AX nr. 91 -615601. 6. vinnignur Citroén AX nr. 91-30446. 7. vinningur Citroén AX nr. 98-33844. 8. vinningur Citroén AX nr. 98-11730. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. % Við höldum okkar striki . . . Vaxtarsjóður Útvegsbanka íslands hefur vaxið jafnt og þétt og eru nú um 600 milljónir króna í sjóðnum. Vaxtarsjóðurinn þakkar góðar viðtökur og óskar viðskiptavinum sínum heilla á nýju ári. . . . en flytjum á nýjan stað um áramót Vaxtarsjóðurinn verður til húsa að Ármúla ' í Verðbréfamarkaði íslandsbanka. Þjónusta Vaxtarsjóðsins verður óbreytt. Verið velkomin í hóp ánægðra viðskiptavina. VERDBRÉFAMARKAÐUR ÚTVEGSBANKANS Ármúla 7, 108 Reykjavík, sími 68 10 40. Samdráttur eða aukin fátækt « Til Velvakanda. Hversu lengi ætla skattgreiðend- ur í landinu áð una því að stjórn- málamenn sói fé þeirra í botnlausa hít styrkja og fyrirgreiðslna til að halda uppi óarðbærum atvinnu- rekstri sem engin von er á að muni bera sig. Atvinnurekstur sem ekki stendur undir sér árum saman á engan rétt á sér. Þessar endalausu styrkja- greiðslur af skattfé landsmanna er kastað á glæ og eru farnar að hamla eðlilegri uppbyggingu nýrra at- vinnugreina og hagvexti. Núverandi stjómarherrar hafa ofurtrú á slíkum ráðstöfunum og lýsa því yfir opinberlega að hér eigi við önnur efnahagslögmál en í ná- grannalöndunum og þeir einir þekki þessi lögmál. Arangurinn er þegar kominn fram, versnandi lífskjör og nei- kvæður hagvöxtur. Það er fyrst og fremst stjórnarfarið sem veldur þessu en ekki áföll í þjóðarbúskapn- um, því fiskafli er stöðugt mikilí Til Velvakanda. Eg vil taka undir með þeim sem hafa skrifað og lagt til að þing- mönnum verði fækkað og það sama gildir um ráðherrana. Eg tel líka að virðing stjómmálamanna fari þverrandi og er það fyrst og fremst þeirra eigin sök - hvernig þeir koma fram. Framkoma forseta alþingis er dæmigerð en hún sýndi þing- Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistia og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða- að fylgja öliu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til iesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. og verð á afurðum viðunandi. Þetta er því heimatiíbúinn vandi sem hægt er að lagfæra sem betur fer, en til þess þarf kjark og ákveðni. Mörg ný lög sem gerð hafa verið á Alþingi á undanfömum raum hafa aukið á miðstýringu á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Trú ýmissa flokki sjálfstæðismanna fádæma óvirðingu, svo og alþingi og sjálfri sér. Ef fækkað væri um svo sem helming á alþingi myndi ábyrgðin koma á færri sem myndu þá ef til vill finna meira til hennar. Þarna er nú orðið svo mikið þvarg að erfitt er að botna í umræðum. í stjórninni er hver höndin upp á móti annarri og þau fáu góðu mál sem ber á góma verða að engu jafn óðum og þau koma fram. Mér virð- ist að fjármálaráðherra ætli að bjarga öllum vanda með því að hækka skatta. Það fer að verða vandlifað hér á landi. J.S. stjómmálamanna á að flest sé bet- ur komið undir ríkishattinum en í t umsjón og ábyrgð heimamanna, hefður valdið gífurlegri útþenslu ríkisins og í raun auknum kostnaði fyrir þjónustuna. Mál er að linni og gera þarf upp- skurð á því miðstýringarkerfi sem hér ríkir