Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989 Mikið vatnsveður á ísafírði: Vatn flæddi inn í hús í Hnífsdal ísaftrði. MIKLA hláku og vatnsveður gerði á ísafirði í fyrrinótt. Krapa- flóð féllu víða úr hlíðum og þurfti að ryðja af veginum á milli Isafjarðar og Hnífsdals. Vatn komst á nokkrum stöðum í kjall- ara húsa, en mesta tjónið varð í tveimur íbúðarhúsum við Heima- bæjarstíg í Hnífsdal. Þar stíflaðist ræsi, sem flytur læk úr heimabæjartúninu til qávar, í fjörunni vegna brimróts. Við það fór vatnið um holræsakerfi húsanna og flæddi þar um svo að í öðru húsinu varð eins metra hátt vatns- borð í kjallara og um tíu sentimetra hátt vatn á gólfum götuhæðar. í hinu húsinu. varð vatnshæðin um hálfur metri í allri neðri hæð. Mjög erfiðlega gekk að fá menn frá bænum til að losa stífluna úr ræsinu og f læddi lækurinn um hús- in fram eftir degi. Hins vegar tókst betur til í nýja sjúkrahúsinu á ísafirði, þar komst vatn í kjallara. Slökkviliðsmenn komu þar strax á vettvang og búið að þurka upp og koma ræsum í lag um hádegi. íbúar húsanna tveggja í Hnífsdal voru mjög óánægir með aðgerðir bæjaryfirvalda, en oft áður hefur flætt úr þessu ræsi og reyndar fyr- .ir löngu búið að kaupa rör til að framlengja ræsið í fjörunni, að sögn íbúa húsanna. Innréttingar og hús- búnaður beggja húsanna eru mikið skemmd. Úlfar Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson í stofiinni að Heimabæjarstíg 1 í Hnífsdal náði vatnið upp undir hné. f stofunni var myndsbandstækið á kafi og gítar húsfreyjunnar sigldi um á vatnsborðinu þegar að var komið. VEÐURHORFUR íDAG, 30. DESEMBER. YFIRLIT í GÆR: Á Grænlandshafi er 965 mb. lægð, sem þokast norðnorðaustur og fer minnkandi og skammt suðaustur af Ný- fundnalandi er vaxandi 980 mb. lægð sem mun hreyfast norðnorð- austur. Veður fer kólnandi í nótt, en tekur aftur að hlýna þegar líður á morgundaginn, fyrst sunnan- og vestanlands. 8PÁ: Sunnan- og suðaustankaldi eða stinningskaldi fram eftir degi, en allhvasst eða hvasst suðvestanlands undir kvöldið. Skýjað og slydda eða rigning um tíma á Suður- og Vesturlandi en öllu bjart- ara og þurrt að kalla norðaustanlands. Hlýnandi í bíli. l/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á GAMLÁRSDAG: Suðaustanátt og rigning eða súld, einkum um sunnan- og austanvert landið, en úrkomulítið norðan- lands. Milt í veöri. HORFUR Á NÝÁRSDAG: Á nýársnótt snýst vindur til suðvestanátt- ar og kólnar, fyrst vestanlands. Él sunnanlands og vestan en létt- skýjað á Norður- og Austurlandi þegar kemur fram á daginn. Frost 0-4 stig. Vfí VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hlti veður Akureyri 6 alskýjað Reykjavik 4 skýjað Bergen 2 léttskýjað Helsinki •r3 þokumóða Kaupmannah. 4 skýjað Narssarssuaq +10 snjókoma Nuuk +13 snjókoma Osló +5 skýjað Stokkhólmur 3 hrímþoka Þórshöfn 7 rignlng Algarve 16 skýjað Amsterdam 1 þokumóða Barcelona 13 skýjað Berlin +3 kornsnjór Chicago 2 þokumóða Feneyjar 5 þokumóða Frankfurt 1 alskýjað Glasgow 4 reykur Hamborg +3 þokumóða Las Palmas 18 skúr London 5 mlstur Los Angeles 11 hálfskýjað Lúxemborg +1 hrímþoka Madríd 12 skýjað Malaga 17 skýjað Mallorca 15 skýjað Montreal +21 léttskýjað New York +3 skýjað Orlando 6 þokumóða París +1 hrfmþoka Róm 10 heiðskírt Vín +1 þokumóða Washington +2 alskýjað Winnipeg +30 léttskýjað Morgunblaðið/Ami Sæberg Sturla Friðriksson veitir Herði Ágústssyni heiðurverðlaunin úr Verð- launasjóð Ásu Guðmundsdóttur