Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989 Skipsstrandið í Skerjafirði: Þórunn Sveinsdóttir nær óskemmd af Lönguskerjum Hafhsögumaður var um borð — siglingaljós loguðu ekki . AFLASKIPIÐ Þórunn Sveinsdóttir flaut af Lönguskeijum í Skeija- flrði um kl. 5 í gærmorgunn án aðstoðar og sigldi fyrir eigin vélar- afli til Reykjavíkur. Þórunn var að sigla frá Stálvík í Garðabæ til Reykjavíkur í fyrrakvöld þegar skipið strandaði á Lönguskerjum, en á siglingaleiðinni voru tvær ijósbaujur ljóslausar og voru skipveijar að leita að þeim þegar óhappið varð. Hafnsögurmaður frá Hafnarfirði var um borð í Þórunni Sveinsdóttur þegar skipið strandaði í norðan- verðum Lönguskeijum. Þórunn lá á þurru á fjörunni um nóttina en í vaxandi straumi á flóðinu losnaði hún sjálfkrafa undan veðri og vind- um, en Björgunarskipin Goðinn og Þota Arnarflugs var send í skoðun Utanlandsflug féll niður hjá Arnarflugi á fimmtudag, þar sem þota félagsins átti samkvæmt reglum að fara í skoðun og ekki fékkst undanþága til flugs. Kristinn Sigtryggsson, framkvæmda- stjóri Arnarflugs, segir að félagið hafi átt von á undanþágu, þar sem það væri viðtekin venja að leyfa 5-10% frávik frá reglu um skoðun eftir hveijar 3800 flugstundir. Grétar H. Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Loftferðaeftirlitsins, sagði að slíkar undanþágur væru einungis veittar þegar vélum væri flogið mikið og stuttur tími liði því milli skoðana. Það ætti ekki við um þotu Arnarflugs. Ekkert millilandaflug var áætlað hjá Arnarflugi í gær, en félagið tekur þotu á leigu áður en það hefst að nýju eftir hlé um áramótin. Kristinn Sigtryggsson sagði að félagið hefði farið fram á það við Loftferðaeftirlitið að fara 1 til 1 ‘A% fram yfir leyfilegan fjölda flugtíma milli skoðana og talið sjálfgefið að leyfið fengist. „Við fórum fram á þetta nokkrum dögum fyrir jól, en síðdegis á annan dag jóla var ósk okkar hafnað," sagði Kristinn. „Við fengum þó heimild til að fljúga daginn eftir, en á fimmtudag féll f lugið niður. Það var auðvitað baga- legt fyrir farþega okkar, sem urðu fyrir óþægindum vegna þessa.“ Grétar H. Óskarsson, fram- kvæmdastjóri' Loftferðaeftirlitsins, sagði að ekki hefði verið hægt að veita undanþágu til flugs umfram það sem gert hafði verið. „Það eru stundum veittar undanþágur, en þá í þeim tilfellum þegar vélum er f log- ið mikið og stuttur tími líður því á milli skoðana," sagði Grétar. „Þeg- ar vélar eru lengi að ná flugtímum milli skoðana þá verður að hafa í huga ýmis atriði, til dæmis að vélin skemmist og tærist, þó henni sé ekki flogið.“ Um 630 tonn flutt út á vegum Flugfax í ár FLUTT hafa verið út um 630 tonn, aðallega af ferskum fiski, á veg- um Flugfax hf. á þessu ári, þar af um 500 tonn til Japans, 100 tonn til Bandaríkjanna og 30 tonn til Evrópu, að sögn Þorvaldar Björns- sonar hjá Flugfaxi. Flugfax hóf útflutning til Japans 10. janúar síðastliðinn og fyrirtækið hefur meðal annars flutt þangað um 50 tonn af fersku hrossakjöti, að sögn Þorvaldar Bjömssonar. Þorvaldur sagði í samtali við Morg- unblaðið að Flugfax hefði í sam- vinnu við SAS-flugfélagið flutt út um 30 tonn til Evrópu síðastliðna þijá mánuði, aðallega í nóvember. Hann sagði að fyrirtækið hefði hins vegar hafið útflutning til Banda- ríkjanna 5. desember og f lutt þang- að