Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989
Nýársboðskapur hans heilagleika
Jóhannesar Páls II páfa á heims-
friðardaginn, 1. janúar 1990
Morgunblaðið/Bjami
Nútímamönnum er ljóst að
heimsfriðinum er ekki aðeins ógnað
af vígbúnaðarkapphlaupinu,
árekstrum milli manna og þjóða og
ranglætinu í heiminum, heldur einn-
ig af skorti á virðingu fyrir náttúr-
unni, arðráni á auðlindum vegna
ágimdar og virðingarleysis fyrir
öðrum.
Umhverfisvandinn snertir siðræn
verðmæti sem eru skilyrði fyrir frið-
sælu samfélagi. Samþætta lausn
verður að finna, byggða á siðrænni
heimsskoðun. Slíka skoðun byggja
kristnir menn á opinberuninni í
Kristi.
í Sköpunarsögunni er okkur sagt
að Guð hafi litið á það sem hann
hafði gert og séð að það var gott.
Hinum fyrstu mönnum var fengin
jörðin til umráða en mennirnir
spilltu samræminu sem átti að ríkja
í heiminum, hirtu ekki um áform
Skaparans svo sköpun hans fór úr
skorðum og bíður þess enn að öðl-
ast frelsi á ný.
Kristnir menn trúa því að dauði
og upprisa Krists hafi sætt þá við
Föðurinn. Sköpunin öðlaðist nýtt líf
með áformi Guðs um að sameina
alla hluti í sér.
Ef við hugleiðum orð Biblíunnar
skiljum við betur afstöðuna milli
mannlegra athafna og sköpunar-
verksins. Ef menn hafna áformi
Skaparans og lifa ekki í friði við
hann valda þeir ósamræmi í sköp-
unarverkinu sem hefur áhrif á
skipulag náttúrunnar. Eyðing nátt-
úrlegra gæða er öllum ljós og hún
stafar af atferli fólks sem hirðir
ekki um það skipulag og samræmi
sem á að ríkja í náttúrunni.
En er hægt að bæta tjónið? Til
þess er ekki nóg að bætá stjóm á
notkun náttúruauðlinda heldur
verðum við að gera okkur ljósa hina
siðrænu hnignun sem ríkir. Um-
hverfiseyðingin er aðeins eitt við-
horf hennar.
Vissir þættir umhverfisvandans
sýna að þeir eru af siðrænum toga
spunnir. Miklar framfarir í vísind-
um og tækni hafa fært mönnum
ávinning en tillitssemi hefur ekki
verið gætt. Það er köllun mannsins
að taka á ábyrgan þátt í sköpunar-
verki Guðs. Því miður hafa fram-
farirnar í iðnaði og jarðrækt haft
skaðvænleg áhrif þegar litið er til
framtíðarinnar. Ljóst er að við meg-
um ekki grípa inn á eitt svið um-
hverfisins án þess að gæta afleið-
inganna á öðrum sviðum.
Tjón hefur orðið á óson-hjúpnum
og mun það leiða til „gróðurhúsa-
áhrifa". Sökin liggur hjá auknum
iðnaði, ásókn manna í stórborgalíf
og sívaxandi orkuþörf. Andrúms-
loftið og umhverfið bíða tjón af iðn-
aðarúrgangi, brennslu jarðefna,
eyðingu skóga og útblæstri skað-
legra efna.
Siðræni þátturinn í umhverfis-
vandanum er ljósastur í skorti
manna á virðingu fyrir lífinu. Fram-
leiðsluhagsmunir misbjóða oft
verkafólki og gróðahyggja gengur
fyrir velferð fólks. Þá er mengun
og umhverfiseyðing fylgifiskur
óeðlilegrar heimsskoðunar sem
stundum leiðir til fyrirlitningar á
fólki.
Viðkvæmt jafnvægi náttúrunnar
raskast ef jurta- og dýralífi er eytt
og náttúrulindir ofnýttar. Slíkt er
mönnum til tjóns þótt það eigi að
leiða til framfara og velsældar.
