Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 35
35
MORGUNBLAÐIÐ LAUpABDAGUR 30. DBSEMBER, 1989,
SKURÐGOÐADÝRKUN
Með Hendrix-helgi-
dóm í kjallaranum
Það er margt skrýtið í kýr-
hausnum. Kona ein að nafni
Ann Voss í Illinois í Bandaríkjunum
má kyngja því að eiginmaður henn-
ar, Ken Voss, trúi á hinn látna tón-
listarmann Jimmy Hendrix eins og
guð og hann hafi breytt stórum
kjallara undir húsi þeirra í helgi-
dóm, „Hendrix-kirkju“ eins og Voss
kýs að kalla það. Hann hefur hóað
saman 1.500 manns í söfnuðinn og
er leiðtogi þeirra. Safnaðarfélag-
amir koma úr öllum áttum, m.a.
frá Sovétríkjunum, Póllandi og Jap-
an og hefur Voss komið á fót tölvu-
kerfi sem rakar saman og sendir
út upplýsingar og efni um hinn
Hið látna goð, Jimi Hendrix.
látna rokkara sem lést árið 1970,
aðeins 27 ára gamall.
Voss rifjar upp fyrstu kynni sín
af Hendrix. Raunar þekktust þeir
alls ekki, en Voss var einhveiju sinni
í skólamötuneyti, árið 1969, og var
þá eins og fyrir tilviljun sett Hendr-
ix-plata á plötuspilarann. Rödd
Hendrix kvað við, „Hey man, look
outside, its raining!“ Voss hrökk
eins og úr leiðslu, leit út, en sól
skein í heiði. „Hvað er þetta, það
er ekki rigning úti,“ segist hann
hafa sagt án þess að hugsa og
nærstaddir skelltu allir upp úr. En
Voss var ekki hlátur í hug, Hendrix
hafði ávarpað hann persónulega.
HANN!
Helgidómurinn er að hluta til
Hendrix-safn og meðal eigna safns-
ins má nefna forláta tvíhneppt flau-
elsföt sem goðið svitHaði einhveiju
sinni í á tónleikum. Til að fjár-
magna uppátækið, treður Voss
safninu í jeppa sinn stöku sinnum
og ekur með það á Hendrix-hátíðir
sem eru öðru hvoru, hér og þar. Á
slíkum samkundum þykir Voss for-
vitnilegri heldur en safn hans, eink-
um þegar hann færist í aukana er
snilld Hendrix ber á góma. Fyrrum
lagði hann 40 til 50 stundir á viku
í Hendrix-dýrkunina. Nú teljast
stundirnar vera „aðeins" tuttugu.
Það er vegna þess að Anne Voss,
eiginkona hans, krafðist þess af
honum að hann sinnti fjölskyldu
sinni einnig. „Ég hef ekki áhuga á
að eiga tvo karlmenn, sérstaklega
þar sem annar þeirra er löngu dauð-
ur,“ segir hún.
COSPER
K J IF^f
--Ég hef bara flengt þrjá, einn ykkar er að leika.
K
Dags. 30.12.1989
NR. 102
VAKORT
Númer eftirlýstra korta
4507 4200 0002 9009
4507 4400 0001 7234
4507 4500 0006 7063
4507 4500 0009 3267
4548 9000 0019 5166
4548 9000 0024 6738
4548 9000 0027 8186
4548 9000 0028 0984
Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort
úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og vísa á vágest.
SBBl
-K-
UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 681511 - LUKKULlNA 991002
Ken Voss í tilbeiðslustellingum með einn af mörgum gítörum Hendrix milli handanna.