um 100 tonn í þremur ferðum. Leiðrétting - í fjarveru bróður eftirRagnar Tómasson Gunnar Tómasson hagfræðing- ur hefur um langt skeið vegið að rótum ríkjandi hagfræðikenninga. Þar með finnst starfsbræðmm að vegið sé að menntun þeirra og lífsstarfi. Þegar verkin fara úr böndum og rökin þrýtur gerast góð ráð dýr. Rógurinn er skilvirkari en tor- skilin rök hagfræðinnar. Dr. Benjamín Eiríksson spyr í „hagfræði“grein sinni í Morgun- blaðinu í gær: „Er sú hagfræði, sem ekki var nógu góð fyrir Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn, nógu góð fyrir forsætisráðherrann og íslensku þjóðina?" Hagfræðistörf og/eða hag- fræðikenningar Gunnars Tómas- sonar höfðu nákvæmlega ekkert með starfslok hans hjá sjóðnum að gera. Hann var „ekki látinn hætta“ og honum var ekki „sagt upp störfum“. Þetta mun Jóhannes Nordal seðlabankastjóri geta staðfest, sem fulltrúi íslands í yfirstjórn sjópsins um árabil. í formála bókar sinnar „Ég er“ tjáir dr. Benjamín lesendum, með skírskotun til Biblíunnar, að hann „ráði ekki skrifum sínum“. Skulu því orð hans virt til betri vegar, þó hafa beri það sem sann- ara reynist. Höfundur er lögmaður. slysavarnafélagsskipin, Henry Hálfdánarson og Jón E. héldu sjó skammt frá strandstað og þyrla Landhelgisgæslunnar var komin á slysstað skömmu eftir strandið, en Siguijón Óskarsson aflakló afþakk- aði aðstoð og kvaðst myndu bíða flóðs og freysta þess að ná skipinu út. Um borð í Þórunni auk skipstjór- ans voru hafnsögumaður úr Hafn- arfirði, vélstjóri skipsins, tveir raf- virkjar frá Rafboða h.f. og tveir stálsmiðir frá Gjörva. Þórunn var tekin í slipp í Reykjavík um Ieið og hún kom til Reykjavíkur af strand- stað á þeim tíma sem til hafði stað- ið að taka skipið upp áður en óhapp- ið varð, því m.a. átti að botnhreinsa skipið. Skemmdir urðu nær engar á skipinu, smávegis dældir á fer- meters svæði stjórnborðsmegin að aftan og er talið með ólíkindum hve vel skipið slapp eftir næturvist uppi á grýttum skeijum í snörpum vindi og þó nokkrum öldubarningi áður en skipið flaut. Þórunn Sveinsdóttir í Daníelsslipp í gær. Morgunblaðið/Bjarni Morgunblaðið Árni Johnsen Sigurjón Oskarsson er lengst til vinstri en með honum á mynd- inni eru iðnaðarmennirnir sem lentu óvænt í strandi á leiðinni frá Kópavogi til Reykjavíkur. Frumvarp til takmörkunar á aukafjárveitingum: Uppskera gagnrýn- innar á ríkisfjármálin - segir Kristinn Pétursson, alþingismaður „ÉG lít á framlagningu þessa framvarps sem uppskeru gagnrýni minnar á fjármál ríkisins, sem ég hef komið á framfæri bæði leynt og þost, innan þingsins og með blaðaskrifum," sagði Kristinn Péturs- son alþingismaður í samtali við Morgunblaðið í tilefhi af framlagningu frumvarps fjárveitinganefhdarmanna þingsins í neðri deild um tak- markanir á aukafjárveitingum fjármálaráðherra. Rétt fyrir þinghlé var lagt fram frumvarp í neðri deild Alþingis frá fjárveitinganefndarmönnum í þeirri deild, þar sem hömlur eru settar á fjármálaráðherra og ríkisstofnanir að fara með opinbert fé án sam- þykkis Alþingis. í samtali við Morgunblaðið sagði Kristinn Pétursson á Bakkafirði, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi, að frumvarpið kæmi í kjölfar mikillar umræðu og gagnrýni á bæði núverandi ráðherra fjármála og fyrrverandi fyrir ráðstöfun á op- inberu fé með svokölluðum aukafjár- veitingum, sem og ákvörðunum ríkisstjórna með bráðabirgðalögum og öðrum ákvörðunum um ráðstaf- anir4 fé. „Framlagning frumvarps- ins er fagnaðarefni, en í raun eru þessir þingmenn aðeins að gera skyldu sína, því stjórnarskráin er mjög skýr að því leyti að ekki má ráðstafa fjármunum ríkisins eða leggja á skatta nema með lögum.