Loks er ástæða til að hafa
áhyggjur út af þeim gífurlegu
möguleikum sem fylgja líffræði-
rannsóknum. Ekki er enn hægt að
segja til um þær truflanir á lífríkinu
sem gætu fylgt hömlulausum til-
raunum á erfðaeiginleikum dýra og
jurta svo ekki sé minnst á óviður-
kvæmilegar tilraunir á sjálfu
mannlífinu. Sé siðfræðinni hafnað
í þeim málum getur það leitt mann-
inn fram á hengiflug sjálfstortím-
ingar.
Virðing fyrir lífinu og umfram
allt mannlífinu verður að vera leið-
arsteinn í öllum framförum, hvort
sem er á sviði efnahagsmála, iðnað-
ar eða vísinda.
Umhverfisvandinn er mjög yfir-
gripsmikill en styðjast má við
ákveðin grundvallaratriði til lausnar
á honum, atriði sem friðsælt sam-
félag byggist á. í friðsælu sam-
félagi verður að bera virðingu fýrir
lífinu og gæta þess að allir þættir
sköpunarverksins eru samofnir.
Jörðin er sameiginleg arfleifð
okkar og ávextir hennar öllum til
nytsemdar. Það snertir einmitt
þann vanda sem hér er fjallað um.
Það er hróplegt ranglæti að fáir
forréttindaaðilar safni að sér meiri
auði en þeir þarfnast og bruðli með
lífsgæðin meðan fjöldi manna lifir
í hinni mestu örbirgð. Þær ógnir
sem umhverfiseyðingunni fylgja
sýna okkur að græðgi og eigingimi
eru andstæðar skipulagi sköpunar-
verksins þar sem hvert atriðið
grípur inn í annað.
Nauðsynlegt er, bæði fyrir skipu-
lag heimsins og sameiginlega arf-
leifð okkar, að nýting gæða jarðar-
innar verði skipulögð með allan
heiminn í huga. Víða nær umhverf-
isvandinn út fyrir landamæri ríkja
svo þau geta ekki leyst hann ein.
Nýlega hafa verið stigin skref í
áttina til alþjóðlegrar starfsemi á
þessu sviði en þau hafa verið ófull-
nægjandi. í vegi fyrir þeim hafa
staðið pólitískar hindranir, óhófleg
þjóðernishyggja og gróðasjónarmið,
svo fátt eitt sé nefnt.
Alþjóðasamvinna dregur ekki úr
ábyrgð hvers ríkis fyrir sig. Ríkin
verða einnig að gera félagslegar
lagfæringar innan landamæra
sinna. Þau verða að hindra mengun
andrúmsloftsins og lífríkisins á
þann hátt sem tækni og vísindi
gera þeim frekast fært. í Mannrétt-
indayfirlýsinguna þarf að bæta rétti
manna til skaðlauss umhverfis.
Umhverfisvandinn kréfst nýrrar
samstöðu, sérstaklega í samskipt-
um þróunarlandanna og hinna iðn-
væddu. Ekki er hægt að heimta
umhverfisvemd af skemmra komn-
um þjóðum nema hinar lengra
komnu gæti sömu verndar. Eins
mega hinar skemmra komnu ekki
endurtaka mistök hinna með iðnað-
armengun, eyðingu skóga eða of-
notkun þeirra auðlinda sem ekki
verða endurnýjaðar.
Umbótum verður ekki komið á
nema leiðtogar þjóðanna séu sann-
færðir um þörfina á þeim. Sú þörf
bendir á ný tækifæri til samvinnu
og friðsamlegra samskipta þjóð-
anna.
Umhverfisjafnvægi verður ekki
komið á nema ráðist verði gegn
fátæktinni í heiminum. Henni og
ranglátri skiptingu jarðnæðis fylgja
eyðing skóga, ofnotkun jarðarinnar
og flótti til borganna. Aðrar auð-
lindir hafa einnig verið ofnýttar.
Hina fátæku verður að styðja til
sjálfshjálpar.
