Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.12.1989, Blaðsíða 44
-v Jólaleikrit Utvarpsins Kl. 16:20 ö ÚTVARPIÐ RÁS 1 Q FLÓRÍDA^ einmitt núna LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Alvarlegum augn- áverkum vegna flug- elda hefúr fjölgað FIMMTÁN einstaklingar hafa verið lagðir inn á augndeild Landakots vegna augnskaða af völdum flugelda undanfarin tíu ár. Sjö af þessum slysum urðu undanfarin tvenn áramót, og hef- ur enginn þeirra sjúklinga náð fullri sjón á því auga sem skadd- aðist, að því er fram kemur í grein eftir Harald Sigurðsson augnlækni í blaðinu í dag. Mun fleiri hafa slasast bæði í andliti og augum á þessu tímabili, þá einkum vegna ýmiss konar biys- bruna, en innlagnar er ekki þörf nema hjá þeim sem hljóta mikla ! áverka á auga. Yfirleitt eru það börn og unglingar sem slasast af þessum völdum, og tveir þriðju af þessum hópi voru fjórtán ára eða yngri. Fimm slys urðu af völdum flug- elda áramótin 1987-1988 og tvö um síðustu áramót. Það sem grein- ir þessi sjö tilfelli frá þeim átta sem urðu á árunum 1978-1987 er hversu alvarleg þau eru. Eitt auga þurfti að fjarlægja, eitt er alblint, þijú sjá vart fyrirsagnir í biöðum og tvö hafa í kringum 50% sjón. Sjá grein Haralds bls. 14. Milt ára- mótaveður ALLT bendir til að milt veður verði um áramótin. Suðaustanátt verður um allt land. Strekkings- vindur verður á gamlársdag, en mun hægari vindar á nýársdag. Ný lægð er i uppsiglingu sunnan til á Grænlandshafi og mun hún blása heitu lofti yfir landið um helgma. Þjóðvegir eru víðast greiðfærir um landið, en nokkur hálka er þó í einstökum iandshlutum .Dísilolía hækkar um 30% um áramót VERÐ á disilolíu hækkar um 30% um áramót vegna virðisauka- skatts og hækkana erlendis. Lítrinn kostar nú 17,30 krónur og hækkar því í um 22,50 krónur við verðbreytinguna. Utsöluverð á bensíni lækkar hins vegar um 0,5%, eða úr 49,90 krónum í 49,20 hver lítri. Virðisaukaskattur leggst á allar oiíuvörur, einnig þær sem ekki hafa borið söluskatt. Þar á meðal eru dísilolía, gasolía og svartoiía. Kostnaðarauki vegna þessa verð- ur ekki afgerandi fyrir fyrirtæki, sem geta dregið skattinn frá sem innskatt af aðföngum. Til dæmis verður virðisaukaskattur á gasolíu ekki íþyngjandi fyrir útgerðina, að sögn Kristjáns Ragnarssonar, fram- kvæmdastjóra Landssambands íslenskra útvegsmanna. Sveitarfélög og einstaklingar, sem þurfa að kaupa dísilolíu, bera hins vegar aukinn kostnað sem nemur skattinum. Til dæmis áætlar stjóm Strætisvagna Reykjavíkur að eldsneytiskostnaður aukist um 8,3 milljónir króna á næsta ári vegna virðisaukaskattsins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Safhað í áramótabrennu Leyfi hefur verið veitt fyrir tveimur áramótabrennum á Akur- eyri. Önnur verður ofan Hlíðarbrautar og á myndinni eru knáir piltar sem voru að koma þar rusli fyrir. Frá vinstri á myndinni eru Róbert, Konráð, Gerald, Fjalar og Rúnar. Rey kj avíkurborg: Viðræður um mögu- leg kaup á Vatnsenda Dugir fyrir 15-20 þús. manna byggð Reykjavíkurborg hefur átt í viðræðum um hugsanleg kaup á Vatnsendalandi, ofan við Reykjavík. Davíð Oddsson borg- arstjóri segir að á þessi svæði sé hægt að skipuleggja 15- 20.000 manna byggð. Um er að ræða 5-600 hektara svæði, og Davíð Oddsson sagði við Morgunblaðið, að ef af þessum kaupum yrði, væri það gífurlegur fengur fyrir borgina. Hins vegar væru viðræður um landakaupin enn á byijunarstigi. Að auki væri Vatnsendaland í lögsögu Kópavogsbæjar sem hefði forkaupsrétt að landinu og því gæti Kópavogur kosið að ganga inn í þau kaup ef samningar tækj- ust. Davíð vildi ekki upplýsa hvaða verðhugmyndir væru um landið, en sagði að málið hefði verið kynnt í borgarráði sem trúnaðarmál. Ríkisábyrgð til Stöðvar 2 úr sögunni: Ríkisstj órnin bauð yfirlýsingu - Verzlunarbankinn krafðist laga Andstaða í stj ómarflokkum við ríkisábyrgð Ríkisábyrgð fyrir erlendu láni til Stöðvar 2 er úr sögunni. Ríkis- stjórnin skýrði Verzlunarbankan- um, aðalviðskiptabanka sjón- varpsstöðvarinnar, frá því í gær, að hún væri reiðubúin tii þess að gefa bankanum yfirlýsingu þess eftiis, að hún mundi leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um ríkis- ábyrgð vegna fyrirtækisins. Ekki var rætt um sérstaka upphæð í því sambandi. Verzlunarbankinn lýsti því þá yfír, að