svo betur verði farið með það fé sem aflast. Ef ekki verður snúið við á þessum vegi ríkisforsjár sem nú er farinn mun aftur verða innleidd fátækt á íslandi. Skattgreiðandi Látið úti- ljósinloga Blaðburðarfólk fer þess á leit við áskrifendur að þeir láti útljósin loga t á mörgnana núna í skammdeginu. " Sérstaklega er þetta brýnt þar sem götuiýsingar nýtur lítið eða ekki við tröppur og útidyr. HEILRÆÐI Um jól og áramót eru fjölskyldubönd meiri og sterkari en á öðr- um tímum. Því er það gott ráð að fjölskyldan öll setjist nú niður og fari saman yfir það sem helst þarf að varast og hvernig bregð- ast skuli við hinu óvænta. Undirbúum nýtt, gott og slysalaust ár. ÞVARG Á ALÞINGI I Víkverji skrifar Nýr áratugur hefst um þessi áramót. Þannig álykta víst fleiri en Vikverji, en honum er sagt að það sé hins vegar ekki rétt, hinn nýi áratugir hefjist ekki fyrr en að árinu 1990 liðnu. Þá fyrst ljúki níunda íslenska áratugnum og sá tíundi taki við. í enskumælandi lönd- um er hins vegar talað um níunda áratuginn sem „the eighties" og í Skandinavíu „ottio-talet“. Þar hefst nýr áratugur nú um áramótin og þess vegna tekur áramótauppgjör fjölmiðla þar um slóðir talsvert mið af því, eins og lesendur hafa orðið varir við í fréttum Morgunblaðsins frá Reuters-fréttastofunni. Menn hafa t.d. verið að reyna að meta hvaða atburðir áratugarins séu mik- ilvægastir fyrir framgang sögunnar. Þetta ruglar Víkveija og væntanlega fleiri landa hans í ríminu. Þetta islenska tímatal í sambandi við ára- tugi og aldir er skemmtileg sérviska sem býf að halda í, þannig að ekki fjúki í öll skjól sérvitringanna. Hins vegar skal ósagt látið hvort það telst sérviska, að félag sérvitringa í Lund- únum hefur nú samþykkt, að jörðin sé hnöttótt! X X X Menn hafa löngum skemmt sér við að ákvarða hversu jóla- sveinamir íslensku séu margir; hvort þeir séu einn og átta, ellegar þrett- án. Fleiri hafa hins vegar sjaldan verið nefndir til sögunnar, en þó heyrði Víkveiji nýlega sagt frá fjórt- ánda jólasveininum og kemur sá frá þorpi suður með sjó. Nefnist hann Rúðubijótur. Nafngiftina fékk hann vegna þess, að félagar í ónefndum góðgerðarsamtökum í þorpinu, sem tóku að sér hlutverk jólasveinanna á aðfangadag, fengu sér ótæpilega í staupinu og vom full harðhentir er þeir bönkuðu á glugga saklausra bamanna. Um jólin hitti Víkveiji íslenskt fólk sem búið hefur í útlöndum um margra ára skeið en er nýflutt heim. Hafði það orð á því að margt væri öðmvísi á íslandi en í fyrra dvalarlandi þeirra. Helsta muninn sagði fólkið vera mikla efnishyggju íslendinga; því fannst íslendingar helst meta annað fólk eftir bílaeign, klæðaburði ogfermetrafjölda híbýla. Þetta leiddi huga þeirra að því, hversu stutt væri síðan íslendingar náðu sambærilegum lífskjömm við nágrannaþjóðir okkar — hvað efni og hluti varðar. Ennþá er fólk á besta starfsaldri, sem alið var upp í torfbæjum. Með hliðsjón af „vorri moldgröfnu ætt“ fannst viðmælend- um Víkveija enn afkáralegri sú nýríka útnesjamennska sem þeim þótti einkenna lífshætti okkar. Sökn- uðu þau t.d. frá fyrra búsetulandi áherslu á fj ölskyldulíf fremur en þá umgjörð sem hús og aðrar eignir em.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.