Því miður fást vísindamenn enn-
þá við að breyta náttúrugæðum í
drápstól. Þó að alþjóðasamþykktir
banni efna- og sýklavopn er enn
unnið að framleiðslu vopna sem
spillt geta jafnvægi náttúrunnar.
Nútíma heimsstyijöld gæti valdið
DÓMKIRKJAN: Gamlársdagur:
Aftansöngur kl. 18. Sr. Hjalti Guð-
mundsson. Hafnarbúðir: Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Jakob Ágúst Hjálmars-
son. Nýársdagur: Biskupsmessa kl.
11. Biskup íslands, herra Ólafur
Skúlason, prédikar, altarisþjónustu
annast Dómkirkjuprestarnir sr.
Hjalti Guðmundsson og sr. Jakob
Ágúst Hjálmarsson. Organisti Mar-
teinn Hunger Friðriksson. Hátiðar-
guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hjalti Guð-
mundsson. Einsöngur Sigrún Þor-
geirsdóttir.
ÁRBÆJARKIRKJA: Gamlársdagur:
Aftansöngur kl. 18. Halla S. Jónas-
dóttir og Fríður Sigurðardóttir
syngja tvísöng. Organisti Jón Mýr-
dal. Nýársdagur: Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson
prédikar og þjónar fyrir altari ásamt
sóknarpresti. Sr. Guðmundur Þor-
steinsson.
ÁSKIRKJA: Gamlársdagur: Aftan-
söngur kl. 18. Elísabet F. Eiríks-
dóttir syngur einsöng. Sr. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Gamlárs-
dagur: Aftansöngur kl. 18. Sr. Jón-
as Gíslason vígslubiskup prédikar.
Reynir Þórisson syngur einsöng.
Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta
kl. 14. Organisti í guðsþjónustunum
er Daníel Jónasson. Þriðjudagur 2.
janúar: Bænaguðsþjónusta kl.
18.30, altarisganga. Sr. Gísli Jónas-
son.
BÚSTAÐAKIRKJA: Gamlársdagur.
Aftansöngur kl. 18. Eirikur Hreinn
Helgason syngur einsöng. Guð-
mundur Hafsteinsson leikur einleik
á trompet. Nýársdagur: Guðsþjón-
usta kl. 14. Ræðumaður Sigmundur
Guðbjarnason háskólarektor. Org-
anisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr.
Pálmi Matthíasson.
DIGRANESPRESTAKALL: Nýárs-
dagur: Hátíðarguðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorberg-
ur Kristjánsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Gamlárs-
dagur: Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Cecil Haraldsson Fríkirkjuprestur.
Nýársdagur: Guðsþjónusta kl. 10.
Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson.
Organisti Kjartan Ólafsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Gaml-
ársdagur: Aftansöngur kl. 18.
Prestur sr. Guðmundur Karl
Ágústsson. Einsöngur Kristín R.
Siguröardóttir. Flautuleikarar Guð-
rún Birgisdóttir og Martiel Nardau.
Organisti Guðný Margrét Magnús-
dóttir. Nýársdagur: Hátiöarguös-
þjónusta kl. 14. Prestur sr. Hreinn
Hjartarson. Organisti Guðný
Margrét Magnúsdóttir. Sóknar-
prestar.
GRAFARVOGSPRESTAKALL: Ný-
ársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl.
14. Ræðumaður Páll Svavarsson
sóknarnefndarmaður, fram-
kvæmdastjóri Styrktarfélags lam-
aðra og fatlaðra. Einsöngur Haukur
Guðspjall dagsins:
Lúk. 2.:
Símeon
og Anna.
Páll Haraldsson og Mari Lee Har-
aldsson frá Vínarborg. Sr. Vigfús
Þór Árnason.
GRENSÁSKIRKJA: Gamlársdagur:
Aftansöngur kl. 18. Einsöngur Jó-
hanna Möller. Nýársdagur: Hátíð-
arguðsþjónusta kl. 14. Guðmundur
Gíslason syngur Hátíðarsöngva
Bjarna Þorsteinssonar ásamt kór.
Organisti Árni Arinbjarnarson.
Prestarnir.