slík yfírlýsing dygði ekki og gerði kröfú um bráðabirgðalög vegna þessarar ábyrgðar en Alþingi kemur ekki saman fyrr en i lok janúar. Ríkis- stjórnin var ekki tilbúin til þess að fallast á þá kröfu. Skömmu eft- ir miðnætti í nótt voru fúlltrúar Stöðvar 2 boðaðir til fúndar við sérfræðinga ríkissljórnarinnar. Morgunblaðinu var ekki kunnugt um tilefiii þess fúndar. Ein ástæða þess að ríkisstjórnin vildi ekki fallast á bráðabirgðalög er sú, að þegar í gærmorgun höfðu ýmsir þingmenn stjómarflokkanna samband við ráðherra og lýstu and- stöðu við ríkisábyrgð vegna Stöðvar 2. Verzlunarbankinn hefur lagt áherzlu á, að málefni stöðvarinnar Landsbankiim býður 605 millj- ónir í 52% Samvinnubankans Engir fyrirvarar um töpuð útlán eða eftirlaunaskuldbindingar Á FUNDI bankaráðs og banka- stjómar Landsbanka íslands, sem stóð frá kl. 10 í gærmorgun og fram undir kvöld, var samþykkt að gera Sambandi ísl. samvinnufé- laga tilboð um að kaupa 52% eign- arhlut þess í Samvinnubanka ís- lands hf. fyrir 605 milfjónir króna án nokkurra fyrirvara. í því felst, að Landsbankinn tekur jaftiframt á sig, sem þessum eignarhlut nem- ur, hugsanlegar eftirlaunaskuld- bindingar Samvinnubankans, sem talið er að geti numið um 120 milfjónum króna og áætluð töpuð útlán, sem talið er að geti numið 124 milfjónum króna. Loks felst í þessu tilboði, að Landsbankinn tekur við fasteignum Samvinnu- bankans á bókfærðu verði þeirra, sem er 189 milljónum króna hærra en ef beitt hefði verið sömu reglu og notuð var við sölu Útvegs- bankans. í samkomulagi því, sem Sverrir Hermannsson, bankastjóri, og Guð- jón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, undir- rituðu sl. haust um kaupin á Sam- vinnubankanum var gert ráð fyrir, að kaupverðið yrði 828 miHjónir króna en þá voru gerðir fyrirvarar af hálfu Landsbankans um ofan- greinda útgjaldaliði. Ef þeir lenda að fullu á Landsbankanum sam- kvæmt ofangreindum tölum er tilboð bankans nú heldur hærra en síðast- liðið haust. Ef þeir lækka umtalsvert er tilboð Landsbankans nú lægra en sl. haust. Jafnframt felst í þessu tilboði Landsbankans, að 605 milljónir króna verða viðmiðun við kaup á þeim 48% í Samvinnubankanum, sem eru í eign annarra en SÍS, svo sem KEA og KRON og fleiri aðila. Sverr- ir Hermannsson, bankastjóri Lands- bankans, vildi ekkert segja um niður- stöðu þessa fundar og Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, sagði að stjóm Sambands ísl. samvinnufélaga mundi ekki taka tilboð Landsbankans til umræðu og ákvörðunar fyrr en f næstu viku. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var bankaráðsfundurinn sviptingasamur og kom m.a. til harðra orðaskipta milli Sverris Her- mannssonar, bankastjóra, og Lúðvíks Jósepssonar, bankaráðs- manns. Tilboðið til Sambandsins var hins vegar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum bankaráðs- manna. verði leyst fyrir áramót og í því felst, að eigendur Stöðvar 2 leggi fram fullnægjandi veð fyrir skuld- bindingum fyrirtækisins eða aðra lausn á vandamálum þess í dag eða á morgun. Á fundi, sem forráðamenn Stöðv- ar 2 áttu með ráðherrum síðdegis í gær, var reifaður sá möguleiki, að rikisstjórnin kæmi til aðstoðar fyrirtækinu með aðild Hlutafjár- sjóðs að því og jafnvel með ein- hverri aðstoð Atvinnutryggingar- sjóðs. Steingrfmur Hermannsson, forsætisráðherra neitaði því í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að þessi leið væri í athugun og sagði að hún stæðist ekki lögum sam- kvæmt. Helgi G. Þórðarson vara- formaður stjórnar Hlutafjársjóðs sagði við Morgunblaðið að setja þyrfti alveg nýjar reglur um sjóðinn ef sjóðsstjóm ætti að taka slíka ósk til afgreiðslu. Steingrímur Hermannsson sagði að rætt hefði verið um í gær að ríkið veitti ábyrgð fyrir láni að upp- hæð 190 milljónír króna. Hann sagði að formenn ríkisstjómar- flokkanna hefðu rætt þetta mál í gær en ekki treyst sér til að verða við kröfu Verzlunarbankans um bráðabirgðalög, enda væri erfitt að rökstyðja nauðsyn þess að setja bráðabirgðalög f þessu skyni. í stjómarskránni segir um bráða- birgðalög, að þau megi gefa út milli þinga þegar brýna nauðsyn beri tll. Ekki megi þó gefa út bráða- birgðalög ef Alþingi hafi samþykkt fjárlög fyrír fjárhagstimabilið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.