Morgunblaðið - 30.12.1989, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.12.1989, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989 Augnáverkar vegna flugelda H'ógg eftir flugeld veldur því m.a. að vefír í auga rifha. eftirHarald Sigurðsson Áramót nálgast, tími sem flest okkar líta til með tilhlökkun. Dvelja með fjölskyldu og vinum, vonandi gefa sjálfum sér tíma til að skoða farinn veg og hugsa já- kvætt til framtiðar. Við hæfi þyk- ir að gera vel við sig og sína í mat og drykk. Við íslendingar kryddum síðan enn frekar tilver- una með blysum og flugeldum, skiljanlegt myndi kannski einhver segja, nóg er myrkrið samt. En það eru ekki allir sem eiga sælar endurminningar vegna þessa. Skemmst er að minnast blaða- skrifa fyrir tveimur árum þegar þrír einstaklingar hlutu alvarlega augnskaða vegna svokallaðra tívolibomba. Voru þær góðu heilli bannaðar í kjölfar þess. Þegar kannaðar hafa verið sjúkraskrár á Augndeild Landa- kots undanfarin tíu ár, kemur í ljós að fimmtán einstaklingar hafa verið lagðir þar inn vegna augnsk- aða af völdum flugelda. Rétt er að taka fram að á þessu tímabili hafa mun fleiri slasast bæði í and- liti og augum, þá einkum vegna ýmiss konar blysbruna. Innlagnar er ekki þörf nema hjá þeim sem hljóta mikla áverka á auga, til frekari rannsóknar og meðferðar. Þetta eru yfirleitt börn og ungl- ingar, tveir þriðju af þessum hóp voru fjórtán ára eða yngri. Það verður því aldrei nægilega vel brýnt fyrir foreldrum og öðrum aðstandendum að leiðbeina börn- um sínum og vera þeim innan handar, þá einkum hvað varðar flugelda, en öll þessi slys voru af þeirra orsökum. Af þessum fimmtán slysum voru sjö undanfarin tvenn áramót, þ.e. rétt tæplega helmingur, fimm slys áramótin 1987—1988 og tvö um síðustu áramót. Óumdeilan- lega hefur því orðið fjölgun alvar- legra augnáverka vegna f lugelda. Það sem þó greinir þessi sjö til- felli frá þeim átta sem urðu á árun- um 1978—1987, er hversu alvar- leg þau eru. Allir, utan einn, sem slösuðust 1978—1987 náðu fullri sjón á laskaða auganu, og þessi eini hefur 80% sjón. Aftur á móti hefur enginn sjúklingur sem slas- aðist undanfarin tvenn áramót náð fullri sjón á auganu þar sem áverk- inn varð. Eitt auga þurfti að taka, eitt er alblint, þrjú sjá vart fyrir- sagnir í blöðum og tvö hafa í kringum 50% sjón. Þetta er ömur- leg staðreynd. Sem betur fer sjá allir þessir sjúklingar utan einn vel með heilbrigða auganu. Allir hafa þessir sjúklingar tapað þrívíddarsjón og hjá þeim sjúkling þar sem sjón var ekki góð fyrir, hefur þetta verið afskaplega baga- legt. Rétt er að taka fram að tívolibombur voru orsök í þremur tilfella, öll hin slysin voru vegna „venjulegra" flugelda. Það hefur sem sagt ekki bara fjölgað augnslysum heldur eru þau mun alvarlegri en áður. Hvað er til ráða? Um það væri án efa hægt að skrifa langt mál í viðbót. Eins og áður kom fram eru þetta aðallega börn og unglingar sem verða fyrir þessum áverkum. Spenningur og ákafi þeirra vill á stundum verða mikill. Sagt er að hnífur og skæri sé ekki barna meðfæri, mín tillaga er að við þetta bætist' að f lugeldur, hnífur og skæri séu ekki barna meðfæri. Haraldur Sigurðsson „ Aftur á móti hefiir enginn sjúklingur sem slasaðist undanfarin tvenn áramót náð fullri sjón á auganu þar sem áverkinn varð.“ Við sem eldri erum verðum að gefa leiðbeiningar og fylgjast náið með þeim sem yngri eru. Með aukinni aðgæslu má vonandi draga úr þessari óheillaþróun. Landsmönnum óska ég gleði- legs árs og vona að áramótin verði öllum ánægjuleg. Höfundur er augnlæknir og starfandi sérfræðingur við Augndeild Landakots. Beðið fyrir rúmensku þjóðinni BISKUP íslands, herra Ólafiir Skúlason, hvetur presta og söfti- uði til að minnast rúmensku þjóðarinnar við guðsþjónustur nú um áramótin. Þjáning henn- ar og hetjuleg barátta fyrir frelsi og mannréttindum er mik- ið bænarefhi öllum kristnum mönnum, ekki síst nú er upp- byggingarstarfið