HALLGRÍMSKIRKJA: Gamlárs-
dagur: Aftansöngur kl. 18. Sr.
Ragnar Fjalar Lárusson. Nýárs-
dagur: Messa kl. 14. Sr. Karl Sigur-
björnsson.
LANDSPÍTALINN: Gamlársdagur:
Aftansöngur kl. 17. Sr. Ragnar Fjal-
ar Lárusson. Nýársdagur: Messa
kl. 10. Sr. Jón Bjarman.
BORGARSPÍTALINN. Heilsu-
verndarstöðin: Guðsþjónusta kl.
1.30. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Grensásdeild: Guðsþjónusta kl.
2.30. Sr. Sigfinnur Þorleifsson.
Borgarspítalinn: Guðsþjónusta kl.
3.30. Sr. Sigfinnur Þorleifsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Gamlársdagur.
Aftansöngur kl. 18. Sr. Arngrímur
Jónsson. Nýársdagur: Hátiðar-
messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson.
Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkj-
unni á miðvikudögum kl. 18.
Prestarnir.
HJALLAPRESTAKALL í KÓPA-
VOGI: Messusalur Hjallasóknar í
Digranesskóla. Gamlársdagur: Aft-
ansöngur kl. 18. Kór Hjallasóknar
syngur. Elín Sigmarsdóttir syngur
stólvers. Organisti David Knowles.
Sr. Kristján E. Þorvarðarson.
KÁRSNESPRESTAKALL. Gaml-
ársdagur: Aftansöngur í Kópavogs-
kirkju kl. 18. Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Gamlársdagur:
Garðakirkja á Álftanesi.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 18. Nýárs-
dagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Sr. Jónas Gíslason vígslubiskup
prédikar. Sr. Þórhallur Heimisson.
LAUGARNESKIRKJA: Nýársdagur.
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Ein-
söngur Laufey G. Geirlaugsdóttir
sópran. Kór Langholtskirkju syngur.
Organisti Ann Toril Lindstad.
Fimmtudagur 4. janúar: Kyrrðar-
stund í hádeginu. Sóknarprestur.
NESKIRKJA. Gamlársdagur: Jóla-
samkoma barnanna kl. 11. Sr.
Frank M. Halldórsson. Aftansöngur
kl. 18. Blásarakvartett leikur frá kl.
17.30. Einsöngur Gunnar Guð-
björnsson. Orgel- og kórstjórn
Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur
Óskar Ólafsson. Nýársdagur:
Guðsþjónusta kl. 14. Einsöngur
inga Bachmann. Orgel- og kór-
stjórn Reynir Jónasson. Sr. Frank
M. Halldórsson.
SELJAKIRKJA: Gamlársdagur: Aft-
ansöngur kl. 18. Eiríkur Pálsson,
Lárus Sveinsson og Ásgeir Stein-
grímsson leika á trompet. Nýárs-
dagur: Guðsþjónusta kl. 14. Altaris-
ganga. Organisti Kjartan Sigurjóns-
son. Sóknarprestur.
SELTJARNARNESKIRKJA: Gaml-
ársdagur: Aftansöngur kl. 18.
Hólmfríður Þóroddsdóttir leikur á
óbó. Organisti Gyða Halldórsdóttir.
Prestur sr. Solveig Lára Guð-
mundsdóttir. Nýársdagur: Hátíðar-
guðsþjónusta kl. 14. Hallgrímur
Magnússon læknir prédikar. Org-
anisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur
sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.
FRÍKIRKJAN, Reykjavík: Gamlárs-
dagur: Aftansöngur kl. 18. Leikið á
orgel kirkjunnarfrá kl. 17.40. Orgel-
leikari Pavel Smid. Nýársdagur:
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Orgel-
leikari Pavel Smid. Sr. Cecil Har-
aldsson.
KIRKJA óháða safnaðarins: Gaml-
ársdagur: Hátíðarmessa kl. 18. Sr.
Þórsteinn Ragnarsson.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Gaml-
ársdagur: Messur kl. 8.30, 10.30
og kl. 14.00. Nýársdagur: Messa
kl. 14.