Wright. + Verðlaunasjóður Asu Guðmundsdóttur Wright: Hörður Agiistsson fékk heiðursverðlaunin HÖRÐUR Ágústsson, listmálari, tók á móti heiðursverðlaunum úr Verðlaunasjóði Ástu Guðmundsdóttir Wright í gær. Var honum veitt viðurkenningarskjal og peningaverðlaun að upphæð 155 þús. krónur úr sjóðnum. Sturla Friðriksson, sem á sæti í stjórn sjóðsins ásamt Ármanni Snævarr, prófessor og dr. Jóhannesi Nordal seðlabankastjóra, veitti Herði verðlaunin, en hann fékk þau fyrir rannsóknir á sögu byggingar- listar á íslandi og fyrir að kanna þróun í gerð bygginga hér á landi allt frá Landnámsöld. Hörður Ágústsson er fæddur 4, febrúar 1922 í Reykjavík. Foreldrar hans voru þau Ágúst Markússon, veggfóðrameistari og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir frá Urriða- fossi í Ámessýslu. Iðnlánasjóður með bestu ársskýrsluna Ársskýrsluverðlaun Sfjómunarfélagsins fyrir bestu ársskýrsluna 1988 féllu í hlut Iðnlánasjóðs. Dómnefhd taldi ársskýrslu sjóðsins frá- bærlega vel gerða. Frásögn af starfsemi og rekstrarumhverfi þykir að mati dómnefndar vera mjög vönduð og bæði skipulega sett fram og á góðu máli. Þá þykja myndræn yfirlit og töflur með þeim injög vel gerðar. Bragi Hannesson, forstjóri Iðn- lánasjóðs, veitti viðtöku sérstökum verðlaunagrip í hádegisverðarboði á Hótel Holti í gær af þessu tilefni. Árskýrslunefnd Stjómunarfélagsins ákvað einnig að veita Glitni hf., Orkubúi Vestfjarða og Kísiliðjunni hf. viðurkenningu fyrir góðar árs- skýrslur og voru þeim afhent skraut- rituð viðurkenningarskjöl við sama tækifæri. Alls tóku 26 fyrirtæki þátt í samkeppninni um bestu árs- skýrsluna 1988. í ársskýrslunefnd sitja Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi, Ámi Vilhjálmsson, prófessor og Helgi Backmann, fram- kvæmdastjóri lánasviðs Landsbanka íslands. Hannes vann Dreev Arnhem. Frá Þráni Vigfússyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HANNES Hlífar Stefánsson vann sovéska stórmeistarann Alexie Dreev í tíundu umferð Evrópu- Söfiiun til styrktar Rúmenum Opnaður hefur verið Gíró- reikningur í Landsbankanum að Laugavegi 77 til að gefa landsmönnum kost á að koma alþýðu manna í Rúmeníu til hjálpar. - Jóhannes Georgsson, sem f luttist frá Rúmeníu og býr hér á landi, stendur fyrir söfnun- inni. Númer reikningsins er 019100 en vilji menn leggja inn á hann í öðmm bönkum eða sparisjóðum ber að bæta ein- kennistölum útibúsins við Laugaveg, 011126, framan við töluna. móts unglinga í skák í Hollandi í gær og er í 4.-5. sæti á mótinu með 6,5 vinninga. Hannes hafði svart í skákinni og kom upp Colle-byijun. Hannes var með heldur lakari stöðu framan af, en Sovétmaðurinn eyddi miklum tíma í miðtaflinu og féll að lokum á tíma í 39. leik með kolltapaða stöðu. Samkvæmt nýjum skákstiga- lista FIDE er Dreev í 20. sterkasti skákmaður heims með 2.605 stig. Skák Hannesar við Búlgarann Topalov í 9. umferð , sem fór í bið, var tefld áfram í fyrradag og lauk henni með jafntefli. Topalov, sem er 14 ára gamall, er þegar orðinn alþjóðlegur meistari og hefur hon- um verið spáð miklum frama. Hann gæti orðið stórmeistari á næsta ári og fari svo fellur áratuga gamalt met Bobbys Fischers. Staðan á mótinu eftir tíu um- ferðir er sú að efstur er G. Serper með 8 vinninga, í 2. sæti V. Topalov með 7,5 vinninga og í 3. sæti Dre- ev með 7 vinninga. í 11. umferð- inni, sem tefld verður í dag, teflir Hannes við Serper efsta manna mótsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.