er hafíð og unnið er að því að koma á lýð- ræði og réttlæti í landinu, segir í fréttatilkynningu frá Biskups- stofú. Biskupinn hefur jafnframt leit- að eftir því við utanríkisráðuneyt- ið, að það geri sitt fyrir hönd íslensku þjóðarinnar til að styðja baráttu rúmensku þjóðarinnar á þessum örlagatímum i sögu henn- ar. Biskup áréttaði þar fyrir hönd íslensku kirkjunnar þann boðskap sem kemur fram í bréfum Alkirkj- uráðsins og Lúterska heimssam- bandsins til aðildarkirkna, að þær leiti eftir stuðningi viðkomandi ríkisstjórna við hina rúmensku þjóð. Bæði þessi kirkjulegu heims- samtök hafa ítrekað krafist þess undanfarið að látið verði af mann- réttindabrotum í Rúmeníu og of- sóknum gegn kristnum mönnum, ekki síst hinum ungverskættaða séra Laszlo Tökes. Málefni Rúm- eníu voru mjög til umræðu á stjómarfundi Alkirkjuráðsins í Moskvu í sumar. Voru þaðan send harðorð mótmæli vegna mannrétt- indabrota rúmenskra stjórnvalda. Víkingasýn- ing í Flórens Flórens, Frá Bergþótu Friðriksdóttur fréttaritara Morgunblaðsins. ÞANN 2. desember var opnuð í „Spedale degli Innocenti“ í Flórens sýningin „I Vichinghi“ og lýkur henni 29. janúar 1990. Sýningin er hluti af sam- starfí á milli italska ríkisins, Toskana-héraðs, Flórensborg- ar, sænska ríkisins, Scania- héraðsins og Malmö-borgar. Á S.S. Annunziata-torginu, þar sem sýningin er haldin, hefur verið komið fyrir líkani, sem er 70% af stærðarhlutföllum víkingaskipsins Roar Egge sem er geymt í sjóminjasafninu í Roskilde í Danmörku. World Maritime University (stofnun innan Sameinuðu þjóðanna) gerði þetta líkan. Það má segja að þetta sé 3. sýningin í heiminum sem er til- einkuð víkingum. Sú fyrsta. var haldin í London árið 1979 og árið eftir var önnur haldin í New York. Þessi sýning hefur það Líkanið af víkingaskipinu Roar Egge. markmiði að vera í senn sögu-, heimildar- og lista- og menning- arsýning. Sýningarsvæðið er Myndskreyttir steinar og steinar með rúnaletri. 1000 fm og hefur sænska arki- tektinum Ivo Walhor tekist vel að koma fyrir sýningargripun- um. Því miður var ekki leyft að taka ljósmyndir á sýningunni. Walhor aðskilur sýningabásana með landslagsmyndum sem eru prentaðar á gegnsæ tjöld, og gefur samspil lita sýningunni líflegan blæ. í sýningarskránni eru skýringar í sambandi við sögu víkinganna og eru þær í samræmi við sýningarbásanna. Goðafræðinni er gerð góð skil. í greinum í dagblöðunum í Flórens er sagt að helstu heimildir um sögu víkingatímabilsins séu í Snorra-Eddu og Eddukvæðun- um. I ítölskum skólum hafa sög- ur Rómveija og Grikkja verið eitt af aðalnámsgreinunum og er þessi sýning því tækifæri til að kynnast sögu víkinganna sem er eigi ómerkari heldur en hinna þjóðanna. Eitt mjög athyglisvert við þessa sýningu er hvað eigin- konum víkinganna er gerð góð skil. Sýningargripirnir eru frá 8. til 13. öld og er mikill hluti þeirra fornminjar sem hafa fundist í uppgreftri í Lundi í Svíþjóð. Meðal annars eru bamaskór og skautar frá 12. öld, bamastóll frá sömu öld, víkingavopn, skart- gripir, hárgreiður og munir úr gröfum karla og kvenna. Einnig em 32 steinar með rúnaletri, sem mynda sérstakan ramma utan um sýninguna. Þegar komið er út af sýningunni er komið út í lítinn garð þar sem hefur verið komð fyrir steinum, bæði mynd- skreyttum og með rúnaletri. í litlum sal er sýnd heimildarmynd um víkingana og er þar meðal annars sýndar myndir frá Hog, sem er 20 km frá Malmö, þar sem hefur verið byggður víkingabær. Þann 3. til 10. desember var haldin í Flórens sýningin „Vivera la Svezia“ (Upplifa Svíþjóð). Var hún einnig hluti af þessu sam- starfi á milli Flórens og Malmö. Sýning þessi átti að gefa mynd af hinu sænska þjóðfélagi og voru meðal annars Volvo og Saab með sýningabása auk 29 annarra fyrirtækja. Það má því segja að norræn menning sé að hefja innreið sína í suðri og vonandi verður fram- hald á því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.