“ ■ KNATTSPYRNULIÐIÐ Víkingur verður að venju með flugeldasölu fyrir þessi áramót. Sölustaðir eru fimm, þ.e. í félags- heimilunum við Hæðargarði og við Stjömugróf, Kringlunni, Austur- veri og í sölutjaldi í Austurstræti. Opið er frá klukkan 10 til 22 og til kl. 16 á gamlársdag. ■ SMÁSAGAN Karin eftir Alex- ander L. Kjelland birtist í 44. tbl. Lesbókar, sem út kom 19. desem- ber sl. Þar misritaðist nafn eins þýðandans, Mariu Vigdísar Kristj- ánsdóttur. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Kvaðst þingmaðurinn vera þess full- viss að frumvarpið næði fram að ganga þar eð það kæmi frá níu manna þingnefnd. „Þetta er vandað frumvarp sem þarf tiltölulega litla umfjöllun." Um undanþáguheimildir laganna sagði Kristinn að þær væru mjög þröngar, en nauðsynlegar vegna hugsanlegra neyðartilvika. „Ef það er meiningin að ná niður verðbólg- unni og bæta lífskjör bænda jafnt sem launafólks er nauðsynlegt að fjárlagaákvæði stjórnarskrárinnar verði virt til fullnustu. Kristinn sagði að tímabært væri að menn færu að átta sig á því og viðurkenna þá stað- reynd að með því að fjármagna stöð- ugan fjárlagahalla með seðlaprentun væri verið að útþynna gjaldmiðilinn, rökrétt af leiðing" þess væri rýrnun gjaldmiðilsins með gengisfellingum. Þetta hefur síðan bein áhrif á atvinn- ulífið sem hefur tekið stór lán sem bundin eru erlendum gjaldmiðlum, þar eð við gengisfellingu hækka lán- in í verði,“ sagði Kristinn. Almenningshlutafélagið Fróði hf.: Sala hlutabréfa 25 milljónir króna MAGNÚS Hreggviðsson, stjórnarformaður Fijáls framtaks hf., segir að sala hlutabréfa hjá almenningshlutafélaginu Fróða hf. sé í sam- ræmi við þau markmið sem að hafí verið stefrit í upphafí og nemi nú um áramótin 25 milljónum króna. Fróði hf. var stofnað um út- gáfustarfsemi Fijáls framtaks fyrir skömmu og var heildarhlutafé ákveðið 162 milljónir. Fijálst framtak hyggst eiga um 25% hlutafjár og mynda meirihluta í félaginu ásamt nokkrum stærri aðilum en annað hlutafé hefiir verið boðið til sölu á almennum markaði. „Ég setti mér það markmið í fyrsta lagi að selja starfsmönnum fyrirtækisins hlutabréf og það keyptu tæplega 50 starfsmenn af 60,“ sagði Magnús. „í öðru lagi setti ég mér það markmið að ræða við nokkra stóra aðila og fá til liðs við mig til að mynda meirihluta. 1 þriðja lagi ætlaði ég að fara til al- mennings og það hefur gengið eftir í samræmi við þau markmið sem við settum okkur.“ Magnús segir viðræður standa yfir við nokkra aðila og þær hafi verið gagnlegar. Slíkar viðræður taki hins vegar langan tíma bæði um það hveijir vilji vinna saman og hvenær menn séu tilbúnir að fjárfesta. Það skipti máli hveijir muni mynda meirihluta í félaginu en mjög æskilegt sé að það sé sam- stilltur hópur. „Við viljum hafa áhrif á það hveijir komi til með að vinna saman en viðskiptin með hlutabréf- in eru algjörlega fijáls,“ sagði Magnús